Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 AÐFARANÓTT 6. apríl 1942 sigldi þýskur kafbátur inn á Bakkaflóa og setti í land á sunnanverðu Langanesi njósnara á vegum þýsku leyniþjónustunnar. Þegar þetta gerðist, var norðaustanbylur, og var maðurinn á hrakningi í 16 klukkustundir, áður en hann náði að bænum Felli í Skeggjastaðahreppi nær dauða en lífi. Hann gaf sig strax fram við bresk hernaðaryfirvöld, enda hafði hann aldrei ætlað sér að starfa fyrir Þjóðveija. Maðurinn gerðist síðan gagnn- jósnari á vegum bresku leyniþjónustunnar og starfaði við það til stríðsloka, en þá hélt hanri af landi brott. Fram að þessu hefur saga manns þessa verið á fárra vitorði. í fyrra kom út bókin Með kveðju frá Sankti Bernharðshundin- um Halldóri, þar sem fjallað var um njósnir Þjóðverja hér á landi á stríðsárun- um. í því sambandi benti Ólafur K. Magnússon ljósmyndari öðrum höfundi bókarinnar, Ásgeiri Guðmundssyni sagnfræðingi, á það, að í bókinni The Double Cross System eftir Sir John Masterman væri sagt frá áðurnefndum gagnnjósnara, sem gekk undir dulnefninu COBWEB (kóngulóarvefur). Ásgeiri tókst síðan að komast að því, hver maður þessi er og hvar hann er búsettur. Hann heitir Ib Ámason Ri- is, ættaður frá Ísafírði, sonur Áma Aðalbjarn- arsonar Riis skipstjóra og stórkaupmanns í Kaupmannahöfn og konu hans Lovísu Nielsen Riis, sem einnig var frá Isafirði. Ib Árnason Riis er fæddur og uppalinn í Kaup- mannahöfn, en hann var íslenskur ríkisborgari, þegar þessi atburðir gerðust. Hann hefur verið búsettur í Kalifornínu frá 1955 og er nu bandarískur ríkisborgari, en lítur samt á sig sem Islending. Eiginkona hans er Sigrún Þórarinsdóttir Riis úr Reykjavík. Fyrir nokkrum dögum kom út hjá bókaforlaginu Skjaldborg ævisaga Ib Árnasonar Riis, Gagnnjósnari Breta á íslandi, eftir Ásgeir Guðmundsson, þar sem hulunni er svipt af starfi hans fyrir bresku leyniþjónustuna. Hér fara á eftir tveir kaflar úr ævi- sögu hans, nokkuð styttir. í þeim fyrri segir frá því, þegar Ib Árnason Riis er hafður í haldi í fangelsi breska hersins á Kirkjusandi. Morgun einn er flogið með hann austur á land til að ná í senditækið, sem hann hafði grafið þar í jörð, og síðan er hann fluttur til London og hafður þar í haldi í einangrunarfangelsi. í síðari kaflanum segir nokkuð frá gagnn- jósnum hans fyrir bresku leyniþjón- ustuna. í einangrunarfangelsi í London Eldsnemma morguns nokkrum dögum síðar var mér sagt, að ég ætti að fara í stutt'ferðalag. Þetta var alveg fyrirvaralaust og kom flatt upp á mig.- Ég var varla undir það búinn að fara í ferðalag, því að einu fötin, sem ég hafði, voru einkennis- búningurinn minn og frakkinn, en mér hefði ekki veitt af að hafa peysu líka. Ég fór út á Reykjavíkurflugvöll í fylgd með Cartwell höfuðsmanni og tveimur undirforingjum (serge- ants). Þar stigum við upp í amerísk- an flugbát af Catalínugerð með am- erískri áhöfn. Ferðinni var heitið til Þórshafnar og þaðan til þess staðar, þar sem ég hefði grafið senditækið mitt í jörð. Við flugum ekki beina leið til áfangastaðar, heldur með ströndum fram vestur og norður um land, m.a. yfir ísafjörð, því að Amer- íkanarnir voru að nota tækfærið til að taka Ijósmyndir úr lofti í leiðinni. Flugbáturinn lenti á Þórshöfn síðla dags, og Tony Smurthwaite kom á báti út að flugvélinni til að flytja okkur í land. Við gistum á Þórshöfn um nóttina, en næsta morgun héld- um við áleiðis á staðinn, þar sem ég hafði grafið tækið, ásamt íslenskum leiðsögumanni, sem Tony hafði út- vegað. Hann var um þrítugt, mjög fámáll en var greinilega þaulkunnug- ur öllum staðháttum á þessum slóð- um og kunni að fara með hesta. Við vorum fimm, ég, Cartwell höfuðs- maður, undirforingjamir tveir og leiðsögumaðurinn. Við höfðum einn hest til reiðar hver og einn burðarklár að auki. Þegar við kom- um á þær slóðir, þar sem ég taldi mig hafa grafið senditækið og skammbyss- una, fór ég að svipast um og reyna að átta mig á sþaðhátt- um. Þegar ég gróf tækið, var svartamyrkur og bylur, en nú var hábjartur dagur og glaðasól- V skin, þannig að allt var öðruvísif umhorfs. % Það tók mig því nokkum tíma að finna rétta staðinn. En það tókst, og þegar tækið kom í ljós, rak Cartwell höfuðsmaður upp fagn- aðaróp. Hann var mjög æstur og kunni sér ekki læti fyrir fögnuði, en leiðsögumaðurinn horfði steinhissa á aðfarirnar. Cartwell var mikið í mun, að leiðsögumaðurinn kæmist ekki á snoðir um, hvað það var, sem við vorum að grafa upp. Hann dró mig því afsíðis og bað mig að segja á ís- lensku, að þetta væru allt persónulegir munir mínir, sem ég hefði haft með mér til landsins. En ég sagði hon- um, að það stoðaði ekki. Maðurinn gæti séð, hvemig þessu væri pakkað inn. Eins og gef- ur að skilja, varð leiðsögu- manninum starsýnt á að- farirnar, þegar undirforin- gjamir voru að grafa tækið upp. En Cartw- ell höfuðsmað- ur var ekki á þeim buxunum að gefast upp, og þegar tækið kom í ljós, sagði hann upphátt, að þarna væru persónulegir munir mínir og annað í þeim dúr. En auðvitað lét .leiðsögumaðurinn ekki blekkjast. Hann var enginn heimskingi, og hver sem var gat sagt sjálfum sér, að það var ekki gengið frá persónulegum munum á þann hátt, sem var gert í þessu tilviki, þ.e. að pakka þeim inn í gúmmíhjúp, sem var svo þykkur, að það þurfti hníf til að opna hann. Og það var gaman að sjá svipinn á leiðsögumanninum, þegar var verið að festa böggulinn á hestinn og Cart- well sagði honum, að hann þyldi ekki mikinn hristing. Það var svo augljóst, að maðurinn lagði ekki minnsta trúnað á, að hér væri um persónulega muni að ræða. Ég hafði ekki sagt Bretum frá skammbyssunni, sem ég var með og gróf skammt frá senditækinu. Hún varð því eftir þarna, og ég geri ráð Áttavitinn sem Ib hafði .5, með sér þegar hann gekk á land á Langanesi. brogaralega klæddir menn frá bresku leyniþjónustunni M.I.6 (SIS). Fyrirliði þeirra var Ronald Reed. Hann var sagður vera sérfræðingur í fjarskiptum. Við tókum næturlest- ina til London og komum þangað næsta morgun. Það var ekkert vatn að hafa í lestinni, svo að ég gat ekki rakað mig, og var því kominn með smáskegghýjung. Ég var sem fyrr í einkennisbúningnum góða, en var búinn að fjarlægja af honum öll þýsku merkin nema hnappana, en enginn tók eftir þeim. Þegar ég tók nasistamerkið af búningnum, hirtu Bretar þau öll. „I want that one.” (Ég vil fá þetta), sögðu þeir. Þeir höfðu tekið af mér þýsku sígarett- urnar mínar og eldspýturnar líka, en á hvoru tveggja voru hakakrossa- merki. Þeir hirtu það allt saman, en ég hefði gjaman viljað fá að halda þessu sjálfur. Þegar við komum á járnbrautar- stöðina í London, biðu þar eftir mér liðsforingjar og fjórir hermenn í her- bíl. Ronald Reed kvaddi mig með þessum orðum: „Við sjáumst bráðum aftur, og ég vona, að það fari vel um þig, þar sem þú verður næstu dagana.” Hann vissi greinilega ekki, Ib Árnason Riis. Myndin var tekin í Reykjavík árið 1943. Það var oft þr^ingt setinn bekkurinn í kafbátunum, en með einum slíkum fór Ib til íslands á vegum Þjóðverja. Dr. Hellmut Lotz, sem hafði yfirumsjón með njósnutn Þjóðverja á íslandi. fyrir, að hún sé enn þar, sem ég gróf hana í jörð. Ég hefði ekkert á móti því að fara þangað einhvern tímann aftur og athuga, hvort hún er þar ekki enn. Hún hlýtur að vera þar, og ég er viss um, að ég gæti fundið staðinn aftur. Ekki veit ég, hvernig hún er á sig komin eftir all- an þennan tíma. Ég hafði ekkert plast til að vefja hana í, því að það var varla til þá, en vafði einhvers konar olíudúk utan um hana og einn- ig skyrtu, sem ég var með í bakpok- anum. En það var frost í jörðu, þeg- ar ég gróf hana, eins og áður hefur komið fram, og ég býst við því, að dúkurinn hafi blotnað, þegar frost fór úr jörðu. Þó að ég sé orðinn aldr- aður, þá langar mig að fara aftur að Felli og á staðinn, þar sem ég gróf byssuna og senditækið. En ég á ekki von á því, að sú ósk mín rætist. Við héldum aftur til Reykjavíkur í flugbátnum og komum þangað um kvöldið. Ég fór aftur inn á Kirkju- sand, og daginn eftir var farið með mig niður á Tjamargötu 22, þar sem breski aðmírállinn hafði aðsetur. Þar var pakkinn, sem senditækið var í opnaður, og ég var látinn bera kennsl á innihald hans, senditækið, dulmáls- lykilinn, dulmálsbókina, leiðarvísinn og peningana. Mér var einnig sagt, að ég yrði sendur til London daginn eftir. Ég lagði af stað þangað snemma morguns í Lockheed-flugvél með ástralskri áhöfn, en þegar við vorum komnir hálfa leið, urðum við að snúa við til Reykjavíkur vegna illviðris. Við héldum enn af stað dag- inn eftir. Það voru engin sæti í flug- vélinni, svo að ég varð að gera mér að góðu að sitja á vélbyssum, sem var staflað á gólfið. Ég naut ferðar- innar, og það var gaman að sjá Hebrideseyjar úr lofti. Vélin lenti í Prestwick í Skot- landi, og þar tóku á móti mér tveir hvers konar staður það var, þar sem ég var hafður í haldi næstu vikuna. Þegar ég settist inn í bílinn, hand- járnuðu hermennirnir mig við sætið, og liðsforinginn sagði: „Mér þykir þetta leitt, en svona eru reglurnar. Ég vona, að þú takir þessu ekki illa.” En honum varð ekki að þeirri von sinni, því að ég fokreiddist þessari meðferð og sagði þykkjuþungur: „Ég er sjálfboðaliði og er kominn til að hjálpa, en ekki til að vinna gegn ykkur.” „Já, ég skil það,” sagði liðs- foringinn, „en ég hef mínar fyrirskip- anir.” Ég var svo vondur, að ég hellti yfir hann óbótaskömmum og sagði ýmislegt, sem ég hefði ekki átt að segja, kallaði t.d. foreldra hans og önnur skyldmenni ýmsum Ijótum nöfnum, en hann hló bara að þessu. Það var eins og að skvetta vatni á gæs að vera að æsa sig yfir þessu. Eftir langan akstur gegnum Lon- don komum við í einangrunarfang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.