Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 18

Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 1991 Ipasco Steel Ltd., aðaleigandi ísl. stálfélagsins: Stálverksmiðja dóttur- fyrirtækis gjaldþrota STÁLVERKSMIÐJAN Lesjofors í Svíþjóð, sem var í eigu fyrirtækis- ins Ipasco AB í Svíþjóð, en það er eitt af dótturfyrirtækjum Ipasco Steel & Holding Ltd., sem átti 93% hlut í Islenska stálfélaginu, er nú til gjaldþrotameðferðar. Eigendur hennar ákváðu að óska eftir gjald- þrotaskiptum í október sl. skv. upplýsingum talsmanns Ipasco AB í Svíþjóð, Lars Erik Oberg, en hann átti einnig sæti í stjórn Islenska stálfélagsins, sem nú hefur verið Lars Erik sagði að erfiðleikar sænsku stálverksmiðjunnar tengd- ust á engan hátt gjaldþroti íslenska stálfélagsins. Sagði hann að verk- smiðján í Svíþjóð væri gömul og gjörólík verksmiðju íslenska stálfé- lagsins. Ákvörðunin hefði verið tek- in vegna langvarandi erfiðleika í sænskum stáliðnaði og margar gamlar stálverksmiðjur verið rekn- ar með miklu tapi. „Markaðurinn hvarf og tveir stærstu viðskiptavin- ir fyrirtækisins voru endurskipu- lagðir. Fundia, okkar stærsti við- skiptavinur, var keypt af norskum og finnskum aðilum. Við l áttum lýst gjaldþrota. ekki annars úrkosta,” sagði hann. Hann sagði að á Íslandi hefðu verið allt aðrar aðstæður og verk- smiðja Stálfélagsins átt mjög góða möguleika. „Þar er hráefnið mjög ódýrt, orkan til staðar og verksmiðj- an sjálf nýtískuleg. Þú getur verið viss um að við gerum okkar besta til að koma aftur og reisa verk- smiðjuna á íslandi við. Við leitum allra leiða því það eru margir mögu- leikar ef við getum fengið góða meðeigendur á íslandi. Þá færi verksmiðjan fljótlega af stað,” sagði hann. Lars Erik sagði að Ipasco sinnti ýmsum viðskiptum í stáliðnaði, m.a. í Kína, þar sem það hefði byggt stálverksmiðju. Björn Hallenius er aðaleigandi móðurfyrirtækisins, Ip- asco Steel Ltd., og stjórnarformað- ur íslenska stálfélagsins, sem hefur höfuðstöðvar sínar skráðar í Lon-. don og á nokkur dótturfyrirtæki, m.a. í Bretlandi og Frakklandi. Hefur hann ekkert viljað ræða við Morgunblaðið um önnur viðskipti Ipasco Steel en þau sem snúa að ísl. stálfélaginu. Hann sagði þó í samtali við Morgunblaðið að Ipasco Steel Ltd. væri stórt fyrirtæki sem hefði langa reynslu af niðurrifi stál- verksmiðja og sölu þeirra frá Evr- ópu til þróunarríkja, þar sem það annaðist einnig uppsetningu verk- smiðja. Sagðist hann hafa verið í stöðugum viðskiptum við Kínveija sl. tíu ár. og njótið Ijúffengrar móltíðar í skemmtilegum félagsskap. Verö pr. mann kr. 3.500.- Mi&oog Íslensk-ameríska félagið og Hótel Holiday Inn gefa nú Islendingum kost á að taka þátt í hinum eina og sanna "Thanksgiving" kvöldverSi um næstu ÞakkargjörSarhelgi dagana 28., 29. og 30. nóvember 1991. Misstu ekki af þessu sérstaka tækifæri til þess bragða á alvöru kalkún framreiddum með ekta amerískri fylIingu,"Cranberrysósu, " og "Pumpkin Pie". Sérstakir gestgjafar kvöldsins verSa: fimmtudagskvöldiS 28/11, bandarísku sendiherrahjónin Sue og Charles E Cobb Jr., föstudagskvöldiS 29/11, hjónin Lilly og Þórhallur Asgeirsson og laugardagskvöldiS 30/11, hjónin Lára Margrét Ragnarsdóftir og Olafur Grétar GuSmundsson. Gestgjafar kvöldsins munu Ijá því persónulegan blæ með því að velja eftirrétt eða forrétt eftir sinni eigin uppskrift, eins og þau sjálf hafa kynnst í Bandaríkjunum. Hótel Holiday Inn verður skreytt og fært í hátíðarbúning og Björn R. Einarsson og félagar munu laSa fram viðeigandi stemmningu með Ijúfri hljómlist. sljóro Holidoy Inn, Sigtúni 38, í sima: 689000 ■ Fax: 680675 Morgunblaðið/Rúnar Þór Styttan af landnemum Eyjafjarðar, Helga magra og Þórunni hyrnu, verður send til Bretlands þar sem steypa á hana í brons. Stallurinn var sagaður undan styttunni til að auðvelda flutninginn. Landnemar Eyjafjarðar halda utan: Styttan af Helga magra og Þórunni hyrnu steypt í brons STYTTAN Landnemar eftir Jónas Jakobsson af þeim Helga magra og Þórunni hyrnu verður send til Bretlands um næstu mánaðamót þar sem steypa á styttuna í brons. Styttan, sem er úr steinsteypu, var orðin mjög illa farin, en hún hefur staðið á Hamarkotsklöppum frá árinu 1957. Brugðið var á það ráð er styttan var farin að molna í sundur að senda þau hjónin í þurrk í dælustöð Hitaveitu Akur- eyrar við Þórunnarstræti, en þar hefur hún verið í tæp fimm ár. Ingólfur Ármannsson, menning- arfulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að styttan yrði send utan um næstu mánaðamót, en hún verður steypt í brons í Bretlandi. Áætlaður kostn- aður er við steypuna er um 2,2 milljónir króna, en Samskip hafa boðið þeim hjónum endurgjalds- lausa siglingu. Búist er við að stytt- an verði komin aftur til Akureyrar í byijun sumars á næsta ári. ■ NÝ BÓK eftir Jack Higgins, Svik og njósnir, er komin út hjá Hörpuútgáfunni. Á bókarkápu segir m.a.: „Bandamenn er í óða önn að undirbúa innrásina á megin- land Evrópu. Þeim er mikið í mun að blekkja andstæðingana, iáta þá búast við innrás á öðrum stað en fyrirhugað var. Njósnarar eru send- ir yfír Ermarsund. En fljótlega kem- ur í ljós að ekki er allt sem sýnist og maðkar í.mysunni hjá njósnafor- ingjum bandamanna sem víla ekki fyrir sér að senda fólk í klærnar á Gestapó ef það þjónar æðri markmiðum. Svik og njósnir er 224 bls. Prent- uð og bundin í Prentsmiðj unni Jack Higgins Odda hf. Þýðing- una gerði Gissur Ó. Erlingsson. Káputcikning er eftir Kristján Jóhannsson. Hitablásarar fýrir iðnaðarhúsnæði. Ýmsar stærðir. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SlMI 624260

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.