Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
Að lifa af dauða sinn
_________Bækur_____________
Kjartan Árnason
Það þótti ekki góð latína þegar
farið var að snúa út úr dróttkvæð-
um hætti og hann afskræmdur á
versta veg. Og þótt útkoman væri
kölluð hrynhendur háttur gerði það
ósómann ekki skárri. Með þessari
aðför að virðulegu bragformi urðu
leyndustu dómar skáldskaparins,
duldustu hugrenningar skáldsins
skyndilega öllum ljósar — en til
hvers fyrst losa varð um slaufurnar
á spennitreyjunni? Þessi hörmulega
úrkynjun náði hámarki í Lilju bróð-
ur Eysteins sem drýgði þá ófyrir-
gefanlegu synd að draga skáldskap-
argrein sína niðrá plan skiljanleik-
ans. „Almáttigr guð allra stétta/
yfirbjóðandi engla og þjóða,/ ei
þurfandi stað né stundir,/ stað hald-
andi í kyrrleikans valdi, / .../ eining
sönn í þrennum greinum,“ sagði
bróðir Eysteinn og var fyrir vikið
lýstur hinn versti jarðníðingur í
túni Braga. Reyndar er rangt að
þessar tiktúrur hafi ekki skoðast
sem góð latína; þær þóttu þvert á
móti úr hófi fram góð latína eir að
sama skapi lítill skáldskapur og
hreint níðingsverk á íslenskri skáld-
skaparhefð: þetta voi-u nefnilega
einhveijar stælingar á útlenskum
sálmakveðskap og bragarháttum,
gott ef ekki trokhaískum tetra-
metra, teknar uppúr einhveijum
latneskum skræðum. Var hægt að
leggjast lægra?
I hvert sinn sem breytingar verða
á umbúnaði ljóðsins, tungutaki,
myndmáli eða hrynjandi, þá deyr
það. Og fólk sem jafnvel hafði stein-
gleymt að til væri nokkuð sem héti
ljóðlist hrekkur upp með andfælum
og rámar í að einhvemtíma hafi
verið öðruvísi ort og betur. Gamal-
grónir menningarvitar vara við létt-
úð, minna ábúðarfullir á arfinn, ó
arfínn. Hvenær er arfur í nýjung-
um? Ungskáld og nýjungarmenn
sætá híi og háðung. Svo fer litli
vísirinn hálfan hring og allt endur-
tekur sig. Nú hafa atómskáldin sem
á sinni tíð „drápu“ þjóðlegan
íslenskan kveðskap að því er hermt
var og jafnvel 68-skáldin sem að
sögn „drápu“ lýríkina í íslenskri
ljóðlist, heýrst lýsa áhyggjum sínum
af tómlæti og hugsjónaleysi í ljóða-
gerð ungskálda og muni þetta
ganga af ljóðinu dauðu. Á sérhveij-
um tíma var allt betra í gamla daga.
Fyrir fáeinum misserum voru
tveir Bandaríkjamenn að skiptast á
skoðunum í bandaríska tímaritinu
Dialogue, um ljóðið og stöðu þess
í nútímanum. Þetta voru þeir Joseph
Epstein ritstjóri The American
Scholar og bókmenntakennari í III-
inois og Donald Hall eitt helsta ljóð-
skáld Bandaríkjanna um þessar
mundir.
Epstein fullyrðir í grein sinni,
Hver drap Ijóðlistina?, að ljóðlistin
sé svo gott sem dauð og hafi að
þar að auki verið myrt. Það er niður-
staða hans að ljóð sem dægrastytt-
ing séu útaf fyrir sig ekki aldauða
en sú tíska að stunda háskólanám
í „skapandi ritlist" eins og það kall-
ast vestra og mjög hefur rutt sér
til rúms í Bandaríkjunum og víðar
á síðasta áratug, hafi kæft sjálfa
ljóðlistina og skilið ljóðið eftir í
lofttæmi. Þar við bætist að slíkur
ofvöxtur hafi hlaupið í lýríkina, ljóð-
rænuna, í þarlendri ljóðagerð að það
hafi drepið niður frásögnina eða
jafnvel sneytt inntakið almennri
mannlegri skírskotun. Epstein seg-
ir: „Með því að leggja aðaláherslu
á lýríkina hefur samtímaljóðlist tak-
markað svið sitt með alvarlegum
hætti. Hún hefur þarmeð afsalað
. sér mörgu því sem alltaf hefur gert
bókmenntir að þeim mikilvæga
miðli sem þær eru; hún afsalar sér
valdinu til að segja sögur, segja frá
lífí mannanna, til að beijast fyrir
þeim stóra sannleika sem á endan-
um réttlætir allan bóklestur. Þannig
hefur ljóðlist okkar tíma orðið, svo
notuð séu orð ungs skálds og gagn-
rýnanda, Brads Leithauser: »sorg-
leg útjaðralist«.“
Donald Hall svarar fullum hálsi
í grein sinni Lengi lifi ljóðlistin!
Hann segir Epstein hafa safnað
saman öllum helstu klisjum um
ljóðlist frá síðustu tvöhundruð árum
og sé að mála sama skratta á sama
vegg og fyrri kynslóðir og hjakki í
gamla allt-var-betra-í-gamladaga-
farinu. (Er nokkur farinn að kann-
ast við sig?) Hann segir að þeir sem
sífellt séu að tilkynna um andlát
ljóðlistarinnar séu þeir sömu og
runnu afturábak útúr musteri ljóðs-
ins strax á fyrstu háskólaárunum.
„Löngu síðar,“ segir Hall, „þegar
þetta fólk kíkir um öxl yfír ljóðakur-
inn, segir það okkur að Ijóðlistin
sé dauð. Það sjálft snéri baki við
Ijóðinu; þessvegna sakar það Ijóðið
um að hafa snúið baki við sér. í
raun er það að harma öldrun sína.
Gerum við það ekki öll? En sum
okkar láta eiga sig að kenna skáld-
unum um hana.“
Hann tekur undir með Epstein,
eftir nokkrar krókaleiðir þó, að
gera mætti gagnrýni á ljóðabækur
í dagblöðum hærra undir höfði; en
bendir á að í sumum blöðum sé ljóð-
list gerð harla góð skil svo ekki sé
hægt að segja að ljóðið sé dautt í
pressunni né að pressan hafí drepið
ljóðið. Ljóðið lifír góðu lífi, segir
Hall og vísar í sölutölur einstakra
ljóðabóka og gífurlegan áhuga á
ljóðaupplestri — sem aldrei geti þó
komið í stað vandaðrar gagnrýni,
en opni lesanda/áheyranda greiðari
leið að ljóðinu. „Ég trúi því að sam-
tímaljóðlist okkar sé eins góð og
hún geti verið; ég trúi því að bestu
ljóð okkar í dag séu verulega góðar
bókmenntir,“ segir Hall.
Það skáld sem klukkan tólf er
úthrópað skrumari, svikari og óvin-
ur mannkyns og látið hírast í svart-
holi, er klukkan sex orðið forseti
lýðveldisins — eða öfugt. Hvað
sagði ekki bróðir Eysteinn: „Tungu-
sætr ef einhverr ýta/ orðum hyggst
í kvæði að skorða / .../ því er líkast
sem rasi eða reiki/ ráðlauss seggr
að ýmsum veggjum,/ fældr og
byrgðr, og feti þó hvergi/ fúss í
brott ór völundarhúsi."
Líf ljóðsins er undir því komið
að það haldi áfram að deyja.
Epal fimmtán ára
List og hönnun
BragiÁsgeirsson
Eitt af þeim boðskortum, er
lágu á borði mínu er ég kom heim
að utan, var frá hönnunarfyrir-
tækinu Épal við Faxafen í tilefni
sýningar vegna 15 ára afmælis
verslunarinnar.
Ég hef nokkrum sinnum ritað
um hönnunarsýningar á vegum
fyrirtækisins, því ég hef tröllatrú
á íslenskri hönnun fái hún að njóta
sín og þróast eðlilega. Þannig rit-
aði ég um sýningu á nýjum og
athyglisverðum værðarvoðum frá
Álafossi á síðasta ári, sem voru
hannaðar af Guðrúnu Gunnars-
dóttur.
Nú hefur komið í ljós, að eitt
af því fáa, sem Álafoss tapar ekki
á, er einmitt útflutningur á þess-
um værðarvoðum og ætti það að
skjóta stoðum undir þá röksemda-
færslu mína um árabil, að þessi
hlið starfseminnar hafí verið af-
rækt.
Það þarf enga spámenn til að
halda slíku fram, því að hvarvetna
telst lifandi og frumleg hönnun
einn mikilvægasti þáttur klæða-
verksmiðja, sem leggja hér ómælt
fé í hvers konar rannsóknir.
Þeir sem standa að Epal hafa
frá upphafí lagt mikla áherslu á
að kynna íslenska hönnun á breiðu
sviði jafnframt því sem erlend
hönnun er einnig á boðstólum í
versluninni og þá einkum dönsk.
Þannig var þar mikið úrval
danskrar úrvalshönnunar er mig
bar að garði á dögunum, en ekki
veit ég hvort það tengist afmælis-
sýningunni. En eitt er víst að
þessi húsgögn eru í háum gæða-
flokki og ýmsir stólar, sem ég
settist í, báru þess merki að vera
hannaðir með tilliti til 'líkams-
byggingar mannsins og þá eink-
um baksins, var enda nautn að
setjast í þá.
Þannig skulu húsgögn vera því
það er alltof algengt að dýrari
tegundir þeirra séu bókstaflega
orsök bakveiki, sem er eitt skæð-
asta böl nútímamannsins.
En hér vildi ég fyrst og fremst
vekja athygli á tímamótum fyrir-
tækisins og verslunarinnar Épal,
árna heilla og þakka fyrir ágætar
sýningar. Og vegna þess að við-
komandi hafa það til siðs að efna
til sýninga, þætti listrýnum blaðs-
ins vænt um að fá ítarlegri upplýs-
ingar í hendur til að geta fjallað
betur og gaumgæfílegar um það
sem til sýnis er hveiju sinni.
VTSAIM
hefst þriójudaglnn
6. ágúst