Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 30
30 . MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 ATVIN NUAUGi YSINGAR Framtíðarstarf Viðgerðarmann vantar á vélaverkstæði. Þarf einnig að geta sinnt afgreiðslu á varahlutum. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „D - 91”. íþróttamiðstöð Starfsmann vantar við íþróttamiðstöðina í Garðabæ strax, (eftirlit í kvennaklefum, í sundlaug o.fl.) Vaktavinna. Nánari upplýsing- ar um starfið gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 53066. 5) Leikskólar Reykjavíkurborgar Staða leikskólastjóra við leikskólann Valhöll er laus til umsóknar. Staðan er laus nú þeg- ar. Fóstrumenntun er áskilin. Gert er ráð fyrir að væntanlegur leikskóla- stjóri taki við nýjum leikskóla, sem leysi Val- höll af hólmi. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Morgunverður Óskum eftir að ráða starfskraft til starfa við morgunverð. Vinnutími frá kl. 5.30 til 12.00. Við leitum eftir reglusömu, samviskusömu og snyrtilegu fólki, sem hefur ánægju af starfinu. Allar nánari upplýsingar veitir aðstoðarhótel- stjóri næstu daga. Upplýsingar ekki veittar í síma. UU Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík. 'i Framkvæmdastjóri -tæknisvið Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Skipavík hf., Stykkishólmi. Starfssvið framkvæmdastjóra: Stjórnun tæknilegra verkefna. Framleiðslustjórnun. Gæðaeftirlit. Stefnumótun. Áætlanagerð. Tilboðsgerð og hráefnainnkaup. Við leitum að manni með verkfræði-/tækni- menntun á sviði véla og/eða rekstrar. Fyrirtækið er í eigu einstaklinga og Stykkis- hólmsbæjar. Starfsmannafjöldi 20-25. Fyrirtækið starfrækir dráttarbraut, vélsmiðju og byggingavöruverslun. Traust fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Skipavík - 586” fyrir 1. desember nk. Hagva ngurhf C—^ Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir „Amma” óskast Okkur vantar barngóða „ömmu” til að koma heim og passa okkur. Við erum systkin 5 ára og 15 mánaða. Mjög sveigjanlegur vinnutími. Vinsamlega sendið upplýsingar með nafni og símanúmeri til auglýsingadeildar Mbl. fyr- ir 30. nóvember merktar: „Amma - 9630”. Fóstra eða starfsstúlka með uppeldisre.ynslu óskast á leikskólann Bæjarból. Upplýsingar hjá leikskólastjóra milli kl. 10 og 12 í síma 656470. Leikskólastjóri. Aukavinna - daga, kvöid og helgar Viljum ráða duglegt sölufólk. Ný verkefni. Góð aðstaða. Miklir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 689938 frá kl. 13-17 í dag. bókaforlag Reykjavík Aðstoðar- deildarstjóri - sjúkraliðar Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um- sóknar á hjúkrunardeild G-2. Um er að ræða 60-80% starf. Möguleiki er á vinnutíma 8-12 eða 8-16 virka daga og 8-16 aðra hvora helgi. Deildin er nýuppgerð og öll vinnuað- staða hin besta. Staða sjúkraliða á heilsugæslu er laus til umsóknar. Um er að ræða 70% næturvakt- ir. Höfum mjög gott barnaheimili. Upplýsingar veita Ida og Jónína í símum 35262 og 689500. Iðnteeknistofnun vinnur aö tækniþróun og aukinni fram- leiöni i íslensku alvinnulifi. Á stofnuninni ertt stundaðar bagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæöaeftirlit, þjón- usta, fræösla og stöölun. Áhersla er lögö á hæft starfsfólk til aö tryggja gæöi þeirrar þjónustu sem veitt er. Staða forstjóra Iðntæknistofnunar Laus er til umsóknar staða forstjóra Iðn- tæknistofnunar. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist til Iðntæknistofnunar merktar: Stjórn Iðntæknistofnunar, Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. lóntæknistof nun I ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt, 112 ReykjavíK Sírni (91) 68 7000 Ferðamálafulltrúi Starf ferðamálafulltrúa er laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að þekkja til Húnavatns- sýslu og hafa góða yfirsýn yfir ferðamál. Auk þess verður viðkomandi að hafa góða mennt- un og tungumálaþekkingu. Svar óskast sent til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. des. 1991, merkt: „Blönduós - 1992". Auglýsingastjóri Óskum eftir að ráða eða komast í samband við reynda auglýsingasafnara til að sinna arðbærum og álitlegum verkefnum fyrir um- bjóðendur okkar. Góð sölulaun. Hafið samband í síma 628590. Útgáfuþjónustan, Lindargötu 46. Auglýsingasala Vegna aukins álags óskum við að ráða vanan sölumann eða konu til starfa strax. Prósentutengt launakerfi. Umsækjandi þarf nauðsynlega að hafa reynslu af sölu auglýsinga. Upplýsingar í dag milli kl. 14 og 16 í síma 621520 eða 621213 eða á staðnum á morg- un mánudag. UTVARP REYKJAVIK AÐALSTÖÐIN AÐALSTRÆTI 16 • SIMI 62 15 20 Yfirverkfræðingur Gatnamálastjórinn í Reykjavík óskar að ráða í starf yfirverkfræðings hönnunardeildar frá og með 1. janúar 1992. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamning- um Reykjavíkurborgarog viðkomandi stéttar- félaga. Upplýsingar um starfið gefur Sigurður I. Skarphéðinsson, aðstoðargatnamálstjóri. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skila á þar til gerðum eyðuþlöðum til starfsmannastjóra borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími 18000. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. des- ember nk. KRISTNESSPÍTALI Sjúkraþjálfarar Kristnesspítali óskar eftir að ráða yfirsjúkra- þjálfara til afleysinga í sjö mánuði a.m.k. frá mars nk. Möguleiki er á að fá fastráðningu sem sjúkra- þjálfari að lokinni afleysingu. Barnaheimili á staðnum. Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið er fjölbreytt og spennandi. Samvinna fagfólks (teymisvinna) til fyrirmyndar. Markvisst er unnið að juppbyggingu Kristnesspítala sem endurhæf- ingarmiðstöð fyrir Norðurland. Sundlaug er í byggingu og stærri aðstaða fyrir sjúkraþjálfun verður byggð innan fárra ára. Yfirlæknir endurhæfingardeildar er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum. Umhverfi spítalans er mjög fallegt og býður upp á ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari eða framkvæmdastjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.