Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Bretland:
Búist við að Major láti brátt til
skarar skríða gegn Thatcher
Lundúnum. Reuter.
ÞVÍ er spáð í breskum fjölmiðl-
um að John Major forsætisráð-
herra hljóti nú að láta til skarar
skríða gegn forvera sínum í emb-
ætti Margaret Thatcher. Undan-
farna daga hefur Thatcher varað
mjög eindregið við því að Bretar
fallist á áform um frekari sam-
runa Evrópubandalagsríkja.
Andstæðingar hennar í íhalds-
flokknum saka hana um að ætla
að spilla fyrir Major áður en
hann heldur til leiðtogafundar
EB í Maastricht í Hollandi 9.-10.
desember næstkomandi. Lengst
Svíþjóð:
Spá stjóm-
arslitum
fyrir 1994
Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgun-
blaðsins, Erik Liden.
RÚMUR helmingur Svía, 58%,
telur, að stjórn borgaraflokk-
anna fjögurra endist ekki út kjör-
tímabilið eða til ársins 1994.
Finnst flestum líklegast, að Mið-
flokkurinn verði til að sprengja
hana.
Þótt ekki séu liðnir nema 50
dagar frá því stjórnin tók við hefur
Miðflokkurinn átt í deilum við hina
flokkana þijá um ýmis mikilvæg
mál. Má af þeim nefna skattamálin
en hann var sömu skoðunar og jafn-
aðarmenn og vildi aðeins lækka
skatta hinna lægstlaunuðu. Stóð í
stappi um þetta í nokkurn tíma en
nú hafa miðflokksmenn loksins fall-
ist á stjórnarstefnuna. í skoðana-
könnun um þessi mál kom einnig
fram, að 55% telja stjórnina verða
að reiða sig á stuðning eða hlut-
leysi Nýs lýðræðis til að halda velli.
Nýtt lýðræði, sem er eins konar
óánægjuflokkur og andsnúinn inn-
flytjendum, bauð fyrst fram í kosn-
ingunum í september og fékk um-
talsvert fylgi.
gekk Thatcher á föstudag í sjón-
varpsviðtali er hún sagði að það
væri „hrokafullt og rangt” af
Major að hafna þjóðaratkvæða-
greiðslu um þátttöku Breta í
frekari samruna Evrópubanda-
lagsins. Breska pundið féll tölu-
vert í gær og hefur ekki verið
lægra gagnvart þýska markinu
í hálft annað ár.
Margir félagar í íhaldsflokknum
tjáðu sig í breskum blöðum á þann
veg að Major yrði nú þegar að fara
út í stríð fyrir opnum tjöldum gegn
Thatcher því ella væri hætta á að
hún ylli algerri upplausn í flokknum
fyrir þingkosningar sem verða í síð-
astadagi í júlí á næsta ári. Dagblað-
ið Indepehdent hefur eftir ónafn-
greindum „ráðherra í góðri stöðu”
að Major hafi komist að þeirri niður-
stöðu að vilji hún beijast þá renni
hann ekki af hólmi heldur sé stað-
ráðinn í að leggja hana að velli.
Financial Times hefur á hinn bóginn
eftir heimildarmönnum sínum að
Major ætli að bíða átekta þangað
til eftir leiðtogafundinn í Ma-
astricht. Haldi Thatcher uppteknum
hætti verði hún tekin í gegn eftir
fundinn. The Times segir að jafnvel
dyggustu stuðningsmönnum Thatc-
her finnist að hún hafi gengið of
langt. Haft er eftir fyrrverandi ráð-
herra að Major verði að taka málið
föstum tökum til þess að drepa á
dreif umræðu um að Thatcher haldi
, enn um stjórnartaumana. Sjálf virð-
ist hún halda að svo sé, því í viðtal-
inu við /TA/-sjónvarpið á föstudag
kallaði hún Major „forsætisráðherr-
ann minn”.
Hugh Dykes formaður Evrópu-
hreyfingarinnar, samtaka innan
íhaldsflokksins sem beijast fyrir
aukinni Evrópusamvinnu, sagði um
helgina að Thatcher væri sennilega
„endanlega gengin af göflunum”.
Sir Marcus Fox, varaformaður
1922-nefndarinnar innan flokksins,
og dyggur stuðningsmaður Thatc-
her á meðan hún var leiðtogi flokks-
ins, spurði: „Hvað meinar frúin eig-
inlega?” Og ennfremur: „Það er
ógnarhrokafullt af henni að lýsa
John Major á þennan hátt.” Terry
Dicks, þingmaður íhaldsflokksins,
sagði að það væru líkur á því að
Thatcher biðu sömu örlög og Edw-
ards Heaths, foi'vera hennar, en
hann hefur þótt bitur og vinafár
eftir að hann lét af embætti.
Thatcher í Kúveit
Reuter
Fjögurra daga heimsókn Margaret Thatcher fyrnim forsætisráðherra
Bretlands lýkur í dag. Hún hefur fengið afburðagóðar viðtökur og
henni verið þakkað innilega fyrir stuðning við málstað þjóðarinnar
eftir innrás íraka í ágúst 1990. Hér sést Thatcher ásamt Ali Shamlan
menntamálaráðherra (t.h.) og Sheib Abdulla Sheib, rektor Kúveithá-
skóla, er hún tók við heiðursdoktorsnafnbót í heimspeki.
Stríðið í Júgóslavíu:
Talið að 5000 hafi týnt lífi
í umsátrinu um Vukovar
Belgrad. The Daily Telegraph.
TALIÐ er að allt að 5.000 manns hafi látið lífið í bardögunum um
króatísku borgina Vukovar sem stóðu yfir í þrjá mánuði. Þetta kem-
ur fram í bráðabirgðaniðurstöðum sem júgóslavneski herinn birti um
helgina. Byggt er á könnunum á þeim fólksfjölda sem reyndist vera
í borginni, sjúkrahússkýrslum og frásögnum fanga og svo virðist sem
tveir þriðju hlutar mannfallsins hafi verið í röðum óbreyttra borg-
ara, jafnt Serba sem Króata.
Tölurnar eru mun hærri en áður
hafði verið áætlað og endurspegla
grimmdina og miskunnarleysið sem
einkenndi umsátur sambandshers-
ins, einkum harðar og stanslausar
árásir flugvéla og stórskotaliðs á
illa búnar sveitir Króata á svæðum
þar sem óbreyttir borgarar bjuggu.
Kosningar í Belgíu:
Græningjar og þjóðernis-
sinnar unnu kosningasigra
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FLOKKUR græningja í Vallóníu vann töluvert á í kosningunum í
Belgíu á sunnudag, sömu sögu er að segja um flæmska þjóðern-
issinna í Flandri. Allir rótgrónu flokkarnir töpuðu fylgi í kosning-
unum og tveir nýir þingflokkar bættust við. Alls voru rúmlega fjöru-
tíu listar í framboði en fyrir kosningar áttu ellefu flokkar fulltrúa
á þingi.
Athygli vekur að í frönskumæ-
landi hluta Belgíu, Vallóníu, vinna
græningjar umtalsverðan kosning-
asigur en þingflokkur þeirra fer
úr þremur þingmönnum í tíu. Hins
vegar unnu öfgasinnar töluvert á
í flæmskumælandi hluta iandsins,
Flandri, þar sem flæmski þjóðern-
issinna flokkurinn, Viaams Blok,
vann tíu þingsæti. Flokkur
fjárglæframannsins Van Rossem,
sem viil draga úr áhrifum stjórn-
málamanna í Belgíu og bauð fram
í fyrsta sinn, fékk þijá menn kjörna
þrátt fyrir að formaðurinn hefði
verið tukthúsaður skömmu fyrir
kosningar, en hann er ákærður
fyrir fjárplógsstarfssemi. Yfir höf-
uð eru úrslit kosninganna, eins og
þau liggja fyrir, gamalgrónum
stjórnmálaflokkum í Belgíu mikið
áhyggjuefni og þá sérstaklega
ávinningur flokka sem boða inn-
flytjendahatur og þjóðrembu. Af
málflutningi talsmanna þeirra
■i"v"r "t-t"
flokka sem róa á mið kynþáttahat-
urs er ljóst að hann beinist fyrst
og fremst gegn Afríkumönnum og
innflytjendum frá Mið- og Austur-
Evrópu. Endanleg úrslit kosning-
anna munu að öllum líkindum
iiggja fyrir i dag en kosningaþátt-
taka var í kringum 93% sem er
hálfu prósentustigi minna en í
kosningunum árið 1987. Þátttaka
í kosningum í Belgíu er skylda og
kjörstaðir voru einungis opnir í
fimm klukkustundir, frá klukkan
átta á sunnudagsmorgun til eitt
eftir hádegi. Auðir seðlar og ógild-
ir voru Iitlu fleiri en í slðustu kosn-
ingum þrátt fyrir spár um hið
gagnstæða. Búist er við því að
Baldvin konungur fari þess á leit
við bráðabirgðastjórn Wilfreds
Martens að hún sitji þar til ný
stjórn hefur verið mynduð.
Konungur mun samkvæmt venju
skipa reyndan stjórnmálamann til
að kanna stjórnarmyndunarmögu-
——....—......................
leika og fela síðan einhveijum leið-
toga stóru flokkanna stjórnar-
myndun á grundvelli þeirrar könn-
unar. Líklegast er talið að Martens
verði falin stjórnarmyndun en
flokkur hans er enn stærsti flokk-
urinn á þingi. Eftir kosningar 1987
tók-stjórnarmyndun 100 daga.
Úrslit kosninganna voru sem hér
segir:
Úrslit kosninganna 1987 í svig-
um. CVP, flokkur Martens, flæm-
skumælandi kristilegir demó-
kratar: (43) 38 þings. PVV, flæm-
skumælandi fijálsiyndir (25) 26
þings. VU, flæmskir þjóðernissinn-
ar (16) 10 þings. SP, flæmskir
sósíalistar (32) 28 þings. Vlaams
Blok, flokkur öfgafyllri þjóðernis-
sinna en VU (2) 12 þings. AG-
ALEV, flæmskir græningjar (6) 7
þings. ROSSEM (6) 3 þings. PS,
frönskumælandi sósíalistar (40) 35
þings. PSC, frönskumælandi
kristilegir sósíalistar (19) 19 þings.
PRL, frönskumælandi fijálslyndir
(23) 20 þings. ECOLO, frönsku-
mælandi græningjar (3) 10 þings.
FDF, berst fyrir hagsmunum
frönskumælandi Brusselbúa (3) 3
þings. NF-FN, öfgaflokkur til
hægri (3) 1 þings,
Talið er að 90% af miðborginni hafi
verið jöfnuð við jörðu. Vísbendingar
um mikið mannfall eru meðal ann-
ars ijöldi líka sem lá við aðalgöturn-
ar eftir að sambandsherinn, sem
stjórnað er af serbneskum liðsfor-
ingjum, hafði tekið borgina. Tvær
grafir fundust við knattspyrnuleik-
vang Vukovar og þar voru um 200
lík sem grafin höfðu verið í óbrotn-
um viðarkistum. Ekki er vitað hvort
um Serba eða Króata var að ræða.
Sambandsherinn segir að 60% af
50.000 íbúum Vukovar hafi yfirgef-
ið hana áður en bardagar hófust.
Meðal þeirra voru margir Serbar
sem flúðu yfir Dóná til Serbíu. Sagt
er að í síðustu viku hafí herinn fjar-
lægt 10.000 - 12.000 manns, aðal-
lega konur, börn og aldraða, úr kjöll-
urum þar sem þau hafði leitað
skjóls. Fólkið var flutt á brott frá
borginni. Á sunnudag sagði starfs-
maður á borgarsjúkrahúsinu, þar
sem haldið var áfram að liðsinna
fólki í kjallara byggingarinnar allan
þann tíma sem átökin stóðu yfir,
að yfir 700 manns hefðu dáið þar
og sár 2.000 að auki hefðu hlotið
meðhöndlun. Starfsmenn urðu að
skera upp án þess að nota deyfilyf
og við skelfilegar aðstæður, þeir
gáfu sjálfir blóð og urðu að oft að
skilja lík eftir í húsagörðum og á
götum vegna bardaganna. Mörg lík-
in eru svo rotin að ekki er lengur
hægt að bera kennsl á fólkið.
Stríðsaðilar hafa sakað hvor ann-
an um fólskuverk í Vukovar, einkum
síðustu vikurnar er bardagar fóru
harðnandi. Engar traustar sannanir
hafa fundist fyrir ijöldamorðum
þrátt fyrir ásakanir í þá veru á hend-
ur Króötum. Herlögregla, undir
stjórn Serba, hefur handtekið króa-
tískan lækni, sem stjórnaði. bráða-
þjónustudeild, vegna „gruns um að
særðir Serbar og Króatar hafi ekki
fengið jafn góða meðhöndlun og
vegna þess fjölda líka sem fundist
hefur á sjúkrahússlóðinni”. Læknir-
inn, dr. Vesna Bosanac, var dáð af
samstarfsmönnum sínum í umsátr-
inu fyrir dugnað. Fjölmiðlar í Serb-
íu, sem eru undir stjórn ríkisvalds-
ins, hafa sakað hana um að „drepa
Serba” til að rýma fyrir króatískum
sjúklingum á sjúkrahúsinu.
Miðausturlönd:
Washington verður
næsti fundarstaður
Jerúsalem, Beirut, llelsinki. Reuter. Daily Telegraph.
STJÓRNVÖLD í Jórdaníu og Líbanon og PLO, Frelsissamtök Palest-
ínumanna, hafa þegið boð Bandaríkjastjórnar um frekari viðræður
um frið í Miðausturlöndum í Washinglon 4. desember næstkomandi.
Sýrlendingar og ísraelar hafa ekki svarað boðinu ennþá.
Jórdanir samþykktu Washington í Bandaríkjunum, fékk tækifæri til
sem fundarstað á föstudag og Líb-
anir í gær. Svo var einnig með PLO
en samtökin- vildu þó bíða með form-
lega tilkynningu þar að lútandi þar
til ljóst yrði, að fulltrúar þeirra fengju
vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Israelskir ráðamenn eru hins vegar
æfareiðir yfir því, að fundarboðið var
sent út á föstudag áður en Yitzhak
Shamir, sem var í opinberri heimsókn
að ræða um fundarstaðinn við
George Bush forseta. ísraelar líta
heldur ekki svo á, að Bandaríkja-
stjórn sé hlutlaUs í málinu, heldur
dragi hún taum arabaríkjanna.
Shamir gaf þó í skyn á sunnudag,
að líklega samþykkti ísraelsstjórn
Washington sem fundarstað í fyrstu
atrennu.