Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
Systir okkar, ÞÓRUNN HRINGSDÓTTIR,
Hringbraut 78,
er látin. Áslaug Hringsdóttir, ísak Örn Hringsson.
t
Faðir okkar,
JÓHANNES EGILSSON,
áður til heimilis á Hraunbergsvegi 2,
Hafnarfirði,
lést á Ljósheimum, Selfossi, mánudaginn 8. júlí.
Sigrún og Svanhildur Jóhannesdætur.
Móðir mín, t BRYNHILDUR BALDVINS,
X—' Kambaseli 8,
áðurtil heimils Laufskógum 32,
Hveragerði,
lést 8. júlf.
Fyrir hönd vandamanna,
Dorothe Gunnarsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hegranesi 24,
Garðabæ,
andaðist í Landspítalanum að morgni hins 7. júlí.
Jón Guðmundsson,
Arnar Þór Jónsson, Guðmundur Theodór Jónsson,
Sigríður Ásdís Jónsdóttir.
t
MAGNEA LOVÍSA MAGNÚSDÓTTIR
frá Dal, Vestmannaeyjum,
Kleppsvegi 32,
Reykjavík,
lést 22. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Magnús Oddsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Valur Oddsson, Kristín Stefándóttir,
Árnný Guðjónsdóttir,
Guðjón Sigurðsson,
Oddur Sigurðsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GYÐRÍÐUR G. JÓNSDÓTTIR,
Frostafold 73,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast henn-
ar, láti heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Óskar Júniusson,
Erla L. Guðjónsdóttir, Jóhannes Þ. Guðmundsson,
Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gunnar Hinz,
Guðbjörg J. Guðjónsdóttir, Crister Holm,
Jóhanna L. Guðjónsdóttir, ísak G. Stefánsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞORGRÍMUR KRISTINSSON
fyrrverandi bifreiðastjóri,
Sörlaskjóli 17,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 8. júlí sl.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigurður Þorgrimsson, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir,
Amalia Þorgrímsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson
og barnabörn.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar ÞÓRU KEMP.
Laufás, fasteignasala.
Þóra Sveinsdótt-
ir — Minning
Fædd 20. apríl 1952
Dáin 2. júlí 1991
í dag kveðjum við Þóru, vinkonu
okkar og dansfélaga, með söknuði.
Við kynntumst henni fyrir um
það bil áratug í gegnum sameigin-
legt áhugamál okkar, dansinn.
Við hittumst í viku hverri og
reyndum að bæta okkur í danslist-
inni, en eftir því sem árin liðu og
kynni okkar jukust, fóru kaffihléin
að lengjast, því félagsskapurinn
varð okkur æ meira vírði.
Eftir að Þóra veiktist fyrir um
það bil 7 árum var aðdáunarvert
að fylgjast með dugnaði hennar og
styrk. Hún var ekki fyrr komin úr
læknismeðferð en hún var mætt í
danstíma og áköf að læra það sem
hún hafði misst af.
Einnig koma upp í hugann ljúfar
minningar frá sumarferðum hóps-
ins að Flúðum, þar sem Þóra og
hennar fjölskylda létu sig ekki
vaiita í glens og gaman, enda voru
Þóra og Hákon ákaflega samrýnd
og félagslynd hjón.
Að lokum viljum við biðja góðan
Guð að veita Hákoni og börnunum
styrk í þeirra miklu sorg og megi
minningar um góða eiginkonu og
móður létta þeim erfiðar stundir.
Dansfélagarnir úr
dansskóla Auðar Haralds.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng
að þar heyrast englar tala
og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt
svo blaktir síðasti loginn
en svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Dav. Stef.)
Elsku Hákon, börn og aðrir
vandamenn, algóður guð styrki
ykkur í ykkar miklu sorg. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Magga Bára og Ingvi.
Hún Þóra okkar er dáin. Söknuð-
urinn er mikill og sár, en minning-
arnar um hana lifa og þær tekur
enginn frá okkur. Þóra var einstök
kona sem ætíð sá jákvæðar hliðar
lífsins, jafnvel þegar síðasta vonin
um að fá að lifa var slokknuð.
Elsku Hákon og börn, söknuður
ykkar er meiri en orð fá lýst. Megi
Guð vernda ykkur og styrkja í sorg-
inni.
Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem
er uppspretta gleðinnar var oft full af tár-
um. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Sigurbjörg, Halli, Gunna
og Baldvin.
Þóra, eða Tóta eins og við kölluð-
um hana oftast er fallin frá í bióma
lífsins og söknuður okkar er sár.
Blikið í augum hennar bar vott um
hinn skæra lífsneista og lífsþrótt,
sem hún bjó yfir.
Þegar við rifjum upp okkar góðu
kynni, minnumst við hvernig hún
virtist alla tíð vilja fanga hamingju
augnabliksins, njóta hverrar ein-
ustu mínútu og upplifa sem mest á
hverjum tíma. En örlögin gripu í
taumana og hún veiktist af þeim
sjúkdómi, sem að lokum bar hana
ofurliði. Við erum þess þó fullviss,
að hið jákvæða lífsviðhorf hennar
hjálpaði til að höndla hamingju
þeirra ára sem hún fékk að njóta
hér á jörð.
Bjartsýni hennar, þróttur og
lífsgleði var undraverð. „Blessuð
og sæl, ég er komin heim!“ Þetta
giaðlega ávarp hljómaði oft í eyrum
okkar nokkrum dögum eftir erfiðar
skurðaðgerðir þegar hún hringdi
og virtist ekki kenna sér neins
meins. Alltaf voru framtíðaráætlan-
ir á takteinum og er ekki að efa
að þar hefur Hákon verið dyggur
að styðja, hana og Ieggja á ráðin
um framtíðina svo að hugurinn
dveldi ekki við sjúkdóminn. Þau
ferðuðust talsvert og komu sér upp
yndislegu heimili þar sem gott var
að koma, þiggja kaffi og njóta sam-
vista þegar við komum suður. Það
eru ekki margir dagar síðan hún
var að ráðgera að koma norður til
okkar í heimsókn, en eigi má sköp-
um renna. Við verðum að sætta
okkur við, að Tóta er ekki lengur
meðal okkar. Minningin um hana
mun lifa með okkur og deyfa sökn-
uðinn.
Við biðjum Guð að blessa og
Lokað
eftirhádegi ídag vegna jarðarfarar ÞÓRU KEMP.
Hárog snyrting.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar ÞÓRU KEMP.
Interco.
Lokað
Hárgreiðslustofa Báru Kemp, Hár og snyrting
verður lokuð í dag vegna jarðarfarar.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 12.00-18.00 vegna jarðarfarar
ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSONAR.
Vörukaup hf.,
Skipholti 15,
Reykjavík.
styrkja hennar nánustu í sorg
þefrra.
Sigrún og Halli,
Ingvar og Gunna.
Þóra Sveinsdóttir, samstarfs-
maður okkar á Blaði hf. til margra
ára er látin, aðeins 39 ára að aldri.
Hún hafði barist hetjulegri baráttu
við illvígan sjúkdóm um margra ára
skeið. Til þeirrar baráttu gekk hún
með bjartsýni sína og von að vopni.
Margar og erfiðar læknisaðgerðir á
síðustu árum fengu ekki bugað eðl-
islæga létta lund Þóru og einstakt
jafnaðargeð, né heldur þann mikla
dugnað og kraft sem hún alla tíð
bjó yfir. Hún barðist eins og hetja
þar til yfir lauk aðfaranótt 2. júlí
síðastliðinn.
Þóra var fædd á Akureyri 20.
apríl 1952, dóttir Guðrúnar Árna-
dóttur og Sveins Ólafssonar. Hún
ólst upp hjá móðurömmu sinni og
afa að Þverá í Eyjafirði, þeim Þóru
Jónsdóttur og Árna Jóhannessyni,
sem þar bjuggu.
Ung að árum kynntust þau Þóra
og Hákon Hákonarson, nú fram-
kvæmdastjóri Blaðs hf. Hófu þau
búskap í Kópavogi 1979 og giftust
1982. Þóra átti fyrir dóttur, Guð-
rúnu Erlu Brynjólfsdóttur, sem nú
er 21 árs að aldri, en hún á dóttur-
ina Þóru, 3 ára eftirlæti ömmu
sinnar. Saman áttu þau Hákon einn
son, Ólaf Hauk sem nú er 11 ára
gamall. Stjúpbörn Þóru, börn Há-
konar, eru þau Gunnar, 18 ára, sem
verið hefur á heimili þeirra Þóru
og Hákonar frá 8 ára aldri, Helga
19 ára, Hákon 13 ára og Hulda 11
ára og voru þau að sjálfsögðu hinir
mestu aufúsugestir á myndarlegu
heimili þeirra Þóru og Hákonar,
sem þau höfðu reist sér af miklum
dugnaði að Funafold 59 í Grafar-
vogi.
Barnahópurinn sem oft á tíðum
fyllti heimili þeirra var því stór og
getur nærri að þar var oft og ein-
att glatt á hjalla. Reyndist Þóra
þeim öllum hin besta móðir og sam-
einaði hópinn í leik og starfi.
Þóra starfaði í hlutastarfi við
innheimtustörf og dreifingu á Helg-
arpóstinum frá 1984, og síðar á
Pressunni. Þessi störf vann hún af
mikilli alúð og dugnaði. Hafði hún
umsjón með þremur borgarhverf-
um, Miðbænum, Vesturbænum og
Breiðholti. Myndaðist hið ágætasta
samband miili hennar og viðskipta-
vinanna, enda var það auðvelt að
efna til vináttu við Þóru, svo ljúf
kona sem hún var.
Þóra starfaði allt fram á þetta
ár hjá Blaði hf. af sama áhuga og
dugnaði. Samstarfsfólkið saknar
Þóru. Hún var einstök í allri við-
kynningu, hæglát en hafði þægilega
nærveru. Um ára.bil var okkur
kunnugt um sjúkdóm hennar, en
við höfðum von, alveg eins og hún
og hennar nánustu. Nú er sú von
úti.
Við kveðjum Þóru og þökkum
henni margar ánægjustundir. Há-
koni, börnunum öllum, litlu dóttur-
dótturinni, og aðstandendum öllum,
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur. Söknuður þeirra er djúpur
og sár. Eftir lifir minningin um
heilsteypta og eftirminnilega konu.
Samstarfsfólk lyá Blaði hf.