Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 48
 FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Utanríkisráðherra um EES eftir fund með írskum starfsbróður: ur farið breikkandi Dvflimii. Frá Páli Pórhailssyni blaóainaiini ÞAÐ VAR þungt hljóðið í Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkis- ráðherra eftir viðræður hans í gær við Gerald Collins utanríkis- ráðherra Irlands í Dyflinni í gær. Arangur hefði enginn verið og minni líkur væru nú um sam- komulag um Evrópskt efnahags- svæði en áður. Fundur utanríkisráðherra Evr- ópubandalagsins í fyrradag skilaði - litlum árangri. „Afstaða Breta er óbreytt, afstaða Frakka hefur harðnað, afstaða framkæmda- stjórnarinnar er óþekkt, bilið milli aðila hefur farið breikkandi, líkurn- ar á að þessir samningar takist eru minni nú en áður,“ sagði Jón Bald- vin. Aðspurður um árangur af rúm- lega klukkustundar löngum fundi með Collins sagði Jón Baldvin að hann hefði enginn verið. Collins sagði við fréttamenn eftir fundinn að írar gætu ekki fallið frá þeirri afstöðu sinni að ekki mætti ■tleyfa tollfrjálsan innfiutningtil Evr- ópubandalagsins á síld, lax og makríl. Afkoma heillra byggðarlaga væru í húfi. Hann kvaðst þó von- góður um að samningar næðust á endanum þar sem jafnvægi ríkti milli kröfugerðaraðila en fyrst þyrfti EB að leysa innbyrðis deilu um afstöðuna til EES, nánar tiltek- ið um samningsumboð til handa framkvæmdastjórninni. Stefnt væri að því að þetta gerðist 21. október Morgunblaósins. nk. en útilokað væri að ljúka samn- ingum fyrir þann tíma, til þess væri tíminn of naumur. ísklifurá Sólheimajökli Morgunblaðið/Þorkell Tólf áhugamenn um ísklifur fóru nýlega á Sólheimajökul til að læra þessa íþrótt undir stjórn leiðbeinenda úr Islenska alpaklúbbnum. Myndin var tekin þegar tveir piltar voru að leiða í fyrsta skipti, það er að klífa ísvegg án þess að hafa reipi að ofan til að reiða sig á. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarimiar lagt fram á Alþingi: Ríkisútgjöld lækka um 5 milljarða að raungildi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra l.agði í gær fram á Alþingi fjár- lagafrumvarp fyrir næsta ár. Samkvæmt því eiga tekjur ríkissjóðs að verða 106,4 milljarðar króna samaborið við 101,9 milljarða kr. í endur- skoðaðri áætlun fyrir yfirstandandi ár. Heildargjöld verða 110,1 millj- arður og halli á ríkissjóði því 3,7 milljarðar eða sem svarar til 1% af landsframleiðslu. Utgjöld ríkisins lækka um 5 milljarða kr. að raun- gildi á næsta ári og er einuig áætlað að skatttekjur, metnar á föstu verðlagi, verði ivið Iægri en á þessu ári. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs er áælluð 4 niilljarðar á næsta ári, eða sem nemur 1,1% af landsfram- leiðslu og lækkar um 8 milljarða kr. á milli ára. I frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum launahækkunum á næsta ári. Er reiknað með rúmlega 3% samdrætti þjóðartekna og að við- skiptahalli verði 17 milljarðar á næsta ári, kaupmáttur ráðstöfunar- tekna rýrni um 3% og að fram- færsluvísitalan hækki um 3% frá upphafi til loka næsta árs en um 5,5% ef miðað er við hækkun á milli Friðrik sagði að brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar væri að draga úr lánsfjárþörf ríkisins og opinberra stofnana og sagðist vilja ná víðtæku samstarfi við launþegahreyfinguna um það, sérstaklega vegna hús- næðismála. Sagði hann að þrátt fyr- ir efnahagssamdrátt á næsta ári, sem muni skei'ða hefðbundna skatteiefna, verði ekki gripið til þess ráðs að hækka skatthlutföll eða leggja á nýja skatta. Útgjöld ríkissjóðs til samneyslu lækka um 1,8 milljarða kr. að raum gildi frá áætlun yfirstandandi árs. í stað þeirra munu sértekjur fyrirþjón- ustu ríkisstofnana aukast um tæp- lega 2,5 milljarða kr. Tilfærslur, eins og bótagreiðslur almannatrygginga, niðurgreiðslur á vöruverði og fram- lög til atvinnuvega, sveitarfélaga og sjóða, lækka að raungildi um rúma 3 milljarða kr. Þar vegur þyngst lækkun á framlagi til sjúkratrygg- inga um 23,7% frá áætluðu framlagi á þessu ári. Áætlað er að tekjur af tekju- og eignarskatti einstaklinga og fyrir- tækja aukist að raungildi á næsta ári mælt á verðmælikvarða lands- framleiðslu. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir nokkrum samdrætti í veltu- sköttum, þar sem ráðstöfunartekjur heimilanna dragast saman um allt að 3%. Þá verður jöfnunargjald fellt niður um næstu áramót og við það minnka tekjur ríkissjóðs um 900 millj. í undirbúningi eru breytingar á tekjuskattslögunum sem miða að því að draga úr endurgreiðslum til tekjuhærri skattgreiðenda þó engar ákvarðanir hafi verið teknar um það en miðað er við að þær rúmist innan ramma frumvarpsins. Sjá fréttir um fjárlagafrum- varpið í fjögurra síðna B-blaði, í uuðopnu og á bls.2. Hlaup í Skeiðará virðist í aðsigi Fýlu leggur af jöklinum og áin er dökk, segir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli Bilið milli aðila hef- SKEIÐARÁRHLAUP virðist vera í aðsigi. Ragnar Stefánsson bóndi í Skaftafelli telur miklar líkur á því miðað við reynslu síðustu áratuga. Hann vill samt ekki fullyrða neitt um málið en segir ýmis teikn benda til að hlaup sé í aðsigi. „Vatnið í Skeiðará hefur farið vaxandi undanfarna tíu daga og við höfum fundið jökulfýlu af og til,“ segir Ragnar. „Þar að auki er vatnið nú venju fremur dökkt á litinn en allt eru þetta hefðbundnar vísbendingar um að hlaup sé í aðsigi.“ Skeiðará hljóp síðast á árinu 1986 eða fyrir fimm árum síðan. í máli Ragnars Stefánssonar kem- ur fram að venjan hafi verið á síðustu áratugum að hlaup verða í ánni á fimm ára fresti, þannig að tímasetningin á hlaupi nú væri nærri lagi. „Ég hef fylgst grannt með ánni nú síðustu fjóra daga og að mínu mati stefnir þróunin nú í hlaup. En það er ekkert hægt að segja með vissu og lítið hægt að spá því áin er dyntótt," segir Ragnar Stef- ánsson í Skaftafelli í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurjón hyggst selja Propaganda SIGURJÓN Sighvatsson og Steve Golin félagi hans eru í þann veg- inn að selja hljómplötufyrirtæk- inu Polygram fyrirtæki sitt, Propaganda Films. Polygram, sem er að mestu í eigu hollenska fyrirtækisins Philips, átti fyrir 49% í fyrirtækinu en hyggst nú verja 200 milljónum dala til að færa út kvíarnar í kvikmynda- framleiðslu. Sigurjón Sighvatsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir félagar yrði áfram framleiðendur hjá fyrirtækinu og mundu annast daglegan rekstur þess. Með þessu móti fengju þeir dágóða fjárhæð í vasann, losni við áhyggjur af rekstr- inum og geti einbeitt sér að kvik- myndaframleiðslunni, sem hugur þeirra hafi alltaf staðið til. Sjá nánar C/ bls.l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.