Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991
17
öðrum greinum, ef svo hefði verið
að verki staðið.
Ríkisafskiptin hafa því kostað
rækjuvinnsluna miklar fjárhæðir.
Ríkisafskipti verða því miður við
lýði í sjávarútvegi hvort mönnum
þykir betur eða verr á meðan kvóta-
kerfið blífur. Ríkisstyrkir í sam-
keppnislöndunum verða einnig
íslenskum rækjuframleiðendum erf-
iður ljár í þúfu á meðan slíkir styrk-
ir eru þar til staðar.
Þessar einföldu staðreyndir um
það umhverfí sem rækjuvinnsla og
raunar aðrar greinar sjávarútvegs
lifa og hrærast í mega ekki gleym-
ast, þegar stjórnvöld móta stefnu
sína í atvinnumálum. Það er því
miður ekki hægt að segja við menn:
Nú standið þið á eigin fótum, hvern-
ig sem þið verðið leiknir af eigin
ríkisvaldi og ríkisstyrkjum í sam-
keppnislöndunum! Menn verða að
horfa á raunveruleikann eins og
hann er. Skynsamleg stefnumörkun
framleiðenda og ríkisvalds í at-
vinnumálum verður að miðast við
staðreyndir, en ekki meiri eða minni
óljósa óskhyggju.
Stefnumörkun til frambúðar -
þjóðarátak gegn stöðnun og
samdrætti í atvinnulífinu
Við horfum nú fram á mikinn
samdrátt í framleiðslu sjávarafurða
vegna veikra fiskistofna. Rækju-
stofnarnir eru á hinn bóginn sterk-
ir og öll úthafsrækjumið fráleitt
fundin enn. Rækjuframleiðslan sjálf
hefur þegar að verulegu leyti aðlag-
að sig til að mæta markaðsáfallinu
og mun vafalítið sigrast á því, ef
rétt er á haldið. Margt bendir til
að markaður fyrir skelfletta kald-
sjávarrækju sé að styrkjast og að
einungs sé um tímabundna lægð í
verði þessara gæðaafurða að ræða.
Betri nýting rækjuauðlindarinnar
er því augljóslega einn af þeim
kostum, sem við Islendingar höfum
til að vinna okkur út úr efnahags-
legri stöðnun undangenginna ára
og fyrirsjáanlegum samdrætti í
framleiðslu ýmissa sjávarafurða á
næstunni.
Að slíku átaki verður auðvitað
ekki unnið með umræðum út og
suður í ijölmiðlum. Til þess þurfum
við þvert á móti markvissa stefnu-
mörkun samtaka framleiðenda,
stofnana sem vinna í þágu sjávarút-
vegs og stjórnvalda. Kjarni málsins
er sá að afar vel hefur verið á
marga lund að verki staðið í yngstu
vaxtargrein _ sjávarútvegsins,
rækjuvinnslunni. Á þeim grunni er
mikilvægt að stjórnvöld og fram-
leiðendur taki höndum saman og
marki frambúðarstefnu, sem tryggi
hámarks afrakstur rækjuauðlindar-
innar á komandi árum þjóðinni til
heilla og þeim sem vinna að nýtingu
hennar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda.
Nú er TVÖFALDUR
1. vinningur
Náttúruverndarráð:
Islenskur
leiðsögu-
maður með
Austurrík-
ismönnum
Búið er að uppfylla kröfu undan-
þágunefndar Ferðamálaráðs um
að íslenskur leiðsögumaður fari
með austurríska hópstjóranum,
Josef Mörtl, í aðra för hans um
landið. Náttúruverndarráð hafði
farið fram að það að Mörtl yrði
sviptur undanþáguleyfi sem leið-
sögumaður vegna slæmrar um-
gengni hóps er hann fór fyrir
fyrr í sumar.
Þóroddur Þóroddsson hjá Nátt-
úruverndarraði sagði að ráðið vildi
síður en svo eyðileggja fyrir ferða-
mönnunum í þessum nýja hópi sém
ættu ekki hlut í máli fyrri hópsins
og að hann vonaði hið besta um
umgengni hópsins. Að sögn Þór-
odds bætist íslenskur jarðfræðingur
í hópinn í gær og á hann að vera
bæði leiðsögu- og aðstoðarmaður.
Hann sagði að lítill tími hefði verið
til þess að leysa málið og erfitt
hefði verið að finna leiðsögumann
með litlum fyrirvara. Hjá Náttúru-
verndarráði var talið að austurríkja-
maðurinn færi með hóp sinn af stað
í gær en síðan bárust upplýsingar
um að hópurinn hefði farið í fyrra-
dag en íslenski jarðfræðingurinn
slóst í hópinn í gær.
Þóroddur benti á að enn stæði
eftir sú grundvallarspurning um
það hvernig eigi að standa að leyfi-
sveitingum til erlendra hópstjóra.
Hann sagði að Náttúruverndarráð
væri ábendingar og umsagnaraðili
í þessum málum og starfsmenn
þess myndu ræða þetta mál við
starfsmenn Ferðamálaráðs en það
væri hlutverk þeirra að marka
stefnu í ferðamálum.
■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ-
LAG Suðvesturlands stendur fyrir
skoðunarferð með gömlu höfninni
í Reykjavík og Sundahöfn í dag.
Siglt verður á milli hafnanna. Ferð-
in hefst kl. 13.30 við Hafnarhúsið
að vestanverðu og gengið um gömlu
höfnina og ýmislegt markvert skoð-
að sem viðvíkur lífríki og mann-
virkjum. Að því loknu verður farið
í siglingu með ströndinni inn í
Sundahöfn og hafnarsvæðið skoð-
að. Til baka verður siglt í gömlu
hofnina og ferðinni lýkur þar. í sjó-
ferðunum verður lífríki grunnsvæð-
isins kynnt.
• draumurinn gæti orðið að veruleika!
W. 10-18
kl. 10-14
LOKAÐ
kl. 10-14
Nlikligarður JL;
Mikligarður Garðabæ
Wlikligarður Nl'ðvang
Mikligarður y/Syna
KAUPSTAÐUR
yyx
AAMMÆM Mf*AT%r\M IB
rpi » íTíí-f' ivq rurlil ■go rn ín
J