Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
25
JNk oWimjrB BkJi ■kJB ■ ■ A / //''—^ / \XO /K /A—N A D
iPm ■ ■r ■NIW/~\L// O//N/C^t/A/v
Bifreiðastjóri
- lagerstörf
Óskum að ráða starfsmann til bifreiðaakst-
urs og lagerstarfa.
Við leitum að duglegum starfsmanni með
létta lund. Þarf að geta byrjað fljótlega.
Umsækjendur tali við Haildór Laxdal.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Fóstrur
Óskum að ráða fóstru til forstöðu við leikskól-
ann Tjarnarbæ á Suðureyri.
Nánari upplýsingar gefur Snorri Sturluson,
sveitarstjóri, vs. 94-6122 og hs. 94-6195.
Afgreiðsluritari
Félagsmálaráð Garðabæjar óskar að ráða
afgreiðsluritara í hálft starí. Laun samkvæmt
kjarasamningum Starfsmannafélags Garða-
bæjar.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. júlí til
félagsmálastjóra Garðabæjar, Kirkjuhvoli við
Kirkjulund, 210 Garðabæ.
Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri
Garðabæjar í síma 656622.
Traustfyrirtæki
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf:
★ Deildarstjóra í raftækjaverslun, þekking
á raftækjum og reynsla áskilin.
★ Bókara (kven/karlmaður), Verslunar-
skólapróf eða sambærileg menntun
ásamt reynslu skilyrði.
★ Lagermann, reynsla æskileg.
★ Sölumenn með góða og fágaða fram-
komu.
★ Afgreiðslu V2 eða allan daginn.
★ Ræstingu V2 daginn.
Æskilegur aldur 25 ára og eldri.
Umsóknarfrestur er til 14. þ.m.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu okkar.
SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARÞJÓIMUSTA
LAUGAVEGI 22A (BAKHÚS) - SÍMI/FAX 620022
OPIÐ FRÁ KL. 10-12 OG 13-15
„Au pair“ - London
íslensk fjölskylda, með tveggja ára dóttur
og barn væntanlegt í september, sem býr í
einbýlishúsi í rólegu úthverfi London, óska
eftir barngóðri „au pair“ frá 15. ágúst til 15.
maí 1992.
Aðeins mjög samviskusamur og barngóður
einstaklingur, sem hefur áhuga á að taka
þátt í rólegu fjölskyldulífi, kemur til greina.
Óskað er eftir einstaklingi, eldri en 18 ára,
sem reykir ekki.
Þeir, sem áhuga hafa, sendi umsóknir,
merktar undirrituðum, í pósthólf 3271, 123
Reykjavík, fyrir 20. júlí 1991.
HalldórJ. Kristjánsson og
Karólína F. Söebech.
Garðabær
Blaðbera vantar til afleysinga í Hraunsholt
og Grundir.
Upplýsingar í síma 656146.
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækninga-
deild spítalans strax eða eftir nánara sam-
komulagi. Á deildinni eru 29 sjúkrarúm með
fjölbreytta starfsemi, ásamt því að sinna
bráðamóttöku fyrir Hafnarfjörð og nágrenni.
Endurbætur hafa átt sér stað í tækjabúnaði
og bættri starfsaðstöðu. Þróun í hjúkrun er
góð hvað varðar fræðslu til sjúklinga og
skráningu hjúkrunar.
Uppiýsingar veitir hjúkrunaríorstjóri í síma
50188.
jr
Ahugasamir
kennarar
Á einum veðursælasta stað landsins, Vop-
nafirði, eru 150 nemendur sem vantar dug-
mikla og áhugasama kennara í eftiríaldar
námsgreinar:
Almenna kennslu, kennslu yngri barna, hand-
mennt, myndmennt, sérkennara og raun-
greinar.
Flutningsstyrkur og húsnæðishlunnindi.
Hringið og leitið upplýsinga.
Við bíðum við síma 97-31108, 97-31275 og
97-31458.
Skólanefnd.
Sinfóníuhljómsveit
íslands
auglýsir lausar stöðurfiðluleikara frá og með
23. september nk. til 31. ágúst 1992. Prufu-
spil verður haldið í Háskólabíói þann 21.
september kl. 10.00. Verkefni sem krafist er:
1. Hraður þáttur úr fiðlukonsert eftir Mozart
með kadensu.
2. Þættir úr einleiksverki eftir Bach (hægur
og hraður).
3. Undirbúin hljómsveitarverk (nótur afhentar
í byrjun sept.)
4. Lestur af blaði.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar í Háskólabíói og í síma 622255
eftir 6. ágúst.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Gamalgróið
framleiðslufyrirtæki
óskar eftir að ráða laghentan starfskraft í
þjónustu- og viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Leitað er að handlögnum, þjónustuliprum
og röggsömum starfskrafti sem getur unnið
sjálfstætt.
Áhugasamir skili inn urnsókn til auglýsinga-
deildar Mbl. merkta: „Þjónustulipur - 8869“
fyrir 16. júlí nk.
Frá Fræðslu-
skrifstofu Suðurlands
Umsóknarfrestur um áður auglýstar
kennarastöður í Suðurlandsum-
dæmi framlengist til 22. júlí.
Grunnskólarnir Vestmannaeyjum.
Grunnskólarnir Selfossi.
Fljótshlíðarskóli.
Grunnskólarnir Hvolsvelli. Meðal kennslu-
greina, íþróttir og smíðar.
Grunnskólinn Hellu. Meðal kennslugreina,
.almenn kennsla og íþróttir.
Grunnskólinn Stokkseyri.
Barnaskólinn Eyrarbakka. Kennsla yngri
barna, sérkennsla.
Grunnskólinn Villingaholtshreppi.
Reykholtsskóli.
Fræðslustjóri.
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra er laus, einnig 50% staða
á næturvöktum.
Upplýsingar í síma 26862 frá kl. 9.00-16.00.
Sólveig Jónsdóttir,
hjúkrunarforstjóri.
Ræstingarstjóri
Laus er staða ræstingarstjóra nú þegar eða
eftir nánara samkomulagi.
Getum einnig bætt við starfsfólki á allar vakt-
ir í aðhlynningu og ræstingar.
Upplýsingar í síma 26222 frá kl. 9.00-12.00.
Ingunn.
[©
IÐNÞRÓUNARFÉLAG
EYJAFJARÐAR HF.
Rekstrarráðgjafi
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að
ráða rekstrarráðgjafa til starfa hjá félaginu.
Stefnt er að því að viðkomandi geti hafið
störf í byrjun september nk., eða samkvæmt
nánara samkomulagi.
Verkefni rekstrarráðgjafa felast einkum í leit
að nýjum framleiðslumöguleikum, mati á
hugmyndum, ásamt með ýmiskonar við-
skipta- og tæknilegri ráðgjöf við fyrirtæki á
Eyjafjarðarsvæðinu.
í boði er fjölbreytilegt, en um leið krefjandi
starí.
Leitað er að duglegum og traustum starfs-
manni, sem getur haft frumkvæði að verkefn-
um og á auðvelt með að umgangast fólk.
Æskilegt er að rekstraráðgjafinn hafi há-
skólapróf eða sambærilega menntun í grein-
um er tengjast viðskiptum og rekstri, svo
sem rekstrartæknifræði, viðskiptafræði eða
rekstrarhagfræði. Nauðsynlegt er að um-
sækjandinn hafi nokkra reynslu úr viðskipta-
lífinu.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon
framkvæmdastjóri, í síma 96-26200 eða
96-11363.
Skriflegar upplýsingar, er tilgreina aldur,
menntún og fyrri störf, sendist Iðnþróunarfé-
lagi Eyjafjarðar, Geislagötu 5, 600 Akureyri,
fyrir 17 þ.m.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf.