Morgunblaðið - 03.10.1991, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
mmmn
/frmcé er b/Fse&Ul 09 h-Ctt er upp- t)
Skntt /yzL kJnu-trskam matsöU/stno-
Ást er...
6-8
... þegar boltinn skiptir
ekki máli — aðeins hann.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 Los AngelesTimes Syndicate
Láttu mig svara. Við þurfuni
að leggja af stað eftir klukku-
tíma ...
SVALA LIND
/
Útsölumál
ÁTVR
Við sátum 15 saman og fengum
okkur kaffisopa einn eftirmiðdag í
síðustu viku.
Margt var skrafað og víða komið
við, en endirinn varð sá að samræð-
urnar snerust nær eingöngu um tvö
mál, sem nú eru mjög á vörum
manna hér í borg, nefnilega ákvörð-
un borgarstjórnar nú nýlega um að
leyfa bílaakstur um göngugötuna,
þ.e. austasta hluta Austurstrætis,
til reynslu í 6 mánuði, og í öðru lagi
flutning áfengisútsölunnar frá Lind-
argötu og niður í Austurstræti.
Þessi tvö mái spinnast saman á
ýmsa vegu, eins og koma mun fram
hér á eftir, en mesta umfjöllun fékk
flutningur áfengisútsölunnar, sem
allir sem afstöðu tóku voru algjör-
lega á móti.
Öllum bar saman um að mjög
stór hópur manna og ekki hvað síst
kvenna muni veigra sér við að ganga
— oftast um langan veg — með
áfengispoka, þar í bænum sem um-
ferð er mest að degi til, því ekki
verður hægt að leggja bíl rétt við
innganginn nema í örfáum undan-
tekningar tilfellum.
Við útsöluna í Lindargötu og
næsta nágrenni er að jafnaði hægt
að leggja tugum, ef ekki töluvert í
annað hundrað bílum, sem nær ein-
göngu stoppa aðeins örstutta stund,
því þarna er varla nokkur umferð
nema þeirra sem erindi eiga í áfeng-
isútsöluna og gangandi umferð varla
merkjanleg nema þá þeirra sem eru
þar sömu erinda og þeir sem koma
akandi. Það er því lítið feimnismál
að láta sjá sig þar með áfengispoka.
Þá verður engin aðstaða í Aust-
urstræti fyrir þá sem þurfa að gera
stærri innkaup, þ.e. að kaupa í
kassavís. Má í því tilfelli nefna flutn-
ingabílstjóra utan af landi, sem iðu-
lega gera stórinnkaup, stundum fyr-
ir tugi manna utan af landi. Sú að-
staða er hin ágætasta við Lindar-
götu útsöluna.
Við fengum heldur ekki séð að
sú ráðstöfun að opna göngugötuna
fyrir bílaumferð komi verslunar-
mönnum við Austurstræti að nokkni
leyti til góða, ekki síst fyrir þá sök
að bílastæðum mun fækka verulega,
líkast til bæði í Vallarstræti og Thor-
valdsensstræti, bæði vegna að-
keyi'slu en þó sérstaklega vegna frá-
keyrslu fyrir stóra flutningabíla,
.jafnvel með „kálfa“ aftaní.
Það var álit okkar að samdráttur
í verslun í miðbænum sé ekki því
að kenna að ekki sé hægt að keyra
bíla alla leið frá Lækjargötu til Aðal-
strætis, heldur vegna tilkomu stór-
markaðanna og að opna göngugöt-
una fyrir bílaumferð muni hafa lítil
sem engin áhrif til batnaðar.
Eins vorum við allir sannfærðir
um að opnun áfengisútsölu í Aust-
urstræti og lokun Lindargötuútsöl-
unnar muni hafa mjög neikvæð áhrif
fyrir ATVR. Austurstrætisútsalan
mun aldrei komast í hálfkvisti við
Lindargötuna. Þá má og geta þess
að forstöðumaður Lindargötuútsöl-
unnar sér alltaf til þess að af-
greiðslufólk sé ávallt til staðar, kurt-
eist og lipurt um allar upplýsingar,
sem ekki er hægt að segja um neina
aðra útsölu. í þeim öllum getur ver-
ið erfitt að finna afgreiðslufólk og
sérstaklega þegar mikið er að gera.
Besta lausnin, ef nauðsynlegt
þykir að opna útsölu í Austurstræti,
sem sjálfsagt kæmi sér vel fyrir
suma en fáa, væri að halda samt
áfram útsölunni við Lindargötu,
enda skilst okkur að hún sé arðbær-
asta útsala landsins, enda aðstæður
þar bestar, bæði utanhúss og innan,
afgreiðslufólk liprast og vantar aldr-
ei til leiðbeininga. Aðalstöðvarnar á
Stuðlahálsi bjóða, að vísu, upp á
ágæt bílastæði, en þær eru staðsett-
ar nánast uppi í sveit, afgreiðslurými
mjög takmarkað og afgreiðslufólk
sjaldséð, utan gjaldkera.
Að loka Lindargötuútsöiunni fyrir
aðra í Austurstræti er molbúahátt-
ur, framkvæmdur í anda Gísla, Ei-
ríks og Helga. Hvorki verður sól-
arljósið borið inn í bæinn í fötum
né tunnan nýtt ef botninn hefur
gleymst í Borgarfirði.
Væri ekki nær að opna útsölu í
vesturbænum. Þessi mjólkurkýr
mundi hagnast best á því.
Albesta lausnin væri þó sérversl-
anir með áfengi, reknar af einstakl-
ingum, og að afnema um leið þá
sérréttindahópa .sem heimilt er að
kaupa áfengi á innkaupsverði.
ÁTVR mundi engu tapa á því en
spara um leið himinháar upphæðir
í rekstrarkostnaði.
Að lokum skörum við á sem flesta
að láta í ljósi skoðun sína á þessu
máli. Það þarf að afnema þessar
hafta- og einokunarráðstafanir sem
Framsóknarflokkurinn fann upp á
sínum tíma, eða hvað finnst nútíma-
fólki um bann við að nefna orðið
DANS í auglýsingum, sem var í gildi
um árabil og fundið upp af ráðherra
Sjálfstæðisflokksins?
F.h. Kaffiklúbbsins Þaulseta,
JÚIÍUS.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi livetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
Ieyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeiiur
eða árásir á nafngreint fólk.
HÖGNI ÍIHI.KKVÍSI
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur veitt því athygli,
að kvikmyndahúsin virðast
nú ganga harðar eftir því en áður
hefur tíðkast, að aldurstakmörk séu
virt. Tólf ára vinur Víkveija var
þannig vísað frá við miðasölu í
Regnboganum fyrir skömmu, þegar
hann ætlaði sér að sjá mynd, sem
bönnuð var börnum yngri en 16
ára. Þá fór þessi sami vinur í
Stjörnubíó um síðustu helgi, til að
sjá Arnold Schwarzeneggei' í kvik-
myndinni Tortímandanum. Skýrt
er tekið fram í auglýsingum kvik-
myndahússins, líkt og Regnbogans,
að myndin sé bönnuð börnum yngri
en 16-ára, svo drengurinn mátti svo
sem sjálfum sér um kenna, þegar
honum var vísað frá, enda reynsl-
unni ríkari eftir ferð sína í Regnbög-
ann.
XXX
Víkverji sýndi þessum unga vini
litla hluttekningu, þegar hann
kvartaði sáran undan óréttlæti
heimsins og harðneskju starfsfólks
kvikmyndahúsanna. Víkveiji telur
nefnilega, að það sé fyrir löngu
tímabært að láta þessi aldurstak-
möi'k gilda í raun, því hingað til
hafa allt of ung börn getað séð
ótrúlegar ofbeldimyndir. Það
sljákkaði þó talsvert í Víkveija þeg-
ar andlit vinarins unga ljómaði
skyndilega og hann sagði að í raun
væri hann ekkert súr yfir málalok-
unum í Stjörnubíói, því hann gæti
alltaf nálgast myndina síðar á
myndbandaleigu! Því miður er þetta
sennilega hárétt hjá honum, því
Víkveiji hefur oftar en einu sinni
séð yngri börn en hann ganga út
af myndbandaleigunum með mynd-
ir, sem fullorðnum hryllir við. Það
er því full ástæða til að biðja starfs-
fólk myndbandaleiganna að taka
upp sömu reglur og starfsfólk kvik-
myndahúsanna, en þó er mikilvæg-
ast að foreldrar reyni að sporna við
því að börnin sitji yfir óhugnanleg-
um kvikmyndum.
xxx
Sænska dagblaðið Dagens nyhet-
er skýrði fyrir skömmu frá
áköfum veiðimanni og er sú saga
látin fljóta hér með fyrir skotveiði-
menn. Hópur veiðimanna hafði orð-
ið viðskila við félaga sinn, en menn-
irnir voru á elgsveiðum. Þeir gengu
fram á félagann kviknakinn á
ströndinni, en við hlið hans lá dauð-
ur elgur. Þegar veiðimaðurinn, sem
var nokkuð þrekaður, hafði jafnað
sig sagði hann félögum sínum veiði-
söguna. Hún var á þá leið, að hann
hafði skotið-á elginn í skóginum,
en aðeins náð að særa hann. Elgur-
inn ruddist í gegnum skóginn, niður
að strönd og lagðist til sunds. Veiði-
maðurinn hikaði ekki, kastaði af sér
klæðum og synti á eftir. Að
skammri stundu liðinni dró af elgn-
um. Veðimaðurinn synti að honum,
náði taki á hornunum og fór á bak
elgnum. Dýrið sá sitt óvænna og
synti til lands. Þar fundu félagar
veiðimannsins ákafa hann og dýrið,
sem var þá dautt. íslenskir skot-
veiðimenn eru sjálfsagt margir
miklir ákafamenn, en ekki er þó
hægt að mæla með því að þeir elti
gæsina eða ijúpuna á haf út.