Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 46

Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 Amæliskveðja: Konráð Auðunsson bóndi, Búðarhóli í dag er 75 ára Konráð Óskar Auðunsson bóndi að Búðarhóli, Austur-Landeyjum. Hann er f. 26. nóv. 1916 að Dalsseli undir V-Eyja- Ijöllum, sonur hinnar víðkunnu hjóna er þar bjuggu, Guðlaugar Hafliðadóttur húsfreyju og Auðuns Ingvarssonar kaupmanns og bónda þar. Fyrir rúmum 40 árum var ég góðu heilli þess aðnjótandi að vera á hásumardegi kominn að Dalsseli sem gestur Leifs albróður Konráðs. Honum hafði ég kynnst þá fyrir nokkru er við hlutum listræna upp- byggingu í borginni við Eyrarsund þar sem íslendingar stunduðu helst nám fyrrum. Þetta var á laugardegi í júli 1950. Þá kynnti Leifur mig fyrir föður sínum Auðunni Ingvarssyni bónda og kaupmanni þar. Hann var þá nær 81 árs að aldri, silfurhærður og hár vexti, fyrirmannlegur í hátterni og svipmóti. Þá kynnti Leifur mig fyrir systkinum sínum, er enn héldu uppi reisn Dalsselsheimilisins með ekkju- manninum föður sínum. Þau voru: ’Konráð verkstjóri búsins og systurn- ar Margrét og Guðrún yngri (Donna), sem báru uppi heimilishald innanhúss. Þar var þá margt skyld- fólk til að taka þátt í heyskaparönn- um. Eftir að Dalsselsfólk og gestir þar höfðu notið sólríks sunnudags hélt Konráð verkstjóri á vörubíl sínum með heyskaparlið austur yfir Mark- arfljót því nú hafði heyönn í Dals- seli náð þeim tímamörkum að hey- skapur færi fram á hluta þess lands •-er Auðunn átti í Neðradal. Auk vörubíls Konráðs, sem hann nýtti jöfnum höndum í eigin þágu og búsins, var í Dalsseli einnig jeppi sem systkinin áttu og þjónaði jafnt einkaþörfum þeirra sem búinu. Þeg- ar Dalsseisfólk hafði gengið út á heyskaparvöll var sýnt að yngri dóttirin hafði veg og vanda af mat- reiðsluþætti stórheimilisins. Þegar leið að hádegi og við Leifur höfðum matast í fyrra lagi héldum við af stað í Dalsselsjeppanum austur yfir Markarfljót. Á leiðinni sagði Leifur mér margt um staðhætti og búsetu á bæjum þeim er við blöstu. Þegar við runnum yfír samgöngubótina miklu, Markarfljótsbrú, er vígð var með viðhöfn 1934, minnist ég þess að hafa hlotnast sú upplyfting að vera þar viðstaddur eftir akstur úr Selvogsbyggð með Andrési bróður mínum fyrstum bíleigenda þar í sveit. Þar var brakandi þurrkur og við nálguðumst heyskaparfólk Dalssels. Konráð verkstjóri hafði lagt vörubíl sínum á enginu. Þar hafði þurrheyi FRABÆR HÖNNUN X / LlFi * ... Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa III Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. verið rakað saman í þétta múga, heybinding fór fram með miklum vinnuhraða og böggum raðað jafn- óðum þétt á vörubíl Konráðs, sem var án tafar ekið til hlöðu í Dals- seli þegar hann var fullfermdur. Við Leifur tókum okkur hrífu í hönd og rökuðum dreif. Mér fannst afar gaman að taka þátt í kappsfullri heyvinnu og upplifði notalegar minningar frá mínum eigin uppvaxt- arárum við sömu iðju. Þessu lauk þó von bráðar með því að Leifur sagði að ekki mætti dragast lengur fyrirhuguð för austur með Eyjafjöll- um meðan sól var enn á lofti svo töfra fjallanna yrði notið til hins ítr- asta. Um þessar mundir var þegar sýnt að hin giftusömu búskaparár Auðuns í Dalsseli yrðu brátt talin. Bar margt til en það sem réð einkum úrslitum var að búendur hvor á annars jörð fundu ekki lausnarorðið þegar óumflýjanlegt var að leggja út í fjárfestingu. Þegar ég kvaddi hið víðþekkta Dalsselsheimili með þökk fyrir gest- risni og góðar móttökur hafði ég ekki hugmynd um að ég ætti eftir að koma þangað aftur. Engu að síð- ur var ég kominn þangað aftur nokkru seinna og nú á starfsgrunni er tengdist námsferli á „Hafnar- slóð”. Þá kynntist ég nánar systkin- unum í Dalsseli er lengi höfðu borið uppi reisn heimilisins, einkum þeim yngstu, Guðrúnu Ingibjörgu og Konráð, sem voru mjög samrýnd og studdu hvort annað í þögulli sam- virkni. Þegar svo nokkru síðar að við Guðrún Ingibjörg höfðum fellt hugi saman færðumst við Konráð mun nær hvor öðrum og lánaði hann mér með ljúfu geði skautana sína góðu svo ég og hans kæra systir gætum rennt okkur á „veitusvell- inu” undir stirndum kvöldhimni. Með því fóru saman hugðarefni frá uppvaxtarárum okkar beggja sem og við tónferli hljóma frá stofuorgel- inu. Dró nú brátt að þeim tíðindum að Konráð ráðsmaður í Dalsseli og Sigríður Haraldsdóttir sjálfseignar- bóndi að Miðey felldu hugi saman og kom Sigríður heitbundin að Dalsseli síðla árs 1951. Sigríður og Konráð voru gefín saman í hjónaband í Dalsseli á hvíta- sunnudag 1952 sem þá bar upp á 1. júní. Þetta var bræðrabrúðkaup því samtímis voru gefin saman Leif- ur bróðir hans og Guðrún Geirsdótt- ir frá Gerðum í V-Landeyjum. Sigríður er að mun yngri Konráð manni sínum og er eins og áður sagði dóttir Haraldar stórbónda í Miðey af ætt séra Jóns Steingríms- sonar og Þórunnar Hannesdóttur Schevings og seinni konu hans Járn- gerðar Jónsdóttur pósts að Tjörnum, Sigurðssonar, en langamma Jóns var Guðrún húsfreyja í Dalsseli, al- systir Bjarna riddara („föður Hafn- arfjarðar”) Sigurðssonar. Móðir Bjarna var Járngerður Hjartardóttir frá Velli í Flóa. Þau Sigríður og Konráð hefja frumbúskap sinn í Dalsseli, enda átti Konráð þar fyrir margt bú- gripa, einkum hross. Þar lögðu þau grunn að hinu farsæla kúabúi sínu og þar fæddist frumburður þeirra, Jóna Gerður. Eftir að Sigríður og Konráð voru gengin í hjónaband fóru þau að hafa vakandi auga með tækifæri í boði til framtíðarbúsetu. Það var þó ekki fyrr en í ársbyrjun 1954 að möguleiki var í augsýn. Sigurður eldri, bróðir Sigríðar (síðar lands- kunnur ræktarbóndi góðhesta að Kirkjubæ á Rangárvöllum) mundi gefa upp ársbúsetu sína sína á stór- jörðinni Búðarhóli í A-Landeyjum vegna þess að hann hugðist flytja búferlum til Hellu við Ytri-Rangá. Þau gripu því tækifærið góðu heilli og gengu von bráðar hratt fram í að fullgera vikursteinshlaðið og múrhúðað hús þeirra sem Sigurður hóf að byggja á árinu 1953. Þau fluttu sem ábúendur að Búðahóli á vordögum 1954 og samtímis var búsmali Konráðs rekinn á víðáttu- mikið beitiland hinnar fornu stór- jarðar. Guðmundur Brynjólfsson að Keldum á Rangárvöllum eignaðist fjölda stóijarða, þar á meðal Búðar- hól í Landeyjum. Hann er því í eigu barnabarns Guðmundar, Þuríðar Kristínar Vigfúsdóttur fræðimanns, sem gift er Guðmundi Filippussyni málarameistara frá Gufunesi, einnig barnabarn Guðmundar á Keldum (þau systkinabörn). Þau búa á Öldu- götu 44 í Reykjavík þegar Konráð fær ábúð á jörðinni. Guðmundur málarameistari lést 28. júlí 1955. Um ári síðar, 1956, selur Þuríður Kristín ekkja Guðmundar þeim Konráð og Sigríði jörðina Búðarhól, að landstærð á sjötta hundrað hekt- ara af algrónu en þýfðu sléttlendi. Tún voru þá aðeins 5 hektarar að stærð. Þegar Konráð er kominn til bú- skapar síns að Búðarhóli verða hon- um ljósir kostir og gæði jarðarinnar sem og lítt takmarkaður nýtingar- möguleiki hennar en um leið verður hann vitni að dapurlegri vannýtingu hennar fram til þpss dags. Þegar í upphafi lögðu þau Konráð og Sigríður í samvirku átaki traust- an grunn að uppbyggingunni. Hann með langa búverkstjóm að baki og hún með eðlislægri raunhyggju og þekkingu sinni á arðsemi nytjagripa í fjósi, einkum ef nærfærni og um- hyggja yrði ráðandi í umgengni við hina lifandi efnaverksmiðju, mjólk- urkúna. Um að svo hafi verið er ljóst, þegar Sigríður húsfreyja minn- ist þeirrar búskaparfarsældar nær fjórum áratugum síðar að þau misstu aldrei mjólkurkú fyrstu 20 búskaparár sín. Það var Búðarhólshjónunum mik- ið lán er þau á þriðja búskaparári sínu áttu þess kost að eignast góð- jörðina, reyndar forsenda þess at- hafnafrelsis sem á eftir var vel fram fyigt- Ibúðarhús fullgert, nýr bæjar- brunnur tekinn og ferskt vatn leitt í hús og notalegt heimili er til stað- ar á þokkafullu bæjarstæði. Skurðir eru grafnir og landið uppþurrkað til ræktunar. Girt er umhverfis tún, ræktunarhólf og vítt beitiland. Einn- ig er óhjákvæmilegt að fjárfesta í vélum og tækjabúnaði. Konráð réðst í það framtak ári fyrr en jörðin var keypt, 1955, að byggja vandað steinsteypt fjárhús með fjárgrindum og áfastri hlöðu fyrir allt að 200 íjár. Hann byggði mikla fjóshlöðu 1959, hann byggði 40 kúa fjós með flórristum yfír steyptri safnþró 1960 og votheys- turn 1961, hrossahlöðu 1965, véla- geymslu 1967, skúr við heimahlöðu fyrir reiðhesta og tamningarfola 1969, hrossahús á beitilandi 1970, kálfa- og geldneytafjós, ásamt hænsnahúsi 1972 og nokkru síðar geymsluhús fyrir stærri búvélar. Samkvæmt skráðum heimildum er áhöfn Búðarhóls 1976: 53 naut- gripir, 175 fjár og 93 hross. Þá hafði Búðarhólsijöiskylda í 8 ár notið sjálfrennandi úrvalsvatns frá hinni miklu vatnsvirkjun Vest- mannaeyja. í fyrstu heimsókn okkar hjóna að Búðarhóli sáum við hvað bæjar- hús á hólnum bar hátt yfir sléttlend- ið. Þar nutum við töfra fjarlægari fjalla og nálægari Eyja er risu upp úr bláum sæ. Þá var fullljóst að þarna sátu að búi samvirk og ein- huga hjón er höfðu í fyrirrúmi vel- ferð barna og búaliðs, sem og við- gang bújarðar sinnar. Þar ríkti hlý- huga heimilisandi. Þar var gott að vera gestkomandi og er enn. Þangað vildum við aftur koma. Það varð þó ekki fyrr en allmörgum árum síðar að ferðum okkar þangað fjölgaði að mun. Algengt var að okkur bær- ust fréttir þaðan um að heyskapur byijaði þar fyrr en annars staðar og gengi hratt fyrir sig. A fyrstu búskaparárum sínum þurfti Konráð á aðkeyptum vinnu- krafti að halda, einkum vegna bygg- inga. En í heyskaparönn á vélaöld naut hann röskra uppvaxandi sveina og meyja úr þéttbýli er dugðu hon- um vel, ekki síst fyrir eðlislæga gætni sem húsbóndinn sýndi við verkstjórn auk hins ljúfa viðmóts húsfreyju. Þeir sem starfað höfðu á Búðarhóli vildu koma aftur og aftur. Vöxtur og velgengni búskapar að Búðarhóli tengdist barnaláni þeirra Sigríðar og Konráðs og hve ung börnin urðu þátttakendur í bú- rekstrinum. Þá sem fyrr og síðar í sveitum mæddi mest á elstu börnun- um. Jóna Gerður var ung, með ein- dæmum trú og mikilvirk innanhúss sem utan. Héðinn var um árabil burðarás í búskap foreldra sinna, sem virtu framlag hans með því að fá honum í hendur fjárstofn búsins. Hann hneigðist síðar til sjómennsku. Börn þeirra Búðarhólshjóna urðu alls 9 og lögðu öll á uppvaxtar- skeiði fram starfskrafta sína í þágu búsins. Uppgangur búsins varð þá mikill og búsmali vel nýttur. Sem dæmi má nefna að umfram slögtun- ararðs frá fijósömu hryssustóði nýtti Konráð um skeið á sumardög- um nýstárlegan tekjuauka af fol- aldahryssum sínum. Þær voru rekn- ar í aðhald og þeim tekið blóð sem nota skyldi til hormónavinnslu. Gaf þá hver hryssa 5 lítra af blóði einn dag í viku, samfleytt í 5-6 vikur. Þá réð Konráð til sín um skeið kunn- áttumann til að temja unghesta sína. Uppkomin dreifðust Búðarhóls- börnin víða, í námi og til búsetu. Varð nú Konráð bóndi að endur- meta stöðu sína, ekki síst með tilliti til aldurs síns. Hann hafði í áratugi látið bú og jörð ganga fyrir í ijár- festingum, en frestað byggingu veg- legs húss sem honum hafði lengi verið ofarlega í huga. Aldur og verð- bólga voru ljón á veginum. En þá opnaðist honum leið er farin yrði. Haraldur sonur þeirra, sem þá var kvæntur rafvirki, og bjó þá í sjálfs- eignaríbúð í Kópavogi. Hann hafði jafnan sýnt mikinn áhuga fyrir bú- skap og kom í hveiju sumarleyfí sínu til samstarfs við foreldra sína. Eftir að hann kvæntist kom hann svo með eiginkonu sína, sem var samhuga manni sínum um að bú- skapur í sveit væri verðugt og heill- andi viðfangsefni. Þau seldu húseign sína og komu til búskapar að Búðar- hóli og þar með var endurreistur tvíbýlisbúskapur á jörðinni. Nýtísku íbúðarhús, 180 fermetra, að grunn- fleti, reis af grunni. Fjármagn og atorka sonar og tengdadóttur stuðl- aði samtímis að stækkun búsins og fjárfestingu í nútímalegri mjalta- stöðli, sem og að framþróaðri hey- skaparbúnaði á félagsbúi þeirra feðga, en túnrækt er nú 100 hektar- ar. Fjölskyldurnar búa nú hvor á sinni hæð í hinu nýja húsi og njóta sameiginlegra krafta. Kona Harald- ar, yngri bóndans að Búðarhóli, er Helga Bergsdóttir og eiga þau fjög- ur börn. Börn Konráðs og Sigríðar eru eftirtalin: Jóna Gerður, f. 31. jan. 1952, húsfreyja að Miðmörk, maki Siguijón Sveinbjörnsson; Héðinn, f. 20. feb. 1954, sjómaður í Vest- mannaeyjum, maki Harpa Sigur- jónsdóttir; Haraldur, f. 18. sept. 1955, bóndi á Búðarhóli, maki Helga Bergsdóttir húsfreyja sama stað; Guðlaug Helga, f. 17. des. 1957, maki Guðlaugur Ólafsson skrifstofumaður, búa í Reykjavík; Ingigerður Anna, f. 2. okt. 1959, maki Sigmar Gíslason, bifvélavirki, búa í Reykjavík; Gunnar Markús, f. 7. nóv. 1965, húsasmiður í Hafn- arfirði, maki Stefanía Þorsteinsdótt- ir, húsfreyja sama stað; Auður Ingi- björg, f. 5. okt. 1967, nemi í Reykja- vík, ógift; Unnur Brá, f. 6 apríl 1974, nemi að Laugarvatni, ógift. Barnabörnin eru nú orðin 15. Konráð hefur á búskaparbraut sinni verið hljóðlátur stuðningsmað- ur í menningar- og framfaramálum sveitar sinnar. Sama er að segja um konu hans sem tekur þátt í kirkju- kórs- og kvenfélagsstarfi. Þau hjón eru samhuga um menningargildi þess að hafa gott hljóðfæri í velbú- inni stofu sinni og studdu dætur sínar til náms svo að þess yrði notið. Konráð er maður vel skapi far- inn, ljúfur í umgengni, lítt frama- gjarn en fastur fyrir og einbeittur sóknarmaður að settu marki. Fyrir skömmu síðan naut ég þess að vera gestkomandi að Búðarhóli. Þá kom í ljós að Konráð bóndi hafði nýverið fest kaup á vönduðum og sterkbyggðum bíl til heimilisnota. Kom þá að því að ég settist upp í bílinn góða við hlið nafna míns sem ekur honum greitt sem leið liggur til Eyjafjalla. Þegar við erum komn- ir að eyðibýlinu Miðeyjarhólma gegnt æskustöðvum hans Dalsseli er hægt á ferð. Þá minnist Konráð þess að móðir hans sendi hann oft ungan með góðbakstur til fátæku konunnar er þar bjó. Þá komu mér í hug hendingar úr þulukvæði systur hans, Guðrúnar skáldkonu í Stóru- Mörk, sem lýsa móður þeirra vel: „Vék oft góður að vesölum, / vann í hljóði’ að góðverkum ... öllum góð, en börnum best, / brekin þeirra skildi, / benti í blíðri mildi”. Við rennum upp á aurana fyrir ofan gamla sauðahúsið í Dalsseli og þaðan þvert á Markarfljótsfar- veg. Það er undarleg tilfínning að vera á hraðakstri miðs vegar þar sem fljótið flæddi yfir þegar það var breiðast og víðáttumest 1950 og braut niður land Dalssels og víðar. Konráð fínnst gaman að láta reyna á gæði bílsins og ekur greitt óvissan og úfínn fyrrum farveg stór- fljótsins á átt til hinnar nýbyggðu brúar. Þá hafði fyrir tveimur dögum vatnsflaumi fljótsins verið veitt und- ir hana. Margar hindranir sýndust mundu loka vegferð okkar. Sagði ég þá við nafna minn að sýnt væri að aftur yrðum við að snúa. Ekki ansaði nafni úrtölum mínum en fann jafnan nýja krókaleið uns við nálg- umst nýju brúna, markmið okkar. En þá komum við þar að sem risa- vaxið véltæki er að hlaða upp með tröllaukinni krumlu sinni sandbing mikinn er ekki sniðkeyrður. Konráð ók bíl sínum fast upp að hindrun þessari og gaf þar með tækisstjóra ótvírætt í skyn að sett mark væri framundan. Þar kom að risakrumlan tók að bæla nokkuð binginn. Gekk þá nafni á lagið og flaug í annarri atrennu yfír. Við komum nú brátt að brúnni og njótum þess, sem enn var ekki talið tímabært, að aka yfír hina nýju Markarfljótsbrú vestanfrá á staðsetningu þeirri er Auðunn í Dalsseli hafði lagt til fyrir 1934. Við virðum fyrir okkur útsýnið til fjalla og fossins fríða frá hinu nýja og heillandi sjónarhorni. Síðar ökum við í hlað að Seljalandi og njótum um stund rausnarlegrar gestrisni hjónanna Sigríðar og Hálfdáns. Við ökum vestur fyrir Kattarnef og Neðridalur blasir við. Þar bjó lang- amma Konráðs, Ingibjörg dóttir Jóns hreppstjóra í Stóru-Mörk, en hann var dóttursonur séra Olafs Thorlacius prests í Miðmörk og var í beinan karllegg kominn af Þorláki biskupi Skúlasyni. Alsystir Ingi- bjargar í Neðridal var Guðrún for- móðir Þorsteins Pálssonar dóms- og sjávarútvegsráðherra. Við ökum framhjá Dalsás og við blasa í brekkuhvammi rústir eyði- býlisins Murnarvalla. Þar endaði ævi sína séra Ólafur prestur Thorlacius heilsulaus í fátækt. Við rennum yfir Markarfljótsbrú hina eldri, er þjónað hefur tilgangi sínum í 57 ár. Og nú jók hinn 75 ára gamli Búðarhólshöldur hraðann til hámarks og hélt honum til Hvols- vallar en þar skildu leiðir og hvor hélt til síns heima eftir þökk fyrir Ijúfar samverustundir. Ég árna mági mínum farsældar á dögum hinna efri ára með þökk fyrir hugþekka samfylgd á lífsins vegferð. Konráð bóndi verður að heiman í dag. Konráð Bjarnason Öldutúni 18, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.