Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 HARALDUR ÓLAFSSON VAR RÚMAN ALDARFJÓRÐUNG Á KÓPAVOGSHÆLI EN BÝR NÚ EINN í LEIGUÍBÚÐ ÖRYRKJABANDALAGSINS, EKUR UM Á EIGIN BÍL OG STUNDAR NÁM í RAFIÐN VIÐ IÐNSKÓLANN Kristín Jónsdótt- ir þroskaþjálfi í vikulegri heim- sókn hjá Haraldi. Hann lagar kaffi og þau spjalla um það sem upp kemur í daglega lífinu. ÞROSKASAGA MANNS Eitt helsta áhugamál Haraldar eru tæki og takkar ýmiss konar, hann og saman aftur. Það tekur tíma, en það eftir Urði Gunnarsdóttur myndir: Arni Sæberg LÍF Haraldar Ólafssonar hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig. Þar hefur bjartsýni og þolin- mæði, endalaus þolinmæði, ráðið ríkjum og hefur ekki veitt af. Haraidur er spastískur og hefur unnið markvisst að því að skapa sér það líf og þær aðstæður sem hann sjálfur kýs. Til þess hefur hann yfirstigið ótal hindranir. Mér er sagt að hann sé samvinnu- þýður maður og það er tiginleiki sem oft hefur reynt á, á þeirri löngu göngu sem hófst þegar hann bjó á Kópavogshæli og hóf nám í Oskjuhlíðarskólanum. Nú er svo komið að hann býr í leigu- íbúð og er nemi í Iðnskólanum. Haraldi til aðstoðar er Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi, sem segir að saga hans sé dæmi um hvern- ig réttur stuðningur, samvinnu- vilji og dugnaður geti orðið til mikils góðs. Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Haraldur með móður sinni á Sólheimum í Grímsnesi en þar var hún kennari. Hún lést er hann var tveggja ára og stuttu síð- ar fluttist hann á Kópavogshæli, þar sem hann bjó næstu 26 árin, síðast á sambýli innan hælisins. „Á þessum tíma var að skapast mikil umræða í þjóðfélaginu um stöðu fatlaðra. 1981 var ár fatlaðra og meðal þess sem mikið var rætt, var að skapa þyrfti fötluðum eins eðli- legar aðstæður og mögulegt væri, að þeir ættu sitt heimili eins og aðrir.” Það er Kristín Jónsdóttir sem hefur orðið en Kristín er þroska- þjálfi og hefur unnið með Haraldi í tvö ár. Hún heimsækir hann reglu- lega og hringir í hann þess á milli. Til hennar getur hann svo alltaf leitað með þau vandamál sem upp kunna að koma í dagiega lífinu. Haustið 1982 þurfti Haraldur svo að gangast undir uppskurð á fótum og eftir sjúkrahúsleguna fór hann í endurhæfingu á Reykjalund. Það- an fluttist hann svo í sambýli fatl- aðra í Drekavogi í Reykjavík, þar sem hann bjó næstu átta árin. Það var þó ekki fyrsta skrefið á hinni löngu göngu Haraldar, því hann hafði nokkrum árum fyrr hafið nám í Öskjuhlíðarskóla. „Þar sem hann var einstæðingur, þótti eðiilegt og sjálfsagt að hann ælist upp á sólar- hringsstofnun. Hann átti erfitt með að tjá sig og með hreyfingar og var skilgreindur sem þroskaheftur þeg- ar hann var barn. Smám saman varð mönnum þó ljóst að hann gat vel lært, að hugur hans stóð til náms og að hann hafði kjark til að takast á við eitthvað nýtt,” segir Lára Björnsdóttir, sem á þeim tíma var félagsráðgjafi við Kópavogs- hæli. „Mér fannst það óneitanlega spennandi þegar möguleikinn á skólagöngu var fyrst reifaður við mig,” segir Haraldur. „Ög mig ór- aði sjálfsagt ekki fyrir því sem fylgdi í kjölfarið. Enda hefði mér tæpast litist á biikuna.” „Það er mikilvægt að ekki sé farið of geyst af stað, heldur farið skref fyrir skref. Miða verður við getu og hæfileika hvers og eins og einstaklingurinn verður að vera til- búinn að stíga næsta skref. Ef hann er það ekki, er hætta á að honum fallist hreinlega hendur,” segir Kristín. Eins og áður sagði, er Haraldur spastískur og styðst við tvær hækjur, finnst það þægilegra en að vera í hjólastól. Fötlun hans gerir það að verkum að jafnvel ein- földustu athafnir geta tekið sinn tíma en af þolinmæðinni á Haraldur nóg og á endanum tekst honum ætlunarverk sitt. Kristín segir Har- ald þurfa ótrúlega litla aðstoð miðað við fötlun sína. Þegar Lára Bjömsdóttir nefndi möguleikann á því að Haraldur flyttist af Kópavogshæli, segir hann uppástunguna hafa komið sér á óvart í fyrstu en honum hafi þó fljótlega fundist spennandi að tak- ast á við eitthvað nýtt. Um svipað nýtur þess að skrúfa hluti sundur leyti og hann flutti í sambýlið, tók hann bílpróf og það breytti ótrúlega miklu fyrir mann, sem áður fór sinna ferða á hjóli eða með ferða- þjónustu fatlaðra. Árið 1984 hóf Haraldur svo nám í 9. bekk Réttar- holtsskóla, þá 29 ára. „Það var erf- itt í fyrstu en vandist fljótt. í byij- un, voru unglingarnir hálffeimnir við mig en það bráði af þeim og fólkið í skólanum tók mér vel,” seg- ir hann. Haraldur útskrifaðist úr grunnskóla vorið 1985 og haustið 1986 ákvað að hann að láta gamlan draum rætast og innritaði sig í grunndeild rafiðnaðar í Iðnskólan- um, þar sem hann stundar enn nám og þá loks var hann ekki lengur aldursforseti í skólanum. Hann seg- ist lengi hafa haft áhuga á öllum tækjum og tökkum. Það þarf ekki annað en líta inn í vinnuherbergi Haraldar til að sjá að hann fer ekki með neinar ýkjur og hann segist vera búinn að skrúfa flest öll heimil- istækin sundur og saman aftur. Haraldur vann tvö sumur á vernduðum vinnustað Öryrkjaband- alagsins, Örtækni. Fyrra sumarið við að skrúfa saman kapla, hið síð- ara í viðgerðum á minni heimilis- tækjum. „Ég var orðinn dálítið þreyttur á skólanum og vildi kom- ast að því hvort mér félli í raun það fag sem ég var að læra,” segir hann um vinnuna, en sumrin þar á undan hafði hann unnið hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur. Það var sumarið 1990 að Harald- ur fluttist í leiguíbúð í eigu hús- sjóðs Öryrkjabandalagsins. Leigan er hófleg og Haraldur er öruggur með íbúðina, standi hann við setta skilmála. „Flutningur Haraldar úr sambýli í íbúð og það að bera sjálf- ur ábyrgð á rekstri heimilis var nokkrurs konar prófmál hjá svæðis- stjórn Reykjavíkur um málefni fatl- aðra. Enda er stefnan í málefnum fatlaðra sú að gera einstaklingum kleift að búa og lifa eins sjálfstætt og kostur er. Saga Haraldar er ein- mitt ágætt dæmi um það þegar vel tekst til er mikið fatlaður einstakl- ingur býr út af fyrir sig, með ákveðnum stuðningi,” segir Kristín. Og búskapurinn gengur ágæt- lega. Vissulega reynist Haraldi mis- auðvelt að lifa af þeim bótum sem hann fær, rétt eins og öðrum þegn- um þessa lands, sem þurfa að borga leigu, af lánum og kaupa í matinn, en það er nokkuð sem Haraldur hefur verið að kynnast síðasta árið. „Ég er alltaf áð læra eitthvað nýtt um þessa „venjulegu” hluti, að kaupa í matinn, elda o.s.frv. Það er aðalkosturinn við að búa einn, ég get gert það sem mig langar til, þegar ég vil. Ég er minn eigin herra. Jafnvel þó að mér finnist frekar leiðinlegt að elda kemur það ekki í veg fyrir að ég njóti þess að ráða hvað ég fæ mér og hvenær. Gallinn við það að búa einn eru m.a. peningamálin, það þarf mikla útsjónarsemi til að lifa af bótunum.” - Saknarðu einhvern tímann þess öryggis sem sambýlið veitir? „Það kemur fyrir. Stundum væri gott að láta aðra sjá um allt fyrir sig og auðvitað kemur það fyrir að ég er einmana. En kostirnir við það að vera eigin herra vega þyngra.” Hlutverk Kristínar er að veita Haraldi aðstoð við að takast á við daglega lífið og þau vandamál sem upp kunna að koma. Hún er honum innan handar með að greiða úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.