Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 NEYTENDAMÁL Á ferð um landið í sumri og sól í BLÍÐVIÐRINU að undanförnu hefur landið skartað sínu fegursta litskrúði, eins og rétt til að laða fólk til ferðalaga, það hefur líka verið dýrðlegt að ferðast um hér í sumar. I árlegri sumarferð um landið var því veitt athygli að fleiri íslendingar virðast nú eyða sumarfríum sínu í ferð um landið en oft áður. Ekki eru nema tvö til þijú ár síðan að heyra mátti flest tungumál töluð á Edduhótelun- um önnur en íslensku. Nú virðist breyting á. íslendingar njóta betur en áður fegurðar eigin lands íslendingar eru í auknum mæli að uppgötva fegurð og sérkenni síns eigin lands. Það má vera að ferðalög erlendis hafi orðið til þess að fólk sér landið í öðru ljósi en áður. Ferða- lög í framandi landi bjóða oft upp á viðmiðun sem getur verið nauð- synleg og er okkur oft hagstæð. Hvar annars staðar í veröldinni er hægt að ferðast jafn óhindrað um landið og sjá svo vítt yfir sem hér. Landið okkar en engu öðru líkt. Tískusýning í Naustkjallaranum íimmtudaginn 25. jólí. Sýnður verúur íatnaúur írá msluninni fflSM / Bomkrinnlunni. Módelsamtökin sýna kl. 21.30. K#KkM Naustkjallarinn Erlendir ferðamenn hafa kynnt sér vel áhugaverða staði Erlendir ferðamenn, sem hingað koma hafa einnig uppgötvað sér- kenni og fegurð landsins og þeir hafa greinilega lesið sér vel til um þá staði sem áhugaverðast er að sjá. Þeir láta greinilega ekki hend- ingu ráða viðkomustað. Við hittum þá fyrir á ystu nesjum, inn til heiða, og á öllum þeim stöðum sem á ein- hvern hátt tengjast sögu lands og þjóðar. Umhverfi sögustaða víða til fyrirmyndar en huga þarf betur að öðrum Landið sjáft er fallegt og hin besta landkynning og margir sögu- staðir eru til fyrirmyndar og má þar nefna Hóla í Hjaltadal. Aðkoman að hinu forna biskupssetri með Hól- akirkju í forgrunni, er mjög hrífandi sýn. Það er fallegt að Hólum og snyrtimennska mikil. Bæjarmenn hafa komið upp gönguslóð tengda sögu Hóla, ferðamönnum til fróð- leiks. Þetta framtak eykur mjög gildi staðarins fyrir ferðamenn inn- lenda sem erlenda. Sömu sögu er ekki að segja um Skálholt, hið forna biskupssetur og höfuðstað landsins um aldir. Þegar ekið er í Skálholt er komið að kirkj- unni baka til sem dregur mjög úr sterkum áhrifum vegna helgi stað- arins. Breytt aðkoma að sunnan eða vestan gæti gert aðkomuna að hinu foma biskupssetri mun tilkomumeiri í hugum gesta. Sögu staðarins mætti rækta betur. Fæstir vita að undir óræktarsvæði sunnan við kirkjuflötina liggja tóftir og menjar fomra bygginga Skálholtsstaðar. Á meðan þessar tóftir eru ekki grafn- ar upp mætti merkja þá sögustaði, sem þegar eru þekktir, og útbúa síðan gönguslóð, einskonar „sögu- braut“, þar sem fólk gæti fundið tengsl við sögu staðarins. Margar kirkjur héraðsprýði - aðrar þurfa betra viðhald Kirkjur eru oft þeir staðir á lands- byggðinni sem athygli ferðamönn- um er sérstaklega vakin á, þó er víðast komið að lokuðum dyrum. Margar kirkjur em til fyrirmyndar hvað umhirðu snertir. Má þar nefna Þingeyrarkirkju og og kirkjuna á Kirkjubæjarklaustri, er hún eina kirkja á landsbygginni sem við kom- um að, sem stendur opin. Væri ekki hægt að fjarlægja úr kirkjum verð- mæta kirkjumuni, þar sem ekki er gæslufólk á staðnum, og láta kirkj- urnar standa opnar yfir sumartím- ann? Safnbaukar mættu liggja þar frammi. Margir ferðamann myndu án efa láta eitthvað fé af hendi rakna til viðhalds á kirkjunum, þó ekki væri nema fyrir málningaryfir- ferð og hreinsun á næsta umhverfi margra þeirra. A byggðarsöfnum eru rætur lands og þjóðar Byggðasöfnin eru mjög áhuga- verð og er viðhald þeirra og varð- veisla mjög til fyrirmyndar enda mjög eftirsótt af ferðamönnum. Má þar m.a. nefna söfnin í Glaumbæ í Skagafirði, Reykjum í Hrútafirði og Skógum undir Eyjafjöllum. Þessi söfn eiga margt sameiginlegt en hvert þeirra um sig kynnir atvinnu- sögu eigin héraða. Glaumbær kynn- ir vel bændasamfélagið, á Reykjum má einnig kynnast sögu hákarla- veiða, og í Skógum hinu blandaða samfélag fiskimannsins og bóndans, og mikils hagleiksfólks. Það virðist sem í Skaftafellssýslum hafi verið meiri alúð lögð á fágað handverk en í öðrum sýslum landsins, um það bera munir safnsins í Skógum glöggt vitni. Lítið þekkt héraðssöfn - Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi í sýslum landsins leynast einnig lítil söfn sem ferðamönnum eru lítt kunn. Eitt þessara safna er heimilis- iðnaðarsafnið á Blönduósi sem ber nafn Halldóru Bjarnadóttur, Hall- dórusafn, og er það til húsa í gam- alli útihúsabyggingu við gamla Kvennaskólann á Blönduósi. í þessu safni er margt fagurlega unninna muna, sérstaka athygli vekja hand- unnin klæði úr mjúkri ull, sem sýna betur en nokkuð annað hvað hægt er að vinna úr fína þræði úr ís- lensku ullinni þegar rétt er að mál- um staðið. Ullin hefur einnig verið lituð úr íslenskum jurtum og koma þeir skemmtilega á óvart. Safnið ættu allir að skoða sem trú hafa á möguleikum og framtíð íslensks ull- ariðnaðar og góðu handverki. Bakarí á Blönduósi á heimsmælikvaðra Á Blönduósi er annar staður mjög nýtískulegur og er það „Krútt“ bak- aríið sem jafnframt er kaffihús - á heimsmælikvarða. Staðurinn er mjög bjartur og snyrtilegur, þar er á borðstólum gott kaffibrauð og gestum mætir hlýlegt viðmót af- SILKINEGLUR .S7V YR riSTOI A /V ÁGÍJSTA býður nú hinar vönduðu Backscratchers gervineglur. Þettaeru glæsilegarneglursem endast vel, skaða ekki þínar eigin neglur og hægt að hafa þær án naglalakks. Einnig bjóðum við Clarins meðferð fyrir andlit, barm og líkama. Fótaaðgerð, vaxmeðferð, Sylvia Levis varanlega háreyðingu og að sjálfsögðu alla aðra þjónustu. Pantaðu tíma strax í síma 29070. mimismi « « KLAPPARSTlG 16 101 REYKJAVlK S I M I : 2 9 0 7 0 ÁCÚSTA KRISTJÁNSDÓTTIR JÓRUNN SIGURJÓNSDÓTTIR Á hinu forna biskupssetri á Hólum í Hjaltadal er fagurt umhverfi og mjög snyrtilegt. Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu- ósi geymir fínofin klæði úr ís- lenskri ull. greiðslufólksins. Þetta glæsilega bakarí er enn ein áminning um það, að í viðskiptum þarf ekki alltaf harða samkeppni til að viðhalda gæðum, sé eðiilegur metnaður er fyrir hendi. Ferðamenn ferðast hagkvæmt, verðlag er hér mjög hátt Sjaldan hefi ég mætt fleiri erlend- um ferðamönnum á ferð um landið og í ár, en þeir reyna greinilega að ferðast á jafn hagkvæmana hátt og við íslendingar gerum sjálfir. En það verður að viðurkenna að verðlag er óheyrilega hátt hér á landi. Ef matur á veitingastað er tekinn fyrir sérstaklega, þá virðist annað hvort boðið uþp á sjoppufæði, þ.e. brauð, hamborgara og djúpsteiktan mat, eða málsverði í sama verðflokki og dýrustu veitingastaði erlendis. Slíka málsverði er e.t.v. hægt að veita sér einu sinni tvisvar i ferð, en ekki á daglega. Veitingastaði skortir sem bjóða einfaldan mat á lægra verði Hér á landi vantar tilfínnanlega veitingastaði sem bjóða upp á ein- faldan kjarngóðan heimilismat á lægra verði, milliverði, borinn fram á snyrtilegan hátt jafnvel í kaffiter- íustíl, sem hinn almenni ferðamaður erlendur sem innlendur telur sig hafa efni á að veita sér. Þarna gæti einnig verið kjörið tækifæri að kynna erlendum ferðamönnum íslenskan fisk. Fiskur er dýr erlend- is og eftirsóttur og flestir vilja gjarn- an fá eitthvað hér sem telst sérkenn- andi fyrir landið sem þeir sækja heim. Veitingastaðir gætu lagt sig fram við að gera fiskinn lystugan og matreiðslan þyrfti ekki að vera flókin. Bjóða mætti upp á ofnbakað- an fisk einn daginn, fjölbreytta salt- fiskrétti annan daginn, og matar- miklar fiskisúpur með heitu brauði þriðja daginn, fiskibollur í góðri sósu hinn fjórða o.s.frv. og svo íslenskt skyr í ábæti. Það er í raun furðu- legt hér hjá þessari miklu fiskveiði- þjóð hversu lítil áhersla er lögð á fiskrétti á matseðli veitingastaða, sérstaklega á landsbyggðinni. Langur afgreiðslutími á veitingastöðum Á veitingastöðum fer fram mikilvæg landkynning, því að í gegnum bragðlauka erlendra viðskiptavina er oft lagður grunnur að sölumögu- leikum margra íslenskra matvæla á erlendri grund. Ein veikasta hlið margra veiting- astaða hér á landi, sérstaklega þar sem verð er í hærra lagi, er hinn óheyrilega langi afgreiðslutími á málsverðum eftir að pöntun hefur verið lögð fram. Á þægilegum veit- ingastað á Akureyri, „Fiðlaranum á þakinu“, var biðin eftir einfaldri máltíð heil klukkustund. Við vorum fjögur og einu gestirnir á staðnum a.m.k. fyrsta hálftímann. Það var fyrst eftir að aðrir gestir höfðu lát- ið sjá sig á staðnum, að líf virtist færast í kokkinn í eldúsinu, enda var bið annarra eftir matnum skemmri en okkar. Slík þjónusta er móðgun við gesti og tilhneiging verður til að sniðganga slíka staði í framtíðinni. Hríseyjarkálfar með vel fituofið kjöt Það fer ekki hjá því, þegar komið er í Eyjafjörð, að menn bregða sér gjarnan til Hríseyjar, þó ekki væri til annars en til að kanna hvort nautakjöt af Galloway-kyni sé slíkt afbragð sem af er látið. Sigling þangað var afar skemmtileg í fögru veðri. Bærinn í Hrísey er mjög snyrtilegur, húsin máluð björtum litum og umkringd vel hirtum görð- um. Veitingastaðurinn Brekka stendur hátt á áberandi stað í bæn- um. Staðurinn mjög hlýlega innrétt- aður og góður matarilmur mætir gestum við komuna þangað. Á mat- seðlinum voru fjölbreyttir réttir en aðeins tveir réttir úr nautakjöti og voru þeir báðir prófaðir. Annar var úr langsoðum lærisvöðva og hinn grilluð steik. Maturinn var ágætur, en við töldum okkur ekki finna mik- inn mun á þessu kjöti og öðru nauta- kjöti. Kokkurinn sagði, aðspurður, að kjötið af Hríseyjarkálfum væri allt vel fituofið og því mun meyrara en annað nautakjöt hér á landi. Edduhótel og ferða- þjónusta bænda Eftir góða máltíð er farið í nætur- stað. Segja má að hér á landi hafi Edduhótelin og önnur hótel sem bjóða upp á milliverð, svo og ferða- þjónusta bænda, rennt styrkum stoðum undir ferðamannaiðnaðinn. Verð fyrir gistingu á þessum gisti- stöðum er innan þeirra marka sem hinir almennu ferðamenn innlendir og erlendir bæði geta og vilja greiða fyrir næturgistingu. Þetta eru ágæt- ir áningastaðir í hlýlegu umhverfi. Þjónusta á Edduhótelum hefur verið samræmd meira en áður og er mjög til fyrirmyndar. Ferðaþjónusta bænda er ekki síðri og á án efa eftir að aukast í framtíð- inni. Aðstæður eru mismunandi frá einum stað til annars, en þar sem okkur bar að garði var hún mjög góð. Gestgjafar leggja sig fram við að gera dvöl gesta sem þægileg- asta. Þjónustan er öll persónulegri en á hótelum og það er gaman að ræða við heimafólk yfir morgun- verðarborði um landsmálin og lífíð á landsbyggðinni. Sumarferðii um landið sem nýr aflgjafi Það er alltaf mjög ánægjulegt að hitta fyrir jákvætt fólk bjartsýnt á framtíð lands og þjóðar. Bjartsýni er öllum nauðsynleg þar sem bjart- sýnir leitar lausna og sýnist ekkert óyfirstíganlegt. Sumarleyfi í öðru umhverfi en fólk á að venjast bregð- ur nýju sjónarhomi á lífið og tilver- una. Ferðir um landið eru sem nýr aflgjafi, ekki síst á jafn sólríku sumri og við orðið aðnjótandi í ár. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.