Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Minning:
Þorvarður Júlíusson
bóndi - Söndum
Fæddur 3. júlí 1913
Dáinn 20. nóvember 1991
„Friður sé og veri með þér um
tíma og eilífð! Blessaður!” Svona
heilsaði minn ágæti gamli nágranni
Þorvarður á Söndum mér undan-
tekningalítið núna seinni árin og
mér þótti ákaflega vænt um þessa
kveðju. Þorvarður var búinn að vera
næsti nágranni okkar frá 1944 en
þá fiutti hann að Söndum ásamt
eiginkonu sinni, Kristínu Jónsdótt-
ur. Þetta eru orðnar býsna langar
samvistir sem gott er að minnast
því þar ber fáa skugga á. Þorvarð-
ur var einstaklega góður nágranni
og alltaf tilbúinn að greiða úr öllum
þeim málum sem hann hafði mögu-
leika á og oft miklu meira.
Þorvarður hafði yfirleitt ákveðn-
ar skoðanir á hveiju því máli sem
fyrir bar og var aldeilis óhræddur
við að láta þær í ljós. Vitnaði hann
þá gjarnan, máli sínu til stuðnings,
í fomsögur og ljóðmæli sem honum
lá hvoru tveggja laust á tungu enda
vel lesinn í þeim efnum og minnug-
ur ágætlega og var oftast stórgam-
an að hlýða á mál hans hvort sem
maður var honum sammála eða
ekki.
Við höfum átt langa samleið og
margs er að minnast, margt er að
þakka, guði sé lof fyrir liðna tíð.
Ég sé hann í mínu hugskoti
standa á Sandhlaðinu með hæglátu
höfðingsfasi og varp'a til mín kveðj-
unni fögru sem er hér í upphafsorð-
um. Þannig ætla ég að muna hann.
Alfaðir ræður, öldurnar qúka.
Eilífðin breiðir út faðminn sinn mjúka.
Hafí hann kæra þökk fyrir sam-
fylgdina.
Björn Einarsson, Bessastöðum.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns Þorvarð-
ar Júlíussonar bónda á Söndum í
Miðfirði.
Hann fæddist í Hítarnesi í Kol-
beinsstaðahreppi elsta barn hjón-
anna Kristínar Stefánsdóttur, Ein-
varðssonar bónda í Hítarnesi og
Júlíusar Jónssonar bónda í Hítar-
nesi, ættaður frá Einifelli í Staf-
holtstungum. Þorvarður ólst upp í
foreldrahúsum í stórum systkina-
hópi. Yngri systkini hans voru: Lov-
ísa_ búsett í Hafnarfírði, Stefán bjó
á Ólafsvöllum og víðar (látinn), Jón
(f. 1917 lifði 4 vikur), Jón búsettur
í Borgarnesi, Halldóra í Reykjavík,
Valtýr bóndi í Hítameskoti, Laufey
í Reykjavík, Unnur býr í Reykjavík,
Aðalsteinn (lést af slysförum ungur
maður), Páll bóndi í Hítamesi (lát-
inn).
Þann 7. febrúar 1937 gekk hann
að eiga eftirlifandi konu sína Sig-
rúnu Kristínu Jónsdóttur frá Skinn-
astöðum í Torfalækjarhreppi,
Bjarnasonar frá Björgum á Skaga
og Sólrúnar Einarsdóttur, bónda í
Stekkadal Sigfreðssonar og k.h.
Elínar Ólafsdóttur.
Þorvarður og Kristín hófu búskap
á Akri í Torfalækjarhreppi hjá Jóni
bónda og alþingismanni Pálmasyni.
Þaðan lá leiðin að Skinnastöðum
þar sem þau bjuggu um skeið í fé-
lagi við fóstra Kristínar.
Vorið 1944 tóku þau á leigu jörð-
ina Sanda í Miðfírði af góðkunn-
ingja sínum, Hjálmtý Péturssyni
sem hafði þá nýlega keypt hana.
Tveimur árum síðar keyptu þau síð-
an jörðina. Þau ræktuðu tún og
juku bústofninn ár frá ári og á
blómaskeiði bændastéttarinnar,
þegar allir máttu framleiða sem
þeir gátu, þá var Sandabúið um
skeið með stærstu fjárbúum á ís-
landi. En það var allt löngu fyrir
tíma kvóta og niðurskurðar.
Þau hjón eignuðust fímm börn
sem eru: Sólrún gift Berki Bene-
diktssyni frá Barkarstöðum, búa
þau í Núpsdalstungu og eiga tvö
börn. Valgerður gift Sigfúsi Jóns-
syni frá Litla-Hvammi, nú búsett á
Laugarbakka og eiga þau fjögur
börn. Halldóra gift Þórði Jónssyni
rafvirkjameistara, búsett í Hafnar-
fírði og eiga þau tvö börn. Stefán
Egill búsettur í Reykjavík og á
hann fjögur börn, sambýliskona
hans er Guðrún Jóhannsdóttir.
Kristján Einar prestur í Hjallasókn
í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Láru
Magnúsdóttur og eiga þau þijú
börn. Það var mannmargt heimilið
á Söndum fyrr á árum og mörg
börn önnur ólust þar upp.
Þorvarður var víðlesinn maður
og vel heima á mörgum sviðum.
Hann kunni ógrynnin öll af Ijóðum
og kvæðum, kom vel fyrir sig orði,
og honum var lagið að segja mikið
í fáum orðum, enda skortir þann
mann aldrei orð sem les íslendinga-
sögurnar og Biblíuna mikið. Hann
lagði oft orð í belg í þjóðmálaum-
ræðuna í rituðu máli og fylgdist vel
með öllu sem var að gerast í þjóðlíf-
inu. Prestastéttin var honum ætíð
hugleikin og vart var til sá prestur
í landinu sem hann ekki vissi ein-
hver deili á, og marga þeirra þekkti
hann vel.
Hann var baráttumaður í hveiju
sem var, þar sem málefni eða mann-
eskjur áttu undir högg að sækja.
Hann var stórhuga, einarður, og
ákveðinn í skoðunum og lét þær
ætíð óhikað í ljós og stóð við sitt.
Sjálfsagt var hann umdeildur mað-
ur, en þannig verður það ætíð með
þá sem hika ekki við að láta sitt álit
í ljós og öðruvísi hefði hann ekki
viljað hafa það. Ákveðinn, en aldrei
ósveigjanlegur, því hann þekkti líka
allt mannlegt og fann til. Hann var
oft harðorður í garð ráðamanna,
því svo mjög rann honum til rifja
hvernig komið var fyrir bændastétt-
inni í þessu landi. Nú síðast var
honum afar hugleikið að beijast
fyrir rétti sjávaijarðabænda sem
eiga undir högg að sækja.
Þorvarður var einn af þessum
allt of fáu sérstæðu kvistum sem
aldrei munu falla í gleymsku. Að
honum gengnum mun mörgum sem
hann þekktu, fínnast sem síðasti
víkingurinn sé fallinn.
Síðustu eitt til tvö árin var hann
farinn að þreytast nokkuð og mátti
við litlu, en það kallaði hann að
„gömlu fötin væru orðin slitin”. Þó
fannst honum verst þegar sjónin fór
að angra hann en það reyndist erf-
itt að fá bót á því. En Þorvarður
var heppinn, því hann átti góða
konu sem hlúði að honum eins og
ungbarni þegar þreytan sótti á.
Þetta er lítið ágrip sögu stórhuga
bónda, fræðimanns og mikils per-
sónuleika. Hann reyndist mér fram-
úrskarandi hlýr og góður tengda-
faðir og ég mun sakna samtala
okkar, því hann var þvílíkur hafsjór
af fróðleik á öllum sviðum. Ég er
lífínu þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og bið algóðan
guð að blessa minningu hans í hjört-
um okkar allra.
Eftirlifandi konu hans, börnum
og öðrum aðstandendum, vil ég
votta mína innilegustu samúð.
Örugga hvfld nú eignast ég hef.
Engan um meiri gæði ég kref.
Sál mín er frelsuð, fyrir mig galt.
Frelsarinn Jesús, hann er mér allt.
(Bj. Eyj.)
Guðrún Jóhannsdóttir
„Bognar aldrei, brotnar í bylnum
stóra seinast.” Mér komu í hug
þessi orð Klettafjallaskáldsins þeg-
ar ég fékk andlátsfregn bóndans á
Söndum.
Það er varla nokkur vafí á að
Þorvarður á Söndum var einhver
litríkasti maður sem starfað hefur
í bændastétt á síðari árum. Skoðan-
ir hans á mönnum og málefnum
voru jafnan ákveðnar og hann
skorti hvorki þrek né djörfung til
að halda því fram, sem hann taldi
rétt, hvort sem viðmælendur Voru
kunningjar hans í sveitinni eða
menn úr efstu þrepum þjóðfélags-
stigans.
Þorvarður kvaddi sér stundum
hljóðs í útvarpi. Hann flutti nokkur
erindi í flokknum „Um daginn og
veginn”. Og las þá gjarnan ráða-
mönnum þjóðarinnar pistilinn og
var ekki myrkur í máli. Ég hef orð-
ið þess var að þessi erindi Þorvarð-
ar eru mörgum minnisstæð, og er
þó nokkuð langt síðan þau voru
flutt. Þorvarður birti líka greinar í
Morgunblaðinu, oftast um landbún-
aðarmál, og kvað þá jafnan fast
að orði.
Þotvarður var mikill unnandi
sveitanna og íslenskrar bænda-
menningar. Því sveið honum sárt
þær ógöngur, sem landbúnaðurinn
hefur komist í á síðari árum. Það
var hans bjargföst skoðun að ekki
hefði þurft að fara svo, sem raun
er á orðin, hefðu forystumenn stétt-
arinnar og ráðamenn þjóðarinnar
brugðist rétt við vandanum í tíma.
Fyrir rúmum áratug var stofnað
í Vestur-Húnavatnssýslu félag, sem
hefur það markmið að veija alda-
gamlan veiðirétt landeigenda fyrir
landi jarðanna. En nokkrum árum
áður höfðu verið sett lög sem tak-
mörkuðu mjög þennan rétt. Þor-
varður var mikill hvatamaður að
stofnun félagsins og mjög virkur
félagsmaður. Hann gat með engu
móti þolað að þessi gömlu réttindi
væru tekin bótalaust af jörðunum
og var alltaf tilbúinn að leggja fram
tíma og vinnu til styrktar þessu
málefni. Ég vil fyrir hönd félagsins
þakka Þorvarði fyrir hans mikla
hlut í þessari baráttu og veit að ég
mæli þar fyrir munn allra félags-
manna.
Ég sem þessar línur rita kynntist
Þorvarði fyrst fyrir næstum fjörutíu
árum. Þá dvöldum við hjónin tvo
vetur við skólann á Laugarbakka í
Miðfirði. Við höfðum þá ekki yfír
bíl að ráða og áttum því erfítt með
aðdrætti. Þetta vissi Þorvarður og
kom þá oft óbeðinn til að bjóða
okkur far til Hvammstanga, eða
annast fyrir okkur einhver erindi.
Það var eins og honum væri nautn
í að veita þennan greiða og hafði
lag á að láta líta svo út að hans
væri þægðin. >
Þorvarður á Söndum var ekkl
innfæddur Húnvetningur. Hann
kom ungur maður sunnan yfír heiði.
Og þarna norður í Húnavatnssýsl-
unni fann hann konuefnið sitt,
Kristínu Jónsdóttur, mikla táp- og
myndarkonu. Þau keyptu stórbýlið
Sanda í Miðfírði og hafa búið þar
rausnarbúi næstum fímmtíu ár. Þau
eignuðust fímm börn, sem öll lifa
föður sinn. Þau eru: Sólrún, hús-
freyja í Núpdalstungu í Miðfirði,
Valgerður, húsfreyja á Laugar-
bakka í Miðfírði, Halldóra, hús-
freyja í Hafnarfírði, Stefán, búsett-
ur í Reykjavík, og Kristján Einar,
prestur í Kópavogi.
Þorvarður Júlíusson var enginn
meðalmaður. Hann var stór í snið-
um bæði í sjón og raun. Ég held
honum sé best lýst með orðum
skáldsins Arnar Arnarsonar í kvæð-
inu um Stjána bláa: „Hörð er lund-
in, hraust er mundin, hjartað gott,
sem undir slær”.
Að leiðarlokum þakka ég Þor-
varði samstarf og vináttu á liðnum
árum og óska honum allra heilla í
nýjum heimkynnum.
Kristínu og börnum þeirra sendi
ég samúðarkveðjur.
Ólafur Þórhallsson
Okkur systkinunum langar að
minnast hans afa á Söndum í fáum
orðum. Þess manns sem var hafsjór
af fróðleik og hreinn meistari í
meðhöndlun íslensks máls, > bæði
kjarnyrtur og með litríkt málfar,
enda var hann vel heima í íslending-
asögunum og minnti okkur óspart
á að þar væri viskubrunnur íslensku
þjóðarinnar. Eitt hið fyrsta sem
skýtur upp í hugann eru einmitt
þær stundir sem við áttum saman
við eldhúsborðið á Söndum, þar sem
hann sat í lopapeysunni sinni með
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BERGÞÓR K. M. ALBERTSSON
bifreiðastjóri,
Norðurvangi 31,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósepsspítala í Hafnarfiröi laugardaginn 23. nóvember.
María Jakobsdóttir,
Jóhann G. Bergþórsson, Arnbjörg G. Björgvinsdóttir,
Kristján G. Bergþórsson, Sóley Örnólfsdóttir,
Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Björn Sveinsson,
Steindóra Bergþórsdóttir, Sæmundur Stefánsson
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
ÞÓREY HANNESDÓTTIR,
Suðurgötu 90,
Akranesi,
andaðist að morgni 23. nóvember.
Árni Breiðfjörð Gíslason,
Eðvarð L. Árnason, Sæunn Árnadóttir,
Gísli B. Árnason,
barnabörn og tengdabörn.
t
ÓSKAR LÍNDAL ARNFINNSSON
andaðist í Landspítalanum laugardaginn 23. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Inga Jenný Þorsteinsdóttir,
Sigríður Sæunn Óskarsdóttir, Kjartan Már ívarsson,
Þórdís Óskarsdóttir, Ake Kámpe,
Jakobína Óskarsdóttir, Friðþjófur D. Friðþjófsson,
Örn Óskarsson, Hilde Stranel,
Auður Óskarsdóttir, Guðmundur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
kaffibolla og molasykur og ræddi
um innansveitarmálin, landsmálin
og heimsmálin afdráttarlaust. Hann
hafði fastmótaðar skoðanir á flest-
öllum þeim málum sem rædd voru
og miðlaði þeim óspart til viðmæ-
lenda sinna, en hann var einnig til-
búinn að kynna sér ný málefni ef
svo bar við.
Viðmótið var oft nokkuð hijúft
eins og skeggrótin, en bak við það
leyndist maringæska og næmni sem
kom best í ljós þegar skepnurnar
hans áttu í hlut. Hann kom fram
við þær eins og móðir við börnin
sín, talaði blíðlega til þeirra og dekr-
aði óspart við þær, iaumaði sífellt
að þeim góðgæti, strauk þeim og
klappaði. Ekki nutu þó allar þær
dýrategundir sem hann umgekkst
þessa viðmóts, en þær þurftu þá
að hafa gert eitthvað á hans hlut
eða vera óheppilegar fyrir það jafn-
vægi sem hann vildi hafa í um-
hverfí sínu. Afí var bóndi af lífi og
sál þótt hugur hans leitaði víðar.
Hann var sérlega meðvitaður um
náttúruna í kringum sig, hegðun
hennar og eiginleika, spáði í veður,
sjávarföll og tungl og bar um-
hyggju fýrir landinu. Sem dæmi þá
fór hann alltaf sömu slóðina á Land-
Rovemum sínum niður á sand og
keyrði þá grófan malarkamb í stað
þess að líða áfram um mjúkan
sandinn en þannig sporaði hann
ekki sandinn að óþörfu.
Minningin um afa á Söndum lifír.
Sigrún Kristín og Björn Helgi.
„Alfaðir ræður”. Þessi orð við-
hafði afi minn oft og þau koma upp
í hugann nú er ég kveð hann í hinsta
sinn.
Afí minn fæddist 1913. Hann var
af þeirri kynslóð sem man tímana
tvenna hér á landi, jafnt kreppur
sem góðæri. Kynslóð sem breytti
þessu landi úr landi örbirgðar í land
tækifæra og allsnægtar. Kynslóð
með veðurbarin andlit og vinnulún-
ar hendur.
Afí var elstur af stómm systkina-
hópi og þurfti því snemma að læra
að taka til hendinni og aðstoða við
að afla matar í mikilli fátækt. Skóli
lífsins var því hans helsta skóla-
ganga og prófin oft erfíð.
Ég held að flestir sem þekktu
afa geti verið sammála um að hann
hafí verið umdeildur maður. í kring-
um hann var aldrei lognmolla enda
kærði afí sig ekki um það. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á flestum
hlutum og fór ekki dult með þær
hvort sem þær voru viðmælanda í
hag eða ekki. Hann sagði mönnum
til syndanna ef honum þótti þeir
eiga það skilið og skipti þá ekki
máli á hvaða vettvangi það var.
Þeir vissu því strax skoðun hans á
viðfangsefninu og held ég að flestir
hafí kunnað að meta þessa hrein-
skilni hans. Erfítt var einnig að
kveða hann í kútinn því ávallt virt-
ist hann eiga svar í pokahorninu,
enda sagði hann að þeim yrði aldr-
ei orðs vant sem læsi íslendingasög-
umar en þær höfðu verið hans
helsta lestrarefni í æsku. Hann var
einnig mikill húmoristi og hafði
gaman af skemmtilegum sögum.
Þó yfirborðið hafí oft verið hijúft
þá bjó undir því mikil tilfinninga-
vera. Henni kynntist ég vel. Minnis-
stæð eru atvik eins og þegar lítill
hnokki kom til afa síns með skeifu
á munni vegna hörku heimsins.
Afínn strauk með sinni vinnulúnu
en jafnframt mjúku og hlýju hendi
yfír vanga hans, brosti þannig að
andlitið ljómaði af væntumþykju og
hann sagði „Elsku vinurinn minn”.
Þá dróst hið drungalega ský frá
sólu og veröldin varð björt á ný.
Fljótlega við upphaf búskapar
síns keyptu foreldrar mínir helming
jarðarinnar Sanda, af afa og ömmu.
Því ólst ég upp við það að hafa afa
og ömmu ávallt innan seilingar að
nokkrum árum undanskildum er
þau fluttu til Hafnarfjarðar. Einnig
var ég mikið hjá þeim sem ungling-
ur eftir að foreldrar mínir fluttu
að Laugarbakka. Þessar stundir eru
mér kærar og dýrmætar því gegn-
um margar þrautirnar leiðbeindu
þau mér og lýstu upp leiðina til
fullorðins ára.
Prestskapur var ávallt ofarlega
í huga afa. Elstu minningar mínar
ei-u frá því hann sat með mig á