Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 GÍSLADEILAN ÚR SÖGUNNI? Terry Waiteþögull um fundi sína meö North eftir Guðm. Halldórsson FYRIRSJÁANLEG lausn gísla- deilunnar eftir frelsun Bretans Terrys Waites og Bandaríkja- mannsins Thomas Sutherlands er skýrð á þá lund að öfgamenn í Miðausturlöndum hafi neyðzt til að laga sig að breyttum aðstæðum vegna ósigurs Iraka í Persafló- astríðinu, aukinna áhrifa Banda- ríkjamanna og ráðstefnunnar í Madrid um frið í Miðausturlönd- um. Nýjar baráttuaðferðir hafi verið teknar upp, en of snemmt sé að fullyrða að heildarstefnunni hafi verið breytt. Ljóst þykir að greitt hafi fyrir samkomulagi um Waite og Sutherland að skömmu áður hafði verið gefin út skipun um handtöku tveggja Líbýu- manna vegna tilræðisins í Pan Am- þotunni yfir Skotlandi í desember 1988 og því lýst yfír, gagnstætt því sem áður hafði verið haldið fram, að ósannað væri að íranir og Sýrlending- ar hefðu verið viðriðnir málið. Þrýstingur frá írönum virðist hafa neytt ræningja Waites og Suther- lands úr samtökunum Heilagt stríð til að láta þá lausa, en Sýrlendingar gegndu einnig mikilvægu hlutverki. Hingað til hefur gíslum aðeins verið sleppt í skiptum fyrir araba, sem eru í haldi í ísrael. Nú virðist hafa orðið kúvending, þar sem íranir hafi kom- izt að þeirri niðurstöðu að gott sam- komulag við vestræn ríki skipti meira máli. Afsökunarbeiðni íranskur talsmaður kvað alla aðila vilja lausn á deilunni og Sutherland sagði þegar hann losnaði úr prísund- inni: „Gíslar eru orðnir mannræningj- unum til trafala.” Einn þeirra viður- kenndi að það „þjónaði engum til- gangi að halda gíslum” og bað Waite afsökunar. „Þetta virðist jafngilda því að mannræningjarnir hafí í raun og veru gefízt upp,” sagði vestrænn stjórnarerindreki. Bandarísku gíslunum Joseph Cicippio, Alan Steen og Terry Ander- son kann að verða sleppt bráðlega að sögn ræningjanna, en ósamið er um Þjóðverjana Heinrich Strubig og Thomas Kemptner, sem ekkert er vitað um. Samningar um þá kunna að verða lokahindrunin, sem þarf að yfírstíga áður en deilan leysist endan- lega, þó að einhverjir óttist að brögð séu í tafli . Fréttaritari Deutschlandfunk í Amman sakar Bonn-stjórnina um að hafa ekkert aðhafzt í máli þýzku gísl- anna til að stofna ekki viðskipta- samningum við Irani í hættu. Ætt- ingjar Hammadi-bræðranna í Þýzka- landi munu hafa rænt þeim. Annar þeirra, Mohammed Ali, var dæmdur í ævilangt fangelsi 1989 fyrir morð og þátttöku í ráni bandarískrar flug- vélar í Beirút 1985. Hinn, Abbas, var dæmdur í 23 ára fangelsi 1988 fyrir hlutdeild í ráni tveggja kaupsýslu- manna, sem reyndu að tryggja að bróðir hans yrði látinn laus. Bonn- stjómin lofaði Bandaríkjastjórn því að Mohammed yrði leiddur fyrir rétt og dæmdur. Einangrun rofin? Stefnubreytingin í gíslamálinu sýnir að Hashemi Rafsanjani forseti og aðrir hófsamir leiðtogar írani vilja losa landið úr einangrun sem það komst í þegar Khomeini trúarleiðtogi gerði byltingu 1979. Rafsanjani vill líka lán og tækniaðstoð frá Vestur- löndum til að rétta við efnahaginn eftir stríðið við íraka. Staða stjórnar hans hefur styrkzt vegna þess að hún með þátttöku í refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna gegn Irak . Hins vegar verður Rafsanjani að taka tillit til arftaka Khomeinis, sem vilja útbreiða írönsku byltinguna, og valdabarátta innanlands hefur áhrif á utanríkisstefnu hans. Þess vegna stóðu íranir fyrir ráðstefnu alþjóða- samtaka, sem börðust gegn friðarráð- stefnunni í Madrid. Ráðstefnan ein- angraði írani í Miðausturlöndum, þar sem þeir eru andvígir viðræðum við ísrael. Sambúð írana og Breta hefur batn- að, en erfiðara getur reynzt að færa samskiptin við Bandaríkjamenn í eðli- legt horf vegna deilu, sem reis af því að íranskir byltingarverðir lögðu und- ir sig bandaríska sendiráðið í Teheran 1979 og höfðu 52 Bandaríkjamenn í gíslingu í 444 daga. Frysting íranskra innistæðna í bandarískum bönkum veldur enn deilum og Iranir eiga erfítt með að sætta sig við að vera á bandarískri skrá um þjóðir, sem styðja hryðju- verk. Nú stuðlar frelsun Waites og Suth- erlands að eðlilegri samskiptum. Raf- sanjani fær hrós fyrir að sýna að hann láti ekki andstöðu gegn viðræð- um um frið í Miðausturlöndum fyrir tilstilli Bandaríkjamanna hafa áhrif á lausn gíslamálsins, þar sem írönum sé akkur í góðum samskiptum við Vesturlönd. Goðið sem brást í Líbanon er tilfínnanleg þörf á erlendri aðstoð eftir borgarastyijöld- ina og áhugi á lausn gíslamálsins hefur aukizt þar sem annars staðar. Sýrlendingar virðast hafa stuðiað að frelsun Waites og Sutherlands með því að hóta þvingunaraðgerðum gegn Hizbollah — „Flokki guðs,” sem Kho- meini stofnaði og hefur tögl og hagld- ir í neðanjarðarhreyfingu múhameð- skra sjít'a í Líbanon. Kjaminn í þeirri hreyfíngu er Heil- agt stríð), sem hefur barizt gegn vestrænum hagsmunum í Miðaustur- löndum síðan 1983. Sýrlendingar drottna yfír mestöllu Líbanon _ og flutningaleiðir Hizbollah frá íran liggja um Sýrland. Sýrlendingar hafa ekki síður áhuga á bættri sambúð við Vesturlönd en íranir, helztu bandamenn þeirra, og lausn gíslamálsins treystir stöðu stjórnarinnar í Damaskus. írakar hafa stundum verið Sýrlendingum hættulegir, en Sýrlendingar hafa allt- af óttazt mest að ÍSraelsmenn geti ógnað þeim, ef ekkert taumhald verði haft á þeim. Þar sem Sovétríkin eru í upplausn geta Sýrlendingar ekki lengur fengið þaðan öflugan stuðning og því hefur Hafez al-Assad forseti talið sífellt meiri þörf á stuðningi frá Bandaríkjamönnum. Sýrlendingar gerðu Bandaríkja- mönnum kleift að halda ráðstefnuna í Madrid með því að þiggja boð þeirra um þátttöku. Fyrir þetta voru Banda- ríkjamenn Assad þakklátir, þótt þeir hafí sakað hann um að skjóta skjóls- húsi yfir hryðjuverkamenn og_ ýta undir starfsemi þeirra. Eins og írön- um er Sýrlendingum mikið í mun að verða þurrkaðir út af bandarískri skrá um þjóðir, sem styðja hryðju- verk. Þrýstingur á ísrael? Samband sýrlenzku stjórnarinnar við hópa hryðjuverkamanna hefur kólnað, en fáir virðast trúa því að hún slíti öll tengsl við þá. Sagt er að Assad vilji halda þeim möguleika opnum að styðja hryðjuverkamenn, ef friðartilraunir í Miðausturlöndum fari út um þúfur. Þótt þess væri ekki krafízt þegar Waite og Sutherland var sleppt að arabískir fangar í ísrael yrðu látnir lausir vona mannræningjarnir að aukinn þrýstingur á ísraelsmenn hafi þau ahrif. Þegar Bretmn John McCarthy og Bandaríkjamennirnir Jesse Turner og Edward Tracy voru látnir lausir slepptu ísraelsmenn 66 arabískum föngum og skiluðu líkum níu hryðjuverkamanna. Þeir hafa enn um 300 Araba í haldi, þar á meðal trúarleiðtogann Abdel Karim Obeid úr Hizbollah. Landvarnaráðherra ísraels, Moshe Arens, hefur útilokað að fleiri fangar verði látnir lausir á næstunni til að greiða fyrir lausn gíslamálsins. Hann krefst upplýsinga um ísraelska flug- manninn Ron Arad, sem var skotinn niður yfír Líbanon fyrir fimm árum. Þriggja annarra ísraelsmanna héfur verið saknað í Líbanon, en þeir munu látnir. Njósnari eða peð? Síðan Waite var sleppt hefur va ið heilabrotum hvaða hlutverki ha kunni að hafa gegnt í leynilegum I raunum starfsmanna Hvíta hússi til að fá gísla lausa með því að se Waite við komuna: þögull um vopnasölu. írönum vopn. Á árunum 1985-1987 stóð Waite í nánu sambandi við höf- uðpaurinn, Oliver North ofursta, en viðhlítandi skýringar hafa ekki feng- izt á því hvernig sambandi þeirra var háttað. Waite hefur ýmist verið sak- aður um að hafa vísvitandi þjónað bandarískum hagsmunum í Miðaust- urlöndum eða verið peð bandarískra embættismanna, sem hafí reynt að fá gísla leysta úr haldi hvað sem það kostaði. Mannræningjarnir treystu Waite, sem var sérlegur sendimaður erki- biskupsins af Kantaraborg, og North gat notað hann til að leyna viðskipt- um með vopn og gísla. Síðan Waite var sleppt hefur honum verið ráðlagt að þegja um málið. Waite og North hittust fyrst í New York 25. júlí 1985. Síðan hittust þeir á Kýpur, þar sem Waite virðist hafa skýrt frá gangi gíslamálsins. í brezka ríkissjónvarpinu, BBC, hefur því ver- ið haldið fram að þeir hafi átt með sér tæplega 20 fundi. Waite gat ferðazt talsvert í Líban- on og var oft fluttur með bandarísk- um þyrlum. Sagt er að hann hafí getað komið skilaboðum og peningum til mannræningjanna. í BBC var því haldið fram að hann hefði verið búinn litlu senditæki, sem hefði átt að auð- velda Bandaríkjamönnum að hafa upp á honum, ef hann lenti í klandri, og komast að því hvar gíslarnir væru faldir. Þessar vangaveltur standa í sambandi við hugmyndir um að North hafi haft áform um að bjarga gíslun- um með valdi. Uppljóstrunin í september 1985 sagði North í skýrslu að Waite ætti heiðurinn af því að að bandaríska gíslinum Benja- min Weir var sleppt. North sagði að Waite væri eini Vesturlandabúinn, sem gæti talað við gíslana. í júlí 1986 var bandaríska prestinum Lawrence Jenco sleppt og í nóvember kom röðin að Bandaríkjamanninum David Jacobsen. Samkvæmt bandarískri þing- skýrslu um íran/kontra-málið hafði North eftirlit með afhendingu 500 gagnskriðdrekaflauga í Teheran 30. til 31. október 1986. Síðan hafi hann komið því svo fyrir að Waite „bjarg- aði” Jacobsen, tveimur sólarhringum síðar. Þegar Waite kom til Beirút 31. október sagði hann við starfsmenn fréttastofunnar AP: „Eitthvað getur hafa gerzt ... hreyfing er komin á málin.” Þegar Jacobsen var sleppt 2. nóvember hrósaði hann Waite fyr- ir tilraunir hans til að bjarga gíslum úr haldi og kvað hann „óháðan öllum ríkisstjómum”. Daginn eftir birtist frétt um íran/kontra-málið í tímariti í Beirút og stuðningsmenn írana í Líbanon sannfærðust um að Waite væri njósnari Bandaríkjamanna. Sjálfur neitaði Waite því opinber- lega að hann hefði vitað nokkuð um íran/kontra-málið. North tók í sama streng í þættinum í BBC á dögunum og neitaði því að hann hefði verið bandarískur njósnari. Á sínum tíma vildi Waite hvorki neita því né stað- festa að hann hefði hitt North, en hann neitaði því alltaf að hann hefði verið notaður. Vinir hans telja hann gersamlega lausan við undirferli og segja að sennilega hafi hann talið North traustan starfsmann Hvíta hússins og ekkert vitað um vopnasöl- una. Síðasta ferðin Síðustu mánuðina áður en Waite hvarf birtust ásakanir í bandarískum fjölmiðlum um að hann hefði haft náið samstarf við Bandaríkjamenn í íran/kontra-málinu. Þessar ásakanir eru taldar hafa átt þátt í því að Heil- agt stríð rændi honum í Beirút 27. janúar 1987. Erindi Waites til Beir- úts var að bjarga Sutherland og AP-manninum Terry Anderson. Allir réðu honum eindregið frá því að fara og sjálfur viðurkenndi hann að hann hefði aldrei lagt upp í „eins mikla hættuför”. Hann hafði reynt að bjarga Anderson og Sutherland síðan haustið 1985 og taldi sig verða að gera lokatilraun. Flestir töldu hann kominn í vonlausa aðstöðu, en hann virðist hafa viljað ávinna sér aftur traust og sýna að hann vildi bjarga gíslum af mannúðarástæðum ein- göngu. Nú hefur Waite og Sutherland verið sleppt, en enn hefur ekki tekizt að frelsa Anderson, sem hefur verið lengur í haldi en allir aðrir gíslar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.