Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
45
Búið að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í Yokohama:
Islendingar eru með meisturum
Evrópu og Bandaríkjanna í riðli
Heimsmeistarar Brasilíu fyrir tveimur árum: Gabriel Chagas, Ricardo Janz, Ernesto d’Orsi forseti
Alþjóðabridssambandsins, Carlos Camacho, Pedro Branco, Ricardo Mello og Pedro Assumpcao
fyrirliði.
__________Brids______________
GuðmundurSv. Hermannsson
ÍSLAND verður með Evrópu-
meisturum Breta og A-sveit
Bandaríkjanna í riðli, í undan-
keppni Heimsmeistaramótsins
sem hefst 30. september í Yoko-
hama í haust. Samt ætti
íslenska liðið að eiga möguleika
á að komast upp úr riðlakeppn-
inni í átta liða úrslit.
Búið er að draga þær 16 þjóð-
ir, sem keppa um Bermudaskálina
svonefndu að þessu sinni, í tvo
riðla sem líta svona út:
E-riðill: Brasilía, Bandaríkin 2,
Svíþjóð, Pólland, Pakistan, Sur-
inam, Hong Kong, Kanada.
W-riðill: Bandaríkin 1, Arg-
entína, Bretland, ísland, Egypta-
land, Venezuela, Japan, Ástralía.
Spiluð verður tvöföld umferð
með 20 spila leikjum, og fara fjór-
ar efstu sveitirnar úr hvorum riðli
áfram í fjórðungsúrslit. Þar eru
spilaðir 96 spila langir útsláttar-
leikir, þar sem efstu sveitirnar úr
hvorum riðli spila við sveitirnar
sem enda í 4. sæti í hinum riðlun-
um og þannig koll af kolli. í und-
anrúrslitum verða einnig spiluð
96 spil en úrslitaleikurinn sjálfur
verður 160 spil.
Þegar riðlamir eru skoðaðir
virðast þeir nokkuð svipaðir að
styrkleika, en sá sem ísland er í
sé þó aðeins auðveldari viðfangs.
í E-riðlinum gæti mikil barátta
verið í uppsiglingu milli sex þjóða
með Surinam og Hong Kong sem
fallbyssufóður. í N-riðli ættu
Bandaríkjamenn og Bretar að
vera öruggir áfram, en slagurinn
um hin sætin tvö gæti orðið milli
Argentínu, Ástralíu og íslands.
Auðvitað gætu hinar þjóðirnar
einnig vel komið þar við sögu, og
rétt er að minna á að Egyptar
stóðu sig vel á síðasta heimsmeist-
aramóti.
En hverjir sem möguleikar ís-
lendinga eru til að ná langt í
keppninni, er ljóst að það verður
erfitt að stöðva heimsmeistara
Brasilíu ef þeir verða í álíka formi
og þeir voru á síðasta heimsmeist-
aramóti fyrir tveimur árum. Þeir
unnu undankeppnina með yfir-
burðum, sem og undanúrslitaleik-
inn við Pólveija og úrlitaleikinn
við Bandaríkin. Bandaríkjamenn
vissu varla hvaðan á þá stóð veðr-
ið eftir spil á borð við þetta:
Norður
♦ KD4
VÁ108754
♦ DG105
Vestur *— Austur
♦ 10987 4 65
¥ KG963 ¥ D
♦ 863 ♦ K9742
+ G +D7652
Suður
♦ ÁG32
¥2
♦ Á
+ ÁK109843
Vestur Norður Austur Suður 1 lauf
pass 1 hjarta pass 1 spaði
pass S tíglar pass 4 lauf
pass 4 hjörtu pass 4 grönd
pass a.pass 5 grönd pass 6 lauf
Það voru Brasilíumennirnir
Pedro Paulo Branco og Roberto
Mello sem sögðu svona á NS spil-
in. Sagnir voru eðlilegar til að
byija með og 4 grönd spurðu um
ása. 5 grönd sýndu einn ás og
eyðu einhversstaðar, og þótt Mello
vissi nánast að eyðan væri í laufi,
sagði hann slemmuna þar. Það
kom líka á daginn að 6 lauf var
besta slemman og Melio gaf að-
eins einn slag á tromp.
Við hitt borðið enduðu Banda-
ríkjamennirnir í 6 spöðum í suð-
ur, sem virðist vera álíka góður
samningur og 6 lauf. En það var
til eitt útspil, tígull, og aðalstjarna
Brasilíumannanna, Gabriel Chag-
as, spilaði auðvitað út tígli. Marc-
elo Branco í austur sparaði kóng-
inn sinn, og nú var ekki hægt að
vinna spilið með bestu vörn, eins
og lesendur geta skoðað í róleg-
heitum. Spilið fór líka 1 niður við
borðið, og Brasilía græddi 14 stig.
íslenska landsliðið er byijað að
æ£a fyrir heimsmeistaramótið,
eftir að hafa tekið mánaðar frí
eftir Evrópumótið á írlandi. Að
sögn Björns Eysteinssonar fyrir-
liða liðsins verður undirbúningur-
inn svipaður og fyrir Evropumót-
ið. Tvær helgar vera teknar undir
ströng æfingamót, en að öðru leyti
verður byggt á heimavinnu par-
anna og líkamsrækt. Þar er einn
liðurinn þátttaka í skemmtis-
kokksflokki Reykjavíkurmara-
þonsins síðar í þessum mánuði
__________Brids____________
Arnór Ragnarsson
Sumarbrids sl. mánudag
Tæplega 30 pör mættu í sumarbrids-
inn sl. mánudag og var spilaður Mic-
hell-tvímenningur.
Hæstu pör í N/S riðli:
Gylfi Baldursson
— Gísli Hafliðason 315
Baldur Bjartmarsson
— Rúnar Hauksson 305
María Haraldsdóttir
— Lilja Halldórsdóttir 301
Hulda Hjálmarsdóttir
— Hjálmar S. Pálsson 296
Arnína Guðlaugsdóttir
— Bragi Erlendsson 294
Hæstu pör í A/V rlðli:
Kjartan Jóhannsson
— Helgi Hermannsson 346
Lárus Hermannsson
— Guðrún Jóhannesd. 313
Guðjón Bragason
— Magnús Sverrisson 311
Jón Stefánsson
— Ragnar Þorvaldsson * 279
Sturla Snæbjörnsson
— Einar Pálmi Árnas. 276
Sumarbrids sl. þriðjudag
Góð þátttaka var í sumarbrids sl.
þriðjudag. Spilaður var Michell-
tvímenningur að venju og spiluðu 36
pör.
Úrslit í N-S riði:
Björn Amórsson
— Ólafur Jóhannesson 476
Guðlaugur Sveinsson
— Magnús Sverrisson 476
Gunnar Þórðarson
— Björn Snorrason 457
Guðm. Kr. Sigurðsson
— Þórir Leifsson 450
ísak Örn Sigurðsson
— Sverrir Ármannss. 438
Úrslit í A-V riðli:
Sveinbjörn Guðmundsson
— Viðar Jónsson 523
Eyþór Hauksson
— Tómas Siguóónsson 503
Þórarinn Árnason
— Þorleifur Þórarinsson 499
Kjartan Jóhannsson
— Sveinn Sigurgeirss. 458
Sigfús Þórðarson
— Vilhjálmur Sigurðsson 452
Malgorzata Zurakowska
SÝNING verður opnuð á messó-
tintuverkum pólsku listakonunn-
ar Malgorzata Zurakowska í
Listasafni ASI á Grensásvegi 16A
í dag kl. 16.00
í umljöllun Aðalsteins Ingólfs-
sonar í sýningarskránni segir m.a.:
„Það gefur auga leið að messótintu
■ HLJÓMSVEITIN INFERNO
5 mun skemmta bæjarbúum, sem
eftir sitja í Reykjavík um verslunar-
mannahelgina, sunnudaginn 4.
ágúst. á vcitingahúsinu Tveir
vinir. Inferno 5 skipa að þessi sinni
þeir Orn Ingólfsson, slagverk,
Indriði Einarsson, gítar, Einar
Melax á lágfiðlu og fl., Þorri
Jóhannsson, slagverk og söngur,
Ómar Stefánsson, söngur og
hljómborð, og Óskar Thorarens-
en, hljómborð.
nota bestu listamenn ekki til að
fanga hughrif augnabliksins eða
snerta kviku líðandi stundar. Mes-
sótinta er fyrir vitsmunaverur, fyrir
sköpunina, um mörkin milli veru
og óveru, um stöðuga návist dauða,
ótta og óreiðu, ringulreiðarinnar.
Ljóðalestur í
Hafnarborg
I DAG, laugardaginn 3. ágúst,
verður upplestur í tilefni sýning-
ar Guðmundar R. Lúðvíkssonar
sem nú stendur yfir í Listasafni
Hafnarborgar í Strandgötu 34,
Hafnarfirði. Ari Gísli Bragason
og Gunnhildur Sigurjónsdóttir
lesa úr bókum sínum sem eru að
koma út um þessar mundir. Nína
Björk Árnadóttir les úr bók sem
hún er að vinna um ævi lista-
mannsins Alfreðs Flóka.
Einnig mun Guðmundur Lúðvíks-
son fjalla um verkin sem eru á þess-
ari fyrstu einkasýningu hans.
Kaffiveitingar verða á meðan á
upplestrinum stendur og aðgangur
er ókeypis. Upplesturinn hefst kl.
14.30.
Messótintur eftir pólska
listakonu í Listasafni ASI
MOIILIN ROIJGE
Laugardagskvöld:
Anna Mjöll P. npnar sig á miðnætti
Siiiuiudagskvöld:
Kjnlakvöld í minningu Trixie
Stúlkuniar úr
ÍSI I VSkm IMikkV
verða á staðnum