Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
23
Stykkishólmur:
Hafrún siglir á ný eftir viðgerð
Stykkishólmi.
HAFRÚN, skemmtiferðabátur
Eyjaferða sf., er aftur kominn
í ferðir eftir að búið er að gera
við þær skemmdir sem urðu
þegar báturinn strandaði
skammt frá Klakkeyjum.
Létti mörgum við að sjá hann
kominn í gagnið því óhappið átti
sér stað á versta tíma og ekki var
iengi liðið eftir að báturinn kom
úr viðgerð, að hann væri kominn
á fulla ferð.
- Arni
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. júlí 1991 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.123
'/z hjónalífeyrir 10.911
Full tekjutrygging 26.320
Heimilisuppbót 8.947
Sérstökheimilisuppbót 6.154
Barnalífeyrir v/1 barns 7.425
Meðlag v/1 barns 7.425
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.653
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.191
Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 21.623
Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 15.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.389
Fullur ekkjulífeyrir 12.123
Dánarbæturí8ár(v/slysa) 15.190
Fæðingarstyrkur 24.671
Vasapeningarvistmanna 10.000
Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.000
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00
Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 140,40
Slysadagpeningareinstaklings 654,60
Slysadagpeningarfyrirhvert barn á framfæri ... 140,40
18% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í júlí, er inni í upphæð- um tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbót- ar.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
9. júlf.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur (sl.) 90,00 50,00 - 85,85 20,320 1.744.410
Ýsa (sl.) 115,00 39,00 98,93 11,773 1.164.747
Blandað 135,00 23,00 34,26 0,195 6.681
Grálúða 69,00 65,00 67,52 1,211 81.767
Karfi -30,00 20,00 18,54 23,466 435.051
Keila 28,00 28,00 28,00 0,079 2.212
Langa 55,00 47,00 51,72 1,896 98.066
Lúða 335,00 110,00 227,59 0,551 125.400
Lýsa 16,00 16,00 16,00 0,012 192
Rauðmagi 5,00 5,00 5,00 0,007 35
Saltfiskflök 120,00 110,00 114,50 0,250 28.625
Skarkoli 73,00 63,00 71,08 7,722 548.920
Sólkoli 64,00 64,00 64,00 0,248 15.872
Steinbítur 60,00 50,00 51,87 1,155 59.912
Ufsi 61,00 60,00 60,25 0,885 53.322
Undirmál 70,00 62,00 67,19 3,577 240.353
Samtals 62,79 73.348 4.605.565
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 99,00 30,00 90,20 56,868 5.129.438
Ýsa 105,00 84,00 87,87 2,592 227.754
Blandað 28,00 28,00 28,00 0,220 6.160
Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,532 7.980
Koli 70,00 70,00 70,00 0,463 32.410
Blá & langa 55,00 55,00 55,00 0,500 27.500
Langlúra 45,00 45,00 45,00 0,435 19.575
Blálanga 41,00 41,00 41,00 0,096 3.936
Undirmál 50,00 50,00 50,00 1,007 50.350
Langa 56,00 49,00 54,40 1,318 71.720
Skötuselur 355,00 355,00 355,00 0,055 19.525
Skata 78,00 78,00 78,00 0,025 1.950
Karfi 35,00 29,00 31,23 9,222 287.994
Lúða 300,00 100,00 240,44 0,183 44.000
Skarkoli 71,00 71,00 71,00 2,288 162.448
Steinbítur 52,00 34,00 47,67 0,686 32.702
Hlýr/Steinb. 51,00 51,00 51,00 0,278 14.226
Ufsi 60,00 52,00 58,44 5,996 350.393
Samtals
Selt var úr Eldeyjar - Hjalta, Bervík VE og FL.
FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN
Þorskur (sl.) 84,00 69,03’ 82,22 2,433 200.464
Ýsa (sl.) 73,00 73,00 73,00 0,041 3.029
Karfi 29,00 9,00 27,65 21,719 599.424
Keila 20,00 20,00 20,00 0,034 1.690
Langa 57,00 49,00 49,91 1,190 59.890
Lúða 190,00 140,00 143,08 0,103 15.095
Skata 75,00 75,00 75,00 0,695 44.006
Skarkoli 73,00 73,00 73,00 1,768 129.064
Skötuselur 400,00 400,00 400,00 0,158 63.200
Steinbítur 44,00 35,00 39,07 2,635 102.988
Ufsi 60,00 60,00 60,00 1,495 89.700
Undirmál 65,00 65,00 65,00 1,631 106.015
Samtals 41,78 33,861 1.414.685
Hljómsveitin Sjálfsfróun að leika á Porthátíð í fyrra.
Útideild í Reykjavík;
Fimm klukkustunda
rokk á Porthátíð
PORTHÁTÍÐ Útideildar í Reykjavík verður haldin á morgun,
fimmtudaginn 11. júlí, og hefst hún kl. 18. Hljómsveitirnar sem
fram koma á hátíðinni eru Leprous, Cazbol, Morbid Silence,
Insectary, Gor, Strigaskór nr. 42, Putrid, Sjálfsfróun/Scums of
Society, In memorium (Mortuary) og Sororicide.
Porthátíð er orðin fastur liður verður er nefnd dauðarokk eða
í starfsemi Útideildar og er hún
hápunktur sumarstarfs hennar.
Undirbúningurinn hefur nú staðið
í tvær vikur og hefur portið í
Tryggvagötu 12, þar sem hátíðin
er ávallt haldin, verið skreytt í
viðeigandi stíl.
Sú tegund tónlistar sem flutt
„Death Metal“ og afbrigði þess,
s.s. „Thrash Metal“, „Speed Met-
al“ og pönk. Þessi tónlist heyrist
lítið opinberlega og er porthátíð
því kjörið tækifæri fyrir áhuga-
menn til að sjá og heyra þessa
ungu tónlistarmenn fremja sitt
rokk.
Brimvarnargarður í
Bolungarvík:
Tilboð Gunn-
ars og Guð-
mundar
hf. lægst
Bolungarvík.
TILBOÐ hafa verið opnuð í
brimvarnargarð við brimbijót í
Bolungarvík. Lægsta tilboð átti
Gunnar og Guðmundur hf.,
rúmlega 157,6 milljónir, eða
49% af kostnaðaráætlun, sem
er rúmlega 321,6 milljón. Sjö
tilboð bárust að loknu forvali.
Aðrir sem buðu voru Suðurverk
hf., sem bauð rúmlega 271,7 millj.
eða 84,5% af kostnaðaráætlun,
Jón og Magnús á ísafirði, sem
buðu rúmlega 274,5 millj. eða
85,3% af kostnaðaráætlun, Jón
Friðgeri Einarsson á Bolungarvík,
sem bauð rúmlega 276,5 millj. eða
86% af kostnaðaráætlun, Hagvirki
- Klettur, bauð rúmlega 277,5
millj. eða 86,3% af kostnaðaráætl-
un, Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða, sem bauð rúmlega 316,2
millj. eða 98,3% af kostnaðaráætl-
un og loks ístak hf. sem bauð
rúmlega 412,7 millj. eða 128,3%
af kostnaðaráætlun.
Starfsmenn Vita- og hafnar-
málstofnunar munu fara yfir til-
boðin á næstu dögum en fram-
kvæmdir eiga að hefjast í haust.
Gunnar
Vatni veitt úr Sælingsdalsá:
Sýslumaður o g Náttúru-
vemdarráð kanna aðstæður
SYSLUMAÐURINN í Dalasýslu,
Friðjón Þórðarson, og Náttúru-
verndarráð eru nú að athuga
verksummerki við Sælingsdalsá
í Hvammssveit í Dölum, en þar
hefur eigandi jarðarinnar Gerð-
is veitt vatni úr ánni í tjörn á
landi sínu. Sælingsdalsá rennur
saman við Laxá í Dölum. Menn,
sem hafa ána á leigu, telja vatn-
stökuna minnka vatnsmagnið í
henni verulega og spilla seiða-
gengd.
Friðjón Þórðarson, sýslumaður
í Dalasýslu, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði litið
á verksummerki og lögreglumenn
embættis síns héldu athugun
áfram. Friðjón sagði að sér hefði
engin kæra borizt vegna þessa
máls, en til væri í dæminu að hið
opinbera gripi inn í, til dæmis ef
náttúruverndarlög eða vatnalög
væru brotin.
í sjöundu grein vatnalaga frá
1923 segir að öll vötn skuli renna
sem að fornu og óheimilt sé
manni, nema sérstök heimild eða
lagaleyfi sé til þess, að „breyta
vatnsbotni, straumstefnu eða
vatnsmagni, hvort sem það verður
að fullu og öllu eða um ákveðinn
tíma, svo og að hækka og lækka
vatnsborð.“
Að sögn Sigurðar Þráinssonar
hjá Náttúruverndarráði ætlar ráð-
ið að athuga hvort með fram-
kvæmdum Gerðisbónda hafi hugs-
anlega verið unnin spjöll á Tungu-
stapa. Stapinn er á náttúruminja-
skrá og þarf því að hafa samráð
við Náttúruverndarráð áður en
ráðizt er í framkvæmdir. Sigurður
sagði að eftirlitsmanni ráðsins eða
náttúruverndarnefnd í sýslunni
yrði falið að athuga ummerki.
Slasaðist á höfði við
hrap í Laugarvatnsfjalli
heilsugæzlustöðina á Laugarvatni
og ákvað læknir þar að biðja um
þyrlu til að flytja hann til
Reykjavíkur. Pilturinn liggur nú á
gjörgæzludeild.
UNGUR maður slasaðist á höfði
er hann hrapaði fimm til tíu
metra í gili í Laugarvatnsfjalli
aðfaranótt sunnudagsins. Hann
var sóttur með þyrlu Landhelg-
isgæzlunnar og fluttur á slysa-
deild Borgarspítalans. Pilturinn
er þungt haldinn, en ekki talinn
í lífshættu.
Tveir ungir menn voru að klifra
í fjallinu þegar þeir hröpuðu báðir
og féllu á milli fimm og tíu metra.
Annar missti meðvitund við fallið,
en hinn slapp með skrámur og gat
sótt hjálp handa félaga sínum.
Björgunarsveitin Ingunn á Laug-
arvatni sótti piltinn upp á fjallið.
Farið var með hinn slasaða á
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 29. apríl - 8. júlí, dollarar hvert tonn
ÞOTUELDSNEYTI
300-
275-
250-
+-1--1--1--1-1---1--1-1---1—H-
3M 10. 17. 24. 31. 7.J 14. 21. 28. 5.J
GASOLIA
275-
250-
-H----1---1--1--1---1--1--1---1--H-
3M 10. 17. 24. 31. 7.J 14. 21. 28. 5.J
SVARTOLIA
175-
150-
‘68/
67
-H---1-1--1—I—I--1--1—I—H-
3M 10. 17. 24. 31. 7.J 14. 21. 28. 5.J
Fjöruhreins-
un í Engey
Náttúruverndarfélag Suð-
vesturlands stendur fyrir ferð
út í Engey á fimmtudagskvöld
11. júlí til að tína upp rusl á
strönd eyjarinnar.
Sjálfboðaliðar óskast. Boðið
verður upp á fríar ferðir fram og
til baka og hressingu í lokin út í
eyju. Farið verður frá Miðbakka
við Grófabryggju kl. 20.00 og kl.
21.00. Komið verður í land um
miðnætti.
Leiðrétting
í umfjöllun Morgunblaðsins í gær
um sjávarútvegsfyrirtæki á Snæ-
fellsnesi var rangt farið með nafn
formanns bæjarráðs Ólafsvíkur.
Formaður bæjarráðsins heitir
Margrét Vigfúsdóttir en ekki Valdi-
marsdóttir eins og sagt var í grein-
inni. Biðst blaðið velvirðingar á
þessum mistökum.