Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 11 Byggðastofnun á röngiim forsendum eftir Björn Bjarnason Töluverðar umræður hafa orðið á Alþingi vegna skýrslu Davíðs Oddss- onar forsætisráðherra um Byggða- stofnun. í skýrslunni gerði hann grein fyrir starfi stofnunarinnar á síðasta ári. Hafa aldrei orðið jafn- miklar umræður um þessa árlegu skýrslu forsætisráðherra. Byggða- mál eru á starfssviði allsheijarnefnd- ar á Alþingi og sem einn af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þeirri nefnd hef ég lýst því áliti mínu á þingi, að vanda Byggðastofnunar mætti að verulegu leyti rekja til rangs starfsgrundvallar hennar. Méð þeim orðum vísa ég til þess, að þenn- an grundvöll er að fínna í Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Vandinn sem við er að etja í at- vinnumálum þjóðarinnar nú er af ýmsum borinn saman við hin snöggu umskipti til hins verra, sem viðreisn- arstjórnin varð að glíma við á árinu 1967. Tókst henni á skömmum tíma að snúa vörn í sókn án þess að hverfa frá meginstefnu sinni. Kjarni hennar var að fella niður kerfi útflutnings- bóta og innflutningsgjalda, sem komið hafði í veg fyrir aðlögun að nýjum aðstæðum og eðlilega um- breytingu og þróun atvinnuveganna. Samhliða því sem atvinnulífið var losað úr fjötrum með réttri gengis- skráningu voru gjaldeyris- og við- skiptahöft felld niður og stjórn pen- ingamála og fjármála styrkt. Þá var ráðist í uppbyggingu orkufreks iðn- aðar og grundvöllur lagður að samn- ingum við markaðsbandalögin í Evr- ópu. Það er fráleitt að gagnrýna störf viðreisnarstjórnarinnar á þeim forsendum, að þau hafi verið fjand- samleg þeim, sem búa í dreifðum byggðum landsins. Stjórnin stóð meðal annars þannig að verki, að sérstöku gjaldi af álverinu í Straum- svík var varið til að jafna mun á milli byggðarlaga. Eftir áföllin 1967 var komið á fót atvinnumálanefnd- um í öllum byggðum landsins og studdust þær við opinbera sjóði. Það sýndi best kosti efnahagsstefnu við- reisnarstjómarinnar hve fljótt og skipulega hún gat brugðist við hruni atvinnulífsins 1967. Réttmæt gagn- rýni er, að róttækum breytingum í anda viðreisnarstefnunnar hafí ekki verið fylgt nægilega fljótt og fast eftir, svo sem með afnámi verðlags- hafta, samdrætti í ríkisrekstri og viðnámi gegn útþenslu opinberra sjóða. Ríkisstjórnin sem tók við af við- reisnarstjórninni sumarið 1971 undir forystu Framsóknarflokksins og með aðild Alþýðubandalagsins einsetti sér að taka upp aðra stefnu en við- reisnarstjórnin hafði fylgt, ekki síst í byggða- og atvinnumálum. Á þess- um árum kenndu vinstrisinnar stefnu sína gjarnan við „félagslegan áætlunarbúskap”. Þeirri stefnu átti að hrinda í framkvæmd með Fram- kvæmdastofnun ríkisins, en undir hana voru settir sjóðirnir, sem við- reisnarstjórnin hafði notað í því skyni að jafna aðstöðumun á milli byggðarlaga. Með „félagslegum áætlunarbúskap” var ætlunin að sameina sósíalisma Alþýðuband- alagsins og samvinnustefnu Fram- sóknarflokksins. Til að minna á málflutning vinstri- sinna á fyrstu mánuðunum eftir að viðreisnarstjórnin fór frá er nærtækt að vitna til umræðna á Alþingi í nóvember 1971, fyrir réttum 20 árum, um frumvarp til laga um Framkvæmdastofnun ríkisins. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, líkti stofnuninni við skipulagsnefnd atvinnumála, eða „Rauðku”, sem starfaði hér á of- stjórnarárum fjórða áratugarins og vann að því að hneppa atvinnulífið í ríkisfjötra. Taldi Ragnar miður, að starf „Rauðku” hefði lagst niður og sagði að með Framkvæmdastofnun væri ætlunin að „hverfa frá handa- hófsvinnubrögðum og happa- og glappastQfnu” viðreisnarstjórnarinn- ar og taka upp „hagstjórnaraðferðir, sem að vísu óneitanlega bera nokkurn keim af sósíalískum úrræð- um, eins og hvers konar áætlana- gerð hlýtur að gera”. í umræðum um þetta sama frumvarp sagði Steingrímur Hermannsson, þing- maður Framsóknarflokksins, meðal annars að andstaðan við frumvarpið um Framkvæmdastofnun ríkisins væri byggð á „þeim rótgróna mis- skilningi sem víða ríkir hjá auðvalds- fyrirkomulagi og þeim flokkum, sem því fylgja, að enn skuli fylgt hinni gömlu reglu um, að framboð og eftir- spurn skuli ráða efnhagsþróun. Staðreyndin er vitanlega sú, að þessi gamla grundvallarkenning er fyrir löngu úrelt orðin, jafnvel í þeim ríkj- um, sem auðugust eru og lengst hafa haldið í einstaklingsframtakið og framtak fyrirtækja og stórat- hafnaraðila.” Þessi orð um gildi sósíalískra hag- stjórnaraðferða og undanhald auð- valdsskipulagsins hljóta að horfa öðru vísi við fyrrgreindum þing- mönnum nú en fyrir 20 árum. Ör- birgð hundruð milljóna manna á fá- tæktarrústum áætlunarbúskapar sósíalisma og kommúnisma segir allt sem segja þarf um styrk hinna ólíku hagkerfa. Á heimsmælikvarða hefur viðreisnarstefna borið sigurorð af félagslegum áætlunarbúskap, ef þannig má að orði komast. Starfsgrundvöllur Byggðastofn- unar var lagður með lögunum um Framkvæmdastofnun ríkisins. Þeirri stofnun var síðan skipt í þrennt með lögum frá 1985, það er Framkvæmd- asjóð íslands, sem nú er verið að leggja niður, Byggðastofnun ogþró- unarfélag. Það er á þessum forsend- um, sem ég tel, að starfsgrundvöllur Byggðastofnunar sé rangur. Þótt margir agnúar hafi verið sniðnir af síðan upphaflegu lögin um Fram- kvæmdastofnun ríkisins voru sett býr lengi að fyrstu gerð í þessu efni eins og öðrum. Tilfærsla fjármagns Hvarvetna í iðnvæddum og auð- ugum rikjum tíðkast að styrkja byggðir sem eiga undir högg að sækja vegna fámennis eða fjarlægða frá þéttbýli. Þessi stefna styðst við góð og gild rök. Henni er hrundið í framkvæmd með misjöfnum hætti. Mestu skiptir að sjálfsögðu að þann- ig sé staðið að tilfærslu þessa fjár skattgreiðenda að það nýtist sem allra best. í bréfi frá Byggðastofnun dag- settu 1. nóvember 1991, sem er svar við fyrirspurn frá állshetjarnefnd Alþingis um fjárveitingar til byggða- mála í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár, segir meðal annars:„Öll framlög af fjárlögum hafa með ein- um eða öðrum hætti áhrif á byggð í landinu. Gildir þar einu hvort þau eru talin framlög til þess málaflokks eða ekki. Starfsemi ríkisins, sem m.a. er stærsti atvinnurekandi á landinu, hlýtur að hafa veruleg áhrif á þróun búsetu í landinu. Víða um Björn Bjarnason „Það er á þessum for- sendum, sem ég tel, að starfsgrundvöllur By ggðastofnunar sé rangur. Þótt margir agnúar hafi verið sniðnir af síðan upphaf- legu lögin um Fram- kvæmdastofnun ríkis- ins voru sett býr lengi að fyrstu gerð í þessu efni eins og öðrum.” lönd hafa farið fram yfirgripsmiklar rannsóknir á þætti hins opinbera í búsetuþróun, þar sem bæði eru könnuð áhrif beinna aðgerða ríkis- valdsins til að hafa áhrif þar á og hinna óbeinu, þ.e. áhrif af starfsemi ríkisins sem ekki er sérstaklega ætlað að hafa áhrif á byggðaþróun. Almennt hefur niðurstaða þessara kannana verið sú að áhrifin eru tal- in meiri af þeim aðgerðum og starf- semi ríkisins sem ekki er ætlað að hafa áhrif á byggðina en hinum sem ætlað er það hlutverk. Þetta stafar ekki síst af því að upphæðirnar eru miklu hærri í verkefnum ríkisins sem hafa hin óbeinu áhrif á búsetuna.” Ástæða er til að vekja athygli á þessu mati stofnunarinnar um leið og þess er getið, að síðan 1972 hafa 12 milljarðar króna verið fluttir með fjárlögum um Byggðasjóð og Byggð- astofnun frá skattgreiðendum til þeirra verkefna sem sjóðurinn og stofnunin hafa sinnt. Hafa upphæð- irnar þá verið færðar til verðlags í nóvember 1991. Inni í þessari tölu eru þær 1.200 milljónir króna, sem Byggðastofnun voru færðar sérstak- lega úr ríkissjóði nú í ár til að létta skuldum af stofnuninni. Innan Byggðastofnunar var rætt um að þessi fjárstuðningur þyrfti að vera þrír milljarðar króna, svo að fjárhag- ur hennar kæmist í viðunandi horf. Inn á nýja braut Það er alrangt, að gagnrýni á Byggðastofnun sé bundin við þá, er búa á höfuðborgarsvæðinu. Á stjórn- málafundum utan þess hef ég orðið var við slíka gagnrýni. Harðasti dómurinn síðustu mánuði var kveð- inn upp af Áskeli Einarssyni, sem hefur starfað að sveitarstjómarmál- um á Norðurlandi í 33 ár og þar af í 20 ár sem framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Hann sagði meðal annars í Morgun- blaðsgrein fyrir nokkrum vikum: „Kjarni málsins er sá, að hin svo- nefnda byggðastefna hefur miste- kist. Eftir 20 ára störf Byggðastofn- unar og núverandi miðstýringu og forsjárhyggju í byggðamálum er byggðavandinn aldrei meiri.” Áskell Einarsson telur, að eitt hafi hann lært af reynslu síðustu 20 ára, að byggðastefna á íslandi verði ekki rekin af þeim fyrir sunn- an, heldur af heimamönnum sjálfum. Kemur þetta heim og saman við mat starfsmanna Byggðastofnunar. Undir lok almenns'inngangs í prent- aðri ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir árið 1990 segir, að það hafi orðið hugarfarsbreyting, sem veki vonir um að nú séu að verða þátta- skil í atvinnu- og byggðaþróun. Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofnun- ar, skýrði þessa hugarfarsbreytingu á þann veg í nýlegu viðtali við Þjóð- viljann, að menn séu hættir að tala um aðflutt vandamál og átti sig á því, að þeir einu sem muni leysa málin séu heimamenn sjálfir. Sé þessi þróun að verða ber að fagna henni, því að hún gengur þvert á hinn „félagslega áætlunarbúskap”, sem fólst í því að menn ættu að treysta meira á forsjá áætlanasmið- anna og ríkisvaldsins en Sjálfa sig. í þessari grein hef ég beint athygl- inni að Byggðastofnun. Hinar röngu forsenöur sem móta starfsgrundvöll Byggðastofnunar valda því að hún á í miklum erfíðleikum með að sinna hlutverki sínu við nútímalegar að- stæður, þar sem það eru ekki sósíal- ismi og ríkisforsjá, sem hafa sigrað, heldur ftjálsræði og framtak ein- staklingsins. Er mikilvægt að finna Byggðastofnun nýjan starfsgrun- dvöll og gera henni með þeim hætti kleift að verða nýtt afl til að styrkja byggð um land allt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. SIEMENS Með SIEMENS heimiUstœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusia Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. BorgarfjörOur: Rafstofan Hvftárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, MunaÖarhóli 25. Grundarfjöröur: Guöni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardaiur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlfusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgiö hf., Aöalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., GarÖarsbraut 18a. • Þórshöfn: Noröurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, BúÖareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C </> o| 0*0* 3<Q 0=8 3 2: o2 Q Q' 3 7? q2 Q^ 3 a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.