Morgunblaðið - 27.10.1991, Side 2

Morgunblaðið - 27.10.1991, Side 2
2 G iMORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 i j í i- I Jón Trausti var annar rithöfundanna sem Ríkarður vitnar til hér að ofan. Hann var prentari, en hætti störfum dag hvern -klukkan fjögur og skrifaði fram að kvöld- mat. Mikið af sögum hans urðu til á Grundarstíg 15 og í því húsi dó hann árið 1918, úr hinni illræmdu spönsku veiki. „Þá var hér slegið á nótur sorgarinn- ar,” segir Ríarður. Eftir að Helgi Valtýsson rithöfundur eignaðist Grundarstíg 15 hefur þar varla ríkt neinn dapurleiki eða lognmolla. Að sögn Ríkarðs var Helgi „eldheitur hugsjónamaður og einn aðalstofn- enda Ungmennafélags Reykjavík- ur”. Um tíma leigðu hjá honum á efri hæðinni Magnús Árnason list- málari og systir hans, Ásta málari. „Hún málaði forstofuna með marmaramálningu sem ekki var málað yfir fyrr en við höfðum búið í húsinu í fjölmörg ár,” sagði Ólöf Ríkarðsdóttir þegar ég heimsótti ' hana og Ásdísi systur hennar á Grundarstíginn á dögunum. í samtali mínu við þær systur kemur fram að leikið var á hinar íjörlegri nótur tilverunnar eftir að Ríkarður og fjölskylda hans fluttu á Grundarstíg 15: „Pabbi var mjög hress maður,” segir Ásdís. „Við lifðum skemmtilegu fjölskyldulífi. Á kvöldin sat fjölskyldan gjarnan saman í stofunni og hlustaði á út- ' varpið. Pabbi teiknaði og undirbjó verkefni næsta dags, en við syst- urnar og mamma sátum með handavinnu.” María Ólafsdóttir, kona Ríkarðs, var annáluð húsmóð- ir. Þau hjón voru bæði austfirðing- ar að ætt og uppruna. „Pabbi sótti mikið hugmyndir sínar til æsku- stöðvanna fyrir austan, þar er svo klettótt og sérkennilegir hamrar,” segir Ólöf. „í verk sín notaði hann einnig mikið hugmyndir úr fornsög- unum og svo gömlu víkingamynstr- in.” „Pabbi kenndi okkur dálítið í. teikningu og útskurði, en þegar. þetta er svona nálægt manni vill tíminn fara í annað,” segir Ásdís. „Við steyptum líka ýmsa smámuni þegar við vorum unglingar og svo unnum við spæni, t.d. hornspæni. Pabbi bjó til laðir sjálfur, hitaði hornið í olíu og setti það síðan í laðimar og klemmdi það fast. Svo svarf hann það til og skar út í það. Hann skar út smíðisgripi, litla og stóra og raunar margt fleira. Margt af munum hans var unnið eftir pöntunum. Hann gatekki ráð- ið nema takmarkað verkefnum sín- um og saknaði þess alltaf. Einu sinni kvað hann: Ef ég hefði aðeins nægar krónur skyldi ég höggva helg og merk hundrað þúsund listaverk. Hann skar út á hveijum einasta degi. Hann hafði aðstoðarmann í mörg ár og svo var hann með tvo nemendur seinni árin. Þessir menn skára út með honum en hann teikn- aði allt einn og mótaði allt einn. Hann teiknaði allt áður en hann byrjaði að skera það út. Við eigum mikið af þeim teikningum. Eftir vinnuteikningunum voru síðan teiknaðar á viðinn allar útlínur, svo var grófskorið og síðan var að fln- skera. Það er óskaplegur vandi að skera í tré. Sé einu sinni búið að skera, er það ekki aftur tekið. Að loknum útskurðinum þurfti að pússa og síðan að bera á verkið margsinnis pólitúr eða lakk. Þetta var allt saman mikil og illa borguð vinna. Oft var um að ræða verk fyrir opinbera aðila og þá mátti verkið ekki kosta nema ákveðna upphæð. Þegar búið var að borga smiði og Iærlingum hafði pabbi oft minnst sjálfur. Pabbi kunni ekki að verðleggja verkin sín, það vildi honum bara til að hann var gríðar- lega fljótur að vinna. Hraðinn kom þó aldrei niður á handbragðinu. Stundum er verið að sýna okkur einhveija hluti sem álitið er að séu eftir pabba. Við sjáum strax hvort svo er, verklag hans er auðþekkt. Hann skar í fáum dráttum það sem Ásdis í vinnustofu föður síns, aðrir voru að smámjatla. Pabbi gerði mikið af því að móta mannamyndir og það lét honum vel. Ef hann bjó til venjulega mynd sátu menn fyrir á hveijum degi í viku, en í skemmri tíma ef um var að ræða vangamynd. Á þeim tíma þótti eðlilegt á stórafmælum að búa til mynd af framámönnum og pabbi gerði margar slíkar myndir. Við systurnar kynntumst mörgum af þessum mönnum, við voram látnar færa þeim kaffi meðan þeir sátu fyrir. Stundum töluðum við dálítið við þá. Pabba fannst það ekki verra, hann var vanur að tala við menn meðan hann var að móta mynd þeirra, þannig fannst honum andlit þeirra meira lifandi. Hann lét ekki neitt utanaðkomandi trafla sig. Mér er minnisstætt þegar hann var að móta mynd Jónasar frá Hriflu. Þetta var á árunum milli 1930 og 1940. Jónas sat út við gluggann í stofunni niðri við götuna. Sem Jón- as situr þama við gluggann kemur Verslunarskólalýðurinn, sem ég nefni svo, og gerir hróp að Jónasi - gefur honum langt nef og hróp- ar: „Við heimtum hann út, við heimtum hann út.” Jónas var þá ennþá ráðherra og pólitíkin hörð á þeim áram. Pabbi hélt áfram að vinna og Jónas lét sem hann heyrði hvorki né sæi lætin í fólkinu fyrir utan. Pabbi var óhemju mikill verk- maður. Lengi framan af steypti hann allar myndir sem hann mót- aði sjálfur. Hann bjó til mótin úr gipsi, sem hann hellti utan um leir- inn. Þetta voru heilmiklar tilfær- ingar. Þessi mikla vinnukeija dró þó dilk á eftir sér. Árið 1930 veikt- ist hann af hettusótt og varð mikið veikur. Hann lét það þó ekki aftra sér frá vinnu. Sárveikur lauk hann við að smíða hurðina að Arnar- hvoli, svo henni yrði lokið fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930. Vegna ofreynslu fékk hann taugabólgur og seinna taugagigt upp úr þessum veikindum. Þetta voru mikil viðbrigði því fram að þessu hafði hann aldrei kennt^ sér meins. Nú var hann orðinn illa vinnufær og var það næstu þijú árin. Hann átti bágt með að standa við verk sitt. Öllu verra var þó hve örðugt hann átti með að skrifa og teikna. Hann varð að búa til korkk- úlu sem hann stakk blýantinum inn í, þannig gat hann frekar haldið á honum. Hann bjó líka til ný og sverari sköft á útskurðaráhöldin sín. Öll þessi áhöld eru varðveitt. í kjölfar þessara veikinda kom svo kreppan. Þá var oft frekar þröngt í búi hjá okkur eins og öðr- um. Fólk dró saman seglin, færri höfðu nú efni á að panta útskurðar- verk og mannamyndir hjá pabba. Hann brást við þess með því að stofna teikniskóla sem gekk bæri- lega. Aldrei liðum við þó neinn skort. Við fengum ailtaf nóg að borða og mamma saumaði fötin okkar, líka kápumar, en pabbi tálg- aði tölur í flíkurnar, Mamma var saumakona áður en hún giftist pabba. Þegar þau kynntust vann hún á saumastofu ásamt systrum sínum og móður þeirra. Þær leigðu stóra hæð í Kaupmannahöfn og leigðu svo ungum námsmönnum þau herbergi sem þær gátu veriðr án. Pabbi fékk leigt hjá þeim og þannig kynntust foreldar okkar.” Ríkarður var níu ár í námi í Kaupmannahöfn, fór þangað að loknu námi sínu hjá Stefáni Eiríks- syni myndskera í Reykjavik. Til Stefáns var honum komið að áeggj- an Georgs Georgssonar læknis og að tilhlutan Páls H. Gíslasonar, kaupmanns á Djúpavogi, og Gísla Þorvarðarsonar í Papey. Þeir höfðu séð eftir hann útskurð, m.a. úr ýsubeinum, þegar hann var ungl- ingur í Hamarsfírði. Námið í Kaupmannahöfn kostaði Ríkarður sjálfur. Hann komst í vinnu hjá þekktri tréskurðarstofu og gat byijað nám á Det Tekniske Selskaps Skole samhliða starfinu. Nokkru seinna bauðst honum verk- stjórastaða hjá ekkju þekkts mynd- skera. Hann hafði haft með hönd- um leiksviðsskreytingar fyrir Kon- unglega leikhúsið. Við því starfi tók Ríkarður og hafði af dijúgar tekjur allan sinn námstíma. Höggmynda- gerð lærði Ríkaður fyrst hjá Einari Jónssyni myndhöggvara og síðan í Kunstakademiet. Um tíma var Rík- arður aðstoðarmaður hins hálfís- Horn sem Ríkarður skar út og gefið var Hákoni VII Noregskon- ungi. lenska Edvards Eriksens sem gerði Den lille Havfrue. Ríkarður „cicel- eraði” litlu hafmeyjuna ásamt tveimur skólabræðrum sínum. Eftir nám sitt í Kaupmannahöfn snéri Ríkarður til Islands nýkvænt- ur og hóf að skera út og móta mannamyndir. Jafnframt kenndi hann teikningu, m.a. við Iðnskól- ann. Hann kenndi Ásmundi Sveins- syni myndskurð aður en hann hélt til náms ytra. Árið 1915 mótaði Ríkharður mynd af þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni. „Matthíasi þótti ég sækja vinnuna fast og kallaði mig „bölvað herðumenni”, segir Ríkarður í ævisögu sinni. Um sama leyti mótaði Ríkharður mynd- ir af Einari Benediktssyni, konu hans og börnum. „Hann greiddi mér höfðinglega fyrir þessi verk,” segir Ríkarður. Ítalíuferð Ríkarðs Á þessum árum fæddust óska- b'lrn Ríkarðs og Maríu, þau Ríkarð- ur Már, sem lést í blóma lífs síns, og Björg, fyrrum sýslumannsfrú Dalamanna. Þau systkini eignuðust hvort um sig þijú börn. Nokkru síðar gengust þeir Jónas frá Hriflu og Bjarni frá Vogi fyrir því að Rík- arði yrði veittur utanfararstyrkur Mynd Ríkarðs af Jór.asi Jónssyni frá Hriflu. til þess að kynna sér höggmyndal- ist á Ítalíu. Nú eru nákvæmlega 61 ár síðan Ríkarður lagði upp í suðurferð sína. Hann hafði við- komu í Kaupmannahöfn og kynnt- ist þar Ingólfi Gíslasyni lækni og Davíð Stefánssyni skáldi og dreif þá umsvifalaust með sér í Ítalíu- ferðina. í desember árið 1920 lögðu þeir félagar upp í þessa ferð sem síðan er oft vitnað til. í Rómaborg undu þeir við að skoða frægar byggingar og listasöfn. „Þess á milli teiknaði ég myndir af mörgu skemmtilegu, sem fyrir augun bar. Þar á meðal teikninguna af Davíð, götumúsik og óperastion í Róma- borg,” segir Ríkharður. Hann og Davíð gengu á fund páfa og fengu að kyssa á hönd hans gegn peningagreiðslu. „Mér vitanlega erum við Davíð fyrstu íslending- arnir, sem gengið hafa á fund páfa, síðan á miðöldum,” segir í ævisögu Ríkharðs. Þar er þess einnig getið að Ríkarður stundaði söngnám í Rómaborg um þriggja mánaða skeið. Hann hafði mikla og fallega rödd og var alla tíð mikill söngmað- ur. Frá Ítalíu komu þeir Ríkarður og Davíð þeirri reynslu ríkari sem skilaði íslenskri menningu margs-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.