Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. AGUST 1991
29
Björn Davíð Kristjánsson (t.v.) og Þórarinn Sigurbergsson.
Listasafn Siguijóns;
Flauta o g gítar á
þriðjudagstónleikum
Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 6.
ágúst klukkan 20.30 munu Björn Davíð Krisljánsson flautuleikari og
Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari flylja tónlist úr ýmsum áttum.
Fluttir verða þættir úr „Mountain
Songs“ eftir Robert Beaser sem
byggðir eru á ljóðrænum ballöðum
upprunnum í Appalachia-fjöllum
Bandaríkjanna. Þá verða leikin verk
eftir spönsku tónskáldin Isaac Alb-
eniz og Enrique Granados, verk eft-
ir Japanann Kazuo Fukushima og
Serenada eftir Svisslendinginn Willy
Burkhard. Síðast en ekki síst skal
telja að frumflutt verður „Dúó fyrir
flautu og gítar“ eftir Eirík Árna
Sigtryggsson sem hann samdi fyrir
þá félaga.
Björn Davíð Kristjánsson hóf ung-
ur nám í flautuleik við Barnamúsík-
skóla Reykavíkur og síðan við Tón-
listarskólann í Reykjavík þar sme
kennarar hans voru Jósef Magnús-
son, Jón H. Sigurbjörnsson og Bern-
harður Wilkinsson. Að loknu blásar-
akennara- og einleikaraprófi hélt
Björn tii Hollands í framhaldsnám
við Sweelinck Conservatorium í
Amsterdam og lauk þar námi 1989.
Auk þess var Björn í Chicago vetur-
inn 1983-1984 við nám í hljóðfæra-
leik.
Þórarinn Sigurbergsson stundaði
nám hjá Eyþóri Þorlákssyni í Hafn-
arfirði og lauk prófi 1980. Sama-ár
hélt hann til framhaldsnáms hjá hin-
um þekkta spænska gítarleikara
Jose Luis Gonzales í borginni Alcoy
á Spáni og lauk þaðan námi 1984.
Síðan þá hefur Þórarinn aðallega
starfað við kennslu, en jafnframt
haldið einleikstónieika og tekið þátt
í samtónleikum m.a. með Kammer-
sveit Reykjavíkur.Árið 1987 lék
hann inn á hljómplötu ásamt fleirum.
Þórarinn er kennari við Nýja tónlist-
arskólann og tónlistarskólana í
Keflavík og Njarðvík.
Björn og Þórarinn hafa starfað
saman síðan haustið 1989 og leikið
á nokkrum samtónleikum á suðvest-
urhorni landsins.
Inni í Dýrafjarðarbotni eftir að komið var af Glámu.
Dýrafjörður:
Riðið yfir Glámuheiði
Þingeyri.
í TILEFNI hestamóts að Söndum
í Dýrafirði um verslunarmanna-
helgina tóku nokkrir Stranda-
menn sig til og fóru hina fornu
leið yfir Glámu með stóð sitt.
Leiðsögumaður var Gísli Hjartar-
son. Ferðin tók 7 klukkustundir. Er
niður af heiðinni kom tóku dýrfir-
skir hestamenn á móti þeim.
- Gunnar Eiríkur
Aflraunasteinarnir við Árbæjarsafn.
■ FORNÍÞRÓTTAHÁ TÍÐ verð-
ur á Arbæjarsafni sunnudaginn 4.
ágúst frá kl. 14.00-16.00. Kappar
frá Glímudeild Ármanns sýna og
einnig munu Björgvin Filippusson
og Kjartan Guðbrandsson reyna
við aflraunasteina þá sem á safninu
eru. Gestir mega einnig spreyta sig
við að lyfta'þeim,' eh á það skal
bent að sá þyngsti þeirra, sem stóð
lengi við Laugaveg 70, vegur um
304 kg. Reiptog og fieira verður
einnig fólki til skemmtunar, konur
sinna tóvinnu, spunnið verður úr
hrosshári og lummur bakaðar í Ár-
bænum. Einnig mun Karl Jónatans-
son leika á harmoníku við Dillons-
hús.
til Kaupmannahafnar.
f
í þessu verði er allt innifalið nema flugvallarskattur.
Nánari upplýsingar um fjölskylduverð Flugleiða fást
í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar),
hjá ferðaskrifstofum, á söluskrifstofum okkar
og umboðsmönnum um land allt.
Vinsamlegast gerið verðsasamanburð.
FLUGLEIÐIR
\
Þegar
börnin ern
tekin með
í reikninginn
fljúge
nllir með
Flngleiðum
Ástæðan er einföld: Börn frá 2ja til 11 ára fá 50% afslátt af
öllum ferðum Flugleiða til Evrópu. Til dæmis má taka
sumaraukafargjald til Kaupmannahafnar* sem gildir um
brottfarir í ágúst og september. Hámarksdvöl er 30 dagar og
eina skilyrðið um lágmarksdvöl er að dvalið sé eina
aðfararnótt sunnudags. Verð fyrir fullorðna er kr. 26.690.-
og fyrir börn 13.345,- eða meðalverð:
kP. 20.017.-
k Háö samþykki yfirvalda