Morgunblaðið - 27.10.1991, Side 19
MÖRGUNBLÁÐIÐ
MENNINGARSTRAUMAR sdIHudá
l27. OKTÓBER 1991
19
I
DÆGURTÓNLIST
Eru Frakkamir örugglegafamir?
Villt stemmning Les Sattelites
Hápunktur og hnig
LOKASPRETTURINN í franskri rokk-
hátíð var 16. og 17. sl. þegar Les Sattelit-
es og Babylon Fighters og Manu Dibango
með Soul Makossa-sveit sinni léku í Hót-
el Islandi. Þar mátti sjá enn aðrar liliðar
á franskri dægurtónlist en Amnina fyrr
í sumar og Les Negresses Vertes og
Salif Keita á síðustu Listahátíð.
sér og mun afrísk-
ari en sveit Salifs. Gaman
væri að fá Manu aftur
hingað til lands og þá á
Listahátíð, þannig að lokka
mætti fleiri á tónleika með
honum. Lötum má benda á
að mikið er til að plötum
með honum hér á landi um
þessar mundir.
Frönsku sveitirnar tvær,
Babylon Fighters og Les
Sattelites, sem tróðu upp
17., eru að sögn nokkuð
dæmigerðar fyrir þá gerjun
sem á sér stað í frönsku
poppi. Ekki virðist það þá
vera ýkja spennandi, sé
Hápunktur þessarar
frönsku hátíðar var
tónleikar kamerúnsk/fr-
anska tónlistarmannsins
Manus Dibangos í Hótel
Islandi.
Ekki voru
ýkja
margir
áheyrend-
ur, eitt-
hvað á
eftir Árnn
Matthíasson
milli
3-400,
og því
margir sem misstu af bestu
afrísku sveit sem hingað
hefur komið. Manu sjálfur,
sem sannaði rækilega hve
mikill yfirburðamaður
hann er á saxófóninn, lék
á als oddi og höfðu við-
staddir Frakkar, sem sögð-
ust oft hafa séð hann spila
í París, ekki hafa séð hann
eins góðan og þetta kvöld.
í hljómsveitinni var og
hvert rúm vel skipað, því
hvaða sveitarmeðlimur sem
er virtist geta staðið einn
í framlínunni. Eftirminni-
leg er frábær söngkona,
sem söng bakraddir, en
hún fékk að spreyta sig ein
í upphafi. Samanborið við
Salif Keita var Manu með
yfirburða hljómsveit með
eitthvað að
marka Babylon Fig-
hters, því sú sveit vakti
ekki mikla hrifningu; til
þess var tilgerðin fullmikil.
Hún átti þó ágæta spretti,
án þess þó að ná sér á flug.
Les Sattelites var öllu
skemmtilegri sveit; þar
gekk allt út á villta
stemmningu og áheyrend-
ur kunnu vel að meta ham-
aganginn, en sveitin hélt
mönnum við efnið fram á
rauða
nótt.
Næsta skref er
að íslensk sveit heldur utan
til að leika á tónleikum í
París í febrúar á næsta ári
á norrænni rokkhátíð þar
sem fram koma ein sveit
frá hverju Norðurlandanna
auk einnar sveitar frá
hverju Eystrasaltsríkjanna.
Tilgerð Babylon
Fighters
Síðustu fregnir herma þó
að tveimur sveitum hafi
verið boðið frá íslandi, en
of snemmt er að segja um
'hvort af verði. Ef marka
má það sem boðið var upp
á frá Frakklandi í þessari
lotu, eiga íslenskar sveitir
fullt erindi á Frakklands-
markað, ekki síður en
franskar á íslandsmarkað.
Ljósmynd/Björg SveinSdóttir
Sigurjón Axelsson
Aðeins
eitt líf
SJÁLSVIG ungmenna
hafa aukist mjög síðustu
misseri og næstkomandi
fimmtudag verða minn-
ingartónleikar helgaðir
baráttunni gegn sjálfsvíg-
um ungmenna undir yfir-
skriftinni Aðeins eitt líf.
Tónleikarnir eru til minn-
ingar um tvo tónlistar-
menn, þá Jón Finn Kjart-
ansson og Sigurjón Axels-
son og verða haldnir í
Menntaskólanum við
Sund og hefjast kl. 20.00.
Hljómsveitirnar sem
fram koma eru ís-
lenskir tónar, Formaika,
Babalú og Stripshow, en
einnig kemur fram kassa-
gítardúóið Lipstick Lovers,
sem Sigursjón var í er hann
lést. Með flestum tónlistar-
mönnum í þessum sveitum
starfaði Siguijón og Jón
Finnur með sumum, en
sveitirnar hyggjast leika lög
eftir Siguijón meðal annars.
Einnig verða flutt ljóð. Að-
gangseyrir rennur til for-
varnarstarfs gegn sjálfsvíg-
um unglinga.
Morgunblaðið/Sverrir
TODMOBILE UM LANDIÐ
TODMOBILE hefur ekki
gert ýkja mikið af því
að spila úti á landi, enda
óhægt um vik, þar sem
tónlist sveitariimar kall-
ar á mikið umstang. Um
þessar mundir er
Todmobile þó á ferð um
landið, því sl. fimmtudag
hóf sveitin þriggja vikna
för sína með miklu stil-
standi.
T
A
•i
'M
. í
Angurværð Þórir Baldursson, Sinika Langeland, Gísli Helgason og Herdís Þor-
valdsdóttir.
Einfaldleikinn er bestur
GÍSLI Helgason hefur selt
fleiri plötur en margur sem
hefur hátt, bæði einn síns
liðs og með sveit sinni
Islandicu. Á næstunni
kemur út platan Heimur
handa þér, sem fyrirtæki
Islandicu, Fimmund, gefur
út og á eru alls fjórtán lög,
þar af tvö sungin.
Gísli sagði lengi hafa stað-
ið til að gera sólóplötu,
en það hefði ekki gefist tími
til fyrr en í vor að hann fékk
Þóri Baldursson til liðs við
sig í útsetningar og upptöku-
stjórn. „Við Þórir náðum
saman í júlí og segja má að
allar útsetningar hafi verið
tilbúnar í september. Okkar
samstarf gekk því mjög vel.
Mér finnst Þórir einstakur
tónlistarmaður og ég gæti
ekki hugsað mér betri mann
að vinna með."
Fjölmargir leggja Gísla lið
á plötunni og má þar nefna
norsku tónlistarkonuna Sikn-
iku Langeland, sem leikur á
kantele, sem er finnsk harpa.
Fyrirmyndin að henni er
2000 ára gömul.
Gísli segist ekki afkasta-
mikill lagasmiður, lögin hafi
orðið til á löngum tíma. „Á
plötunni verða lög sem ég hef
spilað lengi og þótt vænt um,
en ég er ekki þurrausinn.”
Uppáhaldslög á plötunni seg-
ir hann Síðasta súmarið, sem
er tileinkað Guðmundi Ing-
ólfssyni, Ég er að leita þín,
sem Eyjólfur Kristjánsson
syngur, og Ástarljóð á sumri,
sem Sinikka leikur í.
Platan er angurvær, ert þú
mjög angurvær?
„Það má kannski segja
það, heildarsvipur plötunnar
er mjög blíður, en það eru
fjörkippir á milli. Ég er ekki
þekktur fyrir að spila þúsund
nótur á mínútu, mér finnst
einfaldleikinn alitaf bestur.
Við blokkflautuleikarar segj-
umst syngja á blokkflautu og
það er gott að túlka tilfinning-
ar með henni. Þess vegna
nota ég flauturiá til að túlka
meðal annars gleði og djúpa
sorg.”
Sett verður saman hljóm-
sveit til að kynna plötuna, sem
í verða auk Gísla Herdís Hall-
varðsdóttir og Þórir Baldurs-
son meðal annarra og verða
útgáfutónleikar á Púlsinum
14. nóvember.
Fyrstu tónleikarnir voru
á Akranesi, en á
næstunni leikur sveitin
sem hér segir:
Nk. þriðjudag, 29. októ-
ber, á Blönduósi, 30. á
Sauðárkróki, 31. á Akur-
eyri og einnig 1. og 2. nóv-
Útgerð Todmobile
ember þar, 4. á Ólafsvík,
5. á Húsavík, 6. á Nes-
kaupstað, 7. á Egilsstöð-
um, 12. á Selfossi, 15. í
Vestmannaeyjum og ioka-
tónleikarnir verða í Kefla-
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
vík 22. nóvember. Eftirþað
taka svo við tónleika syðra
til að kynna væntanlega
breiðskífu sveitarinnar,
Óperu, sem kemur út um
miðjan næsta mánuð.
HAMMYND
ROKKSVEITIN Ham hélt
tónieika fyrir skemmstu í
Duus og voru tónleikarnir
hljóðritaðir fyrir útgáfu.
Á undan sveitinni lék
dauðarokksveitin góð-
kunna Sororicide.
Að sögn Óttars Proppé,
forsöngvara Ham, er
í smíðum kvikmynd um tón-
leikaferð sveitarinnar til
Hafna, en Hafnir hafa orðið
hljómsveitarmönnum áleitið
Ham
Kvikmynd
væntan-
leg.
yrkisefni. Stefnt er að því
að kvikmyndin verði gefin
út á myndbandi fyrir jól, en
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
einnig verður gefín út
snælda með tónlistinni ef
allt fer að óskum.