Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 35
35 ! MORGUNBLAÐIÐ f'UMMTUDAeUfl 25. JÚU1991 Takið tillit til Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi - sími 623020 Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga Utreidar og bókleg kennsla um hesta oghestamennsku. 9 daga námskeið með fullu fæði. Reiðskólinn Hrauni Þar sem hestamennskan hefst! l/y stjörnuspekistöóin gunnlaugur guðmundsson ^ miðbæjarmarkaðnum sendum í póstkröfu aðalstræti 9, sími 10 3 77 Kaupmannahöfn KR. 19.7507 Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. | Til samanburðar: Ódýrasta superpex til | Kaupmannahafnar á 33.750 kr. Þú sparar 14.000 kr. 1 Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. = FLUGFERÐIR = SQLRRFLUC __________Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 íbúa miðbæjarins Hvers eigum við að gjalda, sem kjósum að eiga heima í miðbænum? I dag er sunnudagur og ég vaknaði snemma og hugðist njóta veðurblíð- unnar úti í garði. En viti menn, þá er byrjað að vinna í grunni nýja bílageymsluhússins á horni Smiðju- stígs og Hverfisgötu, og það upp úr klukkan átta á sunnudags- morgni! Að vísu er að mestu hætt að sprengja þar, en þá voru þeir hrein- lega að gera út af við okkur hérna í næsta nágrenni, bæði virka daga og um helgar hristist allt og nötr- aði, en núna var þessi ærandi vinnu- vélahávaði. Finnst ykkur þetta mönnum bjóðandi? Yrði svona látið viðgangast í öðrum hverfum borg- arinnar? Annað langar mig einnig til að minnast á, en það eru þessar óend- anlegu bílastæðaframkvæmdir. Búið er, og verið er, að byggja fjöld- ann allan af bflageymsluhúsum í miðborginni, auk allra auðu svæð- anna, sem er búið að leggja undir bílastæði. Þessi hús eru varla hálf- nýtt, og sömu sögu er að segja um bílastæðin. Hvers vegna þá að byggja fleiri? Fólk leggur helst ólöglega, eða í merktum einkastæðum, til þess að losna við að borga, það hlýtur að vera ástæðan, því oft er til að dreifa stæðum jafn nálægt Laugavegin- um, sem eru lögleg, auk þess sem bílageymsluhúsin gætu tekið við miklu fleiri bílum! Komið hefur fyr- ir að lagt er fyrir bílinn hjá manni, fyrir hliðið, inni í görðunum og jafn- vel úti á miðri götu, þannig að eng- inn kemst framhjá, nema þá við ill- an leik. Munduð þið, kæru bílstjór- ar, leggja svona í ykkar eigin götu? Hvernig væri að taka jafn mikið tilit til samborgaranna hvar í bæn- um sem þeir búa? íbúi í miðbænum Bjarni ekki nógu vel heima Nokkur umræða hefur orðið um sjónvarpsþátt þann, sem Ingimar Ingimarsson stjórnaði og ræddi við þá Jón Baldvin Hannibalsson og Bjarna Einarsson. Eitthvað hafa menn verið að senda Ingimar tóninn fyrir stjórn hans á þættinum, sem raunar var vandasöm nokkuð, en hér verður ekki lagt mat á það atriði. Hitt vil ég segja, að Bjarni Einarsson virt- ist ekki vera nægilega vel heima í þeim atriðum, sem þarna voru til umræðu. Ráðherrann var aftur á móti að íjalla þama um hluti, sem hann er þaulkunnugur. Hefur meira að segja stjórnað fjölþjóða viðræð- um um þessi efni og staðið sig þar afburða vel. Því vil ég raunar bæta við, að ekki er að undra, þótt ýmsir hafi ekki í fullu tré við Jón Baldvin í kappræðum, enda er hann almennt álitinn málsnjallasti maðurinn á Alþingi. Að því er ræðumennsku varðar, minnir hann mjög á sinn fræga föður, sem mestur hefur ver- ið „folketaler“ íslenskra stjórnmála- manna á þessari öld. Sigríður Jóhannsdóttir Samt var þar falskur tónn Ég var að lesa dóm Jóns Ásgeirs- sonar um söng Hamrahlíðarkórsins í blaðinu 18. þ.m. Hann var að venju skýr og skilmerkilegur. Þó verð ég að bæta við, að ég kunni því afar illa, að kórinn skyldi kynna söng- skrána og sjálfan sig á ensku, þar á meðal nöfn kórfélaga með þessu líka frumstæða stafrófi sem notað er í ensku. Kynningin var samin handa áheyrendum á alþjóðlegu kóramóti á Spáni. Það gat ekki verið mikið mál með nútíma rit- og prenttækni að íslenska kynninguna. íslensk tunga á við í Reykjavík. Það athugi allir. Tónlistarunnandi MIKILL AFSLATTUR THVALIOAO GEfíA G00INNKAUP FYRIR VERSLUNARMAI.. (i%KARNABÆR |_AUGAVEGI 66 • SÍMI 22950 DÖMU- HERRA- OG BARNADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.