Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 1991 1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sambandsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði Það sætir talsverðum tíðind- um í íslensku viðskiptalífi að Samband ísl. samvinnufélaga hefur lýst því yfir, að í undirbún- ingi sé á næstunni að selja stór- an hlut í skipafélagi þess, Sam- skipum hf., á fijálsum markaði. Jafnframt hefur verið greint frá því, að aflétt hafi verið öllum hömlum á hlutabréfaviðskiptum í þremur öðrum hlutafélögum Sambandsins^ Miklagarði hf., Jötni hf. og íslenskum skinna- iðnaði hf. með það fyrir augum að undirbúa sölu hlutabréfa í þessum félögum á almennum markaði. Sú ákvörðun forsvarsmanna Sambandsins að breyta helstu deildum þess í sex sjálfstæð hlutafélög og undirbúa sölu hlutabréfa í fjórum þeirra á al- mennum markaði markar á margan hátt tímamót í íslenskri atvinnusögu. Ekki eru mörg ár frá því að litið var á Samband íslenskra samvinnufélaga sem helsta einokunarhring íslensks atvinnulífs. I skjóli félagsforms- ins, pólitískrar aðstöðu og margvíslegra forréttinda teygði fyrirtækið anga sína út um allt þjóðfélagið og neytti aflsmunar í samkeppninni við einkaaðila þegar þvi var að skipta. Forsvarsmenn Sambandsins gættu hins vegar ekki að sér og á nokkrum árum hafði rekstrarumhverfið gjörbreyst með háum raunvöxtum og harðnandi samkeppni. Það segir ef til vill sína sögu, að þrjú af þeim fjórum félögum, sem nú er ætlunin að setja á almennan markað með hlutafjársölu, þ.e. Samskip, Mikligarður og Jöt- unn, eru einmitt stofnuð upp úr þeim deildum Sambandsins sem samkeppnin brann þá hvað heitast á. Má því ætla að for- svarsmenn Sambandsins telji þau best til þess fallin að spjara sig í ríkjandi samkeppni mark- aðarins. Þau tvö fyrirtæki sem áfram bíða í 'festum sem lokuð hlutafélög, íslenskar sjávaraf- urðir hf. og Goði hf., eru sprott- in upp úr þeim deildum Sam- bandsins sem búið hafa um sig í tiltölulega vernduðu umhverfi landbúnaðar og sjávarútvegs. Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sambandsins, lét þau orð falla í viðskiptablaði Morgunblaðsins nýlega, að Sambandið hafi ekki hug á að eiga meirihluta í þeim fjórum félögum sem um ræðir nema rétt meðan þau séu að vaxa úr grasi. Ómar Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Sam- ^kipa, sagði við'samá tðékifæri, að meirihlutaeignaraðild eins aðila ætti ekki við í þeim rekstri sem Samskip_ er í, eins og nú háttar. Segir Ómar að markaður Samskipa í skipaflutningum nái orðið langt út fyrir samvinnu- hreyfinguna, þannig að einung- is um 30-40% tekjumyndunar Samskipa komi frá samvinnu- hreyfingunni en 60-65% frá hin- um almenna markaði. Þetta segir meira en mörg orð. Það var áreiðanlega erfið og sársaukafull ákvörðun fyrir marga samvinnumenm, þegar ráðist var í endurskipulagningu Sambandsins með því að leysa það upp í grunneiningar sínar, hverfa frá samvinnurekstri í veigamiklum atriðum og freista gæfunnar í hörðum heimi al- menningshlutafélaganna með þeim kröfum um arðsemi og samkeppni sem þeim fylgja. Hins vegar er það deginum ljós- ara, að forsvarsmenn félagsins máttu ekki seinni vera að grípa til róttækra aðgerða til bjargar fyrirtækinu. Flest bendir til, að forsvarsmenn Sambandsins hafi valið rétta kostinn, þótt að end- ingu ráðist það af viðbrögðum almennings og öflugra fjárfesta við hlutafjárútboðum Sam- bandsfyrirtækjanna hvaða er- indi þau eiga út á hlutabréfa- markaðinn. Á þessari stundu er engin ástæða til að ætla annað en félögunum fjórum verði vel tek- ið. Fyrir fáeinum árum nutu þau þess vafasama heiðurs að vera deildir í því fyrirtæki landsins sem var í minnstum metum hjá þjóðinni samkvæmt skoðana- könnun frá þeim tíma. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að deildirnar öðluðust sjálfstætt líf, sem hlutafélög, hefur þessi af- staða almennings áreiðanlega gjörbreyst, jafnframt því sem þessi umskipti virðast hafa haft góð áhrif á fyrirtækin sjálf. Þannig mátti lesa um það í við- skiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag að Jötunn hf. hefur snúið umtalsverðu tapi í hagnað það sem af er þessu ári. Á sama hátt hefur Miídigarður hf. sýnt það að undanförnu, að fyrirtæk- ið virðist ætla að taka virkan þátt í þeirri miklu og harðnandi samkeppni sem greinilega er í aðsigi á matvörumarkaðinum. Ekki verður því betur séð en Sambandsfyrirtækin eigi fullt erindi inn á íslenskan hlutabréf- amarkað og engin ástæða til annars en að taka þeim þar af fordómaleysi. SJOSLYSIÐ VIÐ GRINDAVIK Gæslumenn vilja Super Puma þyrlu: Rétta skrefið nú er að kaupa eina öfluga björgunarþyrlu segir Páll Halldórsson yfirflugstjóri PÁLL Halldórsson yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar segir að það sé fjarlægt að ætla að Islendingar geti tekið að sér rekstur björgun- arsveitar fyrir varnarliðið en þyrlukaupanefnd benti m.a. á þann möguleika í áliti sínu. Páll telur að nýju þyrlurnar sem björgunar- sveit varnarliðsins er að taka í notkun henti Landhelgisgæslunni alls ekki. Vill hann að keypt verði fulikomin björgunarþyrla af gerð- inni Super Puma frá Aeorospat- iale. Nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði í maí til að undirbúa þyrlu- kaup fyrir Landhelgisgæsluna og fleiri verkefni því tengd skilaði áliti 11. október síðastliðinn. í áliti nefnd- arinnar kemur fram að hún telur nauðsynlegt að taka upp viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um sam- starf við varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. í greinargerð sem Albert Jóns- son vann fyrir nefndina kemur fram að bráðabirgðakönnun hans leiddi ekki neitt í ljós sem fyrirfram ætti að hindra aukinn hlut Islendinga í starfi björgunarsveitar varnarliðsins. Bendir Albert á tvo kosti, annars vegar að Íslendingar annist björgun- arþjónustu fyrir varnarliðið og hins vegar að stofnað verði til samstarfs um rekstur björgunarþyrlna. Nefndin tekur það fram að hún telji brýnt að Landhelgisgæslan fái öflugri þyrlu til afnota fyrir björgun- arsveit sína. Hins vegar telur nefndin sér ekki fært að taka ákvarðanir um einstakar tegundir fyrr en afstaða stjórnvaida til þess hvort vilji er til sainstarf við varnarliðið liggur fyrir. Bent er á að ef ákveðið verður að hefja samstarf við varnarliðið á grundvelli hugmynda Alberts Jóns- sonar hlytu þyrlur sömu gerðar og varnarliðið er að taka í notkun (Pave Hawk) að verða fyrir valinu þótt bún- aður væri annar hjá Landhelgisgæsl- unni. Leggur nefndin til að kannað verði til þrautar hvort hinar nýju þyrlur varnarliðsins hæfi íslenskum björgunaraðilum. Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri fjarlægt að ætla að Islendingar gætu tekið að sér rekstur björgunarsveitar fyrir varnarliðið. Benti hann á að í björgunarsveit varnarliðsins væru nú 50 liðsmenn, þar af 23 í áhöfnum, en búist væri við umtalsverðri fjölgun í tækniliði með tilkomu nýju þyrln- anna. Sagði Páll að það væri svo langt I að íslendingar væru í stakk búnir til að taka slíkt verkefni að sér að þessi möguleiki kæmi alls ekki til greina í stöðunni. „Við þurfum að auka þyrlurekstur okkar smám sam- an. Reynslan kemur ekki á einum degi. Rétta skrefið nú er að kaupa éina öfluga björgunarþyrlu,” sagði Páll. Varðandi samstarf við björgun- arsveit varnarliðsins, sem nefnd er sem annar valkostur í áliti þyrlu- kaupanefndarinnar, sagði Páll að hann vissi ekki hvað nefndin væri að hugsa sér í því efni. „Við eigum nú þegar gott samstarf við varnarliðið og ég veit ekki hvernig hægt er að hafa það öðruvísi,” sagði hann. Varnarliðið er að endurnýja þyrlu- kost sinn með fjórum nýjum þyrlum af gerðinni Sikorsky HH-60G Pave Hawk. Ein slík þyrla hefur þegar verið tekin í notkun. Páll sagði að þyrlur þessarar gerðar kæmu að hans mati ekki til greina fyrir Landhelgis- gæsluna. „Ég vildi ekki þurfa að fljúga þeim til björgunarstarfa yfir hafinu. Þær henta sjálfsagt ágætlega til sinna hluta, það er björgunar á vígvöllum. Þessar þyrlur eru hins veg- ar ekki nógu vel tækjum búnar til björgunarstarfa á hafinu. Á þær vant- ar neyðarflot, til að halda þeim á foti eftir nauðlendingu, og það eitt og sér útilokar þær hér því svo stór hluti af okkar flugi er yfir sjó,” sagði Páll. Páll sagði að það væri ekki nokkur vafi í sínum huga að Aerospatiale Super Puma þyrlan hefði yfirburði yfir aðrar björgunarþyrlur. „Við sem stundum þessa atvinnu mynaum tví- mælalaust velja hana ef við mættum ráða,” sagði hann. Super Puma er frönsk, frá sömu flugvélaverksmiðj- um og TF-SIF. í greinargerð sem Þorsteinn Þor- steinsson vann fyrir þyrlukaupa- nefndina kemur fram að stofnkostn- aður vegna viðbótarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna gæti verið 470 til 840 milljónir kr. eftir því hvaða valkostur væri tekinn. Fram kemur að Pave Hawk kostaði fullbúin um 500 millj- ónir til bandaríska flughersins (verð- lag 1989). Áætlað er að Super Puma með öllum búnaði (þar með tölum afísingarbúnaði) myndi kosta 770 milljónir kr. (tilboð frá maí 1990). í greinargerð Þorsteins Þorsteinssonar er greint frá því áliti bresks sérfræð- ings í þyrluviðskiptum að mögulegt væri að fá keypta notaða Super Puma þyrlu með fullkomnum björgunarbún- aði (að undanskildum afísingarbúnaði á þyril og stélskrúfu) fyrir um 450 milljónir kr. Þyrlukaupanefndin vakti sérstaka athygli á þessum möguleika í áliti sínu. Páll Halldórsson kveðst hins vegar efast stórlega um hag- kvæmni þess að kaupa notaða Puma Þyrlu. Páll telur að ef ákveðið verður að kaupa nýja björgunarþyrlu sé raun- hæft að miða við eins og hálfs árs afgreiðslufrest. Aerospatiale Super Puma. Sikorsky Pave Hawk þyrla varnarliðsins á flugi yfir Reykjavík. Hálfdán Henrysson deildarsljóri Slysavarnafélags íslands: Aldrei áður þurft að biðja sér- staklega um vamarliðsþyrlu Spurning- hvort við eignm að kalla út þyrlu varnarliðsins ef þess er ekki óskað, segir Gunnar Bergsteinsson forseti Landhelgisgæslimnar HÁLFDÁN Henrysson, deildar- stjóri Slysavarnafélags Islands, segir að Slysavarnafélagið hafi aldrei áður þurft að biðja sérstak- lega um varnarliðsþyrlu í þeim tilvikum sem þyrla Landhelgis- gæslunnar hafi verið biluð. Hann segist ekki skilja hvað Gunnari Bergsteinssyni, forstjóra Land- helgisgæslunnar, gangi til með ummælum sínum um að það sé í valdi Slysavarnafélagsins að ákveða hvort kalla eigi út þyrlu varnarliðsins á Keflavikurfíug- velli. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, segir að samkvæmt samningi ríkisstjórn- Fjölmennur fundur í Grindavík: Afdráttarlaus stuðning-ur fundar- manna við kaup á bj örgunarþyrlu Grindavík. EINHUGUR ríkti um nauðsyn þyrlukaupa á fundi sem Sjó- manna- og vélstjórafélag Grinda- víkur boðaði til í sjómannastof- unni Vör á sunnudagskvöld. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara í ljósi atburð- anna sem áttu sér stað sl. föstu- dagskvöld er Eldhamar strandaði við Hópsnes og 5 menn fórust. Fundinn sóttú þingmenn, for- svarsmenn slysa- varna- og björgun- arsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, fulltrúi Landhelgisgæsl- -uíhnar, formaður nemendaráðs Stýrimannasköla íslands ásamt bæjarfulltrúum frá Grindavík. Fundurinn var lokaður til þess að menn töluðu hreint út að sögn forsvarsmanna hans. Kristján Guðmundsson er formað- ur nemendafélags Stýrimannaskól- ans í Reykjavík, en í hans vörslu er þyrlukaupasjóðurinn, sem í eru 9 milljónir króna. „Niðurstaða fund- arins er kannski sú að menn ætia að taka höndum saman og afgreiða þetta mál og ég sé ekki annað en að það sé komið hálfa leið í höfn,” sagði Kristján um fundinn, „við erum búnir að beijast fyrir þessum Kristján Guðmundsson málum í Stýrimannaskólanum nú síðast í þar síðustu viku en virðumst hafa talað fyrir daufum eyrum. Þyr- lusjóðurinn er í okkar vörslu og við erum að fara af stað með fjársöfnun í þennan sjóð og ég vonast til að það verði góð þátttaka í henni. Við ætlum að senda út gíróseðla til að minna á sjóðinn okkar og við ætlum að vinna í þessum málum eins og við geturn. Það er náttúrlega harka- legt að svona atburður eins og átti sér stað hér í Grindavík þurfi til að vekja menn og við höfum spurt I reiði okkar hvað það þurfi að kosta mörg mannslíf til þess að menn vakni og það er sárt.” Breiður stuðningur við þyrlukaup „Ég var mjög ánægður með þennan fund,” sagði Ingi Bjöm Albertsson alþing- ismaður en hann leggur fram frum- varp á Alþingi um þyrlukaup. „Hér kom fram alveg einn tónn sem var í þá vegu að kaupa björgunarþyrlu hvar í flokki sem menn stóðu eða hvaðan þeir komu. Ég vona að sá vilji sem kom fram skili sér inn á Alþingi og þyrlukaupin verði að Ing-i Björn bertsson veruleika. Ég trúi því ekki, í ljósi seinustu atburða og samanber vilja þjóðarinnar, að eitthvað verði til þess að stöðva framgang þessa máls. Það er mikill misskilningur að við íslendingar höfum ekki efni á því að eiga slíka þyrlu og hann þarf að leiðrétta. Ný þyrla eins og við erum að tala um kostar lauslega áætlað um 700 milljónir sem greiðast á 10-15 árum þannig að greiðslubyrð- in dreifist á þau ár og ofan á það kemur síðan rekstrarkostnaður upp á 50 milljónir á ári þannig að þjóðfé- lag sem er að eyða hér stórum pen- ingum í óarðbærar framkvæmdir hefur vél efni á því að eiga slíkt tæki. Það er mín trú að menn hafi verið að hugsa um þessi mál af al- vöru áður en þessi hörmulegi atburð- ur átti sér stað hér í Grindavík. Þetta frumkvæði Grindvíkinga er af hinu góða til að brýna menn og fá menn til að tjá sig og hér kom fram breiður stuðningur við málið. Ég mun leita eftir meðflutningsmönnum úr öllum flokkum með frumvarpi mínu til að sýna fram á stuðning við málið,” sagði Ingi Björn að lok- um. Þakklátur fyrir góðar undirtektir „Það er ekki annað hægt en að vera ánægður með þennan fund," sagði Sævar Gunnarsson formaður Sævar Gunnars- Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkut' eftir fundinn. „Yftr 20 manns tóku til máls og það var alveg sama hvort um væri að ræða stjórnmálamenn eða menn frá hagsmunasamtök- son um eins og Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélaginu eða öðrum, allir voru á einu máli um það að nú yrði ekki beðið lengur með þyrlukaup og að því verður unnið á öllum vígstöðv- um. Ég er mjög þakklátur fyrir að þeir sem við reyndum að fá á fund- inn komu þó svo að fyrirvarinn hafi verið skammur og fyrir undirtektir manna sem voru mjög jákvæðar.” Fundarmenn voru einhuga um það í fundarlok að hér yrði ekki látið staðar numið heldur myndi róið því öllum árum að fylgja þessu máli eftir uns það væri komið í höfn. Fram kom einnig á fundinum að hugsanlega yrði leigð þyrla til að bytja með, þat' sem langur af- greiðslufrestur er á þyrlum auk þess sem að ef úr verðut' tekur tíma að ákveða hvaða tegund yrði fyrir val- inu. Ekki yt'ði beðið öllu lengur með úrbætur í þessum málum. FÓ smma.'MMMmm'xwu ar Bandaríkjanna og utanríkis- ráðuneytins á Islandi verði boð til varnarliðsins að berast frá Landhelgisgæslunni. í fréttatilkynningu frá Slysavarn- afélagi íslands segir að Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, hafi sagt í fréttum ríkis- sjónvarpsins að það væri á valdi Slysavarnafélagsins að kalla til varnarliðsþyrlu ef þurfa þætti vegna björgunaraðgerða. yÞetta er ekki rétt eftir mér haft. Ég sagði að það væri þeirra að ákveða hvort þörf væri á þyrlunni. Það eina sem ég sagði var að það hefði verið óskað eftir því að við værum með þyrluna okkar klára. Þá hefði þeim verið tjáð að hún væri biluð á ísafirði. Síðan var ekki rætt meira um þyrlu- mál,” sagði Gunnar. Var SVFÍ að biðja um þyrlu varnarliðsins eða ekki? Gunnar sagði að það virtist sem það hafi orðið misskilningur um hvort Slysavarnafélagið væri að biðja um þyrlu varnarliðsins eða ekki. Að- spurður um hvort ekki væri eðlilegt að Landhelgisgæslan bæði umsvifa- laust um aðstoð varnarliðsins þegar ljóst var að þyrla Gæslunnar væri biluð sagði Gunnar: „Það hefur ekk- ert staðið á því hjá okkut'. Síðar meir spytjum við þá um það hvort við eigum ekki _ að hafa samband við varnarliðið. Ég kann ekki skýr- ingar á því hvernig þeir hafa metið aðstæður þarna á sínum tíma. Það er því spurning hvort við eigum að kalla út varnarliðið ef þess er ekki óskað,” sagði Gunnar. „Slysavarn- afélagið hefur með stjórn aðgerða með ströndinni að gera og þá gerum við það sem þeir biðja okkur um og aðstoðum þá eins og hægt er. En við förum ekki að gera annað en það sem kemur að þeirra frum- kvæði. Það var ekki beðið um þyrlu, það var beðið um þyrluna okkar,” sagði Gunnar. Hálfdán kvaðst vera miður sín vegna ummæla Gunnars í fréttum ríkissjónvarpsins. Slysavarnafélagið hefði undir höndum bréf Land- helgisgæslunnar til dómsmálaráð- herra, þar sem segir að eðli málsins vegna geti Slysavarnafélagið ekki haft á hendi stjórn á skipum eða flugvélum. Þá vitnar Hálfdán í ræðu sem Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti á ráð- stefnu um leit og björgun á Not'ður- Atlantshafi í New Yot'k í maí síð- astliðnum. Þar sagði Gunnar m.a.: „í sameiginlegri vjljayfirlýsingu varnarmáladeildar íslenska utanrík- isráðuneytisins og yfirstjórnar varn- arliðsins er Landhelgisgæslunni ætlað að vera eini samskiptaaðilinn fyrir íslensk stjórnvöld við leit og björgun.” „Við geturn ekki kallað út varn- arliðið og höfum ekki getað það síð- an um áramótin 1986-1987. Áður voru þessi mál að mestu leyti hjá okkur en eftir að eftir að sólar- hringsvakt var tekin upp á stjórn- stöð Gæslunnar hafa þeir haft með öll þessi samskipti að gera. Sam- kvæmt reglum yfirstjórnar varn- arliðsins verða þau að fara í gegnurn Landhelgisgæsluna,” sagði Hálf- dán. „Það hafa aldrei komið upp nein vandamál með það á seinni árum. Það hefur skapast ákveðin vinnu- regla og það hefur aldrei neitt borið út af í því sambandi. Ég tel að þetta hafi gengið hingað til mjög vel og farið batnandi þar til þetta gerist núna,” sagði Hálfdán. Hann sagði að skýringar væru ef til vill þær að menn hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve mikil hætta var á ferð- um. Töldu að búið væri að kalla á þyrlu Hálfdán sagði að fjarskipti Slysa- varnafélagsins við björgunar- sveitarmenn á slysstað hefðu geng- ið ágætlega eftir að þau komust á. Þegar bakvakt Slysavarnafélagsins mætti til starfa 18 mínútum yfir átta lágu öll fjarskipti við björgunar- sveitarmenn niðri og sagði Hálfdán að þetta gerðist oft í svona tilvikum - allir væru að reyna að ná í alla. Það var ekki fyrr 20.35 sem sam- band komst á milli stjórnstöðvar Slysavarnafélagsins og björgunar- sveitarmanna á slysstað. Áðspurður sagði Hálfdán að auðvitað þyrfti að halda línu opinni fyrir þessi sam- skipti en hins vegar væri það ekki í skipulaginu. Hann sagði að þetta væri allt saman spurning um fjár- magn. Hann kvaðst ekki telja að samskiptaleysið hefði skipt sköpum í þessu tilfelli, því björgunarsveitar- menn hefðu allan tímann getað náð sambandi við stjórnstöðina. „Þeir stóðu í þeirri meiningu, alveg eins og þeir sem hér voru á vakt, að búið væri að kalla út þyrlu varn- arliðsins. Þeir héldu að hún hefði verið kölluð út eina mínútu yfir átta, eða þtjár mínútur yfir samkvæmt okkar tíma. Misbresturinn er alveg á fyrstu mínútunni þegat' við til- kynnum Gæslunni um strandið. Okkur er tilkynnt að vélin sé biluð og ég held að allir hafi álitið að fyrst hún var biluð væri venja að kalla út varnarliðið í hvelli. En það gerðist ekki, af hvaða orsökum sem það er og við höfum ekki fengið skýringu á því. Við getum ekki kallað út varnarliðsþyrlu og leitum alltaf til Gæslunnar. Þetta hefur aldrei komið upp áður og það hefur oft þurft að kalla út varnarliðsþyrlu þegar hin hefur verið biluð. Það hafa aldrei komið upp nein ágreiningsmál vegna þess,” sagði Hálfdán. Hann sagði að það hefði aldrei áðut' þurft að koma til sérstök beiðni um varnarliðsþyrlu í slíkum tilfellum. Eðlileg og sjálfsögð að- gerð væri að kalla út báðar þyrlurn- ar í svona tilvikum. Hálfdán sagði að samskipti þessara aðila yrðu tek- in til gaumgæfilegrar endurskoðun- ar í framhaldi þessa máls og reynt að ganga svo um hnútana að þetta geti aldrei komið fyrir aftur. Gæslan samskiptaaðili varnarliðsins Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði að þær kröfut' væru gerðar til áhafnar varnarliðs- þyrlunnar utan vinnutíma að þyrlan væri komin í loftið á innan við einni og hálfri klukkustund frá því að útkall bærist. Það tók þyrluna um 45 mínútur að komast á staðinn að þessu sinni frá því að káll barst. „Það er í gildi samningur um leit og björgun frá 1989 milli varnarliðs- ins og utanríkisráðuneytisins. í þessum samningi er Landhelgis- gæslan sá aðili sem varnarliðið hef- ur samskipti við hvað þetta varð- ar,” sagði Eyþór. Hann sagði að þegar þyrlan kom á slysstað um 21.48 hefðu flug- mennirnir skoðað aðstæðui' og síðan flogið frá slysstað og hellt niður eldsneyti yfir sjó. Þyrlan væri alltaf með fulla tanka af eldsneyti í við- bragðsstöðu á Keflavíkúrflugvelli. Þegar svona stutt er á slysstað vet'ð- ur að sleppa eldsneyti því annars getur þyrlan ekki „hangið” yfir slys- stað og híft upp menn. Tekur þyrlu Gæzlunnar 25-30 mínútur að koinast í loftið Páll Halldórsson yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þeir gefi sér eina klukkustund til að komast af stað utan vinnutíma. Reyndin sé iiins vegar sú að þeir séu 25-30 mínútur að komast af stað frá því boð koma í símboða flugmannanna. Hefur þessi tími styst farið niður í 15 mínútur. Páll telur að ef þyrlan hefði verið í Reykjavík á þeim tíma sem slysið varð hefði það tekið hana 40 mínút- ur að komast á staðinn. Bilunin í björg- unarþyrlu Land- helgisgæslunnar: Fullnaðar- viðgerð um helgina BJÖRGUNARÞYRLA Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, var við sjó-. mannafræðslu vélskólanema á Isafirði í samvinnu við Slysavarn- askóla sjómanna þegar hún bilaði síðdegis síðastliðinn föstudag. Olía lak úr aðalgírkassa vélarinn- ar. Varahlutir voru þegar í stað send- ir vestur og fór bráðabirgðaviðgerð fram um kvöldið. Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, var með þyrluna og taldi hann ekki ráðlegt að fljúga henni suður fyrr en birti. Var þyrian komin til Reykja- víkur um hádegisbil á laugardag og fót’ fullnaðarviðgerð fram urn helg- ina. TF-SIF hefur verið í notkun í sex ár. Páll segir að vissulega komi það fyrir að hún stöðvist vegna bilana en hún sé þó tiltölulega lítið frá enda fengi hún gott viðhald. Þyrlan hefur farið í stóra skoðun á 400 flugtíma fresti. Þetta hefur þótt óþarflega þétt miðað við reynsluna af þyrlum af þessari tegund og nú hafa verk- smiðjurnar gefið það út að hæfilegur tími á milli skoðana sé 500 flug- tímar. Það þýðir, að sögn Páls, að TF-SIF fer í reglulega skoðun einu sinni á ári og er þá frá í vikutíma. Hann segir að þess á milli séu smá- vægilegar skoðanir og varla hæg að tala um að þyrian stöðvist þess vegna. Líftryggingar sjómanna: Eingreiðsla og mánað- argreiðsl- ur í 3-8 ár ÞAÐ ER skylda að Iíftryggja sjómenn og það bundið í 172. grein siglingalaganna. Skyldu- tryggingin er þannig að við andlát sjómanns af slysförum greiðist eingreiðsla og síðan mánaðargreiðslur í 3 ár frá tryggingarfélagi og Tryggingastofnun ríkisins en eftir það greiðir Trygginga- stofnun mánaðargreiðslur í 5 ár til viðbótar. Samkvæmt upplýsingum frá Hólmgeiri Jónssyni framkvæmda- stjóra Sjómannasambands íslands er eingreiðslum nú háttað þannig að ef viðkomandi lætur eftir sig maka og börn undir 18 ára aldri nemur eingreiðslan 1.680.712 krónutn við andlát. Ef viðkomandi lætur eftir sig maka og/eða börn yfir 18 ára aldri er þessi greiðsla 1.210.113 krónur og ef hvorki er um maka eða börn að ræða nem- ur greiðslan 605.058 krónutn. Auk þessarar upphæða greiðir tryggingarfélag maka- og barna- bætur mánaðarlega í þtjú ár eftir andlát. Makabætur nema nú 15.190 krónum á mánuði en Tryggingastofnun ríkisins leggur til sömu bætur á móti. Barnabæt- ur fyrir börn undir 18 ára aldri nema nú 7.425 krónum á mánuði frá tryggingarfélagi en Trygging- astofnun leggur fram sömu bætui' á móti. Að loknum þremur árum greiðir Tryggingastofnun þessar bætur í 5 ár til viðbótar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.