Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 224. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéska varnarmálaráðuneytið; Semja verður um fækkun í herafla Moskvu. Reuter. SOVÉSKA varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem sagði að fækkun í hefðbundnum herafla væri háð samning- um við Vesturveldin. Yfirlýsingin er gefin daginn eftir að Pavel Gratsjev, fyrsti aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði í rússneska þing- inu, að til athugunar væri að minnka herafla Sovétmanna um helm- ing fyrir lok ársins 1994. Er yfirlýsingin tekin til marks um ágrein- ing meðal æðstu manna um framtíð sovéskra varnarmála. Jevgeníj Shaposhníkov, varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, sagði í viðtali við rússneska sjónvarpið í fyrradag, að í ljósi þess hve viðræð- ur í Vínarborg um fækkun hefð- bundinna vopna færu vel af stað væri hann tilbúinn að mæla með fækkun í landhernum úr 3,7 millj- ónum í þrjár milljónir. Hann sagði það nægan niðurskurð en sagði ekki á hvaða tímabili hann gæti komið til framkvæmda. í tilkynningu varnarmálaráðu- neytisins í gær var vitnað til sjón- varpsviðtalsins við Shaposhníkov og sagt að hann hefði margsinnis skýrt afstöðu ráðuneytisins opin- berlega. I fyrirsjáanlegri framtíð væri hægt að fækka hermönnum um 700 þúsund. Frekari niður- skurður í framtíðinni væri ekki úti- lokaður en færi eftir stjórn- og hermálaþróuninni í heiminum og yrði að byggjast á gagnkvæmum samningum og nýrri skipan örygg- ismála í heiminum. Pjotr Korotkevítsj, sem stjórnaði rannsóknum á nýrri gerð kjarn- orkuflauga þar til í fyrra, sagði í samtali við vikublaðið Líteratúrnaja Gazeta, í gær, að Sovétmenn verðu nú um 300 milljörðum rúblna, jafn- virði 210 milljarða dollara sam- kvæmt opinberri gengisviðmiðun sovétstjórnarinnar, til varnarmála á ári. Er það þrisvar sinnum hærri upphæð en yfirvöld halda fram opinberlega. Litningarannsóknir: Re ynist tíundi hver Dani rangfeðraður? FIMM til tíu prósent danskra barna eru rangfeðruð ef marka má rannsókn sem framkvæmd var af Réttarlitningastofnun Kaupmannahafnarháskóla. Stofnunin athugaði DNA-litn- inga eitt þúsund Dana en með sam- anburði á litningum föður og barns er hægt að slá því föstu hvort faðir- inn sé raunverulega „hinn rétti". Finn Taksoe-Jensen, lagapró- fessor við Kaupmannahafnarhá- skóla, segir í samtali við danska dagblaðið Jyllandsposten að erfítt geti reynst fyrir feður, sem gruna að börn þeirra séu rangfeðruð, að fá því breytt. Samkvæmt dönskum lögum sé ekki hægt að höfða fað- ernismál eftir að barn hefur náð fimm ára aldri. Þangað til sé það hægt en einungis ef faðirinn hafi ekki áður viðurkennt barnið sem sitt. „í raun reyna nánast allir feð- ur frekar að halda hjónabandinu saman og ýta hugsanlegum grun- semdum af þessu tagi frá sér," seg- ir Taksoe-Jensen. > Morgunblaðið/Páll Þórhallsson Forseti íslands í Dyflinni Opinber heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til írlands hófst í gær. Frú Mary Robinson, forseti írlands, tók á móti Vigdísi á flugvellinum í Dyflinni og var síðan kannaður heiðursvörður og skotið af fallbyssum til að fagna gestinum. Á myndinni sjást for- setarnir heilsast og með frú Robinson er eiginmaður hennar, Nich- olas Robinson. Um 150 íslenskir farþegar í Flugleiðaþotunni í baksýn gátu fylgst með móttökunni en þeir eru í innkaupaferð til Dyflinnar. Sjá frétt á bls. 4 Valdaránið á Haiti: > Ihlutun fjöl- þjóðlegs herliðs ekki útilokuð Port-au-Prince, Washington. Reuter. VALDARÁNIÐ á Haiti hefur verið fordæmt víða og Evrópubandalag- ið og ríkisstjórnir ýmissa vest- rænna ríkja hafa ákveðið að hætta fjárstuðningi við Haitistjórn. Seg- ir í yfirlýsingum þeirra, að þau líti enn á Jean-Bertrand Aristide sem lögmætan forseta í landinu og Bandaríkjastjórn hyggst beita herforingjastjórnina efnahagsleg- um og pólitískum refsiaðgerðum. Vill hún ékki útiloka, að fjölþjóð- legur her verði sendur til landsins. Leiðtogi valdaránsmannanna, Ra- oul Cedras hershöfðingi, kom fram í sjónvarpi í fyrrakvöld og sagði, að byltingin hefði verið gerð til að „tryggja stjórnarskrárréttindi þegn- anna", sem Aristide forseti, „uppvax- andi einræðisherra", hefði ætlað að taka af þeim. Um sínar eigin áætlan- ir og þriggja manna herforingja- stjórnar ræddi hann ekki en Ar- istide, sem flýði til Venezúela, sagði í Caracas í gær, að valdaránsmenn- irnir yrðu ekki lengi við stjómvölinn og hét því að snúa aftur til Haiti. í gær hélt hann til Washington á fund Samtaka Ameríkuríkja þar sem hann bað um stuðning þeirra við að koma valdaránsmönnunum frá. Óttast er, að valdaránið hafi kost- að mörg hundruð manns lífíð og er haft eftir vitnum, að hermenn fari um götur í höfuðborginni, Port-au- Prince, og víðar og skjóti á fólk af handahófi. Ráðherrar í ríkisstjórn Aristide og ýmsir frammámenn á Haiti hafa sumir verið handteknir en aðrir hafa leitað hælis í erlendum sendiráðum eða fara huldu höfði. Sambandsher Júgóslavíu ger ir harða hríð að Dubrovnik Zagreb, Belgrad, Róm. Reuter. STJÓRN Svartfjallalands, sem styður Serba í deilunum í Júgó- slavíu, kallaði i gær út varalið hersins í lýðveldinu og óttast Bretland: Verkamannaflokkurinn heitir mikilli uppstokkun Brighton. Reuter. ROY Hattersley, varaformaður Verkamannaflokksins; heitir því að flokkurinn muni leggja niður lávarðadeild breska þingsins og gera sfjórnarskrárbreytingar í átt til aukins lýðræðis komist hann til valda í næstu kosningum. í ræðu á landsfundi Verka- mannaflokksins í gær sagði Hatt- ersley ennfremur að það kæmi til álita að breyta kosningalöggjöfínni, kæmist Verkamannaflokkurinn til valda, þannig að þingstyrkur flokka yrði í samræmi við kjörfylgi þeirra. Einmenningskjördæmi þar sem efsti maður sjgrar eru nú við lýði í Bretlandi. íhaldsfiokkurinn hélt völdum eftir tvennar síðustu þing- kosningar þrátt fyrir að hann fengi ekki meirihluta atkvæða. Hingað til hefur Verkamannaflokkurinn ekki léð máls á því að breyta kosn- ingalöggjöfinni. stjórnmálaskýrendur að þetta merki að Svartfellingar hyggi á beina þátttöku í bardögum Serba og Króata. Talið er að yfir þús- und manns hafi fallið í átökunum undanfarnar vikur. Harðir bar- dagar voru um alla Króatíu í gær, eldar loguðu í fjallshlíðum við ferðamannaborgina Dubr- ovnik sem ráðist var á af landi, úr lofti og af sjó, bílflök lágu eins og hráviði á vegum í grennd- inni. Króatíska útvarpið sagði að tvær MiG-þotur flughersins hefðu verið skotnar niður yfir borginni. Lloyds-tryggingafélag- ið í London varaði í gær við tund- urduflum á siglingaleiðum við Júgóslavíu. Herinn beitti stórskotaliði og sprengjuvörpum í árásunum á Dubrovnik, annan daginn í röð. Rafmagns- og vatnsleiðslur borgar- innar eru í sundur, samgöngutæki eru sködduð og herinn hefur lokað helstu aðflutningsleiðum. Embætt- ismaður í borginni sagði ástandið mjög slæmt, skriðdrekar og fót- göngulið sambandshersins væru komin að suðurhverfum hennar. Heimildarmenn sögðu að tugir manna hefðu fallið í grennd við Dubrovnik, sem er þekkt og forn- fræg ferðamannaborg, einnig við borgirnar Osijek og Vukovar í austurhéruðunum og við Nova Gra- diska. Tölum stríðsaðila um mann- fall bar ekki saman. Sambandsherinn, þar sem Serbar ráða öllu, ítrekaði í gær hótanir um að eyðileggja undirstöðumannvirki Króata. „Þessu er endanlega lokið, við erum hættir að trúa orðum þeirra," sagði í yfirlýsingu æðstu yfirmanna Júgóslavíuhers í gær um afstöðu króatískra stjórnvalda. Þau voru sökuð um að hafa notað ótryggt vopnahlé til að endurskipu- leggja lið sitt. Herinn hefur undanfarna mánuði orðið fyrir hverri auðmýkingunni á fætur annarri í baráttunni við Slóv- ena og Króata sem vilja slíta öll tengsl við sambandsríkið Júgóslvaíu og verða sjálfstæð lýðveldi. Ráða- menn Króata sögðu í gær að vopn- aðar sveitir þeirra hefðu umkringt um 70 búðir sambandshersins í lýð- veldinu. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sendi á þriðjudag George Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann fer fram á aðstoð Banda- ríkjanna í stríðinu við Serba. Tudj- man ræddi við ítalska ráðamenn í Róm síðdegis í gær og hét hann því að láta hætta umsátrinu um herbúðirnar jafnskjótt og Júgó- slavíuher hætti árásum á lýðveldið. Tudjman á fund með Jóhannesi Páli II páfa í dag. Króatar og Slóv- enar eru kaþólskir, en Serbar til- heyra Réttrúnaðarkirkjunni. Ut- anríkisráðherra Páfagarðs, Angelo Sodano, sagði að reynt væri að fá ríki heims til að sameinast um að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.