Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 36

Morgunblaðið - 10.07.1991, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1Ó. JÚLÍ 1991 AslaugE. Arnadóttir Proppé - Minning Fædd 8. janúar 1919 Dáin 30. júní 1991 Enn hefir sigðinni verið brugðið - lífið verið sigrað. Áslaug _ Árnadóttir Proppé til heimilis á Álfhólsvegi 4a, Kópavogi, lést 30. júní sl. Jarðsetning hefir farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Kristskirkju, Landakoti. Áslaug Árnadóttir Proppé fæddist 8. janúar 1919. Hún var dóttir hjón- anna Hrefnu Jóhannesdóttur og Áma Helgasonar, héraðslæknis á Patreksfirði. Hún var ein fímm barna þeirra hjóna. Hin eru: Helgi, verkfræðingur, Hólmfríður Sigríður, tannsmiður, María, látin, og Jóhanna sem ekki hefir gengið heil til skógar. Það eru tærir tónar hugljúfra minninga sem hljóma í huga mér nú þegar ég sest niður og minnist Áslaugar Árnadóttur Proppé að lok- inni fjörutíu ára órofa vináttu. Svo sérstæður var hennar persónuleiki, svo.mildur, en þó svo sterkur að það er sem hver samverustund í hennar návist líði hjá eins og leiftrandi ljós- brot ógleymanlegra minninga. Áslaug ólst upp á Patreksfirði á miklu menningarheimili hinna mætu foreldra og lifði hún þar ástríki og öryggi æskuáranna. Aslaug settist í Kvennaskóla Reykjavíkur árið 1935, en hvarf þaðan eftir árs nám og fór til tann- smíðanáms í Danmörku og lauk því námi eftir þriggja ára dvöl. Síðan lá leiðin aftur heim á æskustöðvarn- ar á Patreksfirði og hóf hún störf þar við tannsmíðar. 5. júní 1941 giftist Áslaug eftirlif- andi manni sínum, Gunnari Proppé, verslunarstjóra á Vatneyri, hinum góða dreng og mikla prúðmenni til orðs og æðis. Hann var sonur Carls ’>: Proppés, hins mikla athafnamanns síns tíma. Þau höfðu því gengið veg- inn saman um 50 ár 5. júní síðastlið- inn. Þau áttu miklu barnaláni að fagna því börnin þeirra öll eru hin mannvænlegustu. Þau eru: Karl, yfirlæknir við sjúkrahús í nágrenni Bostons, kvæntur Elínu Jafetsdótt- ur, rekstrarhagfræðingi, Hrefna María, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi Þ. Magnússyni, rafmagns- verkfræðingi, Sigrún Margrét, myndmeðferðarfræðingur, gift Ás- geiri Helgasyni, upplýsingafulltrúa, og Hildur María, félagsráðgjafi, gift Leif-Erik Larsen, félagsráðgjafa, en þau eru búsett í Noregi og starfa þar bæði að sínum greinum. Þau hjón skiptu með sér verkum í meginatriðum eins og þá var títt á uppvaxtarárum barnanna og kom það að sjálfsögðu meira í hlut Ás- laugar að annast uppeldið. I móður- hlutverkinu fékk hennar kær- leiksríka hjarta notið sín. Þar gaf hún án afláts á hinn fegursta máta, en það var líka einn af sterkustu þáttunum í hennar eðlisfari að gefa af gnægð kærleikans. Enda hefír sú orðið reyndin að börnin öll bera þess merki að þau hafa hlotið gott vega- nesti. Áslaug Árnadóttir Proppé var ein- staklega mikill og heilsteyptur per- sónuleiki, en þá heild og heilindi öll mynduðu hinir fjölmörgu eðliskostir sem hún hafði til að bera, guðsgjaf- ir, miklar að verðmætum, sem ekki féllu í grýttan reit en sem hún ól með sér og þroskaði með öllu sínu lífi og starfi, enda trúa mín að marg- ur hafi farið ríkari af hennar fundi en hann kom. Háttvís var hún svo af bar hvar sem hún fór, en háttvísi hennar bar fyrst og fremst í sér látleysi og hóg- værð. Áslaug Árnadóttir Proppé var mikil trúkona og má segja að þar hafi legið saman vegir vits og trúar, því hún var kona mjög vel greind, gjöríhugul var hún og ekki flanað að neinu heldur tekið til rólegrar yfirvegunar. Hún var einkar gagn- rýnin og sannleiksleitandi í hveiju sviði sem var. Við það bættist að hjartað var ávallt heima og því með í ráðum. Eftir vandlega íhugun gekk Ás- laug í söfnuð kaþólskra manna því þar fann hún að sá armur hinnar kristnu trúar féll best að hennar trúarskoðunum, lífsviðhorfum og trúarlífi öllu og þá sérstaklega hvað snerti helgihald og trúarhefðir hinn- ar kaþólsku kirkju. Heimili hennar bar þess vott að um það var farið varfærnum höndum þó ekki sé meira sagt, en þar fór saman smekkvísi og einstök umhirða og skóp hún því andblæ menningar og kærleika. Þar var engin sýndar- mennska. Það var engin falskur tónn. Þar voru ekki menn eða mál- efni dæmd eftir palladómum, en leit- ast við að fara með það sem sann- ara reyndist. Það var sælureitur í gleðinni með börnunum og barna- börnunum á góðum stundum - at- hvarf í andstreymi. Það var menn- ingarheimili. Það voru örlög Áslaugar Árna- dóttur Proppé að falla í helgreipar hins geigvænlega sjúkdóms sem vart hefir verið viðráðið enn, en fyr- ir um það bil tveimur árurri kenndi hún fyrst þessa sjúkdóms. Hina löngu og hörðu baráttu bar hún með þeirri reisn, æðruleysi og háttprýði sem í raun allt hennar líf hafði ein- kennst af. í þeirri harðvítugu bar- áttu kom glöggt í ljós drenglyndi Gunnars Proppés svo og manndómur barnanna þeirra allra,' því þau viku vart frá sjúkrabeðnurri fyrr en yfir lauk. Tvö barnanna kpmu frá ijar- lægum heimkynnum gagngert til þess að eyða með henni siðustu stundunum. Andlát Áslaugar kom í raun eng- um sem til þekktu á óvart. Svo langt var sjúkdómsstríðið orðið og í henn- ar eigin vitund fyrir löngu orðið helstríð. Hin mæta kona Áslaug Árnadótt- ir Proppé er gengin. Kær vinur er kvaddur. Við þökkum henni sam- ferðina. Þökkum henni alla birtuna og hlýjuna sem hún bar inn í líf okkar af auðlegð hjarta síns. Þökk- um henni þá fyrirmynd sem hún lét okkur eftir með hinni hógværu, lát- lausu háttprýði í allri sinni fram- .göngu - Konunni sem fann auðnu :3Ína um veg kærleikans öllum til Ihanda. Minningu hennar geymum við best og launum best með að leggja rækt við það besta sem býr í huga hvers okkar. Blessuð sé minning Áslaugar Árnadóttur Proppé. Aðalheiður Jónsdóttir Hún amma mín er dáin, eftir langa og erfiða sjúkralegu. Ég sakna hennar mikið. Amma var við- stödd fæðingu mína og passaði mig fyrsta árið eins og hún gerði reynd- ar við fleiri barnabörn sín. Þá flutt- ist ég erlendis með foreldrum mínum en öll sumur og jól dvaldi ég mikið hjá ömmu í Kópavogi. Þá eyddum við miklum tíma í spjall um lífið og tilveruna. Amma var góðhjörtuð kona, og vildi öllum vel. Áberandi var að hún talaði aldrei illa um annað fólk og tók ávallt málstað þeirra sem minna mega sín. Hun amma mín var stór- brotinn persónuleiki sem hafði áhuga á trúmálum ogheimspekileg- um vangaveltum. Hun kenndi mér gagnrýna hugsun og hversu mikil- vægt það er að skyggnast undir yfirborðið. Amma var afskaplega hugsandi kona, og synti oft á móti straumnum í sannfæringu sinni. Það var svo gaman í eldhús- króknum hjá henni ömmu. Þá liðu stundirnar hratt og fyrr en varði var tími til kominn að elda kvöld- matinn. Amma var mjög ljóðelsk. Þau voru ófá ljóðin og vísurnar sem hún kenndi mér, smástelpunni. Hún átti þó sinn uppáhaldshöfund, Einar Benediktsson því í Ijóðum hans fann hún til andlegs skyldleika. Óbrigð- ult ráð til að gleðja ömmu var að læra brot úr ljóði Einars Ben. og flytja með tilþrifum. En við amma áttum fleiri sameiginleg áhugamál. Við eyddum mörgum stundum í að skoða í kistilinn sem geymdi ljós- myndir af löngu horfnum vinum og ættingjum. Ég var sólgin í frásagn- ir hennar um lífið og örlögin að baki þessara gulnuðu ljómynda, þannig að persónurnar urðu sem ljóslifandi og ýttu undir ímyndunar- afl mitt. Þó að ég yxi úr grasi þá fjarlægð- umst við þó ekki hvor aðra heldur breyttust aðeins umræðuefnin og áhersluatriðin. Alltaf fannst okkur ömmu þó gaman að glfma við stóru spurning- arnar um lífið og almættið. Nú þegar amma er farin, geri ég mér best grein fyrir því hversu stóran þátt hún hafði í að móta lífsviðhorf mitt og heimsmynd, og allt annað gott sem hún hefur gef- ið mér í veganesti. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Elfa Ýr Gylfadóttir Þó ég sé ekki nema tveggja og hálfs sakna ég hennar ömmu minnar, Áslaugar Árnadóttur Proppé, mikið. Ég hef þekkt hana allt mitt stutta líf og hún gaf mér mikið á meðan hún hafði heilsu til. Eftir að hún veiktist kom ég stundum til hennar á spítalann og síðan á Álfhólsveginn eftir að hún fékk að fara heim af spítalanum til að deyja. Ég veit að það var ömmu mikils virði að vera síðustu dagana heima í stofunni sinni þar sem hún gat horft út í garðinn þar sem hún átti svo mörg handtök. Fullorðið fólk heldur stundum að litlir krakkar skilji ekki dauðann. Það er ekki alveg rétt. Áslaug amma er farin og ég sakna hennar. Er hægt að skilja dauðann á einhvern annan hátt þegar grannt er skoðað. Fram að því að amma veiktist var ég oft langtímum saman á Álfhóls- veginum hjá afa og ömmu. Amma var óþreytandi að leika sér við mig og kenna mér vísur. Við sátum sam- an á gólfinu klukkutímum saman og lékum okkur með dýr og liti. Þegar ég var orðinn þreyttur fór afi með mig út í kerru til að svæfa mig. Þetta var góður tími sem aldr- ei kemur aftur. Ég veit að pabba og mömmu lang- ar til að þakka ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Amma vissi að það er svo mikilvægt að hlúa vel að börnum fyrstu æviárin. Hún var mikil blómakona og hún ræktaði mig með sömu alúð og blómin sín. Alltaf lét hún sínar þarfir sitja á hakanum en hún gætti þess vand- lega að næringin sem blómin hennar fengu væri bæði holl og góð. Mér fínnst það sorglegt að Muni bróðir fái ekki að njóta umhyggju Áslaugar ömmu. Amma fékk þó að sjá hann áður en hún dó þó hún væri þá orðin það máttfarin að hún gat ekki hampað honum þó hún feg- in vildi. En það færði henni mikla gleði að fá að hafa hann spriklandi í rúminu við hliðina á sér. Um daginn spurði ég pabba og mömmu hvar amma væri og þau sögðu að hún væri hjá Guði. Eg bað þá pabba að koma mér í Bessastaða- kirkju þar sem Guð á heima til að ég gæti talað við Áslaugu ömmu. Pabbi fór með mig og ég varð dál- ítið leiður þegar ég sá ekki ömmu í kirkjunni. Ég skil ekki frekar en aðrir hvert hún amma mín fór en fræin sem hún sáði þegar við sátum saman á stofugólfinu á Álfhólsveginum dafna vel og þar lifir hún amma mín áfram um ókomin ár. Hugi Hrafn Ásgeirsson Mig langar að minnast Áslaugar Árnadóttur Proppé með fáeinum orðum. Ég kynntist Áslaugu og Gunnari manni hennar fýrir nokkr- um árum þegar ég fór að koma í heimsókn á heimili þeirra sem unn- usti Áslaugar Maríu, dótturdóttur þeirra. Að heimsækja afa og ömmu þykir flestum gott og mér fannst fljótt eins og ég væri í afa og ömmu heimsókn, en ég var ungur þegar afar mínir og ömmur féllu frá. Ég fann fljótlega að þarna var einstök og góð kona á ferð sem gaf mikið af sér. Einn kemur, þá annar fer og nú í júní eignuðust við Ás- laug María nafna hennar lítinn dreng. Litli drengurinn okkar Ás- laugar var langömmubarn númer tvö en það fyrra, lítið stúlkubam, fæddist í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Við Áslaug náðum að fara með barnið okkar í heimsókn til langömmu á spítalann og sú stund sem við áttum þar saman var falleg en hún hafði haft mikinn hug á að hitta langömmubörnin sín tvö. Áslaug fékk litla drenginn á rúm- stokkinn sinn og brosti og hafði á orði að ekki hefði þetta barn komið í heiminn nema fyrir tilstilli henn- . ar. Eftir dvöl erlendis í námi hlökk- uðum við til að eiga fleiri stundir með ömmu og afa á Álfhólsveginum en minningarnar lifa og við Áslaug og litli drengurinn viljum að leiðar- lokum þakka góð kynni af góðri konu og votta Gunnari afa, börnum þeirra og öðrum aðstandendum samúð okkar. Þeim sem mikið er gefið hljóta að lokum mikið að missa. „ , . Haukur Birgisson Minning: Þóra Kemp Fædd 8. febrúar 1913 Dáin 30. júní 1991 Elskuleg frænka mín og systir, hún Þóra, er farin frá okkur. Álltaf __ .. kemur það manni jafn mikið að óvör- um, það verður allt svo tómt. Laugardagurinn 29. júní var fall- egur dagur, þó sólin skini ekki þann dag. Hún Þóra litla, sonardóttir Þóru, var að fara að gift sig þennan dag. Við mæðgurnar komum í Há- teigskirkju til að vera viðstaddar i brúðkaup Þóru og Þorgeirs, en við urðum afar hissa, því Þóra Kemp var ekki í kirkjunni, hún Þóra sem alltaf var svo dugleg að drífa sig, þó heilsan hafi hamlað henni undan- farin sex ár, en þá var hún skorin upp og fékk í framhaldi af því áfall - sem gerði það að verkum að hún lamaðist og missti málið. En hún gafst ekki upp og fór ótrúlega fljótt að ganga með aðstoð göngugrindar og hún náði einnig að tjá sig. En giftingin fór fram og að henni lokinni fréttum við systur að Þóra hefði verið flutt um morguninn nær dauða en lífí á sjúkrahús, og setti þetta mikinn skugga á daginn hjá okkur sem þetta vissum, en við reyndum að láta ekki á því bera, hve okkur var brugðið og brúðkaups- veislan var haldin og var hún mjög falleg, en hugurinn var hjá Þóru, sem barðist við dauðann á Landspítalan- um. En kvöldið leið og nóttin einnig, en um kl. 11 að morgni 30. júní kvaddi Þóra þessa jarðvist og allt varð svo undarlega hljótt. Þóra var alla ævi létt í lund og stutt í hláturinn og gleðina og var svo fram til síðustu stundar. í fimmtán ár bjuggum við í litlu húsi við Reykjaveginn og Þóra og fjölskylda hennar á Hraunteigi 19, og voru aðeins tvö hús 3em skildu okkur í sundur. En við vorum eins og ein stór fjölskylda. Flest árin vorum við saman á aðfangadagskvöld, til skiptis á Reykjavegi og Hraunteignum, það voru bara engin jól ef við vorum ekki öll saman svo náið var sam- bandið milli þessara tveggja fjöl- skyldna. Eiginmaður Þóru var Júlíus Kemp skipstjóri, en hann lést árið 1969 eftir stutt en erfið veikindi. Þau eign- uðust þrjú börn, Elsu, Lúðvík og Báru, og voru þau eins og systkini mín. Þóra fór oft með Júlíusi til út- landa, en þangað sigldi hann, og þá sá móðir mín, systir Þóru, um börn- in þeirra á meðan. Og alltaf var ég jafn spennt þegar þau komu aftur heim, því alltaf fékk ég eitthvað fallegt, fallega blússu, skó og margt fleira, að ógleymdu útlenska sæl- gætinu sem Þóra gaf mér þegar ég heimsótti hana dag eftir dag, og hékk yfir henni á meðan hún saum- aði fatnað, hvort sem var á fjöl- skyldu sína, eða fólk úti í bæ, því hún var listagóð saumakona og mik- ið fyrir hannyrðir. Alltaf hafði hún tíma til að spjalla við mig, og aldrei leið sá dagur að hún kæmi ekki Iab- bandi niður Hraunteiginn til okkar. En fyrir tuttugu og þrem árum fluttum við af Reykjaveginum og því miður minnkaði sambandið allt of mikið. Þóra eignaðist níu barnaböm en eitt lést 6 mánaða gamalt. Þóra litla, sem við köllum svo, fæddist árið 1963 en þá var ég nýlega ellefu ára gömul og hún var eins og litla syst- ir mín og barnið hennar Guggu syst- ur minnar. Hún bjó með foreldrum sínum á Hraunteignum fyrstu æviár- in hjá ömmu og afa, en síðan fluttu þau í Hraunbæ 6 og fannst mér ég missa mikið þá. En ég varð unglingur og fékk að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að passa Þóru litlu og systkini hennar, og þannig hélst sambandið í nokkur ár. Síðastliðið sumar flutti Þóra ásamt dóttur sinni, Elsu, og eigin- manni hennar, Ólafi, og börnum þeirra þremur að Ljárskógum 26 í Breiðholti. Þar hafði hún íbúð útaf fýrir sig á jarðhæð og leið henni mjög vel þar. En öll þessi sex ár síðan hún veiktist bjó hún á Hraun- teignum og Elsa á Rauðalæk og fékk hún öll árin mjög góða umönn- un frá Elsu, Ólafi og börnunum þeirra þremur. Þau eru óteljandi sporin sem farin voru milli þessara tveggja heimila með mat handa Þóru og til að þrífa og þvo í kringum hana, því hún vildi hafa snyrtilegt í kringum sig. En öll reyndust börnin hennar, tengdabörn og barnabörn henni vel og skal þeim þakkað það. Að lokum viljum við þakka Þóru samfylgdina og vottum fjölskyldu hennar innilega samúð, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þóra verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Birna, Gugga og Lára Elsku amma mín er dáin. Hún veiktist svo skyndilega og gat því ekki verið viðstödd brúðkaup mitt, þann 29. júní. Dagur sem er mér svo ógleymanlegur, og hefði verið fullkomin hefði amma mín fengið að njóta hans með mér. En við mennirnir ráðum víst litlu um brott- för okkar úr þessu lífi. Hana ákveða æðri völd. Við amma áttum góðar stundir saman og var oft glatt á hjalla þá tvo vetur sem við Þorgeir bjuggum hjá henni. Hún vildi allt fyrir okkur gera, og urðum við mjög nánar á þessum tíma. Elsku amma var mér svo góð. Megi hún hvíla í friði. Þóra Kemp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.