Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 42
Idag munu fjórir Iistamenn standa fyrir listadagskrá í Hafnarborg, Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Þessi dag- skrá ef í tengslum við fyrstu einka- sýningu Guðmundar Rúnars Lúð- víkssonar sem stendur yfir í kaffi- stofu Hafnarborgar. A listadagskránni, sem hefst klukkan 14:30, mun Guðmundur flytja fyrirlestur um myndverk sin en hann brautskráðist nýlega frá nýlistadeild Myndlistarskólans. Þijú skáld munu einnig koma fram og lesa úr verkum sínum. Nína Björk Árnadóttir mun lesa úr bók- arhandriti sem hún vinnur nú að um myndlistarmanninn Alfreð Flóka, Gunnhildur Siguijónsdóttir mun lesa ljóð úr handriti að fyrstu ljóðabók sinni sem kemur út á næstunni og Ari Gísli Bragason les úr nýjustu ljóðabók sinni. Aðspurð sagði Nína Björk að í bók sinni um Alfreð Flóka væri mikið fjallað um helstu áhrifaþætt- ina í lífi hans og má þar nefna umhverfi og fólkið í kringum hann.„í bókinni ætla ég að fjalla um uppvaxtarár hans á Óðinsgöt- unni og þau sterku áhrif sem móð- ir hans, Guðrún Nielsen, hafði á hann. Það er ekki fyrr en kemur að sjötta og sjöunda áratugnum sem ég fer að lýsa þeim Flóka sem ég þekkti og hópnum sem sótti þá Laugaveg 11. Þetta var skemmti- legur tími og ég hef mikla ánægju af því að riija hann upp í gegnum bókarskrifin. Ég mun einnig fjalla um listamanninn Alfreð Flóka og þar nýt ég ómetanlegrar aðstoðar Jóhanns Hjálmarssonar sem kann gleggri skil á list Flóka en flestir aðrir,“ sagði Nína Björk að lokum. LÆKJARTORG Með sögina á lofti Isíðustu viku mætti vegfarend- um sem leið áttu um miðbæ- inn, harla óvenjuleg sjón. Maður nokkur stóð á miðju Lækjartorgi með vélsög í gangi og var í óða önn að saga af viðarklumpi. Maðurinn reyndist þó ekki vera trésmiður að störfum heldur var um að ræða sænska listamann- inn Rolf Svensson, sem gerir tré- skurðarmyndir með þessum hætti. Svensson var staddur hér- lendis til þess að kynna „keðju- sagarskúlptúr" fyrir íslending- um og urðu margir til þess að staldra við og fylgjast með að- ferðum hans á Lækjartorgi þar sem hann bjó til mynd af sjó- manni. Svensson hefur selt um tvö hundruð tréstyttur víða um heim og stefnir hann að því að koma hingað aftur næsta sumar. Mogrunblaðið/KGA Tréskurðarmaðurinn Rolf Svensson að störfum á Lækjartorgi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. AGUST 1991 Undratækinu sem komið er fyrir í líkama sykursýkis- sjúklingsins er fjarstýrt að utan. Dagskrá listamanna í Hafnarborg WASHINGTON íslenskur læknir græðir sykursýkis- dælu í fólk Islenskur læknir, dr. Jóhann Jóns- son, sérfræðingur í h'ffæraflutn- ingum hjá Washington hospital, varð ásamt hjálparliði sínu fyrstur í þeim landshluta til þess að koma sykursýkisdælu fyrir í líkama sjúkl- ings, að því er segir í blaði sem „The Washington Hospital Center" gefur út. En þessi nýja dæla, sem komið er fyrir í líkama sykursýki- sjúklingsins, losar hann við reglu- legar insulintökur eða sprautur alla æfi til að halda sjúkdóminum niðri. Dælan í líkama hans, sem komið er fyrir líkt og hjartagangráði, gef- ur sjálfvirkt insulin út í líkamann eftir þörfum. Þessi ótrúlega, nýja tækni losar sjúklinga með sykursýki á háu stigi við að þurfa daglega að fá sprautu auk þess sem það Mary Mills Dunea afhendir Páli Sveinbirni Jónssyni heillaóskakveðj- BANDARÍKIN íslendingrim ámað heilla Itilefni af þjóðhátíðardegi íslend- Páll Sveinbjörn Jónsson, aðalræð- inga hinn 17. júní síðastliðinn, ismaður íslands í Chicago, tók við barst ríkisstjórninni heillaóska- kveðjunni úr hendi Mary Mills kveðja frá ríkisstjóra Illinois í Dunea en hún er aðstoðarmaður Bandaríkjunum, Edgar Jim R. ríkisstjórans. Sverrir Þau ætla að lesa úr verkum sinum um helgina. Frá hægri: Gunnhildur Siguijónsdóttir, Nína Björk Árnadóttir og Ari Gísli Bragason. HAFNARFJÖRÐUR COSPER i r i COSPER - Þú mátt, ef þú vilt, henda öllum þessum gömlu fylgiskjölum, bara ef þú tekur af þeim ljósrit. félk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.