Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 13 frekari samdráttur er boðaður. Ég held að nauðsynlegt sé að reyna með öllum tiltækum ráðum að tryggja að fiskvinnslan í landi verði fyrir sem minnstri skerðingu, vegna minnkandi afla. Okkur vantar meira hráefni og því kemur allur sam- dráttur sér ákaflega illa. Ég held að Aflamiðlun þurfí enn frekar að gæta að sér í úthlutunum en hingað til, verði raunin sú að aflamagn næsta árs verði verulega skert,“ segir Arnar. Arnar segir að ferskfiskútflutn- ingur frá Vestmannaeyjum hafi dregist verulega saman í ár, en þá hafi það gerst í nokkrum mæli að Eyjabátar sem áður hafi sett tals- vert mikið í gáma hafi siglt á mark- aðina í Reykjavík og á Suðurnesjum með afla sinn. Af þeim sökum telji margir að þess meiri ástæða sé til að koma á fót öflugum fískmarkaði í Eyjum og laða þannig heimabáta til þess að landa fremur þar. Slíkt sé tvímælalaust til mikilla hagsbóta bæði fyrir þjónustuaðila í Eyjum og fyrir fiskvinnsluna. Beinn útflutningskostnaður á kíló 30 krónur Arnar segir að beinan kostnað á kílóverð við gámaútflutning megi áætla um 30 krónur. Þá eigi eftir að reiktia með 15 til 20% kvóta: skerðingu og 8 til 10% yfírvigt. í það heila tekið megi því áætla að útflutningskostnaður sé á milli 45 og 50 krónur. Því segir hann eðli- legt að þegar markaðsverð hér og erlendis sé borið saman dragi menn 45 til 50 krónur frá kílóverðinu erlendis til þess að fá raunhæfan samanburð. Óllu erfiðara sé að gera raunhæfan samanburð þegar siglt sé með aflann. Þá segi þeir sem sigla, ég kaupi olíuna úti á mun lægra verði en hér, kosturinn er ódýrari þar en hér, ég nota ferðina og fer með bátinn í slipp, sem er ódýrara en hér, og þar fram eftir götunum. „Það segir sína sögu að útgerðar- mennimir sjálfir og eigendur bát- anna eru mikið famir að gera svona samanburð, fyrst þeir eru farnir að landa í þessum mæli á mörkuðum á Suð-vesturhominu í stað þess að senda fiskinn út í gámum,“ segir Amar. Þeir litlu gera það gott Nú er það síður en svo þannig í Vestmannaeyjum að allt sé á heljar- þröm í sjávarútveginum. En það er staðreynd að stóru fyrirtækin, með gríðarlega fjárfestingu að baki, skuldsett úr hófi, beijast í bökkum eða munu við óbreytt ástand beij- ast í bökkum innan tíðar. Þeir sem gera það virkilega gott í útgerð og vinnslu eru litlu einkaframtakskarl- arnir - karlar með einn bát og með litla fiskverkun. Þeir sem geta rek- ið sinn bát, sína vinnslu, sinn gám sjálfir með fjölskyldu sinni og hafa ekki farið út í miklar íjárfestingar standa vel í Eyjum. Fiskmarkaður í Eyjum mun ugg- laust eitthvað fjölga minni fiskverk- endum þar, en ekki er augljóst að hann komi til með að hafa nein afgerandi áhrif á rekstur, starfs- hætti og afkomu stærri húsanna. Eigendur stóru húsanna eru þessar- ar skoðunar og miða sig þá gjaman við Granda í Reykjavík, sem fer með tiltölulega lágt hlutfall af sín- um afla um markað. í Eyjum er óvenju hátt hlutfall sjálfstæðra út- gerðarmanna, en þeir eru á milli 20 og 30 talsins sem eiga og gera út eigin bát, 20 tonn eða stærri. Þessir menn yrðu líklega þeir sem einkum legðu upp og versluðu á fiskmarkaði í Eyjum. Sigurður Einarsson segir að það muni að hluta til byggjast á því hvort samstaða náist meðal eigenda stærri fyrirtækjanna í Vestmanna- eyjum um að skipta á fískmarkaði í Éyjum, hvort fískiskip fyrirtækj- anna muni versla á fiskmarkaði. Vestmanneyingar eru ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni um að allur fískur fari um markað á íslandi, en það sjónarmið á stuðning fíjöl- margra smærri fiskverkenda um land allt. Gróft áætlað fá Vestman- neyingar um 50 þúsund tonn af botnfíski í sinn hlut á ári, en einung- is um 30 þúsund tonn eru unnin í Eyjum. Nálægt 20 þúsund tonn eru flutt út í gámum, siglt með erlend- is eða seld á mörkuðum á Reykja- nesi og í Reykjavík. Þetta er það sem Snæfellingar kölluðu í skýrslu sinni um sjávarútveg „Glötuð tæki- færi“. Út frá því sjónarhorni er hlut- ur „Glötuðu tækifæranna“ hvorki meira né minna en 40% í Vest- mannaeyjum. Hagræði af gámaútflutningi Sigurður Einarsson segir að gámaútflutningur fyrirtækjanna hafí vissulega falið í sér mikið hag- ræði. Þannig hafí fískvínnslan til dæmis losnað við karfa og smáfísk. „Ef þessi útflutningur hefði ekki verið, þá ættu menn í ennþá meira basli núna,“ segir Sigurður. Sigurð- ur segir að ef allur fiskur ætti að fara um markað, til dæmis í Vest- mannaeyjum þá þyrfti fyrst að breyta miklu í landi og auka á sér- hæfíngu hvers frystihúss. Eitt þyrfti til dæmis alfarið að vinna allan ufsa sem kæmi á land, annað karfa og það þriðja þorsk. Þannig næðist fram umtalsverð hagræðing og sérhæfing, „en ég sé þetta nú ekki í hendi minni gerast“, segir Sigurður. Miklir hagsmunir hljóta að vera í húfí fyrir fískvinnsluna á íslandi að dregið verði úr útflutningi á ferskum físki. En þá þarf jafnframt að huga að atriði sem Vestmanney- ingar, sem staðið hafa í útflutningi benda á: Veiðiheimildir Vestman- neyinga eru svo stórt hlutfall af heildarafla hvers árs um sig (8-9%), að fískvinnslufólk í Eyjum annar einfaldlega ekki öllu þessu magni. Þeir segja því óraunhæft að tala um „Glötuð tækifæri" í þessu sam- bandi, þar sem flytja þyrfti vinnu- afl í stórum stíl til Eyja, ef vinnslu- stöðvarnar í Eyjum ættu að full- vinna allan afla þessarar stærstu verstöðvar landsins. andi verður allur rekstur þess til sóma. En það er ekki gjöf til borg- arbúa frá neinum öðrum en þeim sjálfum. Eini gallinn er að þeir voru aldrei spurðir hvort fjármunir þeirra yrðu nýttir til þessa húss eða ein- hvers annars. Stjórnarformanninum er ef til vill nokkur vorkunn. Þegar sama fjölskyldan hefur stjórnað og fram- kvæmt í sama fyrirtækinu um ára- tugaskeið, selt því jarðir án þess að yfirgefa þær, teiknað húsnæði þess, verið í forstöðu fyrir það og stjórn þess, þá getur svo farið að henni finnist hún eiga fyrirtækið ein. En þannig er það ekki. Og þetta er alvarlegur hugsanarugling- ur sem getur alið af sér misskilning eins og þann að menn fari að gefa það sem þeir eiga ekki. Til er fræg saga um mann sem ruglaðist eitthvað í ríminu og flutti inn til Johannesar heitins Kjarvals þegar hann átti í engin önnur hús að venda. Ekki mun því hafa verið illa tekið, en eitt sinn þegar hinn mikli málari kom heim, hafði gisti- vinurinn gefið gestum og gangandi þau listaverk sem fyrir voru í vinnu- stofu meistarans. „Þú ert höfðingi Möller" var það eina sem húsráð- anda varð að orði. Svo var ekki talað meira um það. Gjöfin frá Hitaveitu Reykjavíkur til okkar borgarbúa er höfðings- skapur af sama tagi. Svo er líklega óþarft að tala meira um það. En það er alltaf ágætt að hafa hlutina á réttum stað og prýðilegt að vita hver gefur okkur hvað, þó ekki sé nema til þess að við vitum hveijum við eigum að þakka fyrir okkur. Höfundur er alþingismnður. V^terkur og k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ar valið um Veróib er > kr/kg, sem /r ieðalmáltí<>; Þao fer ekki/á milli mála að / * lambakjöf á lágmarjiáverði er stórgott á grilliðf í boði erAðeins nýtf kjöt úr / hæstugæðaflokkum og þú/getur tvennskonar niðurhLútun. ótrúlega lágt, aðéins 486 wk um 150 kr. á mann í m A Vertu viss um aö eiga ■ lambakjöt á ■ lágmarksverði, því að m grillveðrið gerir ekki boð á undan sér. Nú erhajin útgáfa á uppskrifta- bœklingum. Nýrbœklingureráœtl- adurmánadarlega med nýjum og spennandi uppskriftum að g&msœtum lambakjötsréttum. Fyrsti bœklingurinn erkominn út med gimilegumgrilluppskriftum. Þitt eintak bidurí næstu verslun. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS UPPSKWFTA- BÆKUNGAÍt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.