Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 47

Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVBMBER 1991 47 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson kynntust keppnisakstri á malbiki þegar þeir óku í belgískri rall- keppni. Þeir féllu þó fljótlega úr keppni vegna bilunar. Rallakstur: Feðgarnir lánlausir í Belgíu FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson riðu ekki feitum hesti frá viðureign við belgíska rallökumenn á heimaslóðum þeirra í Huy í Belgíu fyrir skömmu. Þeir óku 170 hestafla óbreyttum Mazda fjórhjóladrifs- bíl en urðu að hætta keppni eftir aðeins fimm sérleiðir af 36. Þetta var fyrsta keppni þeirra saman á erlendri grund. „Koma tímar, koma ráð. Við fengum þarna smá reynslu sem nýtist vonandi síðar. Keppnin sýndi okkur að Rúnar á góðan möguleika á að sýna lit innan um toppkarlana, þó þetta gengi eigin- lega á afturfótunum frá byijun,” sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið. „Fyrst fékk ég slæma flensu og við gátum ekki skoðað leiðirnar mjög vel. Þegar við vorum PHILANIPPON-91, Tokyo: Tvenn toppverð- laun til Islands ALÞJÓÐLEGA frímerkjasýningin „PHILANIPPON-91” var haldin í Tokyo í Japan 16-24. nóvember. Þátttakendur í þessari sýningu af íslands hálfu voru þeir Hálfdán Helgason og Páll H. Ásgeirsson. Fékk Hálfdán gullverðlaun fyrir safn sitt en Páll fékk gyllt silfur fyrir safn sitt. Hálfdán Hlegason tæknifræðing- ur, formaður Landssambands ís- lenskra frímerkjasafnara, sýndi á þessari sýningu safn sitt af íslensk- um póstbréfsefnum sem hann hefur þróað á löngum tíma og fékk hann gullverðlaun fyrir þetta safn. Er þetta Iró ekki í fyrsta sinn er safn þetta hlýtur slík verðlaun á alþjóð- legum frímerkjasýningum enda tal- ið vera eitt með bestu slíkum söfn- um í heimj. Páll H. Ásgeirsson flugumferðar- stjóri sýndi einnig á þessari sýningu safn sitt af íslenskri flugpóstssögu frá 1928-1945. I safni þessu er að finna póst frá hinum ýmsu flugum um ísland og til og frá landinu. Þar er bæði um að ræða könnunarflug og svo einnig hin ýmsu áætlunar- flug sem flogin hafa verið í áranna rás. Fyrir safn sitt hlaut Páll „fair mail” eða gyllt silfur að verðlaunum sem er í hæsta verðlaunaflokki slíkra safna. Sýningin í Japan var ein með þeim þeim stærri sem haldnar hafa verið á þessu sviði. IfflNN ÞIN ■ ■ FJOLSKYLOA? Heildarvinningsupphæðin þessa viku: 224.045.316 kr. 23. nóvember 1991 Röðin : 1X1-112-X12-X2X2 13 réttir: 15 raðir á 8.021.970 - kr. 12 réttir: 418 raöir á 57.780 - kr. 11 réttir: 6.925 raðir á 3.690 - kr. 10 réttir: 58.951 raðir á 910 - kr. Þaö voru þrír heppnirtipparar hérlendis semfengu 13 rétta um helgina. Tveir keyptu tölvuval og einn keypti opinn seöil. Þeir fá frá 8,344 millj. til 8,535 millj. í vinning. A íslandi var tippað fyrir 11,8 milljónir en vinningarnir uröu 28,7 milljónir hérlendis. fyrtr þlg og þina fjölskyldu! svo komnir á stað át vélin kerti, en við ókum keppnisbíl sem hafði verið stopp í tvö ár, en var yfirfarinn fyr- ir keppnina. Síðan sprakk aftur- dempari og loks fór gírkassinn eftir fímmtu sérleið, þannig að þetta var stutt gaman, en malbiksleiðirnar áttu vel við Rúnar,” sagði Jón. „Með bilaða dempara dinglaði bíll- inn um allan veg og við vorum rétt að byija að komast í akstursstuð, þegar hann bilaði,” sagði Rúnar, „við förum aftur einhverntímann og þá á alvöru keppnisbíl með nöga orku, en við vorum á rúmlega helm- ingi kraftminni bíl en þeir bestu. Árið hefur gengið brösuglega hjá okkur, ekkert gengið upp, en von- andi verður næsta ár betra.” sagði Rúnar. Keppnin sem Rúnar og Jón kepptu í var liður í Evrópumeistara- mótinu og Belginn Patrick Snijers á Ford Sierra Cosworth sigraði eftir mikla keppni við landa sinn Marc Duez á Toyota Celica GT4. UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 22. - 25. nóv. 1991 - Tveir ökumenn og einn gang- andi vegfarandi slösuðust í um- ferðinni um helgina. Samkvæmt tölulegum upplýsingum lögregl- unnar hafa þá nær 300 manns slasast í umferðinni í Reykjavík það sem af er þessu ári. Sam- kvæmt sömu upplýsingum slösuð- ust 245 manns í umferðinni allt árið í fyrra. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk akandi og gangandi til þess að sýna aðgát og miða ferð sína við aðstæður á hverjum tíma. - Rólegt var í miðborginni um helgina. Helst var að sjá að ölvað fullorðið fólk safnaðist þar norp- andi saman við söluopin. Lögregl- an þurfti einungis að hafa af- skipti af nokkrum ölvuðum „ungpíum” fyrri hluta föstudags- kvölds, en þær voru færðar í unglingaathvarfið og síðan sóttar þangað af foreldrum sínum. - Ekki var tilkynnt um „sýni- fíkla” um helgina, en nokkuð hefur borið á þeim undanfarna daga. Fíklar þessir eru undan- tekningalaust karlmenn, sem virðast hafa þörf fyrir að afhjúpa sig fyrir ungum stúlkum. Hér er sennilega um sömu tvo einstakl- ingana að ræða í öllum tilvikun- um. Þeir virðast vera hættulaus- ir. En sjálfsagt er fyrir fólk að tilkynna til lögreglu þau atvik, sem upp koma. - Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tvítugum ölvuðum manni nálægt miðborginni snemma á sunnudagsmorgun þar sem hann sveiflaði í kringum sig grenijólatré með rót. Manninum fannst afskiptasemi lögreglu- mannanna með eindæmum, ekk- ert væri lengúr leyfilegt á þessu skeri. Jólatréð var í eigu borgar- innar og hafði verið slitið upp með rót úr beði þar ekki langt frá. Það hafði eyðilagst í meðför- um mannsins. Ástæða þótti að flytja hann fyrir dómara, sem taldi eðlilegt að maðurinn greiddi andvirði trésins og auk þess á annan tug þúsunda í sekt. - 26 ára ölvaður karlmaður var handtekinn á reiðhjóli í aust- urborginni aðfaranótt sunnudags. Hjólinu hafði hann stolið skömmu áður við hús í Gerðunum. Maður- inn á lögheimili á Akureyri, en sjálfur virtist hann ekki gera sér grein fyrir á hvaða leið hann var þegar hann var stöðvaður á hjól- inu. - Aðfaranótt sunnudags mældu lögreglumenn BMW fólks- bifreið á 95 km hraða á Vestur- landsvegi. Ökumaðurinn neitaðij að stöðva og ók út úr borginni.' Lögreglumennimir veittu bifreið- inni eftirför, en þegar sýnt var að ökumaðurinn jók hraðann upp í um 170 km/klst. Létu lögreglu- mennirnir af frekari eftirför. Skömmu síðar var tilkynnt um að bifreið hafði verið ekið út af veginum við Kjósarskarðsveg. Ökumaður og farþegi í bifreiðinni reyndust hafa slasast minnihátt- ar, en bifreiðin var mikið skemmd. Ál Magnús L. Sveinsson Gylfi Arnbjömsson FELAGSFUNDUR Þýðir hækkun lægstu launa verðbólgu? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um kjaramál að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 26. nóv. n.k. kl. 20.30. Þar verður m.a. leitað svara við eftirfarandi atriðum: * Hver hefur launaþróunin verið hér miðað við önnur lönd? * Hvert stefnir í þróun launabils milli kynjanna? * Hvernig virka umsamin laun á verðbólgu? * Eru lægstu launin það eina sem veldur verðbólgu? * Valda launahækkanir, sem vinnuveitendur ákveða einhliða, ekki verðbólgu? * Valda launagreiðslur í yfirvinnu ekki verðbólgu? * Veldur Ijármagn, sem varið er í óarðbæra fjárfestingu ekki verðbólgu? Ræðumenn verða: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar Þórólfur Matthíasson, lektor Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í. Fundarstjóri: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, stjórnarmaður í V.R. Félagsfólk er hvatt til að mæta Sigurlaug Sveinbjörnsd. á f U n d Í n n. Þórólfur Matfhiasson Ásmundur Stefánsson Verið virk í V.R. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.