Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 44
W9/ Reghibundinn sparnaður Landsbanki íslands BankJ alra landsmanna UORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 KEYKJAVÍK Sím 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1991 VERÐ ILAUSASOLU 110 KR. Mjólkursamlagsdeilan: Lokatilraun gerð á sátta- fundi í dag SÁTTAFUNDI sem halda átti í mjólkursamlagsdeilunni í gær var frestað til kl. 13 í dag en þá verður gerð lokatilraun til að ná fram lausn í deilunni. Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari sagði við Morgunblaðið í gær að staðan væri mjög alvar- leg og fólk hefði verulegar áhyggjur. „Mér finnst ekki stætt á öðru en reyna alveg fram á síðustu stundu að ná fram sátt- um,” sagði Guðlaugur. V* Náist ekki samkoniulag hefst ótímabundið verkfall ófaglærðs starfsfólks í mjólkursamlögunum á Akureyri og Húsavík á miðnætti í kvöld. „Eg er sammála báðum aðilum um að ef verkfallið skellur á geti það orðið mjög langvar- andi,” sagði Guðlaugur. Unnið var í samlögunum um helgina en búist er við að mjólkurskortur fari að gera vart við sig um miðja vikuna stöðvist framleiðslan vegna verk- ls. Gagnnjósnari Breta á íslandi: Hulunni svipt af 50 ára leyndarmáli SAGA Ib Árnason Riis hefur hingað til verið á fárra vit- orði en nú er búið að svipta hulunni af 50 ára gömlu Keyndarmáli hans sem gagn- njósnara fyrir Breta hérlend- is á stríðsárunum. Ib kom hingað til lands með þýskum kafbáti árið 1942 á vegum þýsku leyniþjónustunnar en gaf sig strax fram við bresku hernaðaryfirvöldin. Þau not- uðu hann sem gagnnjósnara undir dulnefninu COBWEB. Frá þessu er sagt í ævisögu Ib Árnason Riis sem nýlega er komin út. Ib er ættaður frá ísafirði, sonur hjónanna Árna Aðalbjarnarsonar skipstjóra og konu hans Lovísu Nielsen Riis. Ib er fæddur og uppalinn í ”1<auptnannahöfn en íslenskur ríkisborgari er þessir atburðir áttu sér stað. Ævisaga hans ber heitið „Gagnnjósnari Breta á íslandi” eftir Ásgeir Guð- mundsson. Sjá nánar á bls. 14-15. Morgunblaðið/RAX Eldhamar GK 13 á strandstað við Grindavík í gær. Aðeins skuturinn stendur upp úr sjónum en framhluti skipsins er í gjótu. Náði taki á bj örgnnar- bátnum í brimrótinu Sá tími sem tók að koma þyrlu á staðinn er óskiljanlegur, segir útgerðarmaður Eldhamars ÓLAFUR Arnberg Þórðarson, útgerðarmaður Eldhamars GK 13, sem fórst við Grindavík á föstudagskvöld með þeim afleiðingum að fimm menn fórust, skorar á félaga sína í sjómannastétt að verja verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins til þyrlukaupa. Ólafur talaði við Eyþór Björns- son, 26 ára, stýrimanninn sem komst lífs af aðfaranótt laugardags- ins, og sagði Eyþór að hann hefði náð taki á björgunarbát í brimrót- inu og þannig komist i land. „Hann komst ekki í bátinn og það var mikill sjór í kring. Hann var ekki slasaður og tókst því að ganga upp fjöruna og upp á kambinn. Hann sagði þá einmitt að ekki þýddi að reyna björgun nema með þyrlu.” Fimm ungir sjómenn fórust í þessu slysi. Þeir voru á aldrinum 24 til 32 ára. Þrír þeirra bjuggu í Grinda- vík, einn í Kópavogi og einn á Akureyri. Fjórir þeirra voru fjölskyldu- menn. Ekki er unnt að birta nöfn þeirra að svo stöddúT Ólafur fékk upphringingu frá björgunarsveitinni á föstudagskvöld og fékk hún hjá honum símann um borð í bátnum. Var sveitin í sam- bandi við bátinn þegar Ólafur kom niður í stjórnstöð. „Ég heyrði ekki betur en það væri kornin lína um borð og að þeir mættu toga en það var enginn til að toga í.” „Við ræddum saman í nótt, stýri- maðurinn og ég, og eftir því sem hann sagði þá var ekkert að um borð. Þetta er einn versti staður sem hægt er að stranda á þarna á nes- inu. Þarna eru rif og svo hyldjúpir básar sem talið er að báturinn hafi stungist ofan í,” sagði Ólafur. „Þessi langþráða þyrla hefði sjálf- sagt komið að gagni þai'na. Allur sá tími sem það tók að koma þyrlu Verð á íslenskum jóla- trjám hækkar um 8-10% ÍSLENSKU jólatréstegundirnar hækka um 8-10% í verði samanborið við síðasta ár eða í takt við verðlagsbreytingar innanlands en verð á innfluttum jólatrjám helst svipað eða lækkar lítiliega samanborið við verð í desember í fyrra, að sögn Kristins Skæringssonar hjá Land- græðslusjóði. Hann sagði að íslensku jólatrén, rauðgreni og slafafura, væru óvenju falleg í ár. „Ég hef ekki séð þau betri,” sagði Kristinn. Kristinn sagði að stöðugt gengi og óbreyttur flutningskostnaður réði mestu um að verð á innfluttum jól- atrjám breyttist sáralítið en þar er eingöngum um að ræða normansþin. Jólatréssalan er þegar hafin og hafa trén verið seld á sama verði og á síðasta ári að undanförnu en búist er við að nýtt verð verði komið á trén í fyrrihluta næstu viku. Að sögn Kristins er vaxandi sala á íslenskum jólatijám og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því fyrir kom- andi jól. á staðinn er mönnum óskiljanlegur. Þetta er afgerandi þáttur við svona aðstæður og hefur margsýnt sig þegar skip hafa farist. Mannshöndin kemst hvergi ’nærri nema ofan frá. Það líður á þriðja klukkutíma frá því að þetta gerist þar til þyrla varn- arliðsins kemur á staðinn,” sagði Ólafur. Hann sagði að svo virtist sem menn hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir alvöru málsins. „Sjálfsagt hefur veðrið og annað slíkt blindað menn og þeir haldið að þetta væri bara spurning um að ná í- mennina. Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi gerast,” sagði Ólafur. Hann sagði að það væri hart að hugsa til þess að þurfi slík slys til að svona sjálfsögð björgunartæki komi. „Ég óska ríkisstjórninni til hamingju með að ætla að leggja niður greiðslur í verðjöfnunarsjóð og skora á félaga mína sem eiga með mér þennan verðjöfnunarsjóð að verja honum til þyrlukaupa. Ég held að hjá því verði ekki komist og verði ekki dregið lengur,” sagði Ólafur. Vinur Ólafs, Hinrik Bergsson, sem var vélstjóri á Eldhamri þegar honum var siglt frá Póllandi til Is- lands eftir breytingu í bytjun októ- ber, sagði að þetta væri enn alvar- legra í ljósi þess að þokkalegt veður var á slysstað og tiltölulega bjart þótt brim hafi verið mikið. „Það var nánast liægt að kalla í mennina hangandi í flakinu. Alla vega heyrð- ist í þeim,” sagði Hinrik. Ólafur taldi að björgunarsveitar- mehn í Grindavík hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð. „Björgunar- aðstæður í landi eru mjög erfíðar. Það er langt að skipinu þaðan sem björgunarbíllinn var og það er ekki greiðfært gangandi mönnum þarna niður eftir. Strákarnir hérna brugð- ust mjög skjótt við eins og þeim er einum lagið,” sagði Ólafur. Sjá nánar á bls. 2. ------*-*-*----- • • Olvaður öku- maður ók stolnum bíl útaf veginum ÖLVAÐUR ökumaður ók stulinni bifreið út af veginum í Óshlíð við Innri vegskála í fyrrinótt. Maðurinn hafði stolið bifreiðinni á Bolungarvík og var á leið til Isafjarðar. Maðurinn slapp ómeiddur frá slysinu en talið er að bifreiðin sé nokkuð skemmd þó hún hafi ekki oltið við útaf- aksturinn, skv. upplýsingum ísa- fjarðarlögreglunnar. Lögreglumaður frá ísafírði ók fram á manninn skammt frá staðn- um þar sem bíllinn fór útaf kl. 5 um nóttina og var hann færður til skoðunar og yfirheyrslu en hann var talsvert ölvaður að sögn lög- reglu. Hafði liann tekið bílinn ófijálsri hendi til að komast í sam- kvæmi á Isafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.