Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.11.1991, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPnÆVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 . 28 LAUNAKERFI Námskeið þetta er ætlað öllum þeim, sem annast launaútreikn- ing. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. TÍMI: 27. nóvember og 18. desember. FJÁRHAGSBÓKHALD Námskeið þetta er ætlað byrjendum. Kennd verða undirstöðu- atriði tölvubókhalds, merking skjala, færsla, afstemmingar og útskriftir. TÍMI: 11. desember. FJÁRHAGS-, VIÐSKIPTAMANNA-, SÖLU- OG BIRGÐABÓKHALD Námskeið þetta er ætlað þeim, sem hafa undirstöðuþekkingu í bókhaldi. Farið verður í notkun einstakra kerfa og áhersla lögð á að kenna þátttakendum skipulögð vinnubrögð. Kjörið til að fá yfirsýn yfir hin fjölþættu STÓLPA kerfi. TÍMI: 4. desember. NÝTT - BYRJENDANÁMSKEIÐ - NÝTT Hentar fyrir alla þá, sem eru að byrja vinnu við tölvur, og eins þá, er óska að læra meira um tölvurnar sjálfar. Farið er í undir- stöðuatriði tölvuvinnslu, MS-DOS og kennd dagleg umgengni við tölvur. Áhersla er lögð á að kynna hinn mismunandi hug- búnað sem völ er á, s.s. ritvinnslur og töflureikna. Notkun Windows kennd. TÍMI: 28. nóvember og 10. desember. Hvert námskeið tekur einn dag og stendur frá kl. 9.00-17.00. Hjá okkur er einnig stöðug kennsla á öll þau tölvukerfi, sem þörf er á i nútíma atvinnurekstri, s.s. fyrir tilboðsgerð, verk- bókhald, framleiðslukerfi, bifreiðakerfi og innfiutningskerfi. KERFISÞRÚUN HF. Skeifunni 17, 108 Reykjavík Símar: 68 80 55 - 68 74 66 Iðnaður Iðnlánasjóður er stærsta lánastofnun iðnaðarins IÐNLÁNASJÓÐUR er stærsta lánastofnun iðnaðarins. Um síðustu áramót námu útlán til iðnaðar rúmum 30 milljörðum króna og þar af var hlutdeild Iðnlánasjóðs tæpir 10 milljarðar króna eða 33%. Utlán Landsbanka Islands námu tæpum 6 milljörðum króna. Á meðfylgjandi mynd, sem unnin er eftir upplýsingnm úr Iðnlána- sjóðstíðindum, má sjá skiptingu útlána til iðnaðar milli lánastofn- ana. Verðbréfamarkaður er þar undanskilinn. Með breytingum sem gerðar voru á lögum um Iðnlánasjóð árið 1984 var honum falið að taka við starfsemi Iðnrekstrarsjóðs. Þá var stofnað til Vöruþróunar- og mark- aðsdeildar sem hóf reglulega starf- semi árið eftir. Tekjustofn deildar- innar er hlutur í iðnlánasjóðs- gjaldi, en hlutverk hennar er m.a. að stuðla að vöruþróun og aukinni samkeppnishæfni iðnaðarins ásamt því að örva nýsköpun og auka útflutning iðnaðarvara. Undanfarið hefur verið unnið að heildaryfirliti um ráðstöfun fjármagns hjá Vöruþróunar- og markaðsdeildinni. Athugunin stendur fyrir árin 1985 til 1990 og var lánsupphæðin á þeim tíma 420,1 milljónir króna. Á samatíma voru veittir styrkir fyrir 241,6 milljónir. Af einstökum iðngrein- um fór mest til járn- og málmiðn- aðar eða tæpar 102 milljónir sem gera 15,4%. Til rafiðnaðar var veitt 81,5 milljón eða 12,4% og Aðrir fjárfestingarsjóðir Iðnþróunarsjóður 1.314 kr. (4%) 3.081 kr. (10%)________________________ 7iiáfimSlrmjir3jS!S fataiðnaðar 80,6 milljónum eða 12,2%. Þjónusta Nýgerð af öryggissímum Neyðarhnappur kemur notanda í talsamband við Vara NÝLEGA hóf öryggisþjónustan Vari innflutning á nýrri gerð alhliða öryggissíma frá Tunstall Telecom í Bretlandi. Síminn fæst í tveimur útgáfum og fylgir báðum gerðum neyðarhnappur sem notendur geta borið á sér. Með því að þrýsta á hnappinn kemst notandinn í talsamband við öryggismiðstöð Vara. Símann er bæði hægt að fá sem sjálfstætt símtæki, sem jafnframt nýtist sem hefðbundinn sími og sem tæki sem tengt er við síma á heimil- inu. Neyðarhnappinn má nota til að svara símanum úr /jarlægð, til dæmis úr sæti sínu. Á tækjunum eru beinvalstakkar fyrir mikið not- uð símanúmer. Einnig eru á þeim styrkstillir fyrir heyrnardaufá og útbúnaður fyrir þá sem nota heyrn- artæki. Hægt er að stilla símann á svokallaða ferilsvakt, en þá lætur hann vita ef notandinn hefur ekki fótavist í ákveðinn tíma. Innbyggð rafhlaða knýr tækið ef húsastraum- ur bregst, jafnframt gefur tækið frá sér aðvörunarmerki ef síma- eða rafmagnslína rofnar. í fréttatilkynningu frá Vara seg- ir að öryggissíminn sé sannkallað undratæki sem eigi allsstaðar heima þar sem fólk vill búa við öryggi, heilsu sinnar vegna eða vegna hættu á innbrotum eða eldi. Hundruð þúsunda þessara tækja séu í notkun um alla Evrópu og hafi margsannað gildi sitt. Öryggis- síminn er viðurkenndur af Pósti og síma og Brunamálastofnun ríkisins. PAPPÍRSLAUS VIÐSKIPTI NÚTÍMA VERKLAG í VIÐSKIPTUM IMámskeiðið mun kynna pappírslaus viðskipti og hvernig þau munu hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja með tilliti til hag- kvæmni, öryggis og lagalegra atriða. Farið verður_ í nokkur dæmi um notkunarmöguleika og skýrt frá þeirri reynslu, sem komin er á pappírs- laus viðskipti á íslandi. Einnig er farið yfir hvern- ig skal hefjast handa og hvað þarf til. Uppbygging námskeiðsins: 1. hluti: Hugtökin EDI, SMT, Edifact. Skilgreining á því hvað teljast pappírslaus við- skipti og hvað ekki. Lagaleg atriði. Öryggismál. Helstu aðilar hér innanlands. Sýning mynd- bands. 2. hluti: Dæmi um notkunarmöguleika, sparn- að, kostnað og fleira. Hérlendis og erlendis. Tollur, banki, inn/útflytjandi. Skjalagerð vegna sjávarvöruútflutnings. Hvenær á SMT ekki við. 3. hluti: Staðan hér á landi. Hvernig á að byrja? Hverjir geta hjálpað? Hvað þarf til? Hvað þarf að varast? Sýning myndbands. Námskeiðið er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum, sem fara með fjármál, markaðs- mál, innflutning og útflutning. Leiðbeinendur: Ágúst Valgeirsson, flugmálastjórn. Guðmundur Hannesson, IBM. Óskar B. Hauksson, Iðntæknistofnun. Þorvarður Kári Ólafsson, Iðntæknistofnun. Tími: 2. desember kl. 9.00 til 17.00 í Ánanaustum 15. Stjómunarfélag Islands Ánanaustum 15, sími 621066. Nýjii NORSTAR símakerýið kemur þér strax Northern Telecom hefur hannað einfalt og þægilegt stafrænt símakerfi sem nýtir kosti nútíma tölvutækni til hins ýtrasta. Símakerfið er sniðið fyrir fyrirtæki með allt að 6 bæjarlínur og 16 innanhússlínur. Sannkallað framtíðar símakerfi á hagstæðu verði. _ I ■ ih Am northom norslar rVvfe,ccom í samband framtíðina PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir ( Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og póst- og símstöðvar um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.