Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 17 því að hann gangi áfram eins og hann hefur gengið þegar búið er að taka upp auðlindaskatt og veiðileyfa- gjald, sem ákveðnir aðilar boða nú, meðal annarra ritstjórar Morgun- blaðsins. Ef veiðileyfagjald og auð- lindaskattur verða tekin upp, verður jafnframt tekið upp styrkjakerfi hér á landi því þegar staðir úti á lands- byggðinni geta ekki lengur leyst út kvótana sína, verða þeir auðvitað látnir hafa peninga tíl þess að leysa þá út. Gjörgæslumennirnir í Reykja- vík sjá til þess,” segir Gísli Jón og bætir við: „Þú veist að það þýðir ekkert að hafa deyjandi sjúklinga á gjörgæslu alla tíð og árum saman og Matthías Bjarnason og banka- stjórana sem yfirgjörgæslustjóra. Það á annaðhvort að leyfa deyjandi sjúklingum að deyja í friði eða þá að strika út skuldir þeirra og fá nýja heimamenn til þess að stýra fyrir- tækjunum ef hinir eru ekki færir um það. Og svo á hið opinbera að láta sjávarútveginn í friði. Eitt er það sem útgerðarmenn hugsa töluvert um þegar ákvörðun er tekin um það hvar leggja skuli upp, að sögn Gísla Jóns, og það er það hvenær aflinn fæst borgaður. „Innlendir og erlendir fiskmarkaðir eru öruggir hvað þetta atriði snertir, en því miður er ekki það sama hægt að segja um vinnsluna hér heima. Greiðslur vilja dragast svo mánuðum skiptir. Það kann jafnframt að skjóta nokkuð skökku við að við erum farn- ir að sjá fleiri krónur fyrir færri tonn. Menn eru einfaldlega farnir að gera meiri verðmæti úr afla sínum en áður og mun minna af físki er hent nú en áður. Reynt er að gera verð- mæti úr öllu því sem inn fyrir borð- stokkinn kemur, nú á þessum síðustu og verstu tímum," segir Gísli Jón. SAMKEPPNIÁ JAFNRÉTTISGRUNDVELLI „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að hvaða atvinnustarfsemi sem er á íslandi njóti jafnræðis við þá atvinnu- grein, sem hún er að keppa við er- lendis,” segir Bjartmar Pétursson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Skerseyri í Hafnarfirði. „Ef útgerðin ætlar að hámarka,tekjur sínar, á hún að vinna með fiskvinnslunni í iandinu svo við komumst sem fyrst inn á ferskflakamarkaðina á jafnréttis- grundvelli. Þannig getur fiskvinnslan borgað meira fyrir hráefnið hér heima, útgerðarmanninum í hag. „Evrópubandaiagið hefur verið að múra íslenska fiskvinnslu inni í toll- amúrum og vegna þess óréttmætis, sem tollamir skapa, hafa menn verið með þá kröfu að öllum afla skuli landað heima, að minnsta kosti á meðan þetta ójafnvægi ríkir. EES- samningar breyta heilmiklu, en spurningin er hvort íslenskir fisk- verkendur geta beðið í heila þrettán mánuði. Meðalverð á þorski á ís- lensku mörkuðunum fyrstu tíu mánuði ársins hefur verið 92 krónur á kg, en meðalverð á þorskflökum í Bretlandi á sama tíma er nálægt því að vera 420 krónur á kg Af því þarf að greiða 18% toll sem þýðir um 76 króna toll á hvert kg. af ferskum þorskflökum og ef nýting þorsksins er um það bil helmingur, þá þýðir þetta að greiða þarf 38 krónur á hvert framleitt hráefniskíló í tolla. íslenska fiskvinnslan kemst ekki inn á ferskflakamarkaðina vegna tolla- múrsins. Á sama tíma er meðalverð- ið fyrir heila fiskinn ef siglt er eða sett í gáma um 145 krónur í Bret- landi og þá þarf aðeins að borga 3,7% toll eða 5 krónur og 40 aura á hvert kg. Og á meðan slíkt ójafn- vægi ríkir og á meðan Evrópubanda- lagið hefur svona háa innflutning- stolla á unninni vöru, þá segi ég að við eigum að landa öllum okkar fiski heima til þess að fá þessa tolla niður- fellda. Óviðunandi er að íslensk fisk- vinnsla þurfi að búa við 30% óhag- ræði. Við getum ekki keppt á jafn- réttisgrundvelli við slíkan tollmúr,” segir Bjartmar. „Þó tollar falli niður eftir EES, þá hafa Evrópubandalagslöndin ekki samþykkt að fella niður ríkisstyrkina sína í fiskiðnaðinum. Ég tel að eftir EES muni útflutningur í gámum leggjast af vegna þess að við getum í auknum mæli farið að fljúga út með fersk flök sjálfir og þannig keppt á jafnari grundvelli en við gerum í dag. Við þurfum þó, eftir sem áður, að keppa við ríkisstyrki Evrópuband- FRÖNSK VEISLA f ÓÐINSVÉUM OG PERLUNNI alagsþjóðanna, en þess má geta að þeir einir samsvara þeirri kvóta- skerðingu sem útgerðaraðilar verða fyrir þegar þeir flytja út óunnið. Evrópubandalagslöndin viðhalda rík- isstyrkjum fyrst og fremst til þess að viðhalda vinnu í þessurn löndum vegna þess að þau eiga ekki veiði- rétt sjálfír. Ef við ætlum að sætta okkur við þessa aðferð þeirra, þá hlýtur það að leiða til þess að við sjáum fram á það að við höfum ekki lengur vinnu fyrir okkar fólk hér heima. Og þá verður ekki lengur neinn fiskiðnaður til í okkar eigin landi. Við verðum að bera gæfu til þess að sjá til þess að okkar fisk- vinnsla njóti jafnræðis á við erlenda fiskvinnslu, að minnsta kosti þegar um er að ræða vinnslu úr íslensku sjávarfangi. Þetta er spurning um undirgefni og frá mínum bæjardyr- um séð, snýst málið um það hvort við ætlum að hafa fiskvinnslu á Ís- landi eða ekki og hvort íslensk stjórn- völd, sem ekki hafa til þessa þorað að móta stefnu vinnslunnar, ætla að þora að segja að við viljum hafa jafn- ræði á við erlendu vinnsluna. Fórnar- kostnaður undanfarinna ára er nú farinn að sjást um allt land. Fersk- fiskútflutningur íslendinga er nú far- inn að keppa við okkur sjálfa erlend* is, en ég trúi því að sú starfsemi, sem nú fer fram í Hull og Grimsby, færist heim eftir að EES-samningur- inn verður að veruleika,” segir Bjartmar. BOÐ OG BÖNN EKKI FARSÆL „Ég er alfarið á móti því að allur afli sé lögskipaður inn á heimalöndun sem yrði rosalegt áfall fyrir marga útgerðarmenn. Eftir því sem fleiri boð og bönn eru viðhöfð innan sjávar- útvegsins, þeim mun minni lífslíkur eru í greininni. Það er ekki hægt að svipta menn öllu fijálsræði,” segir Guðjón Þorbjörnsson, framkvæmda- stjóri gámaútflutningsfyrirtækisins Hrellis á Höfn. „Ef krafan um heima- löndun verður að veruleika, sé ég framtíðina hér á Hornafírði fyrir mér þannig að fiskiðjurnar munu eiga skipin sem hér koma til með að landa. Onnur skip verða gerð út frá suð- vesturhorninu í nálægð við innlendu markaðina þar. Ég trúi því að hér fyrir austan eigi eftir að koma físk- markaður. Spurningin er hvenær af því verður. Persónulega vildi ég fyrst fá að sjá hvernig markaðurinn í Vestmannaeyjum fer af stað nú í seinna skiptið því að mínu mati verða markaðirnir að teygja anga sína út frá suð-vesturhorninu eins og kóng- ulóarvefur. Það er ekki nóg að setja bara upp markað, markaðarins vegna, heldur þarf að skapast þörf fyrir hann. Nægir kaupendur verða að vera á staðnum eða þá gott flutn- inganet af staðnum. Svipuð vega- lengd er á milli Reykjavíkur og Hafn- ar og er á milli Reykjavíkur og ísa- flarðar og eftir því sem mér hefur skilist, þá er fiskmarkaðsverð á Isafirði mun lægra en gengur og gerist á uppboðsmörkuðunum fyrir sunnan. Þannig er ekki ólíklegt að ætla að þó menn landi hér afla sín- um, vilji þeir láta bjóða hann upp annars staðar, en það kostar um tíu krónur á kg að senda fiskinn frá Höfn landleiðina til Reykjavíkur. Því fjær sem við erum frá suð-vestur- mörkuðunum, þeim mun minni möguleikar eru á hæsta verði sem býðst innanlands,” segir Guðjón. „Við erum að sjálfsögðu að hugsa um þjóðarhag þegar við viljum ekki láta fyrirtækin okkar verða gjald- þrota. Og það hugsar enginn um þjóðarhag sem ekki hugsar líka um sjálfan sig. Ef það á að setja blátt bann við útflutningi óunnins fisks á sama tíma og kvótinn fer minnk- andi, lifa menn ekki af. Þeir verða að gera allt til þess að þjarga sér. Fiskverð hefur hækkað gífurlega á undanförnum árum og ég held t.d. að það verð, sem fengist hefur á fisk- mörkuðunum í Englandi nú að und- anförnu fyrir ísfísk, skili okkur hærra nettóverði heldur en hefðbundnar frystihúsa- og sjófrystipakkningar. Sölurnar ytra hafa verið að skila 150 krónu nettóverði á kg fyrir þorsk og ýsu að undanförnu og er þá allur kostnaður meðtalin að undanskilinni kvótaskerðingu sem er um 20% þeg- ar flutt er út ferskt,” segir Guðjón. Dagana 21.-30. nóvember stendur yfir frönsk veisla í matargerðarlist í Perlunni á Öskjuhlíð og Óðinsvéum við Óðinstorg. Francis Fons, sem er fransk- ur matreiðslumeistari, mun hafa veg og vanda af mat- reiðslunni í Hótel Óðinsvé- um ásamt matreiðslumeist- urum hússins og munu þeir bjóða upp á ýmsa nýstár- lega, gómsæta rétti. í Perlunni verður á boðstól- um franskur matseðill, bæði úr klassíska og nýja, franska eldhúsinu. í tilefni frönsku veislunnar hafa franskir tónlistarmenn ásamt frönsku söngkonunni Margot Dobrzynski verið fengnir til landsins og munu þau koma fram og skemmta gestum Perlunnar og Óð- insvéa. Og þá er bara að drífa sig og upplifa stemmninguna. Gylfi Arnbjörnsson Þórólfur Matthiasson Asmundur Stefánsson Sigurlaug Sveinbjörnsd. FELAGSFUNDUR Þýðir hækkun lægstu launa verðbólgu? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um kjaramál að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 26. nóv. n.k. kl. 20.30. Þar verður m.a. leitað svara við eftirfarandi atriðum: * Hver hefur launaþróunin verið hér miðað við önnur lönd? * Hvert stefnir í þróun launabils milli kynjanna? * Hvernig virka umsamin laun á verðbólgu? * Eru lægstu launin það eina sem veldur verðbólgu? * Valda launahækkanir, sem vinnuveitendur ákveða einhliða, ekki verðbólgu? * Valda launagreiðslur í yfirvinnu ekki verðbólgu? * Veldurfjármagn, sem varið er í óarðbæra fjárfestingu ekki verðbólgu? Ræðumenn verða: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar Þórólfur Matthíasson, lektor Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í. Fundarstjóri: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, stjórnarmaður í V.R. Félagsfólk er hvatt til að mæta áfundinn. Verið virk í V.R. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR Metsölublað á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.