Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 35

Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 35 Afmæliskveðja: Ingibjörg Sveins- dóttir — 80 ára Hún Ingibjörg Sveinsdóttir átti áttræðisafmæli 25. nóvember. Mér er ánægja að fá að óska henni til hamingju. Við höfum ekki þekkst lengi, en ég hafði heyrt þessarar konu getið og óskaði þess að fá tækifæri til að kynnast henni. Mér varð að ósk minni og fyrir það er ég þakklát. Hér áður fyrr gætti áhrifa móð- urinnar og eiginkonunnar mest heima fyrir, uppeldi barnanna og velferð heimilisins bar hún fyrir bijósti. Áhrifin voru hljóðlát, en traust og víðtæk um leið. Slík lýsing hygg ég að eigi vel við um vinkonu mína, Ingibjörgu Sveinsdóttur. Eins og margur einstaklingurinn af hennar kynslóð, ólst hún upp við hörð kjör, en af elju, dugnaði og þrautseigju braust hún til mennta og tók ung verslunarpróf. Slíkt var fátítt í þá daga. Ekki voru styrkir og námslánin fyrir hendi þá. En þrátt fyrir að hún ynni við verslunarstörf fyrstu árin að námi loknu og eftir andlát manns síns varð starfssvið Ingibjargar aðallega innan veggja heimilisins. Hún eignaðist góðan mann, Þor- grím Magnússon, og fjóra drengi. Einn þeirra misstu þau í frum- bernsku og ekkja hefur Ingibjörg verið í mörg ár. En þótt kraftarnir séu farnir að dvína og heilsan að bila njóta synirnir og ástvinirnir enn umhyggju og alúðar þessarar góðu konu. Gott er hana heim að sækja og gestrisin er hún með afbrigðum. Ingibjörg er trúkona mikil og fáa þekki ég sem' hafa heimiiisaltari sem Ingibjörg. Kvölds og morgna Franskir kvikmyndadagar Hmir saklausu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hinir saklausu („Les Innoc- ents”). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: André Téchine. Að- alhlutverk: Sandrine Bonnaire, Simon de la Broisse, Abdel Kechiche. Það sýnir hve mikil landkynn- ing felst í bíómyndum að undanf- arið hafa þær fylgt með í kynn- ingu á löndum eins og Danmörku og Bretlandi í Reykjavík. Nu eru sýndar fímm franskar myndir í Háskólabíói í tilefni franskra daga í Perlunni og Óðinsvéum. Reyndar var frönsk kvik- myndavika í Regnboganum í byij- un ársins en áhugamenn um franskar myndir ættu að vera við- bótinni fegnir. Ein af myndunum nú er Hinir saklausu eftir André Téchine. Það er vei leikin og sorg- leg dæmisaga úr Frakklandi nú- tímans sem gerist í litlu þorpi á ótilgreindum stað í suðurhluta landsins. Lengi vel er ekki víst hvert myndin stefnir en brátt kemur í Ijós að undir sléttu yfir- borði leynast gömul sár, kynþátta- hatur og ódæðisverk sem hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Hin gullfallega Sandrine Bonn- aire leikur unga konu, Jeanne, sem kemur að norðan í brúðkaup systur sinnar og til að fínna daufdumban bróður sinn. Sá er gjarn á að stijúka að heiman en í leit að honum kynnist Jeanne tveimur gjörólíkum mönnum, er hafa áhrif á líf hennar; hinum veikbyggða Stephane og araban- um Said. Hún elskar þá báða en átökin á milli þeirra eiga eftir að enda með ósköpum. Tengslin á milli persónanna eru öll mjög afdrífarík en táknræn um leið. Stephane er öfgasinnaður hægri maður, kynþáttahatari sem Said sá fremja hryðjuverk á inn- fluttum aröbum. Hann hefndi þeirra með því að slasa Stephane alvarlega en í ljós kemur að faðir Stephane, sem þekkir ekki forsög- una, er ástfanginn af Said. Inní þessar kringumstæður kemur Je- anne og hinn daufdumbi bróðir hennar, sakleysingjarnir í miðju hinna stríðandi afla. Reyndar eru allir fórnarlömb í því kynþáttavandamáli sem myndin lýsir. Sagan vindur hægt ofan af sér en hún setur upp and- stæðurnar á forvitnilegan hátt í úttekt sinni á að því er virðist ósamrýmanlegum heimum er kalla yfir sig tortímingu. Segðu honum að ég elski hann - („Dites-Lui que je l’aime”) Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sýnd í Háskólabíói. Leiksljóri Claude Miller. Gérard Depardi- eu, Miou-Miou, Claud Piéplu. Frakkland. Fransmenn eru sem óðast að ná fótfestu í íslenskum kvik- myndahúsum með sífjölgandi kvikmyndadögum, kvikmyndavik- um og nýjast af nálinni er sýning fimm mynda undir samnefnaran- um „Frönsk bíóveisla”. Og í kjölf- ar þessarar viðleitni hefur frum- sýningum á nýjum, frönskum myndum fjölgað talsvert á al- mennum sýningum. Þetta er hið besta mál í alla staði þó raunin sé sú að árlega fari framhjá okk- ur fjöldinn allur af bestu myndum Frakka, sem eru stórtækir kvik- myndagerðarmenn. Hvar er t.d. snilldarverkið Jean de Florette og framhald þess, sem var jafnvel enn betra þó svo að Depardieu vantaði sárlega, Manon lindarinn- ar? Hvernig væri að taka þessar myndir til sýninga, kvikmynda- húsaeigendur, þó ekki væri nema í virðingarskyni við minningu stórleikarans Yves Montand. Ut- gáfa á myndbandi væri einnig vel þegin. Einhvern tímann fréttist af þessum myndum á leið í Regn- bogann, síðan ekki sö.guna meir. Segðu honum að ég elski hann er ákaflega raunaleg mynd um ástarþríhyrning. Depardieu er ein- hleypur skrifstofumaður úti á landsbyggðinni sem hefur á sér gott orð í hvívetna. En í rauninni lifir hann í blekkingarheimi. Hann er hugsjúkur maður vegna þrál- átrar ástar sinnar til æskukær- ustunnar sem er nú gift kona og vill ekkert með hann hafa. Miou- Miou leikur samstarfsmann hans á skrifstofunni sem gerir hosur sínar grænar fyrir honum árang- urslítið. Þessi ástarþríhyrningur snýst upp í harmleik og er borinn uppi af haldgóðum leik Depardieus sem túlkar af miklum sannfæringar- krafti hægfara geðbilun bókarans sem að lokum missir öll tök á til- verunni. Miou-Miou er geysigóð leikkona og fögur - minnir dulítið á blöndu af Jeanne Moreau og Bardot - og yfir höfuð er Segðu honum að ég elski hann velkomin þó farin sé að reskjast. Depardieu er næstum örugg trygging fyrir góðri skemmtun. 1 1 Sma ouglysmgar FERDAFÉLAG ® ÍSLANDS | FÉLAGSLÍF | uð - setustofa og eldhús með áhöldum. Boðið verður uppá gönguferðir meðan dagur end- ist, kvöldvöku, jólaglögg og pip- arkökur. Lífgið upp á skamm- □ EDDA 599126117 = 1 □ FJÖLNIR 599111267 - 2 Frl. ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Félagsvist Miðvikudaginn 27. nóv. stundvíslega kl. 20.00 verður Ferðafélagið með félags- vist í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs- degið með þátttöku í skemmti- legri helgarferð með Ferðafélag- I.O.O.F. Rb. 1 = 14111268 - E.T.II. Kk. inu. Góð færð - ieiðin greið. Opið hús og gönguferð um Elliðaárdalinn HELGAFELL 599111267 VI 2 Laugardaginn 30. nóv. býður Ferðafélagið upp á stutta gönguferð um Elliðaárdalinn og lagt verður upp í gönguna frá gerðinni). Þennan mánaðardag 1927 var Feröafélagið stofnað. Spilað á Ferðafélagsspilin. Veit- V AD-KFUK Fundur I kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Biblíulestur 1: Séra Sigurð- ur Pálsson. Kaffi eftir fund. Allar konur velkomnar. ingar í hléi. Aðgangur kr. 500.- Missið ekki af mannfagnaði sem veitir ánægju. Aðventuferð til Þórsmerkur Næstu helgi verður aðventunnar minnst í Þórsmörk. Brottför er laugardaginn 30. nóvember kl. 08.00. Það fer vel um alla í Skag- fjörðsskála/Laugardal - þar er lokinni er þátttakendum boðið í opið hús kl. 15.00-16.00 i Mörk- inni 6 og þá gefst gestum gott tækifæri til þess ða kynnast þessu væntanlega félagsheimili F.l. Ferðafélag Islands. kemur hún hljóð fram fyrir almætt- ið, og Guð kærleikans bregst ekki . sínum börnum. Hann, sem gaf hið góða á liðinni tíð, mun einnig varð- veita og blessa á ófcrnu ævikvöldi. Þakka þér, Ingibjörg, fyrir góð kynni og til hamingju með afmælið. Lilja Sigurðardóttir Ingibjörg Sveinsdóttir, Drápu- hlíð 46 í Reykjavík, varð áttræð í gær, 25. nóv. Hún er kona hógvær og lítt gefin fyrir að trana sér fram. Samt veit ég að mín kæra mág- kona misvirðir ekki þótt ég gerist svo djörf að skrifa um hana fáeinar línur á þessum tímamótum. Þetta verður hvorki ævisaga né ættar- tala, enda slíkt algjör óþarfi. Sjálf vitnar hún best um sitt líf með verkum sínum. Hún er ein af því fólki sem vill vera en ekki sýnast. Ingibjörg er af þeirri kynslóð sem ólst upp við þá lífsskoðun að heiðarleiki, samviskusemi og hjálp- semi væru mikiivægir eiginleikar í fari manna. Allir skyldu gera sitt besta til þess að láta gott af sér leiða, ekki hugsa alltaf fyrst og fremst um sjálfa sig heldur aðra. Þessa eiginleika hefur Ingibjörg öðlast í ríkum mæli. Hégómi og sýndarmennska er henni víðs fjarri. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Raunar er næsta ótrúlegt að Ingibjörg sé orðin áttræð. Þótt árin marki eðlilega sín spor er alltaf eins og geisli út frá henni. Ennþá er fjör og glettni í augunum. Ennþá á hún svo mikið að gefa öðrum. Hún býr yfir einhveijum innri eldi eða orku sem ekki er svo auðvelt að lýsa. Þegar setið er í stofunni hennar í Drápuhlíðinni yfir kaffi- bolla og spjallað um alla heima og geima, því hún getur talað um alla skapaða hluti, hvort sem um er að ræða pólitík, trúmál eða búskap, þá streymir þessi kraftur til þeirra ■ MINNISBÓK Bókrúnar 1992, 6. árgangur, almanak í dagbókar- formi, er komin út. í bókinni eru efnisatriði við hvern dag er snerta konur og viðfangsefni þeirra fyrr og nú og við upphaf hvers mánað- ar er heilsíðuljósmynd. Fimm kon- ur rita pistla. Þær eru: Sr. Ragn- heiður Erla Bjarnarsdóttir, Ag- ústa Gunnasdóttir, myndhöggv- ari, Guðrún Elva Ólafsdóttir, formaður Kennarafélags Reykja- víkur, Helga Sigurjónsdóttir, sem kringum hana sitja. Menn fara glaðari og ríkari af hennar fundi. Stundum skammast maður sín fyr- ir eigin aumingjaskap þegar hún segir á sinn hressilega máta: „Já, það þýðir ekkert annað en taka hlutunum eins og þeir eru.” Það er gaman að ræða við Ingi- björgu. Og viðmælandinn finnur að í hennar augum er hann ein- hvers virði og það er ekki bara af kurteisi eða skyldurækni að honum er veitt viðtal. Hún hefur líka svo brennandi áhuga á hlutunum, oft ákveðnar skoðanir og liggur ekkert á þeim. Andleg mál eru henni mjög hugleikin og les hún allt sem hún kemst í á þeim sviðum. Þar er hún mjög ftjálslynd í skoðunum og leggur áherslu á það besta sem hún finnur hveiju sinni. Og trúin, þessi sterka óbilandi trú á „guð í alheims geimi”, ef til vill er það ekki síst hún sem veitir Ingibjörgu þessa innri orku. Því að hún er mjög trú- uð kona. Hún þarf enga milliliði, engar kreddur, engar sérstakar stefnur, heldur lifandi bein tengsl við almættið. Ég hef séð eftir hana á blaði bæn sem hver prestur gæti verið stoltur af að hafa samið. Því miður hefur Ingibjörg afar lítið gert af því að skrifa niður hugleiðingar sínar og margvíslegan fróðleik sem hún býr yfir. Hún er nefnilega vel ritfær eins og hún á raunar kyn til. Skáldskapur er mjög ríkjandi í ætt hennar. En hún hefur ort betri ljóð en margur sem kallar sig skáld, ljóð með sínu eigin lífi og verkum. Það er lífsljóðið hennar Ingi- bjargar sem streymir til samferða- mannanna bæði í björtustu gleði og dýpstu sorg. Þess vegna erum við, sem höfum fengið að kynnast henni, ríkari eftir. Guð gefi Ingibjörgu og fjölskyldu hennar góða og bjarta daga. Sigríður I. Þorgeirsdóttir kennari og námsráðgjafi, og Pá- lina Skarphéðisdóttir, bóndi í Skagafirði, sem lýsir starfi sínu sem forðagæslumaður. Kynnt er starfsemi_ Stígamóta, sagt frá Zonta á íslandi en nú er hálf öld síðan þessi alþjóðasamtök námu hér land. Ljóð-stafir eru eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. For- maður útgáfufélagsins Bókrúnar, Björg Einarsdóttir, fylgir Minn- isbókinni úr hlaði en ritstjóri henn- ar er Valgerður Krisljónsdóttir. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. Stjórn íslenska hlutabréfasjóösins hf. boöar til hluthafafundar í félaginu 27. nóvember 1991 og verður fundurinn haldinn aö Suðurlandsbraut 24, 5. hæö, Reykjavík, kl. 16:00. Fyrir fundinn verður lögö tillaga stjórnar um breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins. Efni tillögunnar er aö stjórninni veröi heimilað aö hækka hlutafé félagsins í einu lagi, eöa í áföngum, í allt aö kr. 500.000.000,-. o LANDSBRÉF H.F. £ Landsbankinn stendur með okkur í Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-6Ý8598. < Löggilt verdbréfafyrirtæki. Adili ad Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.