Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 Landsfundur Alþýðubandalagsins: Afstöðu til EES og fisk- veiðistjórnunar frestað Sættir forystumanna héldu en „aðstoðarmennirnir” tókust á í kosningum Ólafur Ragnar Grímsson var að þessu sinni ekki í brennipunkti átaka á landsfundi Alþýðubandalagsins sem fram fór um helgina og var klappaður í formannsembættið á ný af flokksmönnum. Hann sést hér á tali við Mörð Arnason félaga í Birtingu en í ræðustóli er Heimir Pálsson fundarstjóri. ÓLAFUR Ragnar Grímsson var endurkjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon varaformaður sam- hljóða og án mótframboðs á landsfundi flokksins um helgina. Sættir æðstu forystumanna héld- ust á fundinum og ekki bar mikið á beinni gagnrýni á þá en ein- kennandi var að aðstoðarmenn þeirra úr tíð síðustu ríkisstjórnar og helstu stuðningsmenn tókust á í kosningum til stofnana flokks- ins og ágreiningur á milli fylk- inga endurspeglaðist við umræð- ur um stjórnmálaályktun. Flokk- urinn klæddist umyrðalítið í bún- ing jafnaðarmennsku við af- greiðslu stefnuskrár en eftir miklar umræður frestuðu lands- fundarfulltrúar því að taka skýra afstöðu til Evrópsks efnahags- svæðis og fiskveiðistefnunnar. Átök urðu við kosningu til níu manna framkvæmdastjórnar á laug- ardag þegar Stefanía Traustadóttir, varaþingmaður Steingríms J. Sig- fússonar, og Árni Þ. Sigurðsson rit- stjórnarfulltrúi Þjóðviljans og fyrr- um aðstoðarmaður Steingríms voru felld í framkvæmdastjórnarkjöri. Á sunnudag var kosið um 32 fulltrúa í miðstjórn og þá hlaut Stefanía efsta sætið. Félagar í Birtingu telja sig fara með mikinn sigur út af þessum landsfundi. Landsfundurinn afgreiddi nýja stefnuskrá flokksins eftir að gerðar höfðu verið nokkrar beytingar á þeim drögum sem voru lögð fyrir fundinn. Gerðar voru breytingar á lögum flokksins um að framvegis verði formaður og varaformaður kosnir viku fyrir landsfund af öllum félagsbundnum Alþýðubandalags- mönnum. Mestur hluti landsfundarins fór hins vegar í umræður um drög að stjórnmálaályktun, sem tók miklum breytingum í meðferð fundarmanna. Ekki er tekin skýr afstaða til evr- ópsks efnahagssvæðis- í endanlegri stjórnmálayktun eða til fiskveiði- stefnunnar en ákveðið var að halda ráðstefnur um þessi mál á næsta ári þar sem flokkurinn ætlar sér að móta endanlega afstöðu sína. Styrkleikaprufa leiddi til átaka Formaður og varaformaður flokksins voru klappaðir inn Temb- ættin að nýju á landsfundinum á laugardag. Þegar kom að kjöri gjaldkera kom hins vegar fram mótframboð þar sem gerð var til- laga um Auði Sveinsdóttur félaga í ABR gegn Unni Kristjánsdóttur. Var þetta talið sýna að þrátt fyrir yfirlýsingar um fullar sættir og samhug flokksmanna væru fulltrúar hins svokallaða flokkseigendafélags að gera styrkleikaprufu á lands- fundinum. Fóru þá þegar af stað átök á milli þeirra fylkinga sem hafa löngum háð stríð á landsfund- um flokksins á undanfömum árum. Niðurstöður kosninganna urðu þær að Unnur var endurkjörin gjaldkeri með um 60% atkvæða. Fulltrúar ABR felldir Þegar kom að kosningu í níu manna framkvæmdastjórn lagði kjörnefnd fram uppstillingarlista sem Birting- armönnum og stuðningsmönnum formannsins af landsbyggðinni þótti nokkur ögrun við sig. Þar var gert ráð fyrir endurkjöri Stefaníu Traust- asdóttur, félaga í ABR, og að Árni Þ. Sigurðsson,ABR, ritstjórnarfull- trúi og fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í ráðherr- atíð hans, yrði einnig kjörinn full- trúi. Var rætt um hann sem form- annsefni í framkvæmdastjórn. Stakk þá Elsa Þorkelsdóttir lög- fræðingur upp á Heiðrúnu Sverris- dóttur fulltrúa af Reykjanesi til framkvæmdastjórnar. Álfheiður Ingadóttir stakk upp á Auði Sveins- dóttur arkitekt. Niðurstöður kosn- inganna urðu þær að Stefanía og Árni voru felld en Auður og Heiðrún kosnar í stjómina. Töldu stuðnings- menn Ólafs Ragnars sig hafa farið með mikinn sigur út úr þessu kjöri og að þeir hefðu nú tögl og hagldir í framkvæmdastjóm. Þessar niðurstöður settu mark sitt á miðstjórnarkjör á sunnudag og gengu svokallaðir „lyfseðlar” með nöfnum ýmissa fulltrúa hínna stríðandi fylkinga á milli landsfund- armanna. Kosið var um 32 fulltrúa í miðstjórn skv. nýju lagaákvæði og varð niðurstaðan sú að liðsmenn „flokkseigendafélagsins” og félagar í ABR töldu sig hafa hafa haft sig- ur út úr þeim átökum. Stefanía Trausta'dóttir varð efst í kosning- unni, Skúli Alexandersson fyrrv. alþingismaður í öðru sæti og Smári Haraldsson bæjarstjóri á ísafirði í þriðja sæti. Kjartan Valgarðsson varð eini fulltrúi Birtingar sem náði kjöri til miðstjórnar en Mörður Árn- ason, félagi í Birtingu og fyrrver- andi aðstoðarmaður Ólafs Ragnars { fjármálaráðuneytinu, varð fyrsti varamaður og féll sem aðalmaður vegna kynjakvótareglu flokksins. Margir viðmælendur blaðamanns á fundinum sögðu að þessi kosn- ingaátök hefðu ekki síst verið á milli landsbyggðarfulltrúa og flokksmanna í Reykjavík. Fulltrúar í framkvæmdastjórn eiga sæti í miðstjórn flokksins og þrátt fyrir að rætt væri um „sigur” stuðnings- manna Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar má ráða af mati alþýðubandalagsmanna að valdahlutföll séu mjög óljós í mið- stjórninni eins og hún er nú sam- sett. Hafði einn landsfundarfulltrúa á orði að í stað þess að beina spjót- unum að forystumönnunum hefðu það verið aðstoðarmenn þeirra [í ráðuneytunum] sem fengju útreið á landsfundinum. Tákn ófriðarins Stefanía Traustadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að margar skýringar lægju að baki úrslitum kosninganna til framkvæmdastjórn- ar. „Landsbyggðin hefur að mörgu leytið hafnað Reykjavíkurfulltrúun- um og fínnst að borgin eigi ekki að hafa þar mikil áhrif. Fram- kvæmdastjórnin er nú fyrst og fremst samsett af fulltrúum af Reykjanesi en þeir eru þar alls fjór- ir af níu. Það er ennþá verið að refsa Reykjavíkurfulltrúunum þó svo að þeir hafi lagt sig fram um samkomulag að undanförnu. Þetta er að mörgu leyti skrítin afstaða landsbyggðarfulltrúanna vegna þess að flokkurinn stendur vel að vígi út á landi en illa í Reykjavík,” sagði hún. Stefanía sagði að hún hefði af mörgum verið talin tákn um átökin innan flokksins og það skýrði einnig kosningaútkomuna en hún er fyrrv. formaður ABR. Hún sagði þó að þrátt fyrir þetta væri flokkurinn sterkari nú en éftir lands- fundinn en árið 1989, bæði málefna- lega og vegna þeirrar samvinnu sem tekist hefði með forystunni að und- anförnu. Ýmislegt þyrfti samt bæta og að landsbyggðin þyrfti að taka meira tillit til Reykjavíkur en fram hefði komið á fundinum. Birting hrósar sigri Fulltrúar Birtingar stóðu á fund- inum í fararbroddi þeirra afla innan flokksins sem áður hafa verið kennd við lýðræðisarm og stuðningsmenn Ólafs Ragnars. Kom það m.a. fram í tillögum þeirra varðandi stjórn- málaályktun. Þá töldu þeir sig hafa náð miklum árangri þegar fundur- inn samþykkti rýmkaðar heimildir í Iögum flokksins um rétt til að stofna sérstök félög innan flokksins og gera þær Birtingu að fullgildum flokksfélaga í Reykjavík ásamt ABR. Kjartan Valgarðsson formaður Birtingar sagðist vera ánægður með niðurstöður landsfundarins.„Þær hugmyndir sem við lögðum af stað með við stofnun Birtingar hafa nú hlotið góðan hljómgrunn í Alþýðu- bandalaginu. Við höfum allan tím- ann talað fyrir jafnaðarstefnunni innan flokksins," sagði hann. Gegn fákeppni og einokun Landsfundurinn bætti nokkrum atriðum inn í þau drög að stefnu- skrá sem lágu fyrir fundinum, eink- um varðandi umhverfismál þar sem segir m.a.: „Alþýðubandalagið lítur á helstu auðlindir landsins, sérstak- lega fiskistofna og orku fallvatna, hreint vatn, loft, jarðhita og náttúru alla sem sameign landsmanna. Arð- urinn af nýtingu þessara auðlinda skili sér til allra landsmanna og ætíð sé tekið mið af hreinni ímynd landsins.” í kafla sem ber heitið „Jöfnuður-jafnrétti-velferð” er m.a. bætt inn setningu um að flokkurinn betjist fyrir rétti launafólks til fullr- ar atvinnu og frelsi til að semja um réttlát laun og í kafla um hagkerfi og markað þar sem segir að flokkur- inn þurfi að vera sérstaklega á verði gegn auðsöfnun og yfirdrottnun sem byggist á fákeppni og einokun á markaði eða annars konar sérrétt- indaaðstöðu. Þjóðin vöruð við EES-samningi Nýr kafli um EES var samþykkt- ur eftir miklar umræður um stjórn- málaáiyktun flokksins. Þar segir m.a. að íslendingar eigi að stuðla víðtækri fríverslun milli landa og eiga góð samskipti við Evrópuband- alagið og allar þjóðir og heimshluta. Um niðurstöður samningaviðræðna EFTA og EB segir að þær séu ekki í samræmi við þá fyrirvara sem Alþýðubandalagið hafí sett í tíð síð- ustu ríkisstjórnar um fjórfreslsið svokallaða. Felld voru út ummæli um að í samningnum um EES felist ýmis sóknarfæri fyrir íslendinga sem voru í drögunum eins og þau voru lögð fyrir landsfundínn en lögð áhersla á að á næstu mánuðum fari fram ítarleg og hlutlæg kynning á öllum atriðum sem hann varða. „Landsfundur Alþýðubandalagsins varar íslensku þjóðina við fjölmörg- um ákvæðum í EES-samningunum og þeirri miklu áhættu sem tekin væri með samþykkt hans fyrir stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði íslendinga. Með EES- samningi værum við að lögfesta drjúgan hluta af ákvæðum Rómar- samningsins og samþykktum EB og margt bendir til að það auðveldi þeim eftirleikinn sem vilja koma Islandi alla leið inn í Evrópubanda- lagið,” segir m.a. í stjórnmálaálykt- uninni. ítrekuð er sú stefna að ekki komi til greina að sækja um aðild að EB og svo segir: „Ekki hefur verið sýnt fram á að nauðsyn reki íslendinga til að gera samning um aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði. Við getum einhliða tekið ákvarðanir um aðlögun að breyting- um í Evrópu sem og annars staðar eftir því sem samræmist íslenskum hagsmunum,” segir þar. Þá felur landsfundurinn þingflokki, að höfðu samráði við miðstjórn og fram- kvæmdastjórn, að taka endanlega afstöðu til málsins eftir víðtæka umræðu og kynningu. Er stjórn flokksins falið að efna til sérstakrar ráðstefnu um EES-samninginn. Ennfremur eru flokksmenn hvattir til virkrar þátttöku í ýmsum Qölda- samtökum til stuðnings kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- inginn. Tillaga um auðlindaskatt dregin til baka Hart var deilt á fundinum um ályktun um sjávarútvegsmál. Var tillaga Birtingar um auðlindaskatt þó dregin til baka en samkomulag náðist á sunnudag á milli deiluaðila um fremur óljóst orðalag, þar sem ríkjandi fiskveiðistefnu er ekki hafn- að berum orðum. í þeim umræðum bar einna mest á Skúla Alexanders- syni, fyrrv. alþingismanni, Merði Ámasyni, fulltrúa Birtingar, Jó- hanni Ársælssyni alþingismanni og Má Guðmundssyni hagfræðingi. Málamiðlun tókst um orðalag þar sem segir að mikilvægustu verkefni í sjávarútvegi séu að byggja upp fiskistofna, auka arðsemi í grein- inni, lækka tilkostnað og treysta undirstöðu greinarinnar til frambúð- ar. Landsfundurinn bendir á að nú- verandi fiskveiðistefna hafi brugðist í mikilvægum atriðum og þurfi end- urskoðunar við. Felld var út máls- grein sem var í upphaflegu drögun- um þar sem sagði að fiskveiðistjórn- unin þurfi að vera eins óháð hags- munaaðilum og mögulegt er. í sjáv- arútvegsályktuninni segir einnig að flokkurinn telji að skylda eigi út- gerðina til að selja fiskinn á innlend- um fiskmörkuðum nema hann fari beint til innlendrar fískvinnslu. í ályktuninni er einnig sagt að heim- ila eigi erlendum fiskiskipum að selja fisk á íslenskum mörkuðum og kaupa þjónustu á íslandi. Kjaramál í skugganum Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ átti ekki rétt til setu á landsfundi flokksins að þessu sinni og höfðu ýmsir fundarmenn það á orði. Um- ræður um kjaramál voru ekki áber- andi en í stjómmálályktuninni eru ítrekaðar tillögur flokksins frá í vor um lífskjarajöfnun, um breyttatekj- uskiptingu sem Iykil að nýjum kjara- samningum, skatt á hátekjur, stór- eignir og fjármagnstekjur sem nota eigi til að hækka barnabætur og skattleysismörk og aðrar jöfnun- araðgerðir í skattamálum. Ólafur Ragnar sagði að loknum landsfundinum að flokkurinn hefði samþykkt viðamiklar ályktanir og sagði það sýna mikinn pólitískan styrk. „Ég held að fundur okkar hafi gefíð íslensku þjóðinni nýja von, bjartsýni og kraft,” sagði hann. Flokksmenn hyggjast forðast átök um formannskjör á iandsfundum framtíðarinnar með þeirri Iaga- breytingu sem gerð var um að fram- vegis verði formaður og varaform- aður kosnir með beinni kosningu allra félaga flokksins í kjördæmun- um ekki síðar en viku fyrir lands- fund. Framboð eiga að liggja fyrir átta vikum fyrir landsfund. Skv. breytingunni fer talning í kosning- unum sjálfum svo fram á landsfundi. Viðræður við erlenda jafnaðarmenn Tillaga Birtingar um að Alþýðu- bandalagið undirbúi aðildarumsókn að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna var vísað frá á fundinum en formað- urinn lýsti því yfir að hann ætlaði að eiga viðræður við forystumenn erlendra jafnaðarmannaflokka um aukin tengsl og samskipti. Áherslur í stefnuskrá og stjórn- málaályktun á jafnaðarstefnu og auknar markaðslausnir sættu engri verulegri gagnrýni á fundinum. Skilgreining jafnaðarmannaflokks- ins eins og hún var sett fram í drög- um að stefnuskrá fyrir fundinn stendur óbreytt í nýju stefnu- skránni. Hvort sem það er til marks um að flokkurinn er að færast til hægri í pólitíska litrófinu eða ekki kemur væntanlega í ljós á næstu misserum. „Sósíalismi” stendur hins vegar óbreyttur á milli tveggja komma í upphafsorðunum. Við landsfundarslit á sunnudag risu svo fundarmenn úr sætum og kytjuðu Internationalinn að venju en að þessu sinni voru fáir baráttuhnefar hafðir á lofti í takt við sönginn. Texti: Ómar Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.