Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGENS BRAGADÓTTIR
Hagsmunir fjöldans
ÞRIÐJA TILRAUNIN GERÐ MEÐ FISKMARKAÐ í EYJUM
Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir
STUND MILLI STRÍÐA - Veðurblíðan í Vestmannaeyjum hefur ekki mismunað fólki. Fiskikass£ir eru
líklega nýtilegir til annars en að geyma fisk, ef marka má hvernig þessi fiskvinnslumaður Vinnslustöðv-
arinnar í Eyjum nýtir þá í kaffitimanum sínum. Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest og líklega
einnig sá sem á fiskikassann leggst.
VESTMANNEYINGAR hafa
ákveðið að setja á fót fiskmarkað
með haustinu. Þetta verður
þriðja tilraun sem gerð er í þessa
veru. Bundnar eru vonir við að
fiskmarkaður í Vestmannaeyjum
sjái fiskvinnslustöðvunum fyrir
stöðugu og nægu hráefni, jafn-
framt því sem menn vonast til
þess að fiskmarkaður geti leitt
til meiri sérhæfingar í vinnslunni
og þannig til meiri verðmæta-
sköpunar en nú á sér stað.
Ákvörðunin hefur verið tekin um
að stofna fiskmarkað, en enn
liggur ekki fyrir í hve miklum
mæli fyrirtækin sem eiga fiski-
skipin og bátaeigendur hyggjast
ráðstafa aflanum í gegnum fisk-
markaðinn.
Ásmundur Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Frostvers hf. er í
undirbúningsnefnd fískmarkaðar í
Vestmannaeyjum. Ásmundur hefur
róttækari hugmyndir um hlutverk
fiskmarkaðar á Islandi en þorri við-
mælenda minna í Eyjum. Hann tel-
ur að lögbinda beri að allur fiskur
veiddur í íslenskri landhelgi fari um
fiskmarkað. „Við skulum gera okk-
úr grein fyrir því að allur fiskur sem
fluttur er út, er vigtaður erlendis.
Jafnframt er það vitað mál að fisk-
urinn rýrnar um 10% við útflutning.
Við það að fískurinn færi allur um
markað hér og væri þar af leiðandi
vigtaður hér, tækju kaupendumir á
sig rýrnunina og flutningskostnað-
inn.“
Fyrirbyggir kvótasvindl
„Markaðir fyrirbyggja allt kvóta-
svindl,“ segir Ásmundur og stað-
hæfír að fískvinnslufyrirtæki svindli
á vigt fyrir bátana, þegar því sé
að skipta. „Það gera þetta allir -
bara misjafnlega mikið,“ segir Ás-
mundur. Hann nefnir sem dæmi að
frystihús sem hafí 5-6 þúsund tonna
kvóta, geti hæglega unnið 200-400
tonn umfram veiðiheimildir. Enginn
geti séð við slíku og útilokað sé að
hafa eftirlit með slíku athæfí. „Op-
inber vigtun á öllum físki á mark-
aði setur undir slíkan leka í kerf-
inu,“ segir Ásmundur.
Gámatrúarkallar
Ég spurði Ásmund hvort hann
teldi að samstaða hagsmunaaðila
gæti tekist um lögbindingu þess að
allur fiskur fari um markað: „Fisk-
vinnslan í heild vill það tvímæla-
laust, hvort sem er fiskvinnslufólk
eða eigendur fískvinnslustöðva.
Auk þess tel ég að allur þorri sjó-
manna sé því fylgjandi. Komi fram
ótvíræð krafa í þessa veru frá svona
stórum hluta hagsmunaaðila, er ég
sannfærður um að slíkur þrýstingur
mun skapast á þá útgerðarmenn
sem eru þessu andvígir, þá sem ég
kalla gámatrúarkalla, að þeir hljóti
að láta undan. Þetta er slíkt hags-
munamál fjöldans að framhjá því
verður ekki horft,“ sagði Ásmund-
ur.
Magnús Kristinsson, stjómar-
formaður ísfélags Vestmannaeyja,
segir að það sé tómt mál að tala
um fiskmarkað í Eyjum, nema
tryggt sé að menn ætli almennt að
kaupa og selja á honum. „Það geng-
ur ekki að bátur ætli að selja í dag
og fái 80 krónur fyrir kílóið. Verðið
á. morgun falli í 50 krónur og hinn
dáginn segi útgerðarmaðurinn:
„Verðið var svo lélegt hér í Eyjum
í gær að ég ætla að sigla á markað-
inn í Reykjavík." Eina leiðin til þess
að fískmarkaður hér í Eyjum gangi
er að stöðugt framboð sé og mark-
aðurinn ráði verðmynduninni,“ seg-
ir Magnús og bætir við að Eyja-
markaðurinn yrði að sjálfsögðu að
tengjast öðrum fískmörkuðum.
Þannig gætu kaupendur á öðmm
svæðum svo sem Suðurnesjum og
Reykjavík einnig keypt físk á Eyja-
markaði. Magnús segir að við fyrstu
skoðun slái hugmyndir um allan
fisk á markað sig alls ekki illa.
Guðmundur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar, er
sömu skoðunar og Magnús og telur
að fiskmarkaður í Eyjum hafi ein-
ungis gildi, náist víðtæk samstaða
allra útgerðaraðila um að skipta við
markaðinn. „Ef að honum yrði stað-
ið svipað og síðast þegar þetta var
reynt, þá hefur fiskmarkaður hér í
Eyjum ekkert gildi,“ segir Guð-
mundur. Guðmundur segir eins og
Magnús að hann hafí ekki hugleitt
möguleikann á því að það yrði lög-
bundið að allur fískur færi um
markað, en hann telji í fljótu bragði
að slíkt geti vel komið til greina.
Tvískinnungur í hnotskurn
Bjöm Úlfljótsson, framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar, segir um
hugmyndina um allan físk á mark-
að: „Þegar maður horfír á þetta sem
vinnsluaðili, þá yrði slík ráðstöfun
tvímælalaust mjög góð fyrir vinnsl-
una, en ef maður horfír á þetta út
frá hagsmunum útgerðarinnar, þá
yrði lögbinding af þessu tagi síður
en svo af hinu góða.“
Það má segja að þessi orð Björns
sýni í hnotskurn þann tvískinnung
sem hlýtur að ríkja í þessum mál-
um, þar sem stór frystihús og út-
gerð eru á sömu hendi. Hagsmun-
irnir eru einfaldlega af ólíkum toga,
eftir því hvort fískverkaúdinn talar
eða útgerðarmaðurinn og þegar
hann er einn og sami maðurinn,
eins og er í svo fjölmörgum tilvik-
um, er ekki að undra þótt stefnan
sé eitthvað á reiki.
Fiskvinnslumaðurinn talar í dag
á fundi, og lýsir því yfir að hefta
beri útflutning og auka framboð
hráefnis í dag til fiskvinnslunnar,
en sami maður í gervi útgerðar-
mannsins talar á morgun á öðrum
fundi og segir að gefa beri útflutn-
ing fijálsan. Hærra verð fáist oft á
erlendum mörkuðum og útgerðin
verði að fá að flytja út, þegar verð-
ið sé miklu hærra erlendis, til þess
að ná fram meiri arðsemi í rekstri
sínum.
Meiri afli á land
Enn eru hugmyndir um fisk-
markað í Eyjum ekki fullmótaðar.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir
ekki liggja fyrir hvort vinnslustöðv-
arnar fái nægt og stöðugt hráefni
með tilkomu slíks markaðar. „Ég
hef trú á því að frystihúsin hér eigi
eftir að fara út í meiri samvinnu í
aflaskiptum með tilkomu fískmark-
aðar og að útgerðir fyrirtækjanna
muni setja meiri afla hér á land í
gegnum fiskmarkað,“ segir Arnar.
Arnar kveðst telja það þýðingar-
mikið að stofnun fiskmarkaðar í
Eyjum takist vel til. Fyrri tilraunir
hafi mistekist, vegna þess að allt
of lítið af físki hafí farið í gegnum
markaðinn. Hann segist samt sem
áður ekki sjá það í hendi sér að
allur fískur fari um markaði hér á
landi, eins og ákveðnir Vestman-
neyingar sögðu við mig að væri
eina raunhæfa ráðstöfunin þegar
horft væri til framtíðar. „Ég tel þó
að þróunin geti orðið sú að hluti
togaraafla fari um markað, þótt
hann fari kannski ekki inn á gólf,
eins og þróunin hefur orðið hjá
Granda í Reykjavík," segir Arnar.
Útflutningur of mikill
Hvað varðar ferskfiskútflutning
segir Arnar að Vestmanneyingar
telji eðlilegt að slíkur útflutningur
eigi sér stað að ákveðnu marki. í
Vestmannaeyjum hefur hlutfall út-
flutnings í siglin'gum og gámum
verið hátt eða í kringum 30%. „Ég
er einn þeirra sem tel að flutt sé
of mikið út, en er alls ekki að segja
að stöðva eigi þennan útflutning,“
segir Arnar.
„Auðvitað höfum við áhyggjur
af því hversu mikið af óunnum fiski
er flutt út. Sérstaklega núna, þegar
Höfðingsskapur Hitaveitu Reylgavíkur
eftír Guðrúnu
Helgadóttur
Ekki veit ég hvort nokkrra vikna
hvíld frá allannasömu starfí hefur
skerpt athyglisgáfuna, en eitthvað
er það, að ég opna varla dagblað
þesa dagana að mér ofbjóði ekki
hugsanaruglingur og fleipur þeirra
sem í þau skrifa. Víst hefur það
gerst fyrr, en oftar en ekki eru slík
skrif frá fólki sem litla ábyrgð ber
á öðru en ranghugmyndum sjálfs
sín. Það er ekki fyrr en ábyrgir
stjómmálamenn hafa engar reiður
á hugsunum sínum sem bjánahroll-
ur hríslast um sólbrennd bök okkar
á þessu fallega sumri.
Og einmitt þetta gerðist þegar
ég la's svargrein Guðrúnar Zoega
borgarfulltrúa og formanns stjómar
Hitaveitu Reykjavíkur við skrifum
Ólínu Þorvarðardóttur í Morgun-
blaðinu á dögunum. Greinin bar
yfírskriftina Gróa á leiti í borgar-
stjóm. Tilefni greinarinnar var
raunar ekki merkilegt, en hún var
til þess skrifuð að mótmæla því að
Ingimundur Sveinsson frændi henn-
ar, sem er arkitekt Perlunnar, hefði
fjarlægt neyðarbjöllu úr lyftu þessa
margfræga húss, svo að smábörn
og grandalausir borgarar komust í
bráða lífshættu einhvers staðar
milli hæða í bjöllulausri lyftunni.
Ef til vill hefur hún einnig verið
skrifuð til þess að veija verkefna-
stjóra hússins, föður hennar, Jó-
hannes Zoéga, fyrrverandi hitaveit-
ustjóra og núverandi verkefna-
stjóra, nú eða hana sjálfa sem
stjórnarformann fyrirtækisins. Mér
er líka nokkuð sama um hver úr
fjölskyldunni lá undir höggi og aðal-
atriðið er að enginn dó.
„Nú kann vel að vera
að okkur stjórnarfor-
manninn greini á um
hvað sé gjöf. En sam-
kvæmt málvenju þeirri
sem ég hef vanist,
greiðir gefandinn gjöf-
ina en ekki þiggjand-
inn. Og ég veit ekki
betur en að ég og aðrir
borgarbúar eigum
Hitaveitu Reykjavíkur
sjálf og fjármögnum
hana að öllu leyti.“
Það sem fór fyrir bijóstið á mér
var allt annað. í greininni segir
stjómarformaðurinn: „Perlan er
gjöf Hitaveitu Reykjavíkur til borg-
arbúa.“ Nú kann vel að vera að
okkur stjómarformanninn greini á
um hvað sé gjöf. En samkvæmt
málvenju þeirri sem ég hef vanist,
greiðir gefandinn gjöfina en ekki
þiggjandinn. Og ég veit ekki betur
en að ég og aðrir borgarbúar eigum
Hitaveitu Reykjavíkur sjálf og fjár-
mögnum hana að öllu leyti. Vissu-
lega er hugsanlegt að gefa sjálfum
sér gjöf, en kosturinn við það er
þá sá, að maður ræður hvað maður
gefur sér. Og ég verð að viður-
kenna, að hefði ég ráðið sjálf hvað
ég léti hitaveituna mína gefa mér,
hefði ég valið að gangstéttir borgar-
innar yrðu lagðar volgu vatni, svo
að fólk færi sér ekki að voða í hálku
og ófærð o g þannig spöruðust gífur-
legar fjárhæðir í sjúkrakostnaði.
Ég hefði líka getað hugsað mér að
Guðrún Helgadóttir
gjöldin til hitaveitunnar lækkuðu
verulega vegna hins mikla gróða
stofnunarinnar í stað þess að þau
hækka stöðugt. Fallegt útsýnishús
hefði verið langtum neðar á óska-
listanum. Nú er það risið og von-