Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991
39
KNATTSPYRNA
Ásgeir fyrsti landsliðs-
þjálfarinn í fullu starfi
ÁSGEIR Elíasson; nýráðinn
landsliðsþjálfari Islands í
knattspyrnu, verður í fullu
starfi hjá Knattspyrnusam-
bandinu og er þetta í fyrsta
sinn sem íslenskur landsliðs-
þjálfari er ráðinn ífullt starf.
Það á eftir að ganga endanlega
frá starfsrammarium en það
er búið að ráða Ásgeir og ræða
kaup og kjör en starfssviðið liggur
ekki alveg fyrir enn,“ sagði Egg-
ert Magnússon formaður KSI í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ásgeir verður í fullu starfi hjá
Asgeir Elíasson
KSÍ og hann er því fyrsti íslenski
landsliðsþjálfarínn sem ráðinn er
í fullt starf. Hann mun því líklega
vinna við fræðslumál á okkar veg-
um. Það var nú reyndar líka hugs-
unin þegar Svíinn var ráðinn en
það nýttist ekki sem skyldi, vegna
þess að hann var ekki hér allt
árið. En Ásgeir verður í fullu
starfi allt árið.
Það er einnig inni í myndinni
að hann sjái um landsliðið skipað
leikmönnum 21 árs og yngri hjá
okkur. Eins og riðlaskiptingin er
núna, þar sem U-21 árs liðið leik-
ur daginn á undan A-liðinu, er
mjög hentugt að hafa sama þjálf-
ara fyrir bæði liðin,“ sagði Eggert.
Aðspurður um hvenær_ Ásgeir
tæki til starfa hjá KSÍ sagði
Eggert: „Það er-engin dagsetning
í því sambandi. Hann klárar
keppnistímabilið með Fram og það
klárast ekki fyrr en í fyrsta lagi
3. október. Hann stjórnar lands-
liðinu 25. september á móti Spán-
veijum og ég lít svo á að við fáum
hann lánaðan í þann leik. Eftir
leikinn fer hann síðan með Fram
til Grikklands og ef þeir komast
ekki áfram byijar hann fljótlega
upp úr því, en auðvitað þarf hann
sitt frí.“
Sigurður skoraði
- í ágóðaleik með Arsenal í gærkvöldi.
Hefur náð sér alveg af meiðslunum
SIGURÐUR Jónsson skoraði
fyrir Arsenal í gærkvöldi, er lið-
ið gerði jafntefli, 1:1,gegn4.
deildarliði Aldershot á útivelli
— í ágóðaleik fyrir Len Walker,
fyrrum stjóra félagsins.
Sigurður lék allan tímann og
gerði mjög fallegt mark. Beint
úr aukaspymu. Brotið var á Micha-
el Thomas rétt utan við vítateig og
WKKKKKM Sigurður skoraði
Frá Bob beint — þrumaði
Hennessy gegnum vegginn og
i Englandi knötturinn flaug í
netið neðst í hom-
inu. Þetta var á 79. mín. en Alders-
hot náði að jafna skömmu fyrir
leikslok.
Sigurður lék á miðjunni ásamt
Michael Thomas, David Rocastle
sem var á hægri vængnum og Perry
Groves, sem var vinstra megin. í
vöminni voru þrír sem leikið hafa
með a-liðinu; David O’Leary, Linig-
an og Colin Pates, en aðrir í liðinu
vom varaliðsmenn.
Sigurður stóð sig vel í leiknum.
Virðist hafa náð sér vel af meiðslun-
um og var ánægður. „ „Ég hafði
gaman af þessu, það gæti hjálpað
mér að hafa skorað — hver veit?“
sagði hann við Morgunblaðið eftir
leikinn.
Hann fór ekki í æfingaferð Arse-
nal til Svíþjóðar á dögunum, heldur
var tveimur vikur lengur á íslandi
en ráð var fyrir gert í upphafi, „til
að æfa af krafti," eins og hann
sagði.
Er fall fararheill?
Sigurður Grétarsson og félag-
ar í Grasshopper hófu titil-
vörn sína í gærkvöldi, er sviss-
neska deildarkeppnin hófst á ný
eftir sumarleyfi. Byijunin var ekki
glæsileg — 0:4 tap gegn Aarau á
útivelli.
„Við fengum á okkur víti á
klaufalegan hátt snemma í leikn-
um, sóttum síðan og sóttum en
þeir fengu hraðaupphlaup og
skoruðu!“ sagði Sigurður við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Við áttum að fá víti þegar
staðan var 1:0, einn leikmanna
Aarau tók knöttinn með hendi
innan teigs, en ekkert var dæmt.
En þeir vom beittari en við, mjög
baráttuglaðir og léku ekki illa,“
sagði Sigurður. Hann sagði mál-
tækið „Fall er fararheill" hafa átt
við í fyrra er liðið tapaði fyrsta
leik og varð síðan meistari — og
vonast til að sama yrði upp á ten-
ingnum í vetur.
GOLF / LANDSMOT
Góð þátttaka í
meistaraflokki
LANDSMÓTIÐ í golfi hefst í
næstu viku, en að þessu sinni
er leikið á tveimur völlum, hjá
Golfklúbbi Hellu og hjá Keili í
Hafnarfirði.
Frestur til að skrá sig í mótið
hefur verið framlengdur um tvo
daga og því geta menn skráð sig í
dag og á morgun föstudag. Að sögn
Frímanns Gunnlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra Golfsambands ís-
lands, var ákveðið að framlengja
frestinn fyrst og fremst vegna þess
að nú er allt tölvuvætt og því tekur
skemmri tíma en áður að gera allt
tilbúið fyrir mótið.
„Maður hefur heyrt að sumum
finnist 6.500 kr. og mikið fyrir eitt
mót, en í fyrra kostaði 5.000 kr.
Gjaldið sjálft er 6.000 kr. í ár og
svo fá allir golfhúfu og því var 500
kr. bætt við. Ég veit ekki hvað
keppendur verða margir, skráning
fer fram hjá klúbbunum, en ég veit
að það verður mjög góð þátttaka í
meistaraflokki karla.
Annars höfum við rætt hvort
góðviðrið í sumar geti dregið úr
þátttöku. Menn hafa spilað svo
mikið golf að það gæti dregið eitt-
hvað úr.
Fyrir áratug samþykkti golfþing
þátttökugjald í opin mót en stóru
klúbbarnir fengu því breytt þannig
að þeir ákveða sjálfir verðið. Einnig
má geta þess að þeir klúbbar sem
sjá um mótið fá 50% af þátttöku-
gjöldum," sagði Frímann.
Sigur&ur Jónsson er farinn að leika með Arsenal á ný eftir langvarandi
meiðsli og skoraði fallegt mark í vináttuleik í gærkvöldi.
FRJALSIÞROTTIR
Pétur kastaði
kúlunni 19,95 m
Pétur Guðmundsson, HSK, varpaði kúlunni 19,95 m á Selfossvelli
á þriðjudagskvöld. Þetta mun vera besti árangur Péturs utanhúss
á þessu sumri. Kúlan flaug langt yfir tuttugu metrana í upphitun-
inni, svo greinilegt er að Pétur er að komast í betri æfingu fyrir heims-
meistaramótið í Tókýó í haust, þar sem Pétur stefnir á verðlaunasæti.
ÍÞRÚMR
FOLK
■ DAVID Platt, enski landsliðs-
maðurinn hjá Aston Villa, var seld-
ur til ítalska félagsins Bari á dög-
unum fyrir andvirði um 600 milljóna
ÍSK. „Þessi samn-
FráBob ingur gerir mig að
Hennessy miljónamæringi á
lEnglandi ejnnj n5ttu,“ sagði
Platt, eftir að hann
skrifaði undir. Talið er að hann
verði með um 625.000 pund í fa^P
kaup á ári — um 64 milljónir ÍSK
— þegar búið er að draga skattinn
frá...
■ DOUG Ellis, forseti Aston
Villa, gerði góðan samning við
Bari. í honum flest m.a. að verði
Platt seldur þaðan fyrir hærri upp-
hæð en ítalska félagið greiddi nú,
fær Villa helming þeirrar upphæðar
sem umfram er.
■ ELLIS samdi einnig um að fé-
lögin mætist í tveimur vináttuleikj-
um; öðrum á Ítalíu og hinum á
Villa Park. Enska félagið fær hvern
eyri sem kemur inn í aðgangseyri
á báðum leikjum, og er búist að
það geti orðið um ein milljón punda_
— rúmlega 100 milljónir ÍSK!
■ ENSKU félögin eru nú að und-
irbúa sig fyrir tímabilið. Nokkur eru
á írlandi; Tottenham vann Sligo
Rovers 4:0 í fyrrakvöld og Li-
verpool gerði markalaust jafntefli
við Dundalk.
■ DEAN Saunders var með Li-
verpool í fyrsta sinn í fyrrakvöld
og þótti standa sig mjög vel. Mark-
vörður írska liðsins átti stórleik og
kom í veg fyrir tap.
■ IAN Rush er meiddur og verður
varla með Liverpool næstu tíu vik:‘
urnar. Hann á við meiðsli í hásin
að stríða; meiðsli sem hann varð
fyrir í landsleik Wales og Þýska-
lands sl. vetur, og var settur í gifs
á dögunum.
■ STAÐA enska landsliðsmanns-
ins Peters Beardsley vænkast við
meiðsli Rush — reiknað var með
að hann yrði jafnvel seldur eftir að
Dean Saunders var keyptur til
Liverpool, en nú er hann fyrsti
maður inn í stað Rush.
■ JAN Mölby er ekki eins ánægð-
ur. Hann komst ekki í 16 manna
hóp Liverpool sem fór til írlands,
og heldur þaðan til Þýskalands og
Svíþjóðar. Talið er líklegt að hann
sé ekki í framtíðarmynd GraeJne"
Souness, stjóra félagsins.
■ HINN Norðurlandabúinn hjá
félaginu, Svíinn Glen Hysen, var
líka skilinn eftir í Liverpool.
■ PETER Shreeves, sem kom
aftur til Tottenham frá Watford
á dögunum, til að sjá um aðalliðið
ásamt Terry Venables, er nú sagð-
ur stjóri liðsins og sjá alfarið um
það. Venables, sem kominn er í
stjórn félagsins, ætli sér ekki að
skipta sér af þeirri hlið mála lengur.
KNATTSPYRNA
Ásgeir skoðar
gríska liðið
ÁSGEIR Elíasson, þjálfari
Framara, ætlar í næstu viku að
bregða sér til Lundúna til að
fylgjast með mótherjum Fram
í Evrópukeppni meistaraliða.
Fram leikur við grísku meistar-
ana Panathinaikos frá Aþenu
en liðið tekur um mánaðamótin
þátt í fjögurra liða móti í Lundún-
um. Þar verða auk þeirra lið Arse-
nal, Sampdoria og West Ham.
Mótið verður um aðra helgi og
ætlar Ásgeir að líta á leiki grísku
meistaranna og kynna sér hvernig
þeir leika til að vera sem best undir-
búinn þegar Fram mætir þeim
grísku á Laugardalsvelli um miðjan
september.
Ljóst er orðið að sjónvarpað verð-
ur beint frá leiknum á Laugardaís-
velli til Grikklands og hefst leikur-
inn klukkan 17.30.