Morgunblaðið - 10.07.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
31
fclk f
fréttum
SUMARFERÐ
Eldri borgarar af Skag-
anum heimsækja Perluna
Sextíu og fimm manna hópur
aldraðra frá Dvalarheimilinu
Höfða og sjálfseignaríbúðum fyrir
aldraða á Akranesi heimsóttu Perl-
una fyrir nokkru, rétt eftir formlega
opnun hússins. íbúar umræddra
staða fara árlega í sumarferðir og
var ákveðið að í þetta sinn skyldi
útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur
heimsótt.
Halldór Skaftason veitingastjóri
tók á móti gestunum og lýsti húsa-
kynnum. Var gengið um Vetrar-
garðinn, á jarðhæð, og skoðuð lista-
verk eftir sex myndlistarmenn, sem
komið hefur verið þar fyrir. Síðan
var gengið út á útsýnispalla hússins
á 4. hæð en þar eru útsýnisskífur
með öllum íjallahringnum.
Veitingar voru bornar fram á 5.
hæðinni og eftir borðhald dró Eirík-
ur Porsteinsson 97 ára öldungur
harmónikku upp úr kassa sínum
og lék nokkur lög við góðar undir-
tektir, en hljóðfærið var tengt við
hljóðkerfi hússins þannig að tóna-
flóðið fyllti húsið.
Því næst var ekið austur fyrir fjall
og veitingar þegnar í Hveragerði,
Þingvallahringurinn afgreiddur og
síðan ekið heim um Kjósarskarðs-
veg.
Morgunblaðið/Ásmundur Ólafsson.
J j % :l • |M|
p" 1
Eiríkur Þorsteinsson 97 ára, þenur nikkuna undir Setið að snæðingi á snningsgólfi 5. hæðar.
borðum.
Á myndinni sem tekin var í einni bækistöð slökkviliðsins á flugvellin-
um, eru f.v. Haukur Hjartarson brunavörður, Jón Guðjónsson fyrrum
aðalvarðstjóri, Valur Þorgeirsson fyrrum innivarðstjóri, Sigurgeir
Benediktsson fyrrum aðalvarðstjóri og Sveinn Olafsson fyrrum aðal-
varðstjóri. Þá Ármann Pétursson formaður Brunavarðarfélag
Reykjavíkur. Lengst til hægri er Ágúst Guðmundsson fyrrum inni-
varðstjóri. í hópnum miðjum, dökkklæddur, er Stefán Eiríksson
aðalvarðstjóri.
FÉLAGS SKAPUR
Fyrrum brunaverðir heim
sóttu Keflavíkurflugvöll
Dálítill hópur fyrrverandi bruna-
varða í slökkviliði Reykjavíkur
hefur um árabil haldið hópinn. Hitt-
ast þeir reglulega, einu sinni í mán-
uði, yfir sunnudagskaffi á einhvetju
veitingahúsanna. í þeim hópi eru
t.d. gamlir brunaverðir, sem þátt
tóku í slökkvistarfinu fyrir 40 árum
er Hótel ísland brann til kaldra
kola eina kalda vetrarnótt. Og þeir
komu við sögu í mörgum öðrum
minni og stærri brunum hér í bæn-
um á starfsferli sínum.
Þeir hafa og gott samband við
sitt gamla stéttarfélag, Brunavarð-
afélag Reykjavíkur og starfandi
brunaverði í slökkviliðinu. Hefur
félagið boðið þessum gömlu félög-
um í kynnisferðir til nágrannabæja.
Slík kynnisferð var farin í vor, und-
ir fararstjórn Ármanns Péturssonar
varðstjóra, formanns Brunavarðar-
félagsins. í þeirri ferð var farið
suður á Keflavíkurflugvöll, heim-
sóttar slökkvistöðvar og tæki og
búnaður þeirra skoðaður. Hafði
Stefán Eiríksson aðalvarðstjóri orð
fyrir heimamönnum. Var ferðin í
alla staði hin fróðlegasta og
skemmtilegasta og móttökur „kol-
leganna" rómaðar.
Bamfóstra í VesMæ
Óska eftir stúlku til að passa rúmlega
11/2 árs gamlan strák fyrir hádegi, frá
15. júlí til 15. ágúst.
Upplýsingar í síma 27557.
SUMARBÚÐIR
Gott að vera í Vatnaskógi
Morgunblaðið/pþ
Það þarf oft að vera staðfastur fyrir þegar þarf að stjórna 90 hress-
um strákum. Þarna eru nokkrir foringjarnir að benda sumarbúða-
strákunum að eitthvað megi betur fara í hegðun þeirra, sem yfir-
leitt er þó til fyrirmyndar.
SUMAR, SOL OG /ANCASTER
SÓLAR-
VÖRUR
ZANCASTER
Sun Cosmetics