Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 17

Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 17 „í nokkrum lönduni er hafin vinna við að finna aðrar leiðir til að ná fram sömu áhrifum og þessi efni hafa, en án þess þó að losuð séu út í andrúmsloftið efni sem eyða ósonlaginu eða valda gróðurhúsa- áhrifum.” vegna meiri notkunar jarðefnaelds- neytis, þá sérstaklega í fiutninga- geiranum. Ýmsar aðgerðir eru mögulegar til þess að jafna út þessa mögulegu aukningu í útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda fram til aldamóta. Hvetjar af þessum aðgerðum eru nauðsynlegar er háð eftirfarandi þremur atriðum; hvort túlkun EFTA-sáttmálans er sú að hann taki til allra gróðurhúsaloft- tegunda eða aðeins til koltvíoxíðs; hver vöxtur (eða minnkun) verður í útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna eldsneytisnotkunar fram til aldamóta; og hvaða tækni verður valin fyrir framleiðsluferil nýs ál- vers. Þróun og notkun aðferðar til að fjarlægja KFK-14 og KFK-116 úr útblæstri starfandi álvers og því sem fyrirhugað er, myndi draga nægjanlega mikið úr útstreyminu til þess að jafna út þá aukningu útstreymis CO2 sem yrði frá nýju álveri og myndi að auki leyfa 3,5% aukningu í olíunotkun á ári fram til aldamóta. Útstreymi gróður- húsalofttegunda frá orkugeiranum yrði samt sem áður að ná stöðugu í því magni sem það yrði árið 2000. Bygging nýs álvers sem notaði einhvern af þeim öðrum bræðslu- ferlum sem mögulegir eru í stað Hall og Héroult, til dæmis Alcoa, myndi hafa álíka mikil áhrif og íjarlæging KFK-14 og KFK-116 úr útblæstri álversins, ef gert væri ráð fyrir að engum öðrum gróður- húsalofttegundum yrði sleppt út, eins og t.d. kolefnisfjórklóríði. Ef hætt yrði notkun allra KFK- efna í kælivökvum, froðumyndandi efnum og til ýmissa annarra nota, og í staðinn notuð tækni sem ekki ylli gróðurhúsaáhrifum, myndi það jafna út þá aukningu CO2 út- streymis sem kæmi með nýju ál- veri. Þetta leyfði einnig um 2,75% aukningu í eldsneytisnotkun á ári fram til aldamóta, og því yrði hald- Honda 91 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfí Tilboö Nú aðeins 1.290 þús. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA U HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SlMI 689900 ið stöðugu þar á eftir. Hér væri þó enn óleystur vandi vegna út- streymis KFK-14 og KFK-116. Vetni, sem framleitt yrði með íslenskri vatnsorku, mætti nota í stað olíueldsneytis. Til þess að jafna út þá aukningu í CO2- útstreymi sem kæmi með nýju ál- veri þyrfti að auka raforkufram- leiðsluna um 47%, auk viðbótar- orkuþarfar vegna vaxandi elds- neytisnótkunar. Að lokum; skógrækt á um 0,955 ferkílómetrum lands myndi jafna út þá aukningu sem yrði á CO2- útstreymi frá nýju álveri með 210.000 tonna ársframleiðslu. Stærð þessa landsvæðis er álíka mikil og þess lands sem nú er í ræktun og er um 1.400 km2. Tölu- vert stærra svæði þyrfti að þekja með skógi til þess að ná inn CO2 vegna einhverrar aukningar í elds- neytisnotkun. Líklegt er að einhver samtvirin- un þeirra leiða, sem nefndar hafa verið hér að ofan, sé nauðsynleg til þess að ná jafnvægi í útstreymi fyrir árið 2000. Neðanmálsgreinar og tilvitnanir 17. Fabian, P., et al., op cit. 18. Árið 1990 var útstreymi KFK-14 og KFK- 116 jafngildi 381 þúsund tonna af kolefni eða 1,397 milljónir tonna af CO2. Fjarlæging KFK- 14 og KFK-116 úr útblæstri núverandi ál- bræðslu myndi þannig leyfa útstreymi á um 330 þúsund tonnum af CO2 frá nýju bræðsl- unni, auk viðbótar upp á rúmlega 1 milljón tonna af CO2. Þetta myndi leyfa aukningu á útstreymi vegna eldsneytisnotkunar frá því sem það var árið 1990 um 2,4 til 3,4 milljónir tonna af CO2. Þetta þýddi að meðaltalsaukning í elds- neytisnotkun mætti vera um 3,5% á ári fram til aldamóta. 19. Fyrsta hvarf Alcoa-ferilsins er að súrál hvarfast við klór og kolefni sem myndar álkl- óríð sem síðan leysist upp við rafgreiningu í ál og klóríð. 2 A1203 + 6 C1 + 3CÆ4 A1C13 + 3 CO2 Æ 4 A1 + 6 CI2 + 3 CO2. Þetta er lokaður ferill. Sjá Elvers, op cit. 20. Evrópubandalagið hefur nýlega lagt til að settur verði 10% skattur á hverja tunnu af olíu, sem viðleitni í að draga úr útstreymlgróð- urhúsalofttegunda. Þetta samsvarar 80% á hvert tonn kolefnis. Ef útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda vegna framleiðslu áls-yrði skatt- lagt í samræmi við hugmyndir Evrópubanda- lagsins um olíuskatt, þá yrði sá skattur um 450% á hvert tonn áls framleitt með rafmagni frá vatnsaflsvirkjunum, en 900% á hvert tonn áls framleitt með rafmagni frá kolaraforkuver- um. Verð. á áli nú er um 1.150 dalir á tonn. Sjá: Montgomery, P.L., „Heavy Energy Tax is Pro{K)sed to Curb Emission in Europe,” New York Times: (26. september 1991); álverð úr New York Times: (27. September 1991). 21. Eldsneytisnotkun yrði að minnka nægilega til þess að draga úr CCh-útstreymi sem svarar 330 þúsund tonnum á ári vegna nýs 210.000 tonna álvers. Þetta jafngildir minnkun í olíu- notkun um 104 þúsund tonn á ári. í stað 50 þúsund tonna af olíu mætti nota vetni sem framleitt væri úr 1 Terawatt-klst. rafmagns (TWh(e) = 1012 Wh(e)), því þyrfti, ef skipta ætti út 107 þúsund tonnum af olíu, 2,09 TWhíe). 22. Áætlað er að nýir skógar á íslandi geti tekið upp um 0,94 tonn af kolefni á hektara á ári, frá þeim tíma sem skóginum er plantað og fram til þess að hann hefur náð fullum vexti, í 40-60 ár. Því þyrfti, til þess að Qar- lægja 370.000 tonn af CO2 á ári; [(330.000 tonn C02/ári) x (0.272 tonn kolefni/tonn CO2)] / [0.94 tonn kolefni/hektara á ári] = 95.500 hektarar = 0,955 km2. Höfundar eru prófessorar við Háskólann íMinnesota ogHáskóla íslands. Fóðraðir jakkar Ermalaus vesti Ermalaus með földum rennilós, hlýir i vetrarkulda með tveimur brjóstvösum og vasa fyrir cnmfpctinmir en einnig þægilegir ó sumrin. Einnig til veski. Aðgengilegir vasar fyrir nagla, Hyu léttir ófóðraðir jakknr. skrúfur og aðra smóhluli hanga niður me^ vaffhólsmóli, heilu ú hliðunum og að oflan og reyna því bakstykki og vosa fyrir ekki ó bakið. hnéhlifar. Axlabönd Buxur breið, þægileg og skiptasl með nýju sniði og ofarlega ó bakinu. vasa fyrir hnéhlífnr. Belti breitt með sterkum lós. RAFVER HF Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Simar: 91-81 24 15 og 81 2117 Umboðsmenn: Geisli Vestmannaeyjum, Póllinn ísafirði, Glitnir Borganesi, Snarvirki Djúpavogi SORTIMO vinnufatnaður fyrir fagmenn sem klæða sig á skipulegan hátt Fötin skapa manninn líka í vinnunni. SORTIMO vinnufatnaður er nútímalegur, stílhreinn og þægilegur. SORTIMO er fyrsta flokks vinnufatnaður úr 50% bómull (innra byrðí) og 50% polyamid (ytra byrði) sem er endingargott og hrindir vel frá sér óhreinindum og raka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.