Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Morgunblaðið/Albert Kemp
Sigrún Yrja Klörudóttir ásamt
systkinum sínum. Frá vinstri:
Andri Heiðar Guðlaugsson, eins
árs, Sigrún Yrja og Guðrún
Lára Guðlaugsdóttir, tveggja
ára. En á innfelldu myndinni
sést bíllinn sem mæðginin kom-
ust úr.
Björgnnarafrek 6 ára stúlku á Fáskrúðsfirði:
Aðstoðaði við að bjarga syst-
kinum sínum úr brennandi bíl
SIGRÚN Yrja Klörudóttir, sex ára stúlka frá Fáskrúðsfirði,
sýndi mikið hugrekki er hún hjálpaði móður sinni við að bjarga
tveimur yngri systkinum sínum úr brennandi bíl í Fáskrúðs-
firði síðastliðinn föstudag.
Móðir Sigrúrlar, Klara Kristín
Einarsdóttir, var á leið frá Stöðv-
arfirði til Fáskrúðsfjarðar ásamt
þremur börnum sínum, Sigrúnu
Yiju, Guðrúnu Láru Guðlaugs-
dóttur, tveggja ára, og Andra
Heiðari Guðlaugssyni, eins árs,
er slysið átti sér stað í sunnan-
verðum firðinum síðdegis' á
föstudag. Klara missti stjórn á
bílnum, sem snerist og valt upp
fyrir veginn fjallsmegin. Við velt-
una kviknaði í bílnum og logaði
hann er bíllinn staðnæmdist á
hjólunum.
Klara byijaði á að losa Sigr-
únu úr öryggisbeltinu og koma
henni út um glugga bílsins, þar
sem hún tók á móti systkinum
sínum eftir að Klara hafði losað
þau úr bílstólum í aftursæti bíls-
ins. Sigrún fór með börnin frá
bílnum og á síðustu stundu
komst Klara út úr brennandi
bílnum. Þær biðu ásamt börnun-
um í vari við stein, vegna ótta
við sprengingu í bílnum, í um
fimmtán mínútur þar til þeim
barst hjálp.
Klara tvífótbrotnaði og
brenndist lítillega og var flogið
með hana til Reykjavíkur þar
sem gert var að meiðslunum.
Að sögn lögreglu á Fáskrúðs-
firði varð óhappið þar sem vegur-
inn er löng aflíðandi beygja.
Mikil hálka var á þessum slóðum
og orðið dimmt.
\
I
VEÐUR
Heimild: Veöurstofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær)
ÍDAG
kl.
12.00
VEÐURHORFUR íDAG, 26. NÓVEMBER
YFIRLIT: Skammt norðvestur af írlandi er 973 mb lægð, sem þok-
ast norðaustur og suðvestur af Vestmannaeyjum og norðaustur
af landinu eru smá lægðir sem báðar þokast austnorðaustur.
SPÁ: Minnkandi norðvestan- og vestanátt. Dálítil él á Vestfjörðum
og austur með norðurströndinni, en á landinu austanverðu má
búast við nokkuð björtu veðri. Vægt frost verður víðast hvar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustan-
átt. Rigning eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið er líður
á daginn eða um kvöldið. Frostlaust sunnanlands og síðar einnig
fyrir norðan.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Austlæg átt. Nokkuð vætusamt um
sunnan- og suðaustanvert landið, en úrkomuminna í öðrum lands-
hlutum. Heldur hlýnandi veður.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
EE Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
|"7 Þrumuveður
TÁKN:
•Q ► Heiðskirt
QA Aiskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
f * / * Slydda
' * /
* * *
* * * * Snjókoma
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hlti +1 0 veður skýjaö skýjað
Bergen 8 léttskýjað
Helsinki 6 súld
Kaupmannahöfn 7 aiskýjað
Narssarssuaq +13 léttskýjað
Nuuk +13 léttskýjað
Os!ó 7 súld
Stokkhólmur 7 þokumóða
Þórshöfn 9 rigning
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 1 þokumóða
Barcelona 14 léttskýjað
Berlín 3 þokumóða
Chicago +9 léttskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 3 súld
Glasgow 9 místur
Hamborg 0 þokumóða
London 7 súld
Los Angeles 13 hálfskýjað
Lúxemborg 0 alskýjað
Madríd 7 þokumóða
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal 2 skýjað
NewYork 3 heiðskírt
Orlando vantar
París 5 skýjað
Madelra 17 alskýjað
Róm 12 rigning
V/n 7 þokumóða
Washlngton 1 skýjað
Winnipeg +23 heiðskírt
Mögulegt að stækka
Höllina um 2000 sæti
VERKFRÆÐINGAR, sem kann-
að hafa möguleika á stækkun
Laugardalshallar að undan-
förnu, fyrir íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur, telja að
hægt sé að stækka höllina um
2.000 sæti þannig að hún geti í
heild rúmað 5.000 manns. Áætlað
er að stækkunin og aðrar breyt-
ingar henni samfara myndu
kosta 250 milljónir.
Að sögn Júlíusar Hafstein, for-
manns íþrótta- og tómstundaráðs,
þyrfti að taka þijár burðarsúlur sem
ganga niður úr þaki Laugardals-
hallarinnar burt. Með þeim hætti
væri hægt að bæta við 700 til 800
sætum við austur- og vesturhlið
hallarinnar, í heild á milli 1.400 til
1.600 sætum. Þar að auki væri
hægt að bæta við 700 til 800 sætum
við suðurhliðina með því að færa
gólflötinn til. Með þessu móti yrði
hægt að koma fyrir 5.000 áhorfend-
um í Laugardalshöll.
Fyrir heimsmeistarakeppnina
sem fyrirhugað er að halda hér á
landi árið 1995 er krafist húsnæðis
sem tekið gæti 7.000 manns í sæti
en að sögn Júlíusar hefur hand-
knattleikssambandið óskað eftir því
að sá staðall verði endurskoðaður.
Hann tók hins vegar fram í sam-
tali við Morgunblaðið að ekki væri
verið að kanna möguleika á stækk-
un Laugardalshallarinnar í tengsl-
um við fyrirhugaða heimsmeistara-
keppni. „Við erum með þessu ein-
ungis að afla okkur upplýsinga til
þess að vita hvar við stöndum. Ef
ríkisvaldið hefur áhuga á að skoða
málið hefur það frumkvæði að því
og myndi kosta framkvæmdirnar
að fullu. Gert er ráð fyrir að stækk-
un Laugardalshallarinnar og and-
litslyfting myndi kosta um 250
milljónir,” sagði Júlíus í samtali við
Morgunblaðið.
-----» ♦ ♦-----
Blaðamannafé-
lagið afléttir
vinnustöðvun
BLAÐAMANNAFÉLAG íslands
hefur aflétt boðaðri vinnustöðvun
á Tímanum, Alþýðublaðinu,
Pressunni og Degi. Utgefendur
blaðanna hafa samið um skil á
gjöldum til félagsins og þegar
greitt stærstan hluta af skuldum
sínum, að sögn Lúðvíks Geirsson-
ar formanns Blaðamannafélags-
ins.
Blaðamannafélagið boðaði vinnu-
stöðvun þár sem útgefendur Tímans,
Þjóðviljans, Alþýðublaðsins, Press-
unnar og Dags stóðu ekki skil á
afdregnum félagsgjöldum og lífeyr-
issjóðsgjöldum og skulduðu auk þess
gjöld til menningarsjóðs og orlofs-
heimilasjóðs. Vinnustöðvunin átti að
koiria til framkvæmda i gær bærust
greiðslur ekki fyrir þann tíma. Lúð-
vík segir eldri mál Þjóðviljans enn
óuppgerð vegna greiðslustöðvunar
útgáfufélags hans. Hins vegar yrðu
viðræður við forráðamenn blaðsins
til að knýja á um skil á iðgjöldum
á greiðslustöðvunartímanum.
Sótt um leyfi fyrir
nýja leigubílastöð
Á FUNDI borgarráðs nýlega var lögð fram umsókn um rekstrar-
leyfi fyrir nýja leigubifreiðastöð á höfuðborgarsvæðinu. Það eru
leigubifreiðasljórar annarra stöðva, sem sækja um leyfið.
Að sögn Jóns M. Smith, sem
sæti á í undirbúningsnefnd þeirra
leigubifreiðastjóra sem sækja um
leyfið, sóttu þeir um leyfi fyrir einu
og hálfu ári. „Sú umsókn virðist
hafa sofnað í kerfinu hjá þeim.
Við fórum þess vegna aftur af stað
með nýja umsókn og var hún loks-
ins tekin fyrir núna. Mér skilst að
hún hafi verið send til umsagnar
borgarlögmanns og þannig stend-
ur málið nú,” segir Jón.
Jón segir að það séu leigubif-
reiðastjórar frá öðrum stöðvum,
sem séu að sækja um leyfið. „Þetta
þýðir því ekki fjölgun á leigubílum.
Við erum að stofna okkar eigin
leigubílastöð, sem við eigum og
rekum sjálfir þannig að við ráðum
okkur sjálfir. Við höfum fengið
vilyrði fyrir húsnæði hjá Olís, en
ég veit ekki enn hvar."
Jón segir að allir bflstjórarnir
sem komi til með að keyra á stöð-
inni myndu eiga hlut í henni. „Það
yrði jafnframt tryggt að hlulabréf
gætu ekki safnast á aðeins fáar
hendur og að enginn gæti náð
hreinum meirihluta," segir Jón.