Morgunblaðið - 26.11.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Fj ölskyldukvöld
á Pizza Hut
Þriðjudagskvöld eru fjölskyldukvöld hjá okkur á
Pizza Hut. Þá bjóðum við upp á okkar geysivinsælu
fjölskyldupizzu, sem er heil máltíð fyrir 4 til 6.
Með fjölskyldupizzunni fáið þið að auki fría könnu
af Pepsí svo allir hafi nóg að drekka.
Gerið ykkur dagamun og koinið á
Pizza Hut í kvöld.
Sameinumst gegn alnæmi
eftir Guðjón
Magnússon
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
(WHO) hefur ákveðið að helga einn
dag ár hvert baráttunni gegn al-
næmi. Dag þennan ber upp á 1.
desember nk. í ár er yfirskrift dags-
ins „Sharing the Challenge” sem
útleggst _ „Sameinumst gegn al-
næmi”. Ákall sem undirstrikar þá
einföldu staðreynd að alnæmi er
hraðvaxandi faraldur um allan
heim. Smitsjúkdómur sem virðir
hvorki landamæri né mannvirðing-
ar. Faraldur sem þá aðeins er unnt
að stöðva ef allir sameinast í barátt-
unni. í ákallinu felst þó ekki ein-
göngu sú einlæga ósk að við, hvert
og eitt, gáum að okkur og gerum
nauðsynlegar ráðstafanir til að veij-
ast smiti og til að breiða ekki út
smit. í ákallinu felst jafnframt ósk
um samstöðu með öllum þeim sem
eru smitaðir eða sjúkir. Ákall um
að sporna gegn útskúfun smitaðra
úr samfélagi manna. Ákall um að
aðstoða eftir mætti þá sem á hjálp
og umönnun þurfa að halda.
Faraldurinn leggst þegar þungt
á mörg fátækustu ríki heims. Þessi
ríki geta ekki komið hinum sjúku
til hjálpar né dregið úr hraðri út-
breiðslu án verulegs stuðnings frá
öðrum þjóðum, alþjóðastofnunum
og ijöldahreyfingum sem hafa
mannúð að leiðarljósi. Það felst því
í ákalli dagsins „Sameinumst gegn
alnæmi” ósk um algera samstöðu
þjóða heims í baráttunni við al-
næmi, Þar erum við íslendingar
eftirbátar. Framlög okkar eru afar
smá ef haft er í huga velferð og
þjóðartekjur. Það á reyndar við um
neyðarhjálp og þróunaraðstoð,
hveiju nafni sem hún nefnist.
Útbreiðsla alnæmis á íslandi
heldur áfram. Stöðugt greinast nýir
„Það er ógnvekjandi að
þrátt fyrir að endur-
teknar kannanir sýni
að Islendingar vita full-
vel hvernig alnæmis-
veiran berst milii ein-
staklinga eigum við enn
langt í land með að
stöðva útbreiðslu al-
næmis hér á landi.”
einstaklingar. Heildarfjöldi HIV-
smitaðra var samtals 66 þegar sein-
ast voru birtar tölur þann 30. sept-
ember 1991. Þá höfðu greinst 7 ný
tilfelli á fyrstu 9 mánuðum ársins.
Það er ógnvekjandi að þrátt fyrir
að endurteknar kannanir sýni að
íslendingar vita fullvel hvernig al-
næmisveiran berst milli einstakl-
inga eigum við enn langt í land
með að stöðva útbreiðslu alnæmis
hér á landi. I einhverjum tilvikum
er um að kenna falskri öryggis-
kennd. Hérlendar tölur sýna að af
þeim sem hafa greinst eru tveir af
hveijum þremur samkynhneigðir og
einn af hveijum sjö sprautufíklar.
Þeir sem telja sig ekki í þessum
hópum gætu því haldið „það kemur
ekki fyrir mig”. Tölurnar sýna ann-
að. Samkvæmt upplýsingum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er
fjöldi smitaðra samtals 8-10 millj-
ónir. Af þeim hafa níu af hverjum
tíu smitast við kynmök. Ekki bara
það. Þrír af hverjum fjórum sem
eru smitaðir eru gagnkynhneigð-
ir.
Skilaboðin eru í raun afar ein-
föld. Allir geta smitast af alnæmi.
Hver áhætta þín er, fer eftir því
Guðjón Magnússon
hvar þú ert og hvað þú gerir,
en ekki eftir því hver þú ert.
Sameinumst gegn alnæmi - í
verki.
Höfundur er læknir og formaður
landsnefndar um alnæmisvarnir.
_____________Brids___________________
Amór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðholts
Að loknum 12 umferðum í baro-
meter-tvímenningi er staða efstu
para þessi:
Óli Bjöm Gunnarsson - Marinó Kristinsson 112
Jón Ingi Bjömsson - Ólafur H. Ólafsson 86
HaukurHarðarson-VignirHauksson 81
Kristín Guðbjömsdóttir - Bjöm Arnórsson 72
Magnús Oddsson—Lilja Guðnadóttir 55
Þorsteinn Kristjánsson - Rafn Kristjánsson 52
Keppnin heldur áfram næsta
þriðjudag.
Samstarfsnefnd um Bindindisdag fjölskyldunnar.
Áf1J[L
Veistu aö þriöja hver fjölskylda í land-
inu á um sárt aö binda af völdum
áfengisneyslu einhvers eöa einhverra
í fjölskyldunni?
Veistu að áfengisneysla hefur aukist
um 17-20% með tilkomu bjórsins?
Veistu hve mörg börn og unglingar
verða að öllum líkindum fórnarlömb
áfengis næstu árin?
Er ekki tímabært aö staldra við og at-
huga sinn gang, barnanna vegna?
Bindindisdagur fjölskyldunnar — ekki
bara í dag.
Brids-Víkingur
Hafin er bridskeppni í Víkingi,
hinu nýju félagsheimili Víkings í
Stjörnugróf. Fyrsta kvöldið var síð-
astliðinn þriðjudag. Úrslit urðu eft-
irfarandi:
Karólína Sveinsdóttir - Sveinn Sveinsson 137
Hafþór Kristjánsson - Gunnar Benediktsson 125
Jakob Gunnarsson - Valgarð Jakobsson 121
Hannes Guómundsson - Þórður Sverrisson 110
Næstkomandi þriðjudag, 29. nóv-
ember, verður eins kvölds tvímenn-
ingur. Allir eru velkomnir. Mætið
tímanlega.
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fímmtudag var spiluð næsts-
íðasta umferð í barómeternum.
Staðan:
Sveinn Þorvaldsson - Hjálmar Pálsson 191
SævinBjamason-GuðjónSiprðsson 180
Ragnar Bjömsson - Páll Valdimarsson 169
Guðmundur Grétarsson - Árni Már Bjömsson 150
Agnar Kristinsson - Erlendur Jónsson 126
Hæstu skor náðu:'
Ragnar Björnsson - Páll Valdimarsson 80
ÞórðurJörundsson-AxelLámsson 78
Sigurður Siguijónsson - Herta Þorsteinsdóttir 62
Bridsfélag Reykjavíkur
Nú hefir verið spilað í tvö kvöld í
sveitakeppninni og 4 leikjum lokið.
Staðan:
S. Ármann Magnússon 85
Trygingamiðstöðin 78
Verðbréfamarkaðurinn 77
LACafe 72
Jón Steinar Gunnlaugss. 72
Hjalti Elíasson 70
Roche 69
Björn Theodórsson 68
Helztu tíðindi síðasta spilakvöld
urðu þau að í fyrri umferðinni vann
Verðbréfamarkaðurinn sveit LA Cafe
stórt eða 24-6, en í seinni leiknum
tapaði Verðbréfamarkaðurinn fyrir S.
Á. Magnússyni með 3 gegn 25!
í sveit S. Ármanns spila bræðurnir
Hermann og Ólafur Lárussynir auk
Ásmundar Pálssonar og Hjördísar
Eyþórsdóttur.
Tryggingamiuðstöðin vann báða
sína leiki af öryggi en í sveitinni eru
nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í tví-
menningi. Auk þeirra eru Ragnar
Magnússon, Páll Valdimarsson, Sig-
urður Vilhjálmasson og Hrólfur
Hjaltason í sveit Tryggingamiðstöðv-
arinnar.