Morgunblaðið - 26.11.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
21
Aukaþing Landssambands slökkviliðsmanna:
Stefnt verður að stofnun
stéttarfélags á næsta ári
DRÖG að lögum uin nýtt stéttarfélag slökkviliðsmanna voru sain-
þykkt af öllum þingfulltrúum á aukaþingi Landssmbands slökkviliðs-
manna sem haldið var að Flúðum um síðustu helgi. Að sögn Guð-
mundar Vignis Óskarssonar, formanns Landssambands slökkviliðs-
manna, verða drögin lögð fram til endanlegrar samþykktar á aðal-
þingi sem haldið verður næsta vor, en stjórn landssambandsins hef-
ur verið veitt heimild til að undirbúa að leysa upp núverandi fagsam-
band slökkviliðsmanna og vinna að stofnun stéttarfélags í kjölfarið.
Að sögn Guðmundar Vignis þarf
tvo þriðju hluta fulltrúa á aðalþingi
til að samþykkja lagadrögin endan-
lega, og þá jafnframt til þess að
leggja niður Landssamband
slökkviliðsmanna. Síðan þurfa tveir
þriðju hlutar almennra félagsmanna
að samþykkja niðurstöðu aðalþings-
ins í atkvæðagreiðslu, en stofnfund-
ur stéttarfélags yrði svo væntan-
lega haldinn í framhaldi af því.
Hann sagði að á aðalþinginu yrði
tekin ákvörðun um það hvort nýtt
félag yrði í Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja, en fram til þessa
hefði það ekkert verið rætt.
„Auðvitað á eftir að leysa ýmis
mál á þessum ferli fram að aðal-
þingi. Slökkviliðsmenn eru innan
starfsmannafélaganna, og þar þurf-
um við að ræða málin þannig að
sá viðskilnaður fari fram með sem
bestum hætti og í sátt og sam-
lyndi, en við höfum enga ástæðu
til að ætla annað en að svo verði.
Staðan varðandi kaup og kjör er
mjög mismunandi hjá slökkviliðs-
mönnum, og hvort sem tekið er
inið af því sem best lætur eða því
sem verst lætur, þá er ljóst að mik-
ið vantar upp á að það sé í eðlilegu
horfi. Stjórnin er þó ekki með nein
loforð um að þetta þýði einhveijar
afgerandi breytingar upp á við í
kjaramálunum, en við höfum þó trú
á að þetta leiði það af sér, og þar
kemur til með að reyna á okkur
sjálfa hvernig við stöndum að okkar
málum,” sagði Guðmundur Vignir.
Á aukaþingi Landssambands
slökkviliðsmanna var jafnframt
rætt um brunamál almennt og einn-
ig umhverfismál. Samþykkt var
ályktun um að jafnhliða lagafrum-
varp um brunamál, sem nú liggur
fyrir Alþingi, þyrfti að ganga frá
því að í reglum um tekjustofna
sveitarfélaga yrði sérstaklega af-
markað gjald til brunamála, sem
innheimt yrði í gegnum trygginga-
iðgjöld á stærri brunaáhættum.
Guðmundur Vignir sagði að þeir
brunar sem orðið hefðu með nokk-
urra mánaða millibili hefðu sýnt
fram á margvíslegan vanda sem
óleystur væri, bæði varðandi skil-
greiningu á valdsviði þeirra aðila
sem ættu að hafa eftirlit með hönd-
um, og jafnframt þeirra sem um
framkvæmd ættu að sjá, þ.e. sveit-
arfélaganna eða slökkviliðsstjóra í
umboði þeirra.
„Veikleikinn liggur mikið í fjár-
vöntun, og þá sérstaklega í hinum
minni sveitarfélögum, en nú eru
miklar kröfur gerðar til þessara
aðila bæði í lögum og reglum sem
í raun og veru engan veginn er
hægt að standa undir. Menii hafa
áhyggjur af þessu ástandi, því þrátt
fyrir velvilja sveitarstjórna þá eru
peningar hreinlega ekki fyrir hendi,
þannig að eftir stendur ábyrgðin á
þessum áhættusama og erfiða mál-
aflokki,” sagði hann.
Morgunblaðið/Alfons
„Strandaði” a Ólafsbraut
Ólafsvík.
Sex tonna trilla, Valdimar SH 68, „strandaði” á Ólafsbraut í Ólafsvík
síðastliðinn föstudag, þegar eigandinn var að draga trilluna á kerru
niður á bensínstöð til að þvo þar af henni sót. Óhappið vildi þannig til
að önnur felgan á kerrunni brotnaði og þui'fti að fá gröfu og lyftara
frá Ólafsvíkurbæ til aðstoðar. Engar skemmdir urðu á trillunni vegna
óhappsins.
Alfons.
Ursögn úr alþjóðahvalveiðiráðinu:
Auðvelt að gera okkur tortryggileg
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
TILLAGA nefndar þeirrar sem undanfarið hefur starfað á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins um að ísland segi sig úr Alþjóðahval-
veiðiráðinu verður til kynningar og umfjöllunar á ríkisstjórnar-
fundi í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann skildi mjög vel niðurstöðu nefndarinn-
ar. Samt sem áður þyrftu þessi mál að skoðast vandlega áður en
ákvörðun væri tekin, þar sem miklir hagsmunir væru í húfi.
„Ég vonast til þess að tillaga herrans,” sagði forsætisráðherra,
nefndarinnar verði lögð fyrir ríkis- „Ég skil mjög vel hugmyndina,
stjórnarfund á þriðjudag og kynnt því Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
þar. Menn hljóta að þurfa að hagað sér með þeim hætti að það
kynna sér rök þessarar nefndar hefur tapað virðingu og trausti og
og hugmyndir sjávarútvegsráð- virðist vera illa starfi sínu vaxið.
Auðvitað þurfa menn að hugsa
sinn gang vandlega, áður en
ákvörðun er tekin, því það eru
miklir hagsmunir í húfi. Við vitum
að það er auðvelt að gera málstað
okkar, þótt góður sé, tortryggileg-
an.”
„Tillagan er órædd í ríkisstjórn,
þannig að ég segi ekkert um hana
að sinni,” sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra er
hann var spurður álits á þeirri
niðurstöðu nefndarinnar að Island
eigi að segja sig úr Alþjóðahval-
veiðiráðinu.
PEACHES
Ekki aðeins mæður
velja Gerber barnamat
Jafnt feður sem mæður
vilja veita börnum sínum
það besta sem völ er á.
Þess vegna velja þau
Gerber First
Foods ávexti
og grænmeti,
þegar þau
byrja að
venja börn
sín við fasta fæðu.
Þau vita að
Gerber barnamaturinn er sá réttifyrir barnið, vegna þess að hann
er framleiddur undir ströngu gæðaeftirliti, 100%
náttúruafurð, næringarríkur, fíngerður og
mjúkur fyrir litla munna.
Litlu krukkurnar innihalda
líka hæfilega skammta
fyrir byrjendur og eru einstaklega þægilegar fyrir
mömmu og pabba.
Eftir þvísem barnið þroskast býður Gerber upp á barnamat ígóðu
úrvali, sem hentar hverju þroskastigi.
Gerber barnamatur er mikilvægur
hluti af fæðu barnsins fyrstu
tvö árin, samhliða
vanalegum heimilismat.
iriiiiu tiUMiauuij
PEACHES
PEACHES
PEACMES
Gerber
V W í yfir 50 ár hafa böm verið okkar
-Xý hjartans míl.
Einkaumboð.
iatanak^///
72% markaðshlutdeild í U.S.A.
segir meira en mörg ord...
Sigurður Helgason Steinar J. Lúðvíksson
Ævimimimgar Sig-
urðar Helgasonar
FRÓÐIHF. hefur gefið út bókina
I sviptivindum - Æviminningar
Sigurðar Helgasonar eftir Stein-
ar J. Lúðvíksson.
Á bókarkápu segir m.a.: „Það
má með sanni segja að ævi Sigurð-
ar Helgasonar hafi verið sviptisöm.
Hann er fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Ungur fór hann að vinna
fyrir sér en í bijósti hins unga
manns blundaði þrá eftir menntun
og frama. Hann fór til náms í
Bandaríkjunum og eftir það hóf
hann störf sem forstjóri Órku og
Leiðrétting
í frétt um Seltjarnarbók sem birt-
ist í Morgunblaðinu laugardaginn
23. nóvember, féll niður niðurlag
tilkynningarinnar. Bókin er unnin
af Prentsmiðjunni Nesi á Seltjarn-
arnesi, en Bókbandsstofan Flatey
sá um bókband. Valgeir Emilsson
hannaði kápu, en mynd framan á
kápu er eftir Sigríði Gyðu Sigurðar-
dóttur. Útgefandi er Seltjarnarnes-
bær ásamt Valhúsaútgáfunni,
Hrólfskálpö.r 14, sem sér pm sölu
og dréífíngu bokárihnar.
síðar einnig Steypustöðvarinnar í
Reykjavík. Árið 1953 hófust af-
skipti hans af flugmálum þegar
hann kom inn í stjórn Loftleiða á
frægum byltingarfundi í félaginu.
Hann var síðan í fylkingarbijósti
allt fram til aðalfundar Flugleiða
árið 1991. Um árabil var hann for-
stjóri Loftleiða í New York og átti
dijúgan þátt í að byggja upp það
stórveldi sem Loftleiðir urðu. Eftir
sameiningu Loftleiða og Flugfélags
Islands árið 1973 varð hann einn
þriggja forstjóra félagsins,. síðan
eini forstjóri þess á árunum 1974-
1985, en þá varð hann stjórnar-
formaður Flugleiða. Það gustaði oft
í kringum Sigurð Helgason, bæði á
Loftleiðaárunum og þá ekki síður á
Flugleiðaárunum, ekki síst þegar
hann var að stýra félaginu út úr
gífurlegum erfiðleikum sem það
lenti í um tíma. Þá vildu margir
losna við Sigurð úr forstjórastóln-
um. En trúr sannfæringu sinni
barðist hann til þrautar og vann
sigur. í bókinni segir Sigurður frá
mörgu sem gerðist að tjaldabaki.
Hann segir frá illskeyttri valdabar-
áttu og átökum um stefnur og
markmið, bæði hjá Loftleiðum og
Fljigleiðum.
í sviþtivindum er 387 bláðsíður.