Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 15 Styrkir veittir til kvennarannsókna Á FJÁRLÖGUM fyrir yfirstandandi ár var 1.373.000 króna fjár- veiting færð til Háskóla Islands til rannsókna í kvennafræðum. Rannsóknastofan í kvennafræðum og Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir úthlutuðu þessu fé í umboði Háskóla íslands. 12 umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi umsækjendur launastyrki: Agnes Arnórsdóttir, til verks um konur og „bardagamenn", sem fjallar um stöðu kynjanna á ís- landi á 12.-13. öld. Auður Guðlaug Magnúsdóttir, til rannsóknar á frillum og óskil- getnum börnum á íslandi frá þjóð- veldisöld til siðaskipta. Guðrún Helgadóttir, til saman- tektar um mynd- og handmennta- kennara á íslandi 1949-1991. Lilja Mósesdóttir, til að rann- saka hagfræðikenningar um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Soffía Auður Birgisdóttir, til rannsóknar á hlut kvenna í form- byltingu íslenskrar ljóðlistar á 5. og 7. áratug þessarar aldar. Vatnaskógur ’91: Útihátíð opin unglingum yngri en 16 ára KIRKJAN og KFUM & KFUK halda útihátíð í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina, undir nafninu Vatnaskógur ’91. Á dagskrá verða tónleikar, þar sem flutt verður bæði kristileg og hefðbundin dægurtónlist. Þotuskíðaleiga verður á staðn- um, koddaslagskeppni fer fram á slá úti á vatninu, söngvakeppni, grillpartý, miðnæturvarðeldur, kvöldvökur, guðsþjónusta, þraut- arkeppni, samverustundir o.fl. I fréttatilkynningu frá móts- höldurum segir að með útihátíð- inni vilji þeir bjóða ungu fólki upp á heilbrigða skemmtun, þar sem guð sé hafður með. Allur ágóði af útihátiðinni mun renna til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, sem send- ir það til bágstaddra í Eþíópíu. Aldurstakmark er 13 ára. Al- gjört áfengisbann verður á svæð- inu. GÖNGUSKÓR SKATABUÐIN -3KARAR FRAMÚR SNORRABRAUT 60, SÍM112045 ■ |J. ■' ■ VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA ALLTANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN VERÐ FRÁ KR 7.170 VJterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Alvöru amerískur glæsivagn með 3.0 L V-6 vál, fjögurra þrepa sjálf- skiptingu, framhjóladrifi og meira til, fyrir aðeins kr. 1.576.000,- H R E A.merískir bílar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum bflum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi, gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga; bíll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar em til amerískra bfla. Fyrir 1.576.000,-emmviðekkiaðbjóðaeinfaldasnauða útgáfu af bílnuni, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft- Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráðan SPARNEYTIN 3.0 L V - 6 V E L SARAT0GA mikil enspameytin3.0LV-6vél,aflstýri,rafdrifnar rúður og útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting, samlæsing hurða, framhjóladrif, diskhemlar bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl. Bíllinn er auk þess sér- lega rúmgóður, fallega innréttaður, með stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JÖFUR HF. NÝBÝLAVEGl 2. SlM! 42600 legu verði - kynnstu Chrysler Saratoga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.