Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 Húnavatnssýsla: Tuttugn og sex ára maður ferst í bílslysi BANASLYS varð laust eftir há- degi í gær við Gljúfurárbrú í Húnavatnssýslu. Slysið varð með þeim hætti, að fólksbíll lenti fram- an á vöruflutningabíl og lést öku- maður fólksbílsins, sem var 26 ára Reykvíkingur, samstundis. Okumennirnir voru einir í bílun- um þegar áreksturinn varð en öku- maður flutningabílsins slapp ómeiddur. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins sem lést. Annað umferðaróhapp varð við Glúfurárbrú í gær og einnig rákust þrír bílar á við Víðidalsá. í þessum óhöppum urðu ekki slys á fólki en talsvert eignatjón. Sorpbrennslan í Hnífsdal í notkun á ný: Illskásti kosturinn með- an leitað er betri lausna - segir Eiður Guðnason umhverfisráðherra EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra hefur heimilað starfrækslu sorpbrennsluofnsins í Hnífsdal að nýju, eftir bann við rekstrinum um skeið. Leyfið er veitt með þeim skilyrðum að ekki verði brennt í ofninum spilliefnum eða garðaúr- gangi og að hann verði aðeins starfræktur þegar ekki er hætta á að vindur beri reyk frá ofninum yfir byggðina í Hnífsdal. „Mitt mat er það, að þeir geti ekki haldið áfram að urða sorpið svona eins og gert hefur verið og ekki leysir það vandann að láta það safnast upp, þannig að þetta er ill- skást í stöðunni á meðan leitað er betri lausna," sagði Eiður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg skrifaði bæjarstjórunum í Bolungarvík og Isafírði og sveitar- stjóranum á Súðavík í dag, en það eru þessi þijú sveitarfélög sem standa að rekstri þessarar stöðvar," sagði Eiður. Hann sagði efni bréfsins vera á þá leið að skipaður verði starfshópur sem taki til starfa strax og tilnefningum verði lokið, í næstu viku. í honum verði fulltrúar þessara þriggja sveitarfélaga, einn fulltrúi umhverfísráðuneytis og einn fulltrúi frá Hollustuvemd. „Ég geri ráð fyrir að fulltrúarnir héðan að sunnan fari vestur strax og geri úttekt á og skoði nánar hvemig þessi ofn vinnur eða hvemig hann brennir,“ sagði Eiður. Starfs- hópurinn á að skila tillögum fljótt og kvaðst ráðherra munu ganga eft- ir því að svo verði. Jafnframt á hópr urinn að huga að frambúðarlausnum til sorpförgunar fyrir þessi sveitarfé- lög. I HUNDADAGAREGNI Morgunblaðið/KGA FFSÍ leggur til að þorsk- afli verði 290 þús. tonn FUNDUR stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands (FFSI), sem haldinn var á þriðjudag, telur að með tillögum Haf- rannsóknastofnunar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, 1. septemb- er 1991 til 31. ágúst 1992, sé verið að leggja til of mikinn samdrátt í veiðum, sérstaklega á þorski. FFSÍ leggur til að þá verði veidd 290 þúsund tonn af þorski, 90 þúsund tonn af ufsa, 11 þúsund tonu af skarkola og 120 þúsund tonn af síld en Hafrannsóknastofnun leggur til að veidd verði 250 þúsund tonii af þorski, 70 þúsund tonn af ufsa, 10 þúsund tonn af skarkola og 80 þúsund tonn af síld. Stjórnarfundur FFSI skorar jafn- framt á stjórnvöld að efla eftirlit með veiðum útlendinga innan íslensku fískveiðilögsögunnar og sjálfsagt sé að láta þá greiða þann kostnað, sem eftirlitinu fylgir. 91 % verðmunur er á kínakálinu MIKILL munur er á verði mat- jurta, samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins á fimm tegund- um matjurta á nokkrum stöðum á landsbyggðinni og höfuðborg- arsvæðinu. Mesti munur á hæsta og lægsta verði reyndist vera á kínakáli, 91%, hvítkáli 85% og tómötum 83%. Kínakál kostaði frá 230 til 439 krónur kílóið. Ódýrast var það í Hafnarfírði en dýrast á Egilsstöðum og munar yfir 90% á verðinu. Utanríkisráðherra: Banni á S-Afríku verði aflétt JÓN Baldvin Hannibalsson kveðst telja tíma til kominn að íslendingar aflétti hömlum á við- skipti og samskipti við Suður- Afríku en segir að ekki verði aðhafst í því máli fyrr en Alþingi komi saman í haust enda þurfi lagabreytingar við. „Við getum ekki útkljáð það mál fyrr en með frumvarpi á þingi í haust en mín skoðun er sú að De- Clerk hafí gert, það mikið til að bijóta niður þetta viðurstyggilega kerfi kynþáttaaðskilnaðar að hann verðskuldi siðferðilegan styrk við þá aðgerð,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Hvítkálið kostaði 165 krónur kílóið á Þórshöfn, þar sem það var ódýr- ast, en 306 krónur á Bíldudal en þar var það dýrast. Kálið var því 85% dýrara á Bíldudal en á Þórs- höfn. Verð á grænmeti breytist ört á þessum árstíma. Nú er til dæmis að koma á markaðinn íslenskt hvítkál sem er töluvert dýrara en það innflutta og hefur það áhrif á verðsamanburðinn. Tómatar kostuðu 293 krónur kílóið á Þórshöfn en 538 krónur á Bíldudal. Tómatarnir eru því 83% dýrari á Bíldudal en á Þórshöfn. Gúrkur voru ódýrastar í Hafnar- firði, kostuðu 281 kr. kílóið, en voru liðlega 60% dýrari á Egilsstöð- um þar sem þær kostuðu 452 krón- ur kílóið. Minnsti verðmunurinn reyndist vera á kartöflum, þær kostuðu frá 70 krónum (Þórshöfn) til 106 kr. (Neskaupstaður), og munar þar rúmlega 50%. Kartöflurnar voru misjafnar að gæðum enda af upp- skeru síðasta hausts. Víða eru komnar nýjar kartöflur í verslanir og var algengt verð á bilinu 144 til 197 kr., eða um tvöfalt hærra en verðið á gömlu kartöflunum. Þijár af þeim fimm tegundum matjurta sem könnunin náði til voru ódýrastar á Þórshöfn, tvær tegund- ir í Hafnarfírði. Tvær tegundir voru dýrastar á Bíldudal og Egilsstöðum og ein í Neskaupstað. Verðkönnun á matjurtum, eins og sú, sem birtist í fyrsta skipti á bls. 23 í blaðinu í dag, verður gerð vikulega á næstunni. Þá ítrekar fundurinn fyrri sam- þykktir um að leggja beri niður Verðlagsráð sjávarútvegsins. Fund- urinn áréttar þá skoðun FFSÍ að starfsemi ráðsins standi hér fijálsri verðmyndun físks fyrir þrifum og beinir því til stjórnvalda að þegar í stað verði hafíst handa við að undirbúa jarðveginn fyrir frjálst fískverð á landinu öllu. FFSÍ vill vekja athygli ráðherra sjávarútvegsmála á að lítill ef nokk- ur árangur er sýnilegur af þeim stjómunarleiðum, sem beitt hefur verið undanfarin 15 ár í fískveiðum við ísland. „Við teljum að endur- skoða þurfi þessi mál frá grunni og viljum í því sambandi benda á eftirfarandi atriði: Aðgerðir til þess að auka hrygningu nytjastofna, endurskoða hvar veiðar em stund- aðar og með hvaða veiðarfærum á hvetjum tíma. Koma í veg fyrir að nýtanlegum fiski sé hent í sjóinn aftuf vegna þvingandi stjórnvalds- aðgerða. Endurskoða veiðiheimildir útlendinga í fískveiðilandhelginni. Auka veiðar á vannýttum tegund- um og veita styrki í tilraunaveiðar og rannsaka hvaða fæðu laxastofn- ar nýta í lífríki sjávar.“ í greinargerð með tillögum stjómar FFSI um veiðar á næsta fískveiðiári segir meðal annars: „Árferði í sjónum við ísland er nú mjög gott. Uppvaxandi árgangar nytjafíska ættu þar af leiðandi að hafa afar góða möguleika til þess að komast vel af og náttúruleg af- föll ungfisks að vera í lágmarki. Meðalþyngd hvers fisks í þorsk- stofninum hefur aukist frá fyrra ári um 5-18%, sem sýnir að þegar á árinu 1990 hafa skilyrði uppvax- andi árganga batnað verulega, þar sem allar tölur í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar em byggðar á afl- anum fyrstu 5 mánuði ársins 1991, það er janúar til maí.“ Aukatónleikar Gunnars og Jónasar í kvöld GUNNAR Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari héldu tónleika í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í gær- kvöldi. Bergþóra Jónsdóttir hjá Menn- ingarmiðstöðinni sagði, að aðsóknin hefði verið svo mikil, að margir hafi orðið frá að hverfa. Því hafi verið ákveðið að halda aðra tónleika í kvöld á sama tíma, klukkan 20:30. Brian Mulroney forsætisráðherra Kanada um leiðtogafundinn í Londoiu Tel okkur hafa stutt dyggi- lega við bakið á Gorbatsjov "BRIAN Mulroney, forsætisráðherra Kanada, hafði stutta viðdvöl á íslandi í gær á leið heim vestur um haf frá Evrópu. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tóku á móti Mulroney þeir Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, Björn Bjarnason, alþingismaður, og Graham Mitchell, sendi- herra Kanada á íslandi. Áttu forsætisráðherrar Islands og Kanada saman um klukkustundar langan fund, þar sem m.a. var rætt um fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London í siðustu viku, við- skipti íslands og Kanada, stofnun samtaka ríkja á norðurslóðum og gagnkvæmar opinberar heimsóknir. „Ég hafði látið forsætisráðherra „Við áttum mjög góðan og ánægju- íslands vita að ég myndi eiga leið legan fund saman og ég hlakka til hjá og þar sem við höfðum ekki hist frá því að hann tók við emb- ætti fannst mér þetta kjörið tæki- færi fyrir mig að.hitta hann og í leiðinni veita honum upplýsingar um fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London í síðustu viku sem og ræða samskipti ríkja okkar,“ sagði Mulroney aðspurður um til- gang heimsóknar sinnar. Hann sagði það m.a. hafa komið til tals að þeir myndu heimsækja hvor ann- an til að bæta samskipti ríkjanna. að hitta forsætisráðherra íslands aftur í framtíðinni," sagði Mul- roney. Hann var spurður hvort fríversl- unarsamningur Bandaríkjanna og Kanada hefði skilað þeim árangri sem til var ætlast. Svaraði Mul- roney því til að hann væri mjög ánægður með þennan samning. Nú væri verið að ræða um útvíkkun fríverslunarsvæðisins þannig að það næði einnig til Mexíkó og taldi hann það vera af hinu góða. Spurður um hvort að hann sæi fram á aukin viðskipti milli íslands og Kanada sagði Mulroney að gagn- kvæm viðskipti ríkjanna væru því miður ekki eins mikil og þau gætu verið. Hefðu hann og Davíð Odds- son rætt ýmsar leiðir til að auka þau. Mulroney var að lokum spurður hver væri mikilvægasta niðurstaða leiðtogafundarins í London að hans mati. „Að frátöldum þeim peninga- legu, skattalegu og efnahagslegu ákvörðunum sem teknar voru held ég að það mikilvægasta hafi verið fundur okkar með Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, og þau skilaboð sem hann fór með heim. Það náðist í London sam- komulag milli forseta Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um fækkun langdrægra kjarnorku- flauga og Gorbatsjov hélt heim með áætlun um efnahagsaðstoð í sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.