Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
/ KPAKKAR!
/KUNÍÐ
AB BURSTA
.TENNURNAR
eftir Dean Abraham-
son og Valdimar K.
Jónsson
Síðari hluti
Alþjóðlegar skuldbindingar
íslands
Það veltur á ýmsum þáttum
þversu mjög þarf að stjóma út-
streymi gróðurhúsalofttegunda.
Þeir mikilvægustu eru eftirfarandi:
Hversu mikil aukning verður í
notkun jarðefnaeldsneytis, fyrir-
hugað álver og túlkun stöðugleika-
ákvæðis EFTA-sáttmálans.
Ný 210.000 tonna álbræðsla
sem komin væri í gagnið fýrir árið
2000 myndi auka útstreymi CO2
um 330 þúsund tonn á ári. Aukn-
ing eldsneytisnotkunar um 2% á
ári myndi auka C02-útstreymi um
500 þúsund tonn á ári og um 1.500
þúsund tonn ef notkunin eykst um
5% á ári.
Ef ný 210.000 tonna álbræðsla,
sem notaði hinn hefðbundna Hail
og Héroult-bræðsluferil, væri kom-
in í gagnið fyrir árið 2000, mun
útstreymi KFK-14 og KFK-116
auka til viðbótar gróðurhúsaáhrif
sem jafngilda 3,45 milljónum
tonna útstreymi af CO2 á ári.
Heildaraukningin vegna bræðsl-
unnar myndi þá vera 3,78 milljón-
ir tonna af CO2 (jafngildum) á
ári. Því til viðbótar kæmi svo aukn-
ing sem yrði vegna aukinnar olíu-
notkunar.
Valkostir til að draga úr
útstreymi
Það eru margar leiðir mögulegar
til að ná fram marktækum sam-
drætti í útstreymi gróðurhúsaloft-
tegunda hér á landi. Þessar eru
helstar:
• Bæta við mengunarvarnatækj-
um, sem fjarlægðu KFK-14 0g
KFK-116 úr útblæstri álversins
eða bætta stýringu til að
minnka spennuris, sem minnk-
ar framleiðslu á KFK-14 og
KFK-116.
• Breyta yfir í framleiðsluaðferð
sem afoxar súrál án þess að
framleiða KFK-14 og KFK-
116, eins og hin hefðbundna
aðferð Hall og Héroult gerir.
• Hætta notkun KFK-efna sem
eru til almennra nota, og nota
í staðinn önnur efni sem hafa
lítil sem engin gróðurhúsaáhrif.
• Minnka notkun jarðefnaelds-
neytis.
• Hefja stórfellda skógrækt sem
myndi taka upp það koltvíoxíð
úr andrúmsloftinu sem kæmi
til viðbótar vegna nýs álvers.
Útrýming KFK-14 og KFK-116
Mengunartæki sem nú eru notuð
í álbræðslum fjarlægja ekki KFK-
14 og KFK-116.17 Ef notuð væri
sú tækni sem fjarlægir KFK-14
og KFK-116 úr útblásturslofti ál-
bræðslu, væri hægt að minnka og
jafnvel útrýma þessari uppsprettu
gróðurhúsalofttegunda. Ef þetta
yrði gert í núverandi álbræðslu og
þeirri sem fyrirhuguð er, þá væri
hægt að draga úr útstreymi
gróðurhúgalofttegunda um 1,4
milljónir tonna á ári mælt í CO2
jafngildum þannig að það yrði
minna en það var árið 1990. Þetta
myndi leyfa aukningu í eldsneyti-
snotkun um 3,5% á ári fram til
ársins 2000,18 en leyfði enga aukn-
ingu síðan.
Onnur bræðsluaðferð notuð
Völ er á nokkrum öðrum þekkt-
um aðferðum til afoxunar súráls
en þeirri venjulegu Hall- og Héro-
ult-aðferð, t.d. Alcoa-ferlinum sem
ekki myndar KFK-14 og KFK-116
og þarf minni raforku.19 Líklegt
er að þau gróðurhúsaáhrif sem hin
hefðbundna bræðsluaðferð veldur
í umhverfinu verði í framtíðinni
viðurkennd og þá jafnvel með
skatti á útstreymi gróðurhúsaloft-
tegunda.20 Það myndi ýta undir
endurskoðun á öðrum mögulegum
bræðsluferlum t.d. Alcoa.
eru komin á alla
útsölustaði
Dean Abrahamson
Önnur efni í stað
KFK-kælirefna
Gróðurhúsaáhrif, af völdum
KFK-efna í kælivökvum, einangr-
unarefnum og til ýmissa annarra
nota, eru vel þekkt. í nokkrum
löndum er hafin vinna við að finna
aðrar leiðir til að ná fram sömu
áhrifum og þessi efni hafa, en án
þess þó að losuð séu út í andrúms-
loftið efni sem eyða ósonlaginu eða
valda gróðurhúsaáhrifum.
Árið 1990 var útstreymi inn-
fluttra KFK-efna og lítilsháttar
magns skyldra mengunarefna
þekkt sem halónar, jafngildi út-
streymis 893 þúsund tonna af
CO2. Ef önnur efni væru notuð í
stað þessara sem hefðu engin
gróðurhúsaáhrif þá samsvaraði
það aukningu í C02-útstreymi
vegna nýs álvers og myndi leyfa
aukningu í eldsneytisnotkun um
2,75% á ári fram til aldamóta, en
enga aukningu þar á eftir. Hér
væri þó enn óleystur vandi vegna
útstreymis KFK-14 og KFK-116.
Minni notkun
jarðefnaeldsneytis
í stað jarðefnaeldsneytis má
nota rafmagn, vetni eða alkóhól
sem framleitt er með íslenskri sól-
arorku, vatns og jarðgufuorku. Það
tæki a.m.k. heilan áratug eða
meira að framkvæma slíkar breyt-
ingar og enn hafa ekki farið fram
næganlegar hagkvæmnisathugan-
ir á slíkum skiptum.
Ef sá skilningur er hafður um
EFTA-sáttmálann að hann eigi
aðeins við um koltvíoxíð, þá þyrfti,
vegna nýs álvers, að draga saman
eldsneytisnotkun frá því sem hún
var árið 1990 um 11% fram til
aldamóta, til þess að jafna út þá
aukningu sem kæmi með nýju ál-
veri. Ef dregið væri úr þessari elds-
neytisnotkun með því að nota vetni
sem framleitt væri með íslenskri
raforku, þá þyrfti til þess um 2,09
TWh(e).21 Þetta magn er um 47%
af þeirri orku sem framleidd var
árið 1990, -sem er nálægt því að
vera jafnmikið og notað var til ál-
og kísiljárnsbræðslu. Viðbótarvetni
þyrfti að framleiða til að hafa fyr-
ir allri aukningu umfram það sem
notað var árið 1990.
Ef aftur á móti er átt við allar
gróðurhúsalofttegundir í EFTA-
sáttmálanum þá yrði ekki einu
sinni nóg að nota vetni í stað allr-
ar olíu, sem notuð er, til að ná
jafnvægi í útstreymi eins og það
Valdimar K. Jónsson
var árið 1990. En þetta myndi
þýða aukna raforkuframleiðslu
upp á 23,7 TWh(e), nærri 5,4 sinn-
um meira en framleitt var árið
1990.
Skógrækt til upptöku
koltvíoxíðs úr andrúmsloftinu
Eyðing skóga í hitabeltislöndum
eykur koltvíoxíð í andrúmsloftinu
en ræktun nýrra skóga tekur það
upp. Þetta skýrist af því að allar
lifandi verur fá kolefni sem er
upprunalega tilkomið vegna ljó-
stillífunar hjá grænum plöntum.
Tré eru að meðaltali 45% kolefni
og eftir því sem þau verða fleiri
og stærri því stærri geymslur verða
þau fyrir koltvíoxíð sem einu sinni
var í andrúmsloftinu. Menn verða
þó að gera sér grein fyrir því að
skógar í vexti taka til sín úr and-
rúmsloftinu meira en þeir gefa frá
sér af CO2; eftir að fullum vexti
‘er náð er upptaka CCh^ sú sama
og þeir gefa frá sér. Á íslandi ná
tré fullum vexti á 40-60 árum.
Við landnám var ísland að stór-
um hluta vaxið skógi sem nú hefur
að mestum hluta verið eytt. Eldgos
og hörð veðrátta á fimmtándu og
sextándu öld hefur farið verst með
skóginn. Aðeins einangraðar leifar
af skógi eru eftir, en áætlað er að
um 11.000 ferkílómetrar (km2)
lands henti til skógræktar á ís-
landi miðað við núverandi veðurf-
ar.22
Ef túlkun EFTA-sáttmálans er
sú að hann eigi aðeins við um
CO2, þá þyrfti skógrækt á um
0,955 km2 lands til þess að taka
upp þau 330.000 tonn af CO2 sem
kæmu frá nýrri álbræðslu. Ef túlk-
unin á EFTA-sáttmálanum væri
hins vegar sú að hann tæki til
útstreymis allra gróðurhúsaloft-
tegunda, þá þýddi það að aðeins
85% af útstreymi nýs álvers yrði
tekið upp, ef ræktaður yrði skógur
á þeim 11.000 km2 lands sem talið
er henta til skógræktar.
Niðurstöður
íslensk stjómvöld, í samvinnu
við önnur lönd í EFTA, EB auk
Nýja Sjálands, Japas, Ástralíu og
Kanada, samþykktu að stefna að
því að árið 2000 yrði ekki um
meira útstreymi koltvíoxíðs að
ræða í andrúmslofti en það var
árið 1990. íslensk stjórnvöld eru
líka um það bil að samþykkja að
byggt verði nýtt álver. Útstreymi
gróðurhúsalofttegunda hefur einn-
ig verið að aukast síðan 1983
Öll Lionsdagatöl eru merkt.
Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa.
Allur hagnaður'AreHntir óskíþiúr til líknumdldi
Er Antíkristur þegar
farinn að starfa?
Spádómarnir rætast
Gróðurhúsaáhrif
og álver á Islandi