Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1991
JL9
Reuter
Barbara Cartland níræð
Breski rithöfundurinn Barbara Cartland varð níræð í gær og þótt
hún sé önnum kafin um þessar mundir við að skrifa 543. bók sína
gaf hún sér tíma til að halda upp á afmælið á veitingahúsinu Claridge
í Lundúnum, þar sem þessi mynd var tekin. Cartland skrifar enn
meira en tuttugu ástarsögur á ári.
Ítalía:
Deilt um endurskoðun
eftirlaunaffreiðslna
Róm. Reuter. —**
FRANCO Marini, atvinnumálaráðherra Ítalíu, ætlar á fimmtudag
að leggja fram tillögur í ríkisstjórn Ítalíu sem miða að því að breyta
fyrirkomulagi efturlaunagreiðslna í landinu til að draga úr halla
rikissjóðs.
I tillögum Marinis felst m.a. að
eftirlaunaaldur verður hækkaður
og lífeyrissjóðsgreiðslur launþega
verða auknar. Verður breytingun-
um komið á í nokkrum áföngum
og munu þær ekki byrja að spara
fé fyrir ríkissjóð fyrr en árið 1996.
Guido Carli, fjármálaráðherra,
hefur gagnrýnt tillögur Marinis og
segir þær koma til framkvæmda
of seint og ganga of skammt til að
stuðla að minni- fjárlagahalla. Seg-
ist Carli hafa viljað sjá mun róttæk-
ari tillögur. Marini svaraði þessari
gagnrýni þannig að afstaða Carlis
tæki mið af því að hann þyrfti að
fjármagna gífurlegan halla á ríkis-
sjóði. „Mín afstaða byggist hins
vegar á því að ef við gerum þetta
ekki í áföngum og að ef ekki er
samstaða um aðgerðirnar þá verður
ekkert úr þessu,“ sagði Marini.
Eftirlaunagreiðslur ítala eru
meðal þeirra ríflegustu í heimi og
hafa þær löngum verið þung byrði
á ríkissjóði landsins. Nema þær allt
að fjórðungi útgjalda ríkisins.
Stjórnmálamenn hafa samt sem
áður ekki þorað að taka af skarið
í þessum efnum af ótta við að
styggja kjósendur.
hringhraðli, eða öreindahraðli, og
hraðar sameindinni um rafsegul-
sviðið, þar sem þyngri og léttari
samsætur úransins fara eftir örlítið
mismunandi brautum þannig að
hægt er að skilja þær að. Uran-
oxíð breytist á þessum ferli í klór-
samband með fjögur klóratóm
(uranium tetrachloratom). Sam-
eindir klórsambandsins breytast
síðan í gufu, hlaðast og verða að
bunum með aukinni hröðun. Buna
hlöðnu gufunnar er síðan látin fara
um segulsvið í lofttæmdum klefa.
Braut jónanna verður þá bogalaga
vegna segulsviðsins. Sameindir úr-
ans-235 lenda á öðrum stað en sam-
eindir þyngri samsætunnar, úrans-
238. Tækjum er að lokum komið
fyrir í lofttæmdum tanki til að ein-
angra úran-235 og safna því.
Bandarísku vísindamennirnir í
Kaliforníuháskóla þurftu að nota tíu
kalutron-búnaði til að fiamleiða um
2,8 grömm af úran-235 á dag.
Góðir bandaskór
fyrir sumarið
Bláir, svartir og hvítir
Verö kr. 390.-
Lmms5»siw:i2m
MilZll
mm\m
Arsskýrsla Amnesty International:
Mannréttindi brotin
í 141 ríki á síðasta ári
London. Reuter.
I ARSSKYRSLU mannréttindasamtakanna Amnesty International
kemur fram að mannréttindi voru brotin í alls 141 ríki á síðasta ári
og fjölgaði mannréttindabrotum í mörgum þeirra. Fjöldaaftökur og
pyntingar i kjölfar innrásar íraka í Kúveit beri því einnig vitni að
ekki hafi verið brugðist nógu hart við af sljórnvöldum annarra ríkja
vegna fyrri mannréttindabrota í írak.
í yfirlýsingu sem samtökin sendu
frá sér með ársskýrslunni segir að
mannréttindabrot hafi oft fallið í
skuggann af diplómatískum hags-
munum, viðskiptahagsmunum eða
pólitískri tækisfærisstefnu. Þá hafi
mannréttindabrot íraka fengið mik-
inn uppslátt í fjölmiðlum en aftur á
móti hafi lítil umræða verið um mjög
alvarleg brot sem áttu sér stað í
öðrum löndum s.s. Chad, Kína, Kól-
umbíu, Malí, Búrma, Sýrlandi og
Tyrklandi.
Þá segir að mannréttindabrot hafi
aukist í Afríku þrátt fyrir þá bjart-
sýni sem hafi vaknað í upphafi árs-
ins eftir að pólitískir fangar voru
leystir úr haldi í Suður-Afríku og
dauðarefsing var afnumin í Namibíu.
Nefnir Amnesty sérstaklega til mjög
gróf brot í Mauritaníu þar sem her-
menn tóku þúsundir óvopnaðra
þorpsbúa til fanga og myrtu fjölda
manns.
í Sýrlandi eru þúsundir pólitískra
fanga í haldi án þess að nokkur
ákæra hafi verið lögð fram á hendur
þeim. Eru sumir í haldi vegna þess
að þeir eru grunaðir um tengsl við
hópa sem hafa haldið uppi gagnrýni
á stjómvöld.
Um 25.000 Palestínumenn voru
handteknir í ísrael og á hernumdu
svæðunum, en þar af voru 4.000 í
haldi án þess að ákæra hafi verið
lögð fram eða réttað hafi verið í
máli þeirra.
Mannréttindabrot í Asíu eru mjög
mikil og alvarleg, að sögn Amnesty.
Þannig hafa þúsundir almennra
borgara verið teknar af lífí á Sri
Lanka eða þeirra er saknað. Þá hef-
ur í kjölfar gífurlega aukins ofbeldis
aðskilnaðarsinna í ýmsum héruðum
Indlands fylgt sambærileg aukning
valdbeitingar af hálfu stjórnvalda
sem kostað hefur hundmð manna
lífið. í Kína var þúsundum manna
sem handteknir vom 1989 fyrir
mótmæli gegn stjórnvöldum enn
haldið í haldi í fyrra. Þá skráði
Amnesty 750 aftökur í Kína en þær
hafa ekki verið fleiri síðan 1983.
í skýrslunni kemur einnig fram
að fjöldi barna var myrtur af dauða-
sveitum í Suður-Ameríkuríkjunum
Guatemala og Brasilíu. Segir að af
500 börnum sem létust á vofeiflegan
hátt í Rio de Janeiro hafi flest verið
drepin af dauðasveitum.
Danir em einnig gagnrýndir af
Amnesty International og er það í
fyrsta skipti sem Danir fá neikvætt
umtal í skýrslum samtakanna, að
sögn Berlingske Tidende. Er því
haldið fram að flóttamenn sem leitað
hafa hælis í Danmörku hafi verið
illa meðhöndlaðir í dönsku fangelsi,
Vestre Fængsel.
Suzuki Vitara
Jlxi 3|a dyra
lipur og öflugur lúxusjeppi
Staðalbúnaður í Suzuki Vitara
• 1.6 I 80 ha vél með rafstýrðri
bensínsprautun
• 5 gíra með yfirgír eða 3ja
gira sjálfskipting
• Samlæsing hurða
• Rafmagnsrúðuvindur
• Rafstýrðir speglar
• Snertulaus kveikja
• Vökvastýri
• Veltistýri
• Halogen ökuljós með
dagljósabúnaði
• Þokuljós að aftan
• Útvarpsstöng
• Gormafjöðrun á öllum
hjólum
• Diskahemlar að framan,
skálar að aftan
• Grófmynstraðir hjólbarðar
195x15
• Varahjólsfesting
• Snúningshraðamælir
• Klukka
• Vindlingakveikjari
• Hituð afturrúða
• Afturrúðuþurka og sprauta
• Kortaljós
• Fullkomin mengunarvörn,
(Catalysator)
• Samlitir stuðarar, hurðar-
húnar og speglar
• Vönduð innrétting
• Litaðar rúður
• Sílsahlífar
• Eyðsla frá 8.0 I á 100 km
• Verð 5 gíra: 1.388.000 stgr.
Sjálfskiptur: 1.473.000 stgr.
Til afgreiðslu strax.
SUZUKI
MINNI MENGUN
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNN117 - SÍMI 68 51 00