Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
19
Afmæliskveðja:
Skúli Jónsson,
Þórormstungu
Það auðnast ekki mörgum að
ná þeim háa aldri sem Skúli Jóns-
son, fyrrverandi bóndi og verslun-
armaður, státar af í dag. Þessi
húnvetnski höfðingi hefur fyllt
heila níu áratugi. Margir mættu
öfunda hann af áraúöldanum í ljósi
þess að hann hefur átt þokkalegri
heilsu að fagna á efri árum og
athyglisgáfan hefur alltaf verið í
lagi — en hvort tveggja skiptir
auðvitað höfuðmáli þegar menn
lifa lengi.
Skúli hefur fylgt lífsvegi þessar-
ar aldar. Hann fæddist árið 1901
í einni búsældarlegustu sveit lands-
ins, Vatnsdal í A-Hún., og ólst þar
upp. Margir eru á þeirri skoðun,
og ekki síst Húnvetningar sjálfir,
að Vatnsdalur sé ein fegursta sveit
landsins. Ekki ómerkari maður en
Ingimundur gamli landnámsmaður
og menn hans voru að minnsta
kosti ákaflega heillaðir af dalnum
þegar þeir litu hann augum fyrstir
manna — eftir því sem Vatnsdæla
saga lýsir því: „Sá þar góða landa-
kosti að grösum og skógum; var
fagurt um að litast; lyfti þá mjög
brúnum manna.“
Skúli átti heima í Þórormstungu
fyrstu 6 ár ævinnar en fluttist þá
með foreldrum sínum að Undir-
felli. Það hafði verið prestssetur
fram að þeim tíma en eftir að hinn
kunni kennimaður, séra Hjörleifur
Einarsson, lét af embætti stóð for-
eldrum Skúla jörðin til boða en nýi
sóknarpresturinn settist að í Stein-
nesi. Foreldrar Skúla sátu á Undir-
felli um tveggja áratuga skeið en
fluttust svo aftur í Þórormstungu.
Skúli festi ráð sitt árið 1939 er
hann gekk að eiga Ástríði Helgu
Sigurjónsdóttur frá Tindum í
Svínavatnshreppi. Hún hefur alla
tíð verið honum mikil stoð og
stytta, búið honum fagurt heimili
og borið höfðinglega á borð fyrir
gesti og gangandi af alkunnum
myndarskap. Þau Skúli og Ásta
bjuggu fyrst í stað á Tindum en
árið 1943 tóku þau við búi foreldra
hans í Þórormstungu.
Það leynir sér ekki þegar menn
kynnast Skúla hvað hann á sterkar
rætur í íslenskri moldu. Hugur
hans leitaði líka snemma inn til
fjalla og upp á heiðar. Hann var
ekki hár í loftinu þegar hann fór
að fara í grenjaleitir og á tófuveið-
ar. Hann minnist oft þessara
skemmtilegu og ógleymanlegu
ferða. Áhrif þeirra stunda þegar
hann fór um heiðarnar á björtum
og kyrrum vornóttum vara enn;
honum þótti stórfenglegt að hlusta
á þögnina um lágnættið en verða
svo skyndilega vitni að því þegar
náttúran vaknaði að nýju við sólar-
uppkomu og fuglarnir tóku að
syngja í margradda kór. Hann seg-
ist aldrei geta gleymt þessum
stundum.
Skúli gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Áshrepp í
Vatnsdal enda þekktu svei-
tungarnir hann vel að trygglyndi,
staðfestu og glöggskyggni í flest-
um málum. Hann sat í hreppsnefnd
í 12 ár, í sáttanefnd í áratug og
var formaður lestrarfélags sveitar-
innar um skeið.
Árið 1959 brugðu þau Skúli og
Ásta búi og fluttust til Selfoss þar
sem hann var yið verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Árnesinga til 1974.
Eftir það fékkst hann við ýmiskon-
ar störf, m.a. var hann umsjónar-
maður tjómabúsins að Baugsstöð-
um í átta sumur.
Við Skúli kynntumst fyrst fyrir
sjö árum um það leyti sem ég og
sonardóttir hans, tilvonandi eigin-
kona mín, trúlofuðum okkur. Hann
kom mér strax vel fyrir sjónir; hlý-
legur í viðmóti, vandaður til orðs
og æðis — og skemmtilegur við-
ræðu. Hann er næmur bæði á al-
varlegar og spaugilegar hliðar
mannlegrar tilveru, mikill vinur
vina sinna og frændrækinn mjög.
Þó að aldur minn sé einungis
þriðjungur af aldri Skúla finn ég
aldrei fyrir þeim aldursmun þegar
við tökum tal saman. Hann er svo
vel ern, fijór í hugsun og þægileg-
ur í viðmóti að maður trúir því
vart að hann standi nú á níræðu.
Ég held að hann virðist yngri en
hann er fyrir þær sakir að hann
er laus við allt nöldur og veikind-
astagl sem oft einkennir gamalt
fólk og minnir mann á að það sé
komið að fótum fram.
Þegar menn standa á tímamót-
um í lífi sínu er gaman að líta um
öxl. Skúli má vel við una. Hann
hefur verið gæfumaður alla tíð og
komist vel af við fólk. Vinafjöldinn
mikli, sem hefur safnast um þau
Ástu í áranna rás, lýsir því gleggst
hve auðvelt þau hafa átt með að
laða að sér fólk. Sjálfur hef ég
orðið ríkari og betri maður en áður
við að kynnast þeim.
Skúli og Ásta dveljast um þess-
ar mundir hjá vinum sínum í Húna-
þingi. Heitasta ósk hans var að fá
að eyða afmælisdeginum í þeirri
stórbrotnu náttúru sem geymir
æskusporin hans. Það má heita að
hann gangi þar í endurnýjun líf-
daganna.
Eg vona að Skúli njóti vel þess
tíma sem eftir er í þéssum for-
gengilega heimi. Heill honum ní-
ræðum.
Eðvarð Ingólfsson
Skúli Jónsson fyrrum bóndi í
Þórormstungu í Vatnsdal, nú á
Grænumörk 3, Selfossi, er níræður
í dag.
Skúli fæddist að Þórormstungu
3. ágúst 1901, sonur Jóns Hannes-
sonar og Ástu Margrétar Bjarna-
dóttur er þar bjuggu og síðar að
Undirfelli.
Vantsdalur er rómaður fyrir
mikla fegurð og þar er búsældar-
legt um að litast. Enn fer um
menn hin sama tilfinning og á
dögum Ingimundar gamla þegar
komið er í Vatnsdal, „þar sjá menn
góða landakosti að grösum og
skógum, var fagurt um að litast,
lyfti þá mjög brúnum manna“.
í Vatnsdal eru margar vildi-
sjarðir, þar bjuggu menn stórt,
voru fjárríkir og stórir í sniðum,
ekki síst yfir miðja þessa öld, eða
eins og Ágúst á Hofi sagði að þar
væri „fullt af smákóngum". Vatns-
dalurinn hrífur ferðamanninn en
þeir sem fóstraðir eru í dainum
búa að því allt sitt líf.
Skúli Jónsson var næst yngstur
í hópi sex systkina, foreldrar hans
flytja frá Þórormstungu að Undir-
felli 1907. Undirfell var mikil og
góð bújörð, kirkjujörð og höfuðból,
þar voru heyskaparlönd meiri og
betri en gerðist.
Skúli vann að búi foreldra sinna
á Undirfelli og flytur með þeim
að Þórormstungu aftur tuttugu
árum síðar, en Hólmfríður systir
hans og Hannes Pálsson taka við
allri jörðinni að Undirfelli.
Þórormstunga er af mörgum
talin ein besta bújörðin í dalnuin
og hygg ég að það hafi verið Skúla
að skapi að sú ákvörðun var tekin
að flytja þangað á ný.
Skúli Jónsson er aldamótamað-
ur, hann hreyfst af boðskap og
sóknarhug skáldanna, gerist ungur
þátttakandi í félagsskap manna
sem börðust fyrir betra og fegurra
mannlífi. Börðust fyrir frelsi og
fullu sjálfstæði þjóðarinnar, rækt-
un lýðs og lands. Skúli var kosinn
til hreppsnefndar Áshrepps ungur
að árum og enn meðan hann var
búlaus sem ekki var nú algengt á
þeirri tíð, og það í sveit sem var
setin af sterkríkum bændum, eins
og áður sagði.
Hann var formaður í lestrarfé-
lagi Áshrepps í tíu ár, en lestrarfé-
lögin gegndu miklu hlutverki í al-
þýðufræðslunni og margur maður-
inn náði því í gegnum þau að verða
víðlesinn og vel að sér.
Skúli var um árabil fulltrúi Ás-
hrepps á kaupfélagsfundum og hjá
Mjólkursamlagi Húnvetninga.
Hann starfaði mikið í ung-
mennafélagi sveitar sinnar enda
áhugamaður um íþróttir, ekki síst
knattspyrnu. Ungmennafélögin
voru á þeim tíma baráttutæki ungs
fólks til framfarasóknar, þar stigu
menn á stokk og strengdu heit um
betra og réttlátara þjóðfélag. Hygg
ég að það hafi ekki síst verið unga
fólkið sem studdi Skúla til hrepps-
nefndar. Skúli starfði í sáttanefnd
sem var oft erfitt í mörgum sveit-
um en starfið byggðist á því að
setja niður deilur og sætta menn.
Húnvetningar hafa nú margir haft
það fyrir íþrótt að deila en Skúla
fórst sáttastarfið vel úr hendi enda
vill hann hvers manns vandræði
leysa.
Skúli kvæntist 17. janúar 1939
Ástríði Helgu Siguijónsdóttur frá
Tindum í Svínavatnshreppi. Þau
eignuðust einn son, Siguijón, skrif-
stofustjóra í Hveragerði, kvæntan
Arnþrúði Ingvadóttur og eiga þau
3 börn. Skúli og Ásta bjuggu að
Tindum til að byija með. En 1944
taka þau við búskapnum a,f foreld-
rum Skúla í Þórormstungu og reka
þar bú til 1959. Búskapur þeirra
var farsæll, þau bjuggu blönduðu
búi. Skúla féll vel að starfa að
búskap, skemmtilegast þótti hon-
um þó göngur og fjallferðir, hann
átti góða hesta og kann frá mörgu
skemmtilegu að segja úr slíkum
ferðum. Skúli fór ungur að fara
með skotvopn og var ágætur veiði-
maður. Snemma fór hann að liggja
á grenjum fram á heiðum með
Snæbirni bróður sínum og fleiri
mönnum en lengst og oftast með
Lárusi í Grímstungu.
Skúli þekkti orðið vel eðli skolla
en slíkar ferðir og útilegur á heið-
um uppi voru ekki síst heillandi
vegna þess hversu vornóttin er
björt, hversu þögnin er seiðandi
eða eins og Skúli segir þegar hann
minnist þessara stunda, „verða
vitni að endurnýjun náttúrunnar,
þegar fuglarnir vöknuðu og tóku
að syngja í þúsund radda kór í
morgunsólinni.“
Árið 1959 bregða Skúli og Ásta
búi og flytja suður á land hér að
Selfossi og hafa búið hér síðan,
lengst af á Kirkjuvegi 16 og nú í
Grænumörk 3.
Lengst starfaði Skúli hér hjá
Kaupfélagi Árnesinga við verslun-
arstörf, var ni.a. deildarstjóri. Eft-
ir að Skúli hætti störfum hjá KÁ
vann hann ýmis störf, var m.a.
sýningarmaður við Rjómabú
Baugsstaða í ein átta ár.
Kynni mín af Skúla Jónssyni
hófust fyrir átján árum er við hjón-
in leigðum kjallaraíbúð hans á
Kirkjuvegi 16. Með okkur tókst
fljótlega ágæt vinátta og hef ég
átt á heimili þeirra hjóna margar
ágætar stundir. í fyrstu fannst
mér Skúli nokkuð hijúfur á yfir-
borðinu, snöggur í tilsvörum og
var um sig, en slíkt er oft yfir-
bragð manna sem eru vinfastir og
vinavandir sern og kom á daginn.
Skúli og Ásta eignuðust fljótt
marga góða vini hér á Suðurlandi
sem halda við þau tryggð. Ásta
lærði fatasaum sem ung stúlka,
hefur hún sinnt því auk þess að
starfa við heimilishjálp hér á Sel-
fossi.
Þau hjón eru góð heim að sækja
enda gestkvæmt á heimili þeirra.
Skúli hefur alltaf fylgst vel með
því sem er að gerast, á gott með
að greina aðalatriði máls og tekur
afstöðu að vel athuguðu máli.
Glöggur á menn og hefur gaman
af að greina hverrar gerðar þeir
eru, ekki síst stjórnmálamenn. Ef
ég ætti að lýsa Skúla þá seilist ég
til að grípa lýsingu af einum fyrsta
manni sem ólst upp í Vatnsdalnum,
Þorsteini syni Ingimundar gamla:
„vænn og gervilegur, stilltur vel,
orðvís og langsýnn, vinfastur og
hófsamur um alla hluti“. Skúli
getur sagt eins og stórskáldið:
„Minn skóli er lífið, annars enginn.
Þar hef ég numið, heyrt og séð.“
Hér á Selfossi hafa þau hjón nú
búið í yfir þijátíu ár þó Vatnsdalur-
inn og Húnaþing sé þeim ofarlega
í huga og tryggð við vini sína þar,
þá hafa þau unað vel sínum hag
hér og hafa metnað fyrir hönd
Selfoss og Suðurlands.
Sakir þess hversu Skúli er hrein-
skiptinn og ráðhollur leita margir
til hans um álit.og ráðagjörð. Þar
á hann að trúnaðarvinum menn
úr öllum stjórnmálaflokkum.
Á góðri stundu er Skúli gaman-
samur, segir vel frá og er orðhepp-
inn, hann á létt með að tala á
mannfundum og flytur ágætar
tækifærisræður.
í allri umhirðu og störfum er
Skúli mikill reglumaður, hefur
óvenjufagra rithönd og þau hjón
prýða heimili sitt með fögrum
munum. Eftir því tók sá er þetta
ritar, meðan Skúli sinnti störfum
mætti hann á vinnustaðinn gjarnan
klukkustund fyrr en vinna hófst.
Þetta gerði hann án endurgjalds
og fyrst og fremst til að sinna
ýmsu því sem sat annars á hakan-
um.
Skúli Jónsson er gæfumaður
sem gott er að hafa kynnst og átt
að með hollráð og geta borið und-
ir hin ýmsu álitamál. Allar ákvarð-
anir sem hann tók hvort var fyrir
samtíðarmenn sína eða sjálfan sig
voru teknar að vel athuguðu máli.
Ein þeirra var þó stærst og viðkvæ-
must eða sú að láta af búskap og
flytja yfir í ókunnugt hérað. Þessa
ákvörðun tóku þau hjón á réttu
augnabliki meðan enn var starfs-
dagur og þrek til vinnu.
Hygg ég það hafi verið þeim
léttbærara að hverfa á braut úr
Vatnsdalnum með þessum hætti,
söknuðurinn orðið minni og hugur-
inn upptekinn á nýjum stöðum.
Hér syðra hafa þau sinnt sinni
æskubyggð með öflugu starfi í
Húnvetningafélagi og reglulegum
heimsóknum norður. Hús þeirra
hefur staðið Húnvetningum opið
hér syðra.
Éjg vil að lokum þakka Skúla
og Astu vinskap og tryggð við mig
og mitt heimili um leið og ég óska
þeim alls hins besta á ókomnum
árum.
Guðni Ágústsson
EIN GOÐITVEIMUR
HLUTVERKUM
ídýfa meö fersku grænmeti og nasli.
Sósa meö fiski og kjöti.