Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 16
I
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
ísafjörður:
Sorpið urðað
í Sundahöfn
ísafirdi.
ÍBÚI í Hnífsdal hefur kært rekst-
ur sorpbrennslustöðvarinnar á
Skarfaskeri í útjaðri ísafjarðar-
kaupstaðar til bæjarfógetans á
ísafirði og óskað opinberrar rann-
sóknar á starfseminni. Bæjarfóg-
eti fékk kæruna til meðferðar 22.
maí og sendi þá fljótlega málið til
ríkissaksóknara, þar sem það bíð-
ur enn afgreiðslu.
Stöðin hefur verið lokuð undan-
farnar vikur vegna lagfæringa, en
ákveðið hefur verið að bíða með að
opna stöðina þar til rannsókn er lok-
ið.
Að sögn talsmanna kærunnar hef-
ur stöðin verið rekin starfsleyfislaus
frá árinu 1985, en þá neituðu bæði
Hollustuvernd og Náttúruverndarráð
að viðurkenna reksturinn.
Fyrir tveim árum var sett á lagg-
irnar nefnd til að leita lausna vand-
ans, en hún hefur ekki enn skilað
áliti.
Að sögn formanns heilbrigðis-
nefndar Isafjarðar er sú nefnd sér
vel meðvituð um vandann, en sér
enga ástæðu til að loka stöðinni á
meðan ekki finnst önnur lausn.
Stöðin er í eigu Bolungarvíkur,
ísafjarðar og Súðavíkur og er það
því athyglisvert, ef þessi þijú bæjar-
félög hafa rekið mjög mengunarvald-
andi starfsstöð hér í 6 ár í blóra við
lög.
A meðan brennslan er lokuð, er
allt sorp urðað í Sundahöfn en þann-
ig var öllu sorpi komið fyrir áður en
sorpbrennslustöðin tók til_ starfa
1974. - Úlfar
Teikning/Sigurður Valur
Víðsjármynd af Viðey. I bæklingnum eru merktar inn á hana gönguleiðir og örnefni.
Nýr bæklingur um Viðey
ÚT er kominn nýr bæklingur um Viðey, sem sr. Þórir Stephen-
sen staðarhaldari hefur ritað. Bæklingurinn hefur verið gefinn
út á fjórum tungumálum; íslenzku, ensku, þýzku og dönsku.
Bæklingurinn er nú í nýju broti
og að sögn sr. Þóris er hann gerð-
ur með tilliti til þess að fólk geti
áttað sig sem bezt á fjallasýn frá
Viðey, næstu eyjum, gönguleiðum
og örnefnum. í því skyni er í
bæklingnum stór víðsjármynd af
eyjunni og fjallahringnum, sem
merktar eru inn á gönguleiðir og
örnefni.
í bæklingnum er fjallað um
náttúrufar Viðeyjar og sögu. Þar
er einnig að finna upplýsingar um
veitingarekstur, ráðstefnuhald og
Viðeyjarferðir. Ljósmyndir í bækl-
inginn tók Björn Jónsson, en
teiknari er Sigurður Valur.
iPQnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420
'ASKO'
þvottavelar
Bæbi framhlabnar og topphlabnar
á sérstöku
kynningarverbi:
ASKO10003 framhl.
ASKO11003 framhl.
ASKO12003 framhl.
ASKO 20003 framhl.
ASK0 13002 topphl.
ASKO16003 topphl.
KR. 71.500 (67.920 stgr.)
KR. 79.900 (75.900 stgr.)
KR. 86.900 (82.550 stqr.)
KR. 105.200 (99.940 stgr.)
KR. 62.900 (59.750 stgr.)
KR. 78.900 (74.950 stgr.)
OG MENNING
LEIKUR-NÁM-STARF
Barnanámskeið
Ungmennahreyfing Rauða krossins gengst fyrir
tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-10
ára. Á námskeiðunum fræðast börnin um ólíka
menningarheima, umhverfisvernd, skyndihjálp,
starfsemi Rauða krossins og margt fleira auk þess
sem þau gróðursetja tré, mála og fara í leiki.
Námskeiðin eru haldin á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK 15/7-26/7 kl.9.00-16.00
HAFNARFJÖRÐUR 15/7-26/7
REYKJAVÍK 29/7-9/8
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu RKÍ
í síma 91-26722
»*+***<«***
UNGMENNAHREYFING RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Landspítalinn:
Reykingabannið dregur úr
lyfjanotkun á afeitrunardeild
REYKINGABANN á afeitrunardeild Landspítalans hefur orðið til
þess að draga úr lyfjanotkun sjúklinga og auk þess breytt atferli
sjúklinganna. Deildin er lokuð deild og fá sjúklingar ekki að fara
út fylgdarlaust og engar heimsóknir eru leyfðar nema í undantekn-
ingatilfellum. Meðal dvalartími er tíu daga og nær allir sjúklingar
reykja, meirihlutinn meira en einn pakka á dag. Á hinum geðdeild-
um spítalans eru reykingar ekki bannaðar og þar fara sjúklingar
einir út til að reykja.
Þetta kemur fram í hugleiðing-
um Láru Höllu Maack deildar-
læknis, sem birtar eru í Lækna-
blaðinu. Þar kemur fram að lyija-
notkun einkum að nóttu til hefur
minnkað á.þeim fimm mánuðum
sem liðrnir eru frá því reykbannið
tók gildi en ekki aukist eins og
búist var við. „Allir næturgenglar
eru sammála um, að sjúklingarnir
sofi miklu betur. Þeir eru ekki
lengur að rífa sig upp fímm sinn-
um að nóttu til að fá sér smók
og aukaskammt af lyfjum í de-
sert. Nú sofí sjúklingarnir á nótt-
unni.“ í stað þess að reykja tyggja
sjúklingar Nicorette en það er með
dýrustu tyggjóum á markaðinu og
hefur lyfjakostnaður deildarinnar
því ekki lækkað.
★ GBC-lnnbjnding
Fjórar mismunandi
gerðir af efni og tækjum
til innbindlngar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Þá kemur fram að áður hafí
allir sjúklingar setið inn á reykher-
bergi í hring og komu helst ekki
þaðan út. „Það sat hlið við hlið,
reykti og horfði út í tómið í gegn-
um bláa hringina. Sjúklingarnir
sitja nú í fallegu dagstofunum
tveim, þar sem aldrei var nokkur
maður áður, tala saman eða horfa
á vídeó. í gamla reykherberginu
spila þeir á spil, leika aðra leiki
og borðtennisborð komst skyndi-
lega í notkun, og allir eru farnir
að stunda áhaldaleikfimi nú.“
Öllum sjúklingum er gerð grein
fyrir reykbanninu áður en þeir
leggjast inn og jafnframt minntir
á að þeir geti fari annað, kjósi
þeir reykmeðferð. Sjúklingar
kvarta mikið einkum fyrstu dag-
ana og taka þær engan enda því
alltaf kemur maður í manns stað.
„Ættingjar sjúklinganna eru þó
erfiðari. Þeir hringja stöðugt til
þess að ná í einhvern til þess að
rífast við út af reykbanninu, því
margir sjúklingar nauða auðvitað
í sínum nánustu í síma út af bann-
inu. Undantekingalaust reykja
þessir ættingjar sjálfir. Aðstand-
endur, sem ekki reykja, hringja
aldrei til að rexa út af tóbaki.“
Lára segir, að starfsfólk deildar-
innar sé þreytt á að framfylgja
banninu. Samneyti við aðrar deild-
ir er erfítt þegar senda þarf sjúki-
inga þangað í meðferð. Þeir fái
undanþágu frá banninu um leið
og komið er út af deildinni og
sjúklingar sem komi af öðrum
deildum inni á afeitrunardeild
heyra þar í fyrsta sinn að reyking-
ar séu bannaðar á spítalanum.
Sjúklingar á öðrum geðdeildum
fari sjálfír út til að reykja og þeg-
ar sjúklingar af afeitrunardeild
fara út í heisubótargöngu er andy-
rið fullt af reyk og sígarettustubb-
um frá þeim sjúklingum sem laum-
ast inn í hlýjuna. Framkvæmd
bannsins er erfíð við þessar að-
stæður segir Lára. „Það bætir
ekki úr skák, að við á 33-A ímynd-
um okkur stundum, erum raunar
jafn upptekin af því og sjúkling-
arnir okkar, að við séum ein á báti
í framkvæmd þessa banns á
Landspítalanum.“
--------------
Valt á Veiði-
leysuhálsi
Trékyllisvík.
ÞAÐ óhapp varð nú um helgina
að jeppi með fimm farþegum auk
ökumanns valt við Kúvíkurdal í
norðanverðum Veiðlleysuhálsi.
Fólkið var á leið frá Hólmavík
til Norðurfjarðar. Tveir farþegar
meiddust nokkuð á fæti en önnur
meiðsl urðu ekki á fólki. Bifreiðin
sem talin er ónýt valt einn og hálf-
an hring og stöðvaðist á hliðinni
við stóran stein.
Að sögn Gísla Guðsteinssonar
eins farþega í jeppanum missti öku-
maður stjóm á bílnum er hann rann
til og er jafnvel talið að felgan hafi
brotnað undan bílnum með fyrr-
greindum afieiðingum. Gísli segir
það mestu mildi að steinninn skyldi
stöðva bílinn því bratt er þar sem
óhappið átti sér stað.
Bifreið með ferðafólki kom fljót-
lega á slysstað og sótti hjálp til
Djúpavíkur.
- V.Hansen