Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1991 29 Helgi Bergmann málari - Minning Góður og gamall vinur minn er látinn, Helgi Bergmann málari og listamaður. Samkvæmt málaratali er Helgi fæddur 15. nóvember 1908 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru Sig- urður Darriel Bergmann Gíslason útvegsbóndi á Hellissandi, f. 15. desember 1859, d. 28. október 1935, og kona hans Guðrún Hall- dóra Cýrusdóttir ljósmóðir í Ólafsík, f. 24. aprfl 1873 í Lóni í Breiðuvík, d. 22. júlí 1943. Ungur fluttist Helgi til Reykjavíkur og hóf nám í málaraiðn hjá Guðbergi Jóhannssyni, en lauk ekki námi hjá honum. Síðar fór hann til Vestmannaeyja og lauk þar námi hjá Einari Lárussyni málara- meistara. Kynni okkar Helga hófust snemma á fyrstu árum Málara- sveinafélagsins. Hann varð félagi þess 1932 og gerðist mikilvirkur félagsmaður, tillögugóður og átti gott með að tjá skoðanir sínar. Oft var grunnt á kímninni hjá Helga og verð ég ekki svo gamall að ég gleymi samstarfi okkar í nefnd um atvinnuleysismál ásamt Gunnari Leo Þorsteinssyni. Báðir voru þess- ir menn miklir frásagnarsnillingar, ekki hvað síst í gamanfrásögnum. Við Helgi störfuðum í nokkur ár saman hjá einum þekktasta málara- meistara þess tíma, Lúðvík Einars- syni. Þá kynntist ég vel hve mikilli listhæfni hann var búinn. Margir muna sjálfsagt skreytingarnar á Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Helgi átti mikinn þátt í þeim. Hann vann víðar að skreytingum bæði hjá einkaaðilum og fyrirtækjum. Helgi fór að áeggjan minni til Kaupmannahafnar 1936 og dvaldi þar við nám og vinnu, hann stund- aði nám við hinn þekkta Dekorati- onsskóla Jens Möller Jensens. Þar nam hann listmálun og skreytingar að meira eða minna leyti í íjögur ár. Hann mun einnig hafa unnið all mikið að bílamálun og var félagi í samtökum bílamálara í Kaup- mannahöfn. Eftir 10 ára útivist kom hann aftur heim til föðurlandsins. Þá strax hófum við samstarf í iðninni. Hann gekk í Málarameistarfélag Reykjavíkur árið 1946 og gegndi ýmsum störfum fyrir félagið, en lengst sat hann í prófnefnd eða í rúm 10 ár. Við Helgi unnum marg- víslega málaravinnu en þó mun málun á Austurbæjarbíói og Nýja Bíói þegar því var breytt vera stærstu verk sem við unnum sam- sinni. Tvo syni átti Þórey frá fyrra hjónabandi, Leif og Ottó Örn. Þórey og Helgi slitu samvistum fyrir all mörgum árum. Eftir það bjó hann lengi einn og hafði vinnustofu þar sem hann gat unnið að list sinni. Ég mun alltaf minnast Helga sem eins hæfásta málara innan málara- stéttarinnar og að mínu mati mikils listamanns. Ég og kona mín sendum börnum og öðrum aðstandendum Helga samúðarkveðjur. Sæmundur Sigurðsson málari t Konan mín, BALDVINA H. HAFLIÐADÓTTIR, Miklubraut 9, andaðist 23. júlí. Haraldur Agústsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, REGÍNA MAGNÚSDÓTTIR frá Kirkjubóli, Laugarnesvegi 36, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala þann 22. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, Reykjavík, miðvikudaginn 31. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Trúboðssjóð Fíladelfíu- safnaðarins. Ragnar Guðmundsson, Magnús Ragnarsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Garðar Ragnarsson, Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför JÓNS STEFFENSEN prófessors, Aragötu 3, Reykjavík, sem lést 21. júlí, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Háskóli íslands. an. Þar sýndi Helgi hæfni sína og fullyrði ég af kynnum okkar, að fátt var það sem varðaði iðnina sem hann gat ekki leyst með miklum ágætum. Helgi hætti hefðbundnum málarastörfum um 1960 og sneri sér alfarið að listmálun sem lengi mun hafa verið hans draumur. Hann hefur haldið fjölda listsýninga víðsvegar um landið og þá fyrstu 1929 þá rúmlega tvítugur, svo á- því má sjá að listsköpun hefur lengi blundað með honum. Helgi kvæntist árið 1942 Þóreyju Brynjólfsdóttur sem var mjög list- feng kona, þau áttu saman tvö böm Guðrúnu f. 1944 og Þórð Helga f. 1945. Áður átti Helgi einn son, Pál sem ólst upp hjá móður Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skaf á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ALFREÐ SIGURÐSSON, Stekkjarkinn 5, Hafnarfirði, lést mánudaginn 22. júlí. Erla Jóhannsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Jón Ágústsson, Heimir Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Páll Hermannsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS S. MARKÚSSONAR, Vogatungu 95a, Kópavogi. Sigriður R. Ingibjörg F. Björnsdóttir Svava Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Hallur Björnsson, Guörún Björnsdóttir, Þórður Björnsson, Lúðvík Björnsson, Stefanía Björnsdóttir, barnabörn og Þórðardóttir, , Guðjón Ragnarsson, Geir Magnússon, Axel Þórarinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Örnólfur Sveinsson, Helga Einarsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Manit Saifa, barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR INGIBERGUR JÚLÍUSSON, Kleppsvegi 48, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 26. júlí kl. 13.30. Unnur Jóna Geirsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir, Karl Hjartarson, Sigurgeir Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Benedikt Eyjólfsson, Ágústína Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON bóndi, Smjördölum, Sandvíkurhreppi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Laugardælum. Stefán Sigurjónsson, Svanbjörg Gísladóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Guðbjörg Hulda Albertsdóttir, Jón Kristinn Sigurjónsson, Kristin Alda Albertsdóttir, Grétar Sigurjónsson, Margrét Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Frænka okkar, KRISTBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Húsavík, , Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést 23. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ásdís Aðalsteinsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Höskuldur Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS FRIÐRIKS DAVÍÐSSONAR, Látraseli 7. Elín Brynjólfsdóttir, Anna Karlsdóttir, Jónas Hermannnsson og barnabörn. + Hjartanlegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, ÞÓRU SVEINSDÓTTUR, Funafold 59. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunar- fólki deildar 13D á Landspítalanum. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Hákon Hákonarson, Ólafur Haukur Hákonarson, Gunnar Hákonarson, Guðrún Erla Brynjólfsdóttir, Guðrún Árnadóttir. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIDIR REYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 RBYKJAVlK sIM1: 9 1 - 2 2 3 2 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.