Morgunblaðið - 27.10.1991, Qupperneq 3
Mynd Ríkarðs af séra Árna Þór-
arinssyni.
konar arði. Ríkarður kom með
fjölda mynda og teikninga en Dav-
íð orti fjölda kvæða sem hann birti
á næstu árum. Mörg þessara kvæða
eru löngu gróin inn í þjóðarvitund-
ina, svo sem kvæðið um Katarínu,
fiskimannsdótturina fallegu og
svarteygu sem vakti stúrin eftir
íslendingunum þegar þeir komu
heim á hótel sitt á Caprí, óguðlega
seint um nóttu. „Ekki leið á löngu
þar til Davíð bætti fyrir brot okk-
ar. Hann greip Katarínu litlu og
dansaði við hana „tarantella” þarna
á ganginum. Síðan setti hann hana
á kné sér og mælti nú af munni
fram hið alkunna ljóð, Katarína,
sem mér tókst að skrifa niður jafn-
harðan. Þetta ljóð hefur oft verið
prentað og lítið breytt. Hér er
fyrsta erindið:
Komið allir Caprísveinar.
Komið. Sláið um mig hring,
meðan ég mitt kveðjukvæði
um Katarínu litlu syng.
Látið hlæja og gráta af gleði
gítara og mandólín.
Katan'na, Katarína.
Katarína er stúlkan mín.
Daginn eftir kvöddum við Caprí
og héldum til Rómaborgar. Þar
skildu leiðir.”
MORGUNBLADlÐ SUNN'UDAGUR 27. ÖKTÓRKK 19Í)1 C 3
Davíð Stefánsson skáld.
Úr dagbókum Ríkarðs
Þessi nákvæma frásögn Ríkarðs
hér á undan er byggð á dagbókum
hans. Hann hélt dagbækur eftir að
hann náði fullorðinsaldri. Þegar ég
heimsótti dætur hans á Grundar-
stíginn á dögunum fékk ég að
glugga í nokkrar af dagbókum
hans. Þær bregða upp mynd af
gamansömum eljumanni, sem lifir
og starfar í „faðmi íjölskyldurmar”,
ef svo má segja. Sem dæmi um
þessi skrif Ríkarðs getum við borið
niður þann 28. október 1954:
Besta veður.
Sá dagur fór allur eða semsagt,
í það að skrifa eftirmæli um Einar
Jónsson myndhöggvara. Sá átti það
nú skilið.
Föstudagurinn 29 okt. 1954.
Ágætt veður. Byijað að móta
sýslumannshjónin í Dölum vestur.
Þorstein Þorsteinsson og frú hans.
Sátu þau bæði fyrir þann dag.
Skriftir um kvöldið og stúss.
Laugardagur 30. okt. 1954.
Blíðviðri. F. hád. mótuð sýslu-
mannsfrúin. E. hád. Minningarat-
höfn Einars Jónssonar. Þar var
samankomið allt mesta stórmenni
lands vors hér syðra og prúðbúið.
'Ég gleymdi jarðarfararhálsklútn-
um hvíta, fékk snuprur hjá frúnni
sem lagt hafði trefilinn hjá fötunum
að vanda. Fékk þó uppreisn mála
minna því að mörg helstu stór-
mennin, m.a. öll ríkisstjórnin að
forsætisráðherra undanskildum,
var hálsklútslaus, ítem full helft
annarra stórmenna m.a. Jóhannes
Kjarval, og varð ég því feginn og
snöri ánægður heimleiðis.
í þetta sinn varð ég þess var,
að eftir að fólk fer að reskjast og
komið á hningnunaraldur þyrfti
maður að sjá það helst einu sinni
á ári, annars orkar hin hraða hnign-
un lýðsins óþægilega á jafnaldrana.
„Nú já, svona ert þú þá sjálfur.”
Um næstu daga eftir minningar-
athöfnina segir Ríkarður: „Unnið
alla dagana að mótun sýslumanns-
hjónanna í Dölum. Jóhann Bjarna-
son, sem vinnui' hjá mér, hefir
mest unnið að beinsmíði og undir-
búningi nýrra smíða. I gærkvöldi
fórum við Jóhann á Ferðafélags-
fund. Vísu dagsins kenndi mér Þ.Þ.
sýslumaður:
Byggði heila borg og laug
. breiðdr, hnappaglaður.
Sperrtur einsog hani á haug
Hafstein sýslumaður.
„Pabbi hafði mikinn áhuga á
vísum og vísnagerð og var sjálfum
mjög létt um að yrkja,” segir Olöf
Ríkarðsdóttir þegar ég rétti henni
dagbókina sem ég var að skrifa
upp úr. „Kveðskapurinn var sam-
eiginlegt áhugamál hans og séra
Árna Þórarinssonar, sem var ná-
granni okkar. Hann kom á hveijum
degi og bankaði og sagði: „Er hann
við,” jafnvel þó pabbi kæmi sjálfur
til dyra. „Æ, ert það þú, elskan,”
sagði hann þá. Þeir ræddu margt
saman hann og pabbi. Einu sinni
spurði pabbi séra Árna hvort hon-
um hefði ekki þótt Guðrún nokkur
Steinsen ákaflega lagleg. Sú kona
var annáluð fyrir fegurð. „Nei, lag-
leg kona hún Guðrún. Nei, það
fannst mér ekki,” svaraði séra Árni.
„Hún var bara ægifögur. Hún var
drottning, hún var gyðja, hún var
fegursta kona á jörðu og þó víðar
væri leitað. Það er ég alveg viss
um. Hún var bara vansköpuð af
fegurð.”
Ríkarður Jónsson setti mikinn
svip á samtíð sína. Hann kynntist
blómanum af samtíðarmönnum sín-
um og sumir þeirra voru tíðir gest-
ir á heimili hans. Margir sóttu hann
líka heim í sumarbústaðinn sem
hann reisti í Hveragerði. „Fyrst
áttum við reyndar sumarbústaðinn
Hlíðarenda, sem stóð á mótum
Langholtsvegar og Laugarásvegar.
Þá var nánast engin byggð á því
svæði nema örfáir sveitabæir,” seg-
ir Ásdís. „Mamma var með okkur
börnin í sumarbústaðnum alla vik-
una, en pabbi kom upp eftir á
kvöldin. Hann kom hjólandi og
þegar hann kom upp fyrir Tungu
hóaði hann, þá vissum við að hann
var að koma. Eftir að hann veiktist
árið 1930 varð efnahagurinn svo
þröngur að hann neyddist til að
selja Hlíðarenda.
Þegar hagur foreldra okkar fór
að vænkast á ný byggðu þau bú-
stað í Hveragerði í félagi við Georg
föðurbróður okkar. Við vorum fyrst
til að byggja við Frumskóga,'
„Skáldagötuna,” en svo var gatan,
sem bústaðurinn stóð við, síðar
nefnd. Nokkru seinna byggði Krist-
mann Guðmundsson sér hús á
næstu lóð við okkar. Svo risu húsin
þar eitt af öðru. Nágrannar okkar
voru m.a. Gunnlaugur Scheving
málari, skáldin Jóhannes úr Kötl-
um, séra Gunnar Benediktsson,
séra Helgi Sveinsson, málararnir
Kristinn og Höskuldur Bjömssynir,
Árni Björnsson tónskáld og síðast
en ekki síst Kristján frá Djúpalæk
skáld. Við hann hafði pabbi nær
daglegt samband þegar við vorum
fyrir austan. Þeir kváðust á og
skemmtu sér hið besta. Eitt sinn
gaf mamma Kristjáni kleinu út um
gluggann, þá kvað hann:
Ut um gluggann gaf hún koss og kleinu
kvað hún Ríkharð skipta það ei neinu.
Lífinu í sumarbústaðnum lýsir
Ríkarður í dagbókum sínum. Þann
6. ágúst 1954 er gestur dagsins
Jónas Kristjánsson læknir „sem nú
er á níunda tug og stendur í stór-
ræðum hér í Hveragerði, sem sé
byggingu Náttúrulækningabygg-
ingar. Sá er ekki kjarklaus. Flestir
eru dauðir á hans aldri, ef ekki lík-
legum þá andlegum dauða.”
Tíunda ágúst 1954 var „norðan-
sveljandi” í Hveragerði. „Um þrjú-
leytið komu heldur en ekki gestir.
Allt í einu brölti séra Jakob Jóns-
son inn um hliðið ásamt konu sinni
og með Erling smið á Norðfirði og
Guðlaugu konu hans Sigurðardótt-
ur í Miðhúsum við Djúpavog. Varð
þar hinn mesti fagnaðarfundur við
þau Norðfjarðarhjónin, sem eru
bæði einhver þau skemmtilegustu
á jörðu, og þó víðar væri leitað.
Lauga í Miðhúsum var vinnukona
hjá okkur Maríu á Hverfisgötu 47,
sennilega veturinn 1918 og 19.
Hún var einn hinn mesti áfloga-
belgur. Ég held að Lauga hafi ver-
ið minnst vexti þeirra stúlkna og
kvenna sem ég flaugst á við hér
áður fyrr, en líka sú sterkasta, ótrú-
lega harðsýld. Hún rauk á mig
umsvifalaust, þó hún sé nú 54 ára
en ég 66. Nú fannst mér muna
miklu meir á kröftum okkar en
áður var, því ég keyrði hana upp
að vegg með annnarri hendi og
hélt henni þar fastri þar til hún
beiddist vægðar.”
Hægt að endurskapa heimili
Ríkarðs
Daginn eftir áflog Laugu í Mið-
húsum og Ríkarðs átti dóttursonur
hans afmæli. Ekki gleymir dagbók-
in þeim atburði. Vísa dagsins er:
Breiðleitur með bros á kinn
blessaður litli frændi minn
Þorsteinn sterki stúfurinn
streymi að þér farsældin.
Ári áður fekk bróðir Þorsteins
þessa afmælisvísu:
Elsku litli ljúfurinn
lukkan skal þér hreykja.
Vertu eins og afi þinn
engin Kanasléikja.
Ríkharður Pétursson, sem átti
seinni vísuna, var í áhöfn norska
víkingaskipsins Gaia er það sigldi
til Ameríku nú í sumar.
Verk Ríkarðs Jónssonar voru um
áratuga skeið snar þáttur í íslensku
menningarlífi. Hann mótaði myndir
manna og skreytti hýbýli þeirra.
Skömmu fyrir árið 1980 var sam-
þykkt af hálfu borgaryfirvalda í
Reykjavík að leita eftir kaupum á
húsi hans að Grundarstíg 15 með
það fyrir augum að koma þar upp
safni yfir verk hans. „Það væri
hægt að gera húsið hér því sem
næst alveg eins og það var þegar
pabbi bjó hér og starfaði,” segja
þær systur Ásdís og Olöf Ríkarðsd-
ætur. „Mest allt af húsgögnum
•hans og húsmunum er til. Einnig
eigum við öll hans áhöld og verk-
færi, fjölmargar teikningar, út-
skurð og höggmyndir. Sumt af
þessum verkum, sem margir hafa
erft, hefur safni um hann verið
ánafnað. Már bróðir okkar, sem var
arkitekt, teiknaði og sá um bygg-
ingu viðbyggingar við húsið hérna,
þar sem pabbi hafði vinnustofu
sína. Þar mætti hafa sýningarsal
þar sem sýnd yrðu verk eftir pabba,
Finn bróður hans og jafnvel unga
listamenn. Hér gæti líka verið góð-
ur kennslustaður fyrir upprennandi
útskurðarmenn. Meira að segja
flygillinn hennar Ásdísar gæti verið
í sýningarsalnum,” segir Ólöf.
Ásdís er píanókennari og kennir-
við Tónlistarskólann á Akranesi.
Ólöf hefur í fjölmörg ár starfað á
skristofu Sjálfsbjargar og setið í
stjórn þess félagsskapar.
Ríkarður Jónsson hefur með
verkum sínum orðið nátengdur
ýmsu því í íslensku þjóðlífi sem
okkur er kært. Myndir hans af
okkar þekktustu mönnum standa
víða, meðal þeirra er stytta af
Tryggva Gunnarssyni í garði Al-
þingishússins. Skjaldarmerki okkar
Islendinga teiknaði Ríkarður Jóns-
son þegar landið fékk fullveldi árið
1918, en því var breytt lítillega við
lýðveldisstofnunina. Árið 1953
færði íslenska ríkisstjórnin Samein-
uðu þjóðunum fundarhamar að gjöf
sem Ríkarður gerði, annan til gerði
hann fyrir Norðurlandaráð. Hann
hefur skorið manna mest út af
kirkjumunum á íslandi. Til er
skrá sem Ríkarður tók saman yfir
alla þá skírnarfonta, predikun-
arstóla og sálmatöflur sem til eru
eftir hann. Meðal kirkjumuna hans
má nefna kristlíkneskið í Bessa-
staðakirkju. Þegar allt þetta er
haft í huga er varla annað hægt
en að taka undir hin hógværu orð
dætra hans: „Okkur finnst að það
mætti sýna minningu hans meiri
ræktarsemi.” Það væri vissulega
gaman að eiga þess kost að skoða
sem flest verk Ríkarðs Jónssonar
á þeim stað sem þau voru hugsuð
og sköpuð.