Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 Leikendur og leikstjóri á æfingu í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu: „Maðurinn sjálfur undur stærst” HÁTÍÐARDAGSKRÁ verður flutt á stóra sviði Þjóðleikhússins næstkomandi miðvikudag-skvöld í tilefni af útkomu allra rit- verka enska skáldsins Williams Shakespeare i þýðingu Helga Hálfdánarsonar og þýðingu hans á forngrísku harmieikjunum, sem gefnir voru út um síðustu áramót. Leikstjóri sýningarinnar er Helga Bachmann. Einungis verður um eina sýningu að ræða og verður aðgangur ókeypis. Dagskráin ber yfirskriftina Maður- inn sjálfur er undur stærst, sem sótt er í texta Sófóklesar. Fluttir verða kaflar úr Antig- ónu eftir Sófókles, Kaupmannin- um í Feneyjum, Draumi á Jóns- messunótt, Ríkharði II., Hinriki IV., Ríkharði III. og ljóð Sha- kespeare. Leikendur sem taka þátt í sýningunni eru Arnar Jóns- son, Edda Heiðrún Bachmann, Erlingur Gíslason, Helgi Skúla- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ró- bert Arnfinnsson, Sigurður Siguijónsson og Örn Árnason. Þá flytja Kolbeinn Bjarnason og Pétur Jónasson tónlist eftir ís- lenska höfunda við verk Sha- kespeare. Þjóðleikhúsið: Bygging^mcfnd reiknar með 1850 milljóna viðgerð Byggingarnefnd Þjóðleikhússins hefur gert áætlun um framhald viðgerða á húsinu. Gert er ráð fyrir að um 1060 rhiljónum verði varið til verksins til viðbótar við þær 740 sem viðgerðirnar hafa þegar kostað. Samkvæmt áætlun nefndarinnar mun heildarkostnaður við viðgerðir á Þjóðleikhúsinu því verða um 1850 milljónir. Nefndin legg- ur til að 120 milljónum verði varið til verksins á næsta ári en upphæð- in fari stigvaxandi næstu 3 ár á eftir. Friðrik Sophusson, fármálaráð- herra, segir að honum hafi ekki verið kynntar tillögurnar. Hann hafi einungis heyrt um þær í fjölmiðlum og vilji því ekki tjá sig um þær. Árni Johnsen, formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins, sagði að unnið hefði verið að fyrri hluta fyrsta áfanga viðgerða á húsinu síðasta vetur. Hefði þá verið gert við áhorf- endasal, hljómsveitargryfjur, Kristal- sal og 3. hæð fyrir 740 milljónir króna. í seinni hluta fyrsta áfanga sagði hann að fælist verulegur hluti af tækjabtyiaði hússins (m.a. loft- ræsting), 1. hæðin, breytingar á Þjóðleikhúskjallara, bygging lyftu og breyting á andyri vegna hreyfihaml- aðara. Þá væri í þessum hluta gert ráð fyrir byggingu tæknirýmis aust- an við húsið hálfpartinn neðanjarðar. Kostnaður við þennan hluta er sam- kvæmt áætlun byggingarnefndar- innar um 560 milljónir króna. Þá þarf samkvæmt gróflegri áætlun nefndarinnar 550 milljónir til viðbót- ar til þess að ljúka viðgerðum á hús- inu. Byggingarnefnd leggur til að við- gerðum verði lokið á 4 árum. Lagt er til að 120 milljónum verði veitt Tiltekin vítamín draga úr líkum á hjartasjúkdómum o g krabbameini NÝJAR rannsóknarniðurstöður benda til þess að neysla A-, C- og E-vítamína auk tiltekinna fitusýra geti dregið úr líkum á hjartasjúkdómum og krabba- meini. Rannsóknir á áhrifum þessara efna hafa verið stundað- ar um árabil og liggja fyrstu niðurstöður fyrir um þessar mundir. Umrædd vítamín finnast einkum í ávöxtum og grænmeti en fitusýrurnar m.a. í fiski. Guðmundur Þorgeirsson, hjarta- Aðalfundur Almenna bókafélagsins: Friðrik Friðriksson tók sæti í stjórn AB öruggar greiðslur á eftirstöðvunum. Oli Bjöm Kárason, framkvæmda- stjóri AB, sagði að unnið væri að, samningum við kröfuhafa og það kæmi í ljós í næstu viku þegar nauðasamningar verða lagðir fram hvort það tækist. Á AÐALFUNDI Almenna bóka- félagsins á föstudag voru tillögur stjórnar félagsins um að færa niður hlutafé um 95% og auka það um 40 milljónir kr. sam- þykktar. Stjórn félagsins var endurkjörin að því undanskildu að Friðrik Friðriksson hagfræð- ingur tók þar sæti í stað Davíðs Ólafssonar. Hópur athafnamanna undir for- ystu Friðriks hafði gert félaginu tilboð um hlutafjárframlag gegn því að hlutafé yrði fært niður um 95% og farið yrði í lögformlega nauða- samninga þannig að almennum kröfuhöfum verði boðið að fella nið- - ur um 75% af kröfum sínum en fá Hundarnir fundu manninn Ranghermt var í blaðinu í gær að björgunarsveitarmenn á Selfossi hefðu fundið manninn, sem týndist þar s.l. fimmtudag. Hið rétta er að það voru menn úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði með tvo leitar- hunda, sem fundu manninn. Höfðu undarnir rakið slóð mannsins 4 «i ícíO. læknir á Landsspítalanum, segir að ekki séu öll kurl komin til graf- ar en rannsóknarniðurstöður sem fram hafa komið á síðustu árum bendi til þess að nokkrar tegundir vítamína, sem einkum finnast í ávöxtum og grænmeti, stuðli að því að vinna gegn æðakölkun. „Þetta snýst um oxun á kólester- olríkri sameind sem hrindir æða- kölkun af stað öðru fremur,” sagði Guðmundur. „Ýmsar athyglisverð- ar rannsóknarniðurstöður benda til þess að C-, E- og A-vítamín geti komið í veg fyrir að þessi sameind oxist og þar með dregið úr skaðleg- um áhrifum hennar á æðavegg- inn.” íslendingar hafa að undanförnu tekið þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á vegum Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar á tíðni kransæðastíflu og áhættuþáttum kransæðásjúk- dóma. „Bæði tilraunaniðurstöður og faraldsfræðilegar benda til þess að neysla þessara fæðutegunda geti skipt máli, en umrædd vítam- ín finnast fyrst og fremst í ávöxt- um oggrænmeti,” sagði Guðmund- ur. Hann benti á að könnun Mann- eldisráðs á manneldi íslendinga sýndi fram á að C- og E-vítamínn- eysla þjóðarinnar væri í lægri kant- inum þar sem hún borðaði helst til lítið af grænmeti og ávöxtum. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir á rannsóknarstöð Hjartaverndar, lagði áherslu á að auk A-, C- og E-vítamína hefðu ýmsar fitusýrur, svokallaðar omegasýrur sem finnast m.a. í fiski, þessi áhrif. Hann sagði að ekki lægi eins ljóst fyrir hvernig þessi efni ynnu gegn myndun krabbameins en komið hefði í ljós að þeir sem neyttu A-vítamíns fengju vissa vemd gegn krabbameini, t.d. í ristli. til viðgerðarinnar á næsta ári en síð- an stigvaxandi á fjórum árum. Árni sagði að tillögur byggingarnefndar byggðu á ástandi hússins og mati færustu sérfræðinga landsins í að meta og áætla slíka hluti. Tillögurn- ar verða lagðar fyrir fjárlaganefnd og ríkisstjórnina. -------♦ ♦ ♦------- Greiðslu- stöðvun Guðjóns Ó framlengd PRENTSMIÐJUNNI Guðjón Ó hf. var veitt framlenging á greiðslustöðvun til tveggja mán- aða frá 23ja nóvember að telja, samkvæmt úrskurði skiptaráð- andans í Reykjavík. Á þeim mánuði sem liðin er af greiðslustöðvunartímanum unnið er við gerð skuldaskilsamninga og mun kröfuhöfum verða kynntir samningarnir fyrir miðjan desem- ber nk. „Rekstur félagsins hefur gengið vel sem af er greiðslustöðvun og rekstrarárangur meiri en ráð var fyrir gert. Skilyrði fyrir væntanleg- um samningum, er að söfnun hluta- fjár sem í gangi er takist og sú hagræðing í rekstri sem unnið er að skili árangri,” segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. ♦ ♦ ♦ Laust embætti í Hæstarétti BJARNI K. Bjarnason hæstarétt- ardómari hefur að eigin ósk fengið lausn frá embætti frá næstkomandi áramótum. Dómaraembætti við Hæstarétt íslands hefur því verið auglýst laust til umsóknar og rennur umsóknar- frestur út 10. desember næstkom- andi. Annríki hjá ísnó í Kelduhverfi Hraunbrún, Kclduhverfí. UNDANFARNAR vikur hefur verið unnið við slátrun á laxi 2-3 daga í viku að jafnaði hjá Isnó í Kelduhverfi. Þar að auki er hrognataka hafin og hafa nú þegar fengist um 420 lítrar af hrognum. Alls er búið að slátra um 250 stofni kynþroska eftir þrjú ár í sjó. tonnum af laxi hjá ísnó í Keldu- hverfi á þessu ári og hefur laxinn verið fluttur mest til Ameríku. Á sláturdögum hafa á milli 15 og 20 manns vinnu hjá fyrirtækinu, bæði konur og karlar. í síðustu viku hófst hrognataka og hafa nú fengist 350 lítrar af hrognum úr laxi sem verið héfur tvö ár í sjó. ísnó hefur einnig unn- ið að kypbótum á laxi úr Laxá í Aðaldal ó'g er.nú allnokkuð af þeim Þykir laxeldismönnum þó nokkur akkur í að geta alið laxinn þetta lengi áður en kynþroska verður vart. Innan skamms hefst hrognataka úr norskum laxi sem ísnó flutti inn á sínum tíma, og eru nú í fyrsta sinn kreistar tvær kynslóðir í einu af þeim stofni. Vonir standa til að 2-3.000 lítrar fáist af hrognum hjá ísnó á þessum vetri. - Inga Kreisting hjá ísnó. Morgunblaðifl/Ingvcldui' Árnadóáir mmx’tm i ■ mtmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmiwm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.