Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 37

Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 37 Haukur Guðmunds- son - Minning Fæddur 20. apríl 1921 Dáinn 16. nóvember 1991 Knörrinn hikar, veltir súðavöngum, votan réttir háls af öldulaugum; blístrar pípuvörum, lotulöngum, ljósum bregður, deplar stíruaugum; blakar voð að rá, sem ermi að armi, andar djúpt um háfa, lyftir barmi, spymir hæli hart í lagargöngum. (Einar Ben.) Félagi minn og fyrrverandi mág- ur, Haukur Guðmundsson frá Gerð- um í Garði, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, 16. nóvember sl. Mig langar að minnast hans nokkrum orðum. Haukur Guðmundsson fæddist í Gerðum í Garði 20. apríl 1921. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson frá Hálsi í Kjós, útgerð- armaður og oddviti í Garði, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Kára- neskoti í Kjósarsýslu. Systkini Hauks voru Þórður, f. 1905, Finn- bogi, f. 1906, Guðrún, f. 1909, Jón, f. 1911, Kristín, f. 1915 og Hjör- dís, f. 1925. Á lífi eru Hjördís og Guðrún. Bernskuheimili Hauks var mann- margt og mikið umleikis hjá föður Hauks, þar sem hann var í forystu- sveit í atvinnu- og félagsmálum. í þessu umhverfi hefur bernska Hauks liðið við leik og störf og snemma kynntist hann sjómennsku og verslunarrekstri. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1940 og farmannaprófi frá Stýri- mannaskóla íslands 1950. Leiðir okkar Hauks lágu saman þegar hann kvæntist systur minni Halldóru Gunnarsdóttur þann 5. febrúar 1955. Þau stofnuðu heimili á Laugarnesvegi 13, Reykjavík. Árið 1957 keyptu þau sér hæð í Nökkvavogi 31 og bjuggu þar alla sína búskapartíð eða þar til þau slitu samvistir árið 1967. Börn Hauks og Halldóru eru: Gunnar, fæddur 1955, rafiðnfræð- ingur, Kópavogi. Kvæntur Guðrúnu Ingimarsdóttur gjaldkera; Ingi- björg, fædd 1957, hjúkrunarfræð- ingur, Garðabæ. Gift Þorsteini Gunnarssyni framreiðslumanni. Þeirra börn eru Halldóra og Hauk- ur; Birgir Kristbjörn, fæddur 1962, matreiðslumaður, Siglufirði. Kvæntur Sóleyju Erlendsdóttur framleiðslumanni. Þeirra börn eru Guðlaugur og Gunnar. Einnig átti Haukur Ingólf, f. 1952, með Mar- gréti Kristjánsdóttur. Á þessum árum var Haukur stýrimaður hjá Jöklum hf. Eins og fyrr segir var hann með verslunar- skóla- og farmannapróf. Þetta var góð blanda og undirstaða fyrir þá sem stunda farmennsku og sigla um heimsins höf. Enda nýtti Hauk- ur sér þessa menntun sína. Hann rak verslun í Kópvogi samhliða far- mennskunni með félaga sínum Ólafi Eiríkssyni. Einnig rak hann heild- verslun um nokkurt skeið. Haukur var frjór og hugmynda- ríkur á viðskiptasviðinu og velti fyrir sér ýmsum hugmyndum í sam- bandi við nýtingu sjávarafla og samskipti við önnur lönd. Haukur átti fallegt heimili og Ijölskyldu, hann hafði örugga stöðu sem stýrimaður á skipum félagsins. Hann var selskapsmaður og afskap- lega veitull og góður heim að sækja. Hann undi hag sínum allvel. En þá banka örlagadísirnar upp á. Sumarið 1960 fór Haukur sína jómfrúarferð sem skipstjóri á ms. Drangjökli. Hann tók með sér konu sína og 4 ára son. Á Pentlandsfirði við Orkneyjar er eitt erfiðasta sigl- ingasvæði sjófarenda, straumar eru þar þungir og óreglulegir og allra veðra von. Þar sökk Drangjökull 29. júní. Öll áhöfnin bjargaðist. Kona skipstjórans, Halldóra, þreif íslenska fánann í besdikkinu og vafði son þeirra inn í þjóðfánann og þannig fór drengurinn um borð í gúmmíbjörgunarbátinn. Skipstjóri fór síðastur frá borði og varð að synda frá sökkvandi skipi sínu. Með því hélt Haukur Guðmundsson grundvallarreglu skipstjórnar- manna. Hann lét ekki óttann yfirb- Bamdaskólinn á Hvanneyrí Innritun á vorönn er hafin Athygli er vakin á því, að unnt er að hefja nám í Bændaskólanum á Hvanneyri um áramót. Fyrsta önn helst 6. janúar. Stúdentar, sem tara styttri leið, geta halið nám í janúar, apríl eða júní. Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar, búfræðinoar hafið samband. Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu býli. Á síðustu önn er kennt á tveim- ur sviðum: Búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. í undirbúningi er þriðja sviðið: Landnýtingarsvið. Dæmi um valgreinar, kenndar veturinn 1991- 1992: Hrossarækt, ullariðn, skógrækt, vinnuvélar, búsmíði, sláturhúsastörf, ferðaþjónusta o.fl. Við veitum upplýsingar í síma 93-70000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1991. Bændaskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnesi. uga sig og fór síðastur frá borði eins og skylda hans bauð honum. Að venju fjallaði siglingadómur um þennan skipskaða og varð all- nokkur málarekstur út af honum. Dómurinn hreinsaði Hauk af öllum ávirðingum og þeim var vísað á bug. Hann hvarf frá skipafélaginu Jöklum hf. og hóf störf hjá öðrum útgerðum. Þessi atburðir mörkuðu sínar rúnir á líf Hauks og fjölskyldu hans. Það fór ekki á milli mála, að hann hafði orðið fyrir áfalli en hann var óbugaður. Það var ekki þeirra stíll Garð- veija, ættmanna Hauks, að gefast upp. Fræg er sagan af Guðmundi Þórðarsyni föður Hauks. Skipið hans Haffari var talið af og allir hættir að leita og tryggingafélagið vildi ekki kosta meiru til. En Guð- mundur gafst ekki upp heldur hélt leit áfram á eigin ábyrgð. Skipið fannst síðar langt suður í hafi með bilaða vél. Var áhöfnin heil á húfi en lerkuð mjög. Haukur var sjálfstæðismaður þeirrar gerðarinnar sem unna frels- inu til að bjarga sér sjálfur. Hann vildi verða eigin húsbóndi. Á árun- um 1963-1964 voru þeir Guðfinnur Þorbjörnsson, Birgir Þorvaldsson og Agnar Hallvarðsson o.fl. að breyta síðutogaranum ísborginni í flutningaskip. Haukur slóst í félags- skap með þeim og tók við skip- stjórn á ísborginni. Eg var háseti nokkur misseri á ísborginni með Hauki. Þetta var góður tími, það var góður byr og nú spyrnti Isborgin hæli liart í lag- argöngum. Útgerðin tók að sér að flytja það sem bauðst og víða var farið, Norðurlönd, Austur- og Vestur-Evrópa, Bretland, írland og niður í Miðjarðarhaf. Áhöfnin var samhent og Haukur naut virðingar hennar. Hann var reglusamur og traustur skipstjóri og það sem okk- ur fannst þó mest um vert var að við áttum hann að sem félaga. Það var engin stéttaskipting um borð í ísborginni. Við átum allir saman í ■- messanum og þannig held ég að Haukur hafi viljað hafa það. Haukur hafði víða farið á sjó- mannsferli sínum. í erlendum hafn- arborgum hvatti hann okkur yngri mennina til þess að fara í land og skemmta okkur og kynnast menn- ingu annarra þjóða. Kvað það ástæðulaust að híma við bryggjur og veiða marhnúta og kímdi um leið. Skipsfélagarnir voru marg- breytilegrar gerðar. Þarna voru hugsjónaríkir sósíalistar með eld- móð í brjósti, útsjónarsamir kapítal- istar á leiðinni að verða ríkir, fjall- harðir sjálfstæðismenn sem skömmuðu kommana og eldri menn sem vildu siða þá yngri og leiðbeina þeim í lífsins ólgusjó. Það var stemmning í þessu margbreytilega lítrófi mannlífsins og hún átti vel við Hauk. Árið 1965 hætti Haukur á sjón- um og fór í land. Þá hóf hann störf hjá Skipaútgerð ríkisins og starfaði þar til 1982 sem fulltrúi. Þar kom sér vel fyrirhyggja hans í námsvali á yngri árum. Eftir það bjó hann í íbúð sinni í Stóragerðinu ásamt með börnum sínum Ingibjörgu og Birgi þar til hann flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Með Hauki Guðmundssyni er genginn góður drengur og duglegur sjómaður sem oft þurfti að sigla úfinn sjó. Um leið og ég sendi börn- um hans, systrum og öðrum að- standendum samúðarkveðjur, kveð ég þennan félaga minn með ljóðlín- um úr kvæðinu Hrafnistumenn eft- ir Örn Arnarson. Guð blessi minningu Hauks Guð- mundssonar. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál hvorst sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfír ál hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip. Hann er feijunnar andi og hafskipsins sál. Þorsteinn H. Gunnarsson SPAÐUI ÞETTA SPIL Pyramis er spilið sem unnið hefur til verðlauna bæði fyrir skemmtilega hönnun og hversu auðvelt er að spila það. Spilið er fyrir þátttakendur frá 5 ára aldri og vex spilið með spilaranum eftir því sem hann verður færari. € GUÐJÓN GUÐMUNDSSON HEILDVERSLUN, SÍMI 65 30 75

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.